Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 Stutt spjall við Kristinn Reyr um kvöldsöguna 99Hin hvítu segr í BYRJUN janúarmánaðar hóf Kristinn Reyr rithöfundur að lesa í útvarpið sem kvöldsögur Hin Hvítu segl eftir Jóhannes Helga rithöfund, en þessi bók er heimildaskáldsaga sem Jóhannes byggir á endurminn- ingum Andrésar Péturssonar Matthíassonar, frá Ilaukadal vestur. Var Andrés, sem nú er orðinn háaldraður maður, yfir nírætt, nú vistmaður að Hrafnistu, sjómaður og M Þessa teikningu af Andrési gerði Atli Már Árnason — og er hún í bókinni. Kjölfesta sögunnar er gamall maður í flæðarmáli Sjónvarp í kvöld kl. 21.05: Deila flugmanna — Innflutningsverzlun KASTLJÓS, þáttur um innlend málefni, hefst að vanda í sjónvarpi í kvöld kl. 21.05. Þátturinn er í umsjón Helga E. Helgasonar og honum til aðstoðar er Elias Snæland Jónsson ritstjórnarfulltrúi. Tvö mál eru á dagskrá; deila flugmanna, sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnu og er af því tilefni rætt við Björn Guðmundsson, formann Félags íslenzkra atvinnuflugmanna, Skúla Guðjónsson formann Félags Loftleiðaflugmanna og Örn 0. Johnson, forstjóra Flugleiða hf. í síðara málinu verður fjallað um skýrslu verðlagsstjóra, Georgs Ólafssonar, um athugun á innflutningsverzluninni og niðurstöður, sem þar koma fram. Rætt verður við Hjalta Pálsson, framkvæmda- stjóra Innflutningsdeildar Sambandsins, um skýrslu þessa og munu Svavar Gestsson viðskiptaráðherra og Jón Magnússon, formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna, taka þátt í þeim umræðum. formaður í hvorki meira né minna en hálfa öld. Blaðamaður frá Mbl. hitti Kristin Reyr sem snöggvast að máli í fyrradag og bar þá á góma lestur hans á kvöldsög- unni. — Ég tel mig hafa orðið þess var að sumum þyki þessi heimildaskáldsaga Jóhannesar Helga minna dálítið á kvik- myndahandrit — klipp — klipp — þú skilur. En mér þykja efnistök og stíll höfundar marg- slungin. — Kjölfesta sögunnar er gamall maður í flæðarmáli, að dytta að fari sínu. — Brjóst- birta á fleyg. — Þorp kirkjuturn, baujustengur með veifum að baki. Þorpið í svefni þá vornótt og aldan vakir við hleina, komin óralangt utan af hafi, utan úr umliðnum heimi, horfinni veröld gamals manns. — Mér er vandi á höndum að koma orðum og anda til skila sem vert væri, sagði hann. Ég er kominn þar í lestrinum, að nú liggur að baki lýsing á bernskuheimili hans í Hauka- dal. — Andrés fór barnungur á sjóinn — skúta tekur við af áraskipi og af skútunni tekur togarinn Apríl við. Hann ræðst í skiprúm til Eldeyjar-Hjalta. Þá raunar unglingur, staðráðinn í að stíga ölduna eins og þeir eldri. Hann er í siglingum á stríðsárunum fyrri, einatt í eld- línunni ásamt félögum sínum á togurunum gömlu. — Leiðin lá síðan í farmennskuna og hann fór á gamla Lagarfoss. Við rekjum ekki söguferilinn af því sem búið er öllu nánar en því verður þó að bæta við, að nú er Andrés kominn vestur til Ameríku. Þar verður þráðurinn tekinn upp í kvöld, er Kristinn les 12. lestur sinn. Hann er kominn á skiprúm hjá Sigfúsi Blöndal í Kanada. Þekkir þú nokkuð til Andrés- ar? Jú, reyndar, sagði Kristinn. Andrés sótti sjóinn um skeið frá Keflavík. Ég man eftir honum frá barnaskólaárum mínum þar. — Okkur strákunum varð vissu- lega starsýnt á þennan vörpu- lega sjómann: íturvaxinn og afrenndur var hann. — Og katt- liðugur man ég, í hreyfingum öllum, en maður mjög fáskipt- inn. Andrés var til heimilis hjá systur sinni Huldu læknisfrú í Keflavík (konu Helga Guð- mundssonar læknis). — Það kemur fram í sögunni að „hún hafði þann stabíla starfa heima í Haukadal á uppvaxtarárum Andrésar að taka hann á kné sér og hýða ýmist holdvotan úr flæðamálinu eða í gauðrifnum flíkunum eftir áflog eða önnur uppátæki."— En undir heimils- aganum í Haukadal, saðgði Kristinn, hafði Andrés heitið því að flýta sér að stækka, verða svo stór að hafa mætti hausa- honum elskuleg systir. — Til gamans má geta þess að á þessum Keflavíkurárum Andrésar, — árunum fyrir 1930, gekk hann oftast undir tignar- heitinu „Drési frúarbróðir," því aldrei var Hulda læknisfrú köll- 'uð annað en „Frú Hulda". Og ég man að Hin hvítu segl seldust bóka mest í Bókabúð Keflavíkur fyrir jól 1962. — Hún rann út eins og heitar lummur og vakti vissulega geysilega athygli. — Já, herra bóksalinn, til dæmis, lét sig hafa það að vaka yfir henni að lokapúnkti. — Og mæta ósofinn næsta morgun til fangbragða við jólaösina. — Það var nú þá. Ég hef því verið að endurnýja kynnin, sagði Kristinn Reyr að lokum. Maureen Stapleton og Charles Durning í hlutverkum sínum í myndinni Haustblómi, sem hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 22.05. Segir í myndinni frá Beu Asher miðaldra konu, sem verður ekkja og hvernig hún upplifir nýja æsku eftir ára- tuga einangrun vaknar til lífs- ins á ný og viðbrögð fjölskyld- unnar við þessari skyndilegu breytingu. Breytir hún venjum sínum algjörlega, fer út að skemmta sér, lifir sjálfstæðu lífi og tekur sínar eigih ákvarð- anir. Útvarp Reykjavik FOSTUDKGUR 2. fehrúar MORGUNNINN_______________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bam. 8.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenni Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannai Geirlaug Þorvaldsdóttir les „Skápalinga“ sögu eftir Michael Bond (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45. Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lögi — frh. 11.00 Ég man það enm Skeggi Ásbjarnarson sér um þátt- 11.35 Morguntónleikari Rudolf Werthen og Sinfóniuhljóm- sveitin í Liége leika Fiðlu- konsert nr. 5 í a-moll op. 37 eftir Henri Vieuxtempst Paul Strauss stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnunai Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagani „Ilúsið og hafið“ eftir Johan Bojer Jóhannes Guðmundsson þýddi. Gísli Ágúst Gunn- laugsson les (9). 15.00 Miðdegistónleikari Tón- Iist eftir Johannes Brahms Radu Lupu leikur á píanó Intermézzo op. 117. Irmgard Seefried, Raili Kostia, Waldemar Kmentt og Ebcrhard Wachter syngja „Ástarljóðavalsa“ op. 52» Erik Werba og Giinther Weissenborn leika undir á píanóð 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfegnir). 16.20 Popphorni Dóra Jóns- dóttir kynnir. 17.20 Útvarpssaga harnannai „Saga úr Sandhólabyggð- inni“ eftir H.C. Andersen. Steingrímur Thorsteinsson þýddi. Axel Thorsteinsson les (3). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVOLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki, Tilkynningar. 19.40 Pólitísk innræting í skólum. Þorvaldur Friðriksson ann- ast umræðuþátt. 20.10 Sinfónia nr. 4 í a-moll op. 63 eftir Sibelius FÖSTUDAGUR 2. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Popp Hljómsveitirnar Santana og Boston skemmta. 21.05 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.05 Hausthlómi Bandarísk sjónvarpskvik- mynd. Aðalhlutverk Maureen Stapleton og Charles Durn- ing. Bea Asher, miðaldra hús- mi>ðir, missir óvænt cigin- mann sinn. Hún á um tvennt að veljai sætta sig við orðinn hlut og lifa í einsemd, eða rcyna að hefja nýtt líf eftir margra ára- tuga einang.un. Þýðandi Ingi Karl Jóhann- esson. 23.40 Dagskrárlok Konuglega fílharmoníusveit- in 1 Lundúnum leikun Loris Tjeknavorjan stjórnar. 20.45 Fast þeir sóttu sjóinn Fyrsti þáttur Tómasar Einarssonar um vermenni Á leið í verið. Rætt við Krist- mund J. Sigurðsson. Lesar- ari Baldur Sveinsson og Snorri Jónsson. 21.20 Kvöldtónlcikar a. Fantasía í C-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Schubert. Yehudi Menuhin og Louis Kentner stj. b. Fimm ctýður eftir Franz Liszt. Lazar Berman leikur á píanó. 22.05 Kvöldsagan. „Hin hvítu segl“ eftir Jóhannes Helga Heimildarskáldsaga byggð á minningum Andrésar P. Matthíassonar. Kristinn Reyr lcs (12). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Bókmenntaþáttur. Anna Ólafsdóttir Björnsson stjórnar þættinum. M.a. rætt við Njörð P. Njarðvík dósent. 23.05 Kvöldstund. með Svcini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.