Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 23 bæði hörðum höndum, en unnu bæði sigur að lokum og lifðu frjálsa og glaða elli. Og á lífsleið- inni gátu þau veitt öðrum mikils- verða aðstoð, t.d. dóttur sinni, þegar hún missti manninn frá 3 ungum börnum og var vanfær að því fjórða. En allt fór þetta vel með hjálp guðs og góðra manna, enda var ekkjan unga gædd fágætu þreki og dugnaði. Rúm 2 ár gátu þau hjónin haft móður Sigríðar á heimili sínu eftir að heilsa hennar bilaði. Oft mun hafa verið gestkvæmt á Ljósvallagötu 32, því að þangað var gott að koma. Sveinn, bróðir Guðmundar, hefur nú verið all- lengi á heimili þeirra og er enn furðu hress. Hann er nú 97 ára en Guðmundur níræður. Þarna hafa þau nú búið lengi sanian, þessi elskulegu gamalmenni, í sátt og samlyndi. Yngra fólkið er löngu flogið úr hreiðrinu. Ég minnist þess, að ég átti eitt sinn sem oftar, langt samtal við Sigríði fyrir tveim árum. Þá var heilsa hennar tekin að bila, en þá sagði hún mér frá því með mikilli gleði, að Guðmundur væri svo duglegur að búa til matinn, en Sveinn fór í sendiferðir, 95 ára! Til viðbótar því, sem ég hefi fyrr sagt í grein þessarri skal endur- tekið að auk góðra gáfna var Sigríður óvenju góðlynd og glað- lynd. Hún var bókstaflega elskuð af öllum, sem henni kynntust. Henni var illa við þras og þrætur, en hún hafði ákveðnar skoðanir og hélt þeim fram með festu og lipurð, þegar henni þótti við þurfa og kryddaði þá ræðuna með sinni léttu fyndni. Hún var mikill bóka- unnandi og gat brugðið fyrir sig vísnagerð. Á verklegu sviði var hún einnig í fremstu röð. Hún hafði lært það í æsku af sinni fjölhæfu móður, sem var verk- maður með afbrigðum. En hitt hefi ég grun um, að Sigríður hafi verið sömu gerðar og nafna henn- ar, dóttir mín, sem lét þess einu sinni getið, að þótt hún ynni eldhúsverkin af nauðsyn, þá væri sitthvað annað sér hugstæðara. Báðar voru þær bókhneigðar í meira lagi. Og það þykist ég vita, að væri Sigríður Gísladóttir nú á unglingsárum og í skólum, þá mundu hún vera í hópi þeirra, er sigla til fjarlægra háskóla með háa styrki. Eins vil ég enná geta. Eftir að móðir Sigríðar, frú Guðbjörg frá Háeyri, sem við litum öll á sem höfuð ættarinnar og aldursforseta, var dáin, kom það af sjálfu sér, að Sigríður skipaði þann sess. En síst af öllu mundi hún sjálf hafa viðurkennt það, svo lítillát sem hún var og nærri hlédræg. En ég hygg, að afstaða af- komenda hennar komi best fram í nokkrum orðum, sem einn fullorð- inn dóttursonur hennar sagði eftir lát hennar: „Hún amma! — Hún var ekkert nema kærleikur!" Getur nokkur hugsað sér betri eftirmæli? Ég lýk máli mínu með því að votta öllum vandamönnum Sigríðar Gísladóttur innilegustu samúð mína og minna með þökkum fyrir samveruna. Það er trú mín, að veröldin liti öðru vísi út í dag, ef allir gætu fetað sinn ævistíg með jafnhreinan skjöld og hún. I upphafi greinar þessarar er þess getið, að frú Sigríður hafi legið nokkrar vikur á sjúkrahúsi fyrir andlát sitt. Þar, á Landakots- spítalanum, naut hún frábærrar hjálpar og umönnunar hjá lækn- um og öðru starfsfólki. Nú hefur eftirlifandi eiginmaður Sigríðar beðið undirritaðan að flytja þessu fólki innilegar þakkir sínar og vandamanna sinna fyrir veitta hjúkrun, einmitt hér, um leið og saga hennar er sögð. Það hefði einnig verið henni sjálfri að skapi. Hafið því öll hjartans þakkir, um leið og blessuð er minning Sigríðar Gísladóttur. Reykjavík, 29. janúar 1979. Ingimar H. Jóhannesson. Mér fannst að það hefði slokkn- að ljós þegar Sigríður Gísladóttir andaðist, en það var bara snöggv- ast, því birtan kringum nafna þessa yndislega persónuleika held- ur áfram að lýsa jafnskært öllum sem báru gæfu til að kynnast henni, þó langri vegferð sé nú lokið. Þegar ég kom í atvinnu til Reykjavíkur á stríðsárunum, ungl- ingur austan úr Vopnafirði, var ég í herbergi með Þorsteini bróður mínum að Grettisgötu 16. Þar bjuggu þá systkini Sigríðar, Ragn- hildur með dætrum sínum, Kjart- an og Sigrún ásamt móður þeirra systkinanna, Guðbjörgu Guð- mundsdóttur frá Háeyri, sem ég fékk að eiga fyrir ömmu þaðan í frá. Á fyrstu jólunum hér var ég boðinn í hornhúsið á Ljósvallagötu og Hringbraut með öllum frænd- garði húsráðenda og fjölda heima- ganga, sem töfrar þessa fólks höfðu seitt að. Er ekki að orð- lengja það, að í þessu jólaboði innvígðist ég í þetta merkilega samfélag og þarna á Ljósvallagötu 32 var mitt „Unuhús„ alla þá vetur, sem ég vann í Reykjavík. Síðasta veturinn minn hér, áður en ég fór út í hinn stóra heim og settist síðan að í Vopnafirði, varð ég heimilismaður þarna, og í mínrim augum er ekki meiri ljómi yfir öðru húsi hér í borg. Björtust þeirra sólna, seimþar ljómuðu, var húsmóðirin sjálf, og er þá mikið sagt, en hver sá sem leit í augu hennar fann þar þann kærleika, mildi og göfgi, sem gefur öðrum ósjálfrátt svo óendanlega mikið. Sigríður var dóttir séra Gísla, sem kallaður var Skólasól á sínum skólaárum vegna glæsileika, en hún var líka dóttir Guðbjargar frá Háeyri, hennar ömmu minnar, sem var stærð er ég hef aldrei treyst mér til að lýsa. Allt þetta fólk unni listum, og var listafólk fram í fingurgóma, þegss vegna var þetta hús ekki aðeins hús góðleikans, heldur jafn- framt hús lista og fegurðar. Ef til vill var söngurinn í heiðurssessi þar, en náskylt söngnum er ljóðið, og sprettur svo ekki myndlist frá ljóðinu og myndrænni sagnahefð? Ollu þessu fengum við, heima- gangarnir í húsinu að kynnast, og urðum ríkari eftir. Ung að árum giftist Sigríður Guðmundi Bjarnasyni, bóndasyni austan úr Öræfasveit, og þar bjuggu þau meðan dæturnar voru að fæðast og vaxa úr grasi. Sjálf- sagt var oft búið við þröngan kost, en garpurinn Guðmundur atti kappi við höfuðskepnurnar og sótti jafnt björg í ófæra kletta og brimgarð Atlantshafsins á sönd- unum undan Skaftafelli, þar til fjölskyldan flutti til Reykjavíkur rétt fyrir stríð, og settist þar að. Ég spurði Guðmund vin minn aldrei að því, hvernig það bar til að prestsdóttirin unga settist þarna að, en fyrir rúmum áratug auðnaðist mér loksins að komast á slóð þessa vinafólks míns, og þegar ég stóð undir heiðum síðsumar- himni hjá Selinu á Skaftafellstorf- unni, þar sem þau bjuggu, fátæk og rík í senn, fannst mér að það væri ekki eintóm tilviljun að þessi glæsilegu hjón ríktu sín bestu ár í nábýli við einhverja þá mestu tign sem getur að líta í landslagi hér, þar sem Öræfajökull vex upp í himininn. Það er trú mín að eitthvað af þessari tign hafi kom- ið, og eigi eftir að koma fram í verkum þeirra efnilegu niðja, sem frá þeim eru komnir, og ég hef talið mig finna þess glöggt merki, að náin tengsl milli afabarnanna, ömmubarnanna og þeirra, hafi fært þeim fyrrnefndu ónvejulegan þroska og þeim síðarnefndu ómælda gleði. Þessar línur áttu víst að berg- mála eitthvert brot af þakklæti eins af hinum mörgu heimagöng- um á Ljósvallagötu 32, til húsráð- enda á báðum hæðum og alls skvldfólks þeirra, sem sýndi mér óverðugum vináttu og góðvild, en samúð mín á þessari stundu er óskipt með vini mínum Guðmundi Bjarnasyni sem hefur misst svo mikið. Sigríöur styður hann ekki leng- ur meðan ævikvöldið líður hjá. En hún heldur þó áfram að vera ljós, sem aldrei slokknar. Gunnar Valdimarsson frá Teigi Nokkur þakkarorð frá tengdasyni. Mig langar að leggja út af hugtakinu um hina fullkomnu (algóðu) manneskju. Ég hefi lengi getað svarað án umhugsunar spurningunni: Hver er besta manneskja sem þú hefur kynnst? Það er hún tengdamamma. Hún líktist oft dýrlingi. Hún var móðir- in sem Gorký skrifaði um, hún var amman hans Laxness, hún var þetta allt og miklu meira. Hún var það göfuga seiri aðeins verður til í skóla lífsins í meðlæti og mótlæti. Æfiatriði hennar rek ég ekki hér nema lítillega, það munu aðrir gera. Þó vil ég geta þess að hún var í hópi fyrstu fermingarbarna séra Bjarna í Dómkirkjunni, það var henni alla tíð kær minning og frá Dómkirkjunni óskaði hún að verða jörðuð. Hún var í Kvennaskólanum í Reykjavík einn vetur. Fór svo með föður sínum 16 ára gömul að Sandfelli í Öræfum þar sem hann tók við prestakalli. Hann var heilsuveill og veikindi hans ágerð- ust svo fjölskyldan kom ekki aust- ur og hann varð að segja af sér prestskap eftir fá ár og dó skömmu seinna. Hjá honum var hún ráðskona og hjúkrunarkona í erfiðum veikindum hans til hinstu stundar. Hún giftist 23 ára gömul ungum efnis- og glæsimanni í sveitinni, Guðmundi Bjarnasyni á Fagur- hólsmýri. Skömmu seinna fluttust þau að Seli í Skaftafelli, bjuggu þar í félagsbúi með bræðrum hans í 20 ár og hafa verið kennd við staðinn síðan. En árið 1939 flutt- ust þau til Reykjavíkur. Bær þeirra er nú í þjóðgarðinum á Skaftafelli og er varðveittur sem eina fjósbaðstofubygging á ís- landi. Ekki hef ég heyrt getið um nokkurn mann sem ekki fór að virða Sigríði jafnvel eftir stutt samtal. Þeir sem meira þekktu hana dáðu hana og elskuðu. í þessu stóra húsi, Ljósvallagötu 32, þurftu þau Guðmundur og Sigríð- ur oft að taka leigjendur. Allir urðu þeir kærir vinir hennar, hvort heldur þeir voru íslenskir, amerískir, evrópskir námsmenn eða flugfreyjur úr ýmsum heims- hornum. Sigríður aflaði sér kunn- áttu með sjálfsnámi og las reip- rennandi ensku, þýsku og norður- landamálin. Mest eigum við henni að þakka fyrir börnin okkar. Fyrir þau hafði hún alltaf tíma, hún sagði þeim sögur, las með þeim þegar þau fóru að stauta og las með þeim þegar þau fóru að læra tungumál. Inni hjá ömmu voru haldnir langir og strangir rök- ræðufundir. Það var eins og hún hefði ótakmarkaða þolinmæði, þar var rætt allt milli himins og jarðar, öfgar í pólitík ekki síst. Heimili þeirra hjóna á Ljós- vallagötu 32 var miðstöð allrar fjölskyldunnar sem fjölmennti hjá Sigguömmu og afa þegar færi gafst. I mörg ár áttu þau saman annasama starfsæfi, síðan óvenju hamingjusama elli og héldu sitt eigið, fallega heimili og hjá þeim bjó Sveinn Bjarnason bróðir Guð- mundar. Sigríður varð alvarlega veik fyrst í septeínber, Guðmundur hjúkraði henni af mikilli alúð og aðdáunarlegum dugnaði þar til hún fékk pláss á sjúkrahúsi í desember. Hún átti hreina og heiðríka trú sem við sjáum endurspeglast í börnum okkar. Það á enginn svo stóran þátt í barnaláni okkar sem hún. Sigríður og Guðmundur eignuð- ust fjórar dætur. Elsta dóttirin Þuríður Elín andaðist á besta aidri úr sama sjúkdómi og móðir henn- ar nú. Næst elst er Katrín, gift undirrituðum, svo Ragna Sigrún ekkja Bjarna Runólfssonar, yngst Theódóra gift Ragnari Ólafssyni. Barnabörnin eru ellefu, öll upp- komin og barnabarnabörnin orðin fimm. Hennar er sárt saknað af okkur öllum en sárastur er söknuður aldurhnigins eiginmanns hennar og nærri tíræðs bróður hans Sveins, sem verið hefur i skjóli þeirra um langan aldur. Söknuður- inn er sár en þjáningarstríði hennar er lokið og hún er á guðs vegum svo sem hún var allt sitt líf. Ragnar Kjartansson t Maöurinn minn, HAFLIÐI EIRÍKSSON, Bargpórugötu 25, Raykjavík, lést í Landakotsspítala þriöjudaginn 30. janúar s.l. Ólöl Björnsdóttir. t Faðir okkar, SIGURGEIR ÓLAFSSON, Hafnarfiröi, andaöist aö Hrafnistu 31. janúar. Ingibjörg Sigurgeirsdóttír, Helga Sigurgeirsdóttir, Ólafur Sigurgeirsson. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, LEIFUR ÞJÓÐBJÖRNSSON, Skagabraut 41, verður jarösunginn frá Akraneskirkju, laugardaginn 3. febrúar kl. 2 e.h. Guólaug Björnsdóttir, Unnur Leifsdóttir, Eggert Ssemundsson. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KJARTAN ÓLASON, Njarðargötu 12, Keflavík, sem lést þann 24. janúar veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 2 e.h. María Kjartansdóttir, Jón Ásberg Kjartansson, Sigtryggur Kjartansson, Klara Ásgeirsdóttir, Lúövík Kjartansson, María Guömannsdóttir, Theódóra Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö fráfall og útför fööur okkar, MAGNÚSAR ÞORVARDSSONAR, Bjarnarstfg 5. Áslaug Magnúsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Þorvaróur Magnússon. t Alúöarþakkir fyrir þann hlýhug og samúö sem þiö hafiö sýnt okkur viö fráfall fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, RUNÓLFS RUNÓLFSSONAR, frá Búöarfelli, Vestmannaeyjum. Guö blessi ykkur öll. Stefán Runólfsson, Helga Vfglundsdóttir. Ólafur Runólfsson, Sigurborg Björnsdóttir, börn og bamabörn. t Hjartans þakkir til allra nær og fjær er sýndu okkur samúö viö andlát og útför systur okkar. GUÐNÝJAR BJÖRGVINSDÓTTUR, frá Ketilsstööum, Jökulsárhlfö. Jónheiður Björgvinsdóttír, Stefán Björgvinsson, Guömundur Björgvinsson, Þórhalla Björgvinsdóttir, Vfgdögg Björgvinsdóttir, Fregn Björgvinsdóttir, Björgvin Ketill Björgvinsson. t Þökkum innllega samúö og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, RAGNHEIÐAR HELGADÓTTUR, Hlíöarhúsum, Sandgeröi, Laufey Jóhannesdóttir, Borgey Jóhannesdóttir, Guörún Sigurbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.