Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 Jón úr Vör: Listamannalaun Ég er einn þeirra mörgu rit- höfunda, sem jafnan eru í öng- um sínum marga daga eftir árlega birtingu úthlutunarskrár listamannalauna. Ég fer aldrei dult með andstyggð mína á þessum vinnubrögðum, sem þar eru jafnan viðhöfð, hinum ósvífnu hrossakaupum, sem þar eiga sér stað augljóslega og purkunarlaust, þrátt fyrir sí- felldar yfirlýsingar úthlutunar- manna um tilraun þeirra til réttlætis. Þótt mannabreytingar verði nokkrar í nefndinni öðru- hverju er svipur hennar jafnan hinn sami. Ég skammast mín í hvert sinn sem ég læt hjá líða að gagnrýna þetta árlega hneyksli. En gagn- rýni hefur raunar verið vita máttlaus vegna þess, að það eru listamenn sjálfir og samtök þeirra, sem láta hjá líða að breyta eða fá breytt á róttækan hátt fyrirkomulagi úthlutunar- málanna. Ég hef þagað í nokkur ár, enda hefur ástandið nokkuð skánað vegna úthlutunar starfs- launa. En öll eru þessi mál þó í slíkum hrærigraut og ruglingi, að hvorki almenningur né lista- menn hafa til fullnustu áttað sig á því, hvernig málin standa í raun og veru. Reynslan af hinu nýja fyrirkomulagi er því ekki svo góð, að sérstök ástæða sé til að þegja þess vegna. Ég var að lesa greinarstúf frá Kristjáni Karlssyni bókmennta- fræðingi í Morgunblaðinu. Kannski ráða orð hans bagga- muninn um það, að ég tek mér penna í hönd að þessu sinni. Síðast ræddi ég þessi mál opinberlega í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. Ég hef margoft bent á það, að ótækt sé að sama úthlutunarnefnd felli dóma yfir hundruðum lista- manna á öllum aldri úr öllum listgreinum, sumum séu úthlut- uð heiðurssæti og heiðurs- peningar, öðrum laun, þriðja hópnum styrkur, jafnvel án þess að hægt sé að sjá hver er að dómi úthlutunarnefndar byrj- andi og hver sé skussi. Ég hef lagt til, að eins og nú standa sakir, verði sá háttur upp tekinn: 1. Ekki verði bætt mönnum í heiðurslaunahópinn, en þeir sem þar eru nú haldi sæti sínu til æviloka. 2. Lista- mannalaun hljóti þeir sem nú eru í efra flokki. Við þann hóp vil ég að bætist listamenn, sem fengið hafa listamannalaun áður í lægri flokkum, miðað við hve oft þeir hafa áður fengið laun og með hliðsjón af starfs- aldri. Hér skal sett aldurslág- mark. Allir aðrir styrkir eða laun til listamanna skulu miðaðir við einstakar listgreinar og um þá sótt árlega. Það fyrirkomulag, sem ég hér ræði, kallar að sjálfsögðu á aðra tegund styrkja, eða launa fyrir yngri listamenn. Stofn að rit- höfundasjóðum er til: launasjóð- ur rithöfunda og starfslauna- sjóður, bókasafnssjóður, út- varpssjóður. Þessum peningum vil ég steypa saman og setja Jón úr Vör. skynsamlegar úthlutunarreglur. Margt fleira mætti gera til hagsbóta, sem nú er látið ógert vegna úlfúðar og sundurlyndis rithöfundastéttarinnar. Eitt af því allra nauðsynlegasta er að hætta að hleypa nærri því hverjum sam er inn í rithöf- undasamtökin. Ég ætla að láta hjá líða að gera hríð að úthlutunarnefnd að þessu sinni. Það er vita gagns- laust á meðan rithöfundar sjá ekki sjálfir sóma sinn í því að koma skipulagi á sín mál, en láta aðkomustráka og stelpur, sitt úr hverri áttinni, ráðskast með kjör sín, uppihaldandi póli- tískum óþjóðalýð utan og innan hrossaprangarahópa. Það má af ofanrituðu sjá, að ég tel að af rithöfunda hálfu eigi þeir fyrst og fremst að hljóta listamannalaun, sem borið hafa þunga og hita dagsins undan- farna áratugi. Lægri upphæðir, ef afgangs verða, eiga yngri menn að hljóta, en fyrst og fremst að njóta lausra styrkja úr öðrum sjóðum. Það gladdi mig því að þessu sinni, að sjá þá Einar Braga, Gunnar Dal og Stefán Júlíusson bætast í hóp okkar öldunganna. En sárt er að þurfa að sjá einu sinni enn níðst á gömlum félögum sínum, höf- undum með 30—40 bækur, sem sparkað er út í hin ystu myrkur, án þess að nokkur segi orð. Ég ætla bara að nefna fjóra sem ekkert fá: Gunnar Benediktsson, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Filipía Kristjánsdóttir og Óskar Aðalsteinn. Ég ætla ekki að ljúka þessum greinarstúfi ineð þeim stóru orðum, sem mér eru efst í huga. Ég nefni hér færri nöfn en ástæða væri til. Hér er nefnd kosin af alþingi látin kveða ár eftir ár upp dóma yfir lífsstarfi listamanna. Þeir vita gerst sem reyna með hvaða háttvísi og sóma það er gert. Slippstöðin vel stödd með verkefni á næstunni Akureyri, 2. febrúar. VERKEFNI Slippstöðvarinnar hf. virðast allvel tryggð um næstu framtíð. Nú þegar er hafin hluta- smíði að næsta skipi, sem byrjað verður að stilla upp eftir helgina. Það er nótaskip sem á að bera 1250 tonn og verður aðeins stærra en Sigurbjörg ÓF 1, sem hleypt var af stokkunum í dag. Eigandi verður Hilmir hf. á Fá- skrúðsfirði. bar að auki verður unnið við verkefnið B61 eða „Flakkarann“, eins og starfs- menn Slippstöðvarinnar kalla það en það er skipsskrokkur smíðaður í Póllandi fyrir sænska eigendur, keyptur þar sem hann lá í Danmörku en var lengdur á Akranesi fyrir Slippstöðina. Eig- Afmæli í dag KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Holtsgötu 41, Rvík, frá Hítarnesi á Snæfellsnesi, er 85 ára í dag. Hann er að heiman. Leiðrétting Þau mistök urðu við birtingu greinar Sigurlaugar Bjarnadóttur, „Hvað tekur þá við?“, í blaðinu í gær, að neðst í fyrsta dálki féll niður hluti setningar. Rétt er hún þannig: „Engu líkara en að „land- búnaðarstefna" Alþýðubandalags- ins, sem svo rækilega var kynnt um það leyti, sem bændur gerðu sinn kross í kjörklefanum s.l. vor, sé nú alveg gleymd og týnd.“ — Þá á efst í fjórða dálki að standa „ómanneskjuleg vinnutilhögun". endur eru Júlfus og Pétur Stefánssynir í Reykjavík. Samningur hefur verið gerður við eigendur Arnarins frá Keflavík (Þorstein og Örn Erlingssyni), en ekki staðfestur af lánastofnunum, um smíði skips af sömu gerð og Hilmisskipið. Vonast er til að staðfestingin fáist fljótlega, enda er þess full þörf, því að undirbún- ingstími smíðinnar er langur. Hún þarf að hefjast seint á næsta sumri. Mestu erfiðleikarnir í sam- keppninni við útlendar skipa- smíðastöðvar eru þeir, að þær bjóða eigendum gamalla skipa að taka þau upp í smíðaverðið að hluta, en í raun eru þau seld hér innanlands og andvirðið lánað að miklu leyti líka. Aðrir útgerðar- menn hafa orðið að selja sín gömlu skip innanlands án nokkurrar verulegrar lánafyrirgreiðslu til kaupenda þeirra og þetta hefur allt þrengt markaðinn mjög. Slippstöðvarmenn telja sig hafa góða tillögu að lausn á þessum vanda, bæði fyrir skipasmíða- stöðvarnar og útgerðarmennina. Hún er fólgin í því, að þeir sem gera samning við innlenda skipa- smíðastöð og njóta trausts lánveit- enda skuli eiga þess kost að fá lán út á gömlu skipin, sem oft hvílir lítið á en lánin fyjgi síðan gömlu skipunum til nýju eigendanna, sem gætu þá borgað meira út, svo að seljendurnir hefðu meira reiðu- fé til að leggja í nýju skipin. Þetta mundi líka létta á útlánum bank- anna. Fjármögnun nýju skipanna er orðin mjög erfið, en ef þessi háttur yrði upp tekinn, yrðu erfið- leikarnir hverfandi og framtíð skipasmíðaiðnaðarins tryggð. Sá iðnaður er nú kominn af bernsku- skeiði og á fastan grundvöll tækni- lega. —Sv.P. Fundur sjálfstæðis- manna á Sauðárkróki VEGNA rangrar auglýsingar skal ítrekað, að fundur á vegum Sjálf- stæðisflokksins undir kjörorðinu „Þjóðin var svikin — snúum vörn í sókn“ verður haldinn í safnahúsinu á Sauðárkróki við Faxatorg kl. 14 á laugardag. Frummælendur verða Birgir ísl. Gunnarsson, Ragnhildur Helgadóttir og Ólafur G. Einarsson. Skipasmiðirnir úr Stálvík fylgdust með umræðum í borgarstjórn af pöllunum í gærkvöldi. Fyrir miðju fremst eru þeir Jón Sveinsson, forstjóri Stálvíkur, og Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins. Harðar umræður um skuttogarakaup BÚR í borgarstjórn: Sjálfstæðismenn vildu lof orð ríkisst jórnar um Stálvíkurskipið TILLÖGUR útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavík- ur um skuttogarakaup frá Portúgal voru á dagskrá í borgarstjórninni í gær. At- hygli vakti að á áhorfenda- pöllum voru mættir ýmsir af framámönnum skipa- smíðaiðnaðarins hér á landi, svo og forsvarsmenn Málm- og skipasmiðasam bandsins. Tillaga útgerðarráðsins er svo- hljóðandi: „Utgerðarráð samþykk- ir að kaupa tvo skuttogara af minni gerð, annan frá Portúgal en hinn frá Stálvík. Jafnframt sam- þykkir útgerðarráð að einn af eldri skuttogurum BÚR skuli seldur, þegar hinir nýju togarar hafa verið afhentir. Útgerðarráð óskar heimildar borgarráðs fyrir því að ganga frá samningum um kaup á togara frá Portúgal. Jafnframt samþykkir útgerðarráð að hefja samningaviðræður við Stálvík um smíði togara þar fyrir BÚR.“ Miklar og harðar umræður urðu um þessa tillögu í borgarstjórn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins létu bóka eftirfarandi: „Það er álit okkar að kaup á togara frá Stálvík hafi átt að sitja fyrir öðrum togarakaupum BÚR. Hér er um íslenzka skipasmíða- stöð að ræða þar sem margir Reykvíkingar stunda atvinnu, verð sambærilegt við erlenda togara og gæði með því bezta sem þekkist. Það er eindregin skoðun okkar að um leið og gengið er til samninga um kaup á togara frá Portúgal, þá verði jafnframt samið um kaup á skipi frá Stálvík með sömu kjörum og viðskiptaráðuneytið hefur boðið varðandi Portúgalstogarann. Hef- ur formaður útgerðarráðs lýst því hér á fundum að viðkomandi ráðherra sé því samþykkur að Reykjavík fái hliðstæð skamm- tímalán vegna Stálvíkurtogarans og boðið er með Portúgalstogaran- um. Teljum við það algjöra nauð- syn og forsendu undirskriftar að áður en samningur verði undirrit- aður þá liggi fyrir skrifleg yfirlýs- ing ríkisstjórnarinnar um það mál.“ Tillaga útgerðarráðs var síðan samþykkt með 13 atkvæðum, en tveir sátu hjá. Guðmundur Helgi og Margeir á svæðamótið Stjórn Skáksambands íslands hefur ákveðið að Guðmundur Sig- urjónsson stórmeistari og alþjóð- legu meistararnir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson verði þátt- takendur Islands í svæðamótinu í skák, sem hefst í Luzern í Sviss 10. maí n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.