Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 Gunnar Thoroddsen kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár á fundi Sameinaðs þings í gær í tilefni af fréttatilkynningu iðnaðar- ráðherra um Járnblendi- verksmiðjuna. —• Fer ræða hans hér á eftir: Fréttatilkynning kallar á leiðréttingu Þaö er fréttatilkynning hæst- virts iðnaðarráðherra um Járn- blendiverksmiðjuna, sem gefur mér tilefni til þess að óska eftir því að taka hér til máls utan dagskrár. Sú mynd af málinu sem þar er dregin og sá málflutningur sem flokksblað hæstvirts ráðherra hefur uppi, kalla á leiðréttingu og það sérstaklega hér í þingsölum, vegna þess, hve mjög málið varðar Alþingi. Alþingi samþykkti vorið 1977 lög um stofnun og starfsemi hluta- félags, þar sem íslenzka ríkið ætti 55% og norska fyrirtækið Elkem Spigerverket 45%, í þeim tilgangi að reisa verksmiðju, er framleiði kísiljárn. Aðalsamningur aðilanna var prentaður með stjórnarfrum- varpinu ásamt ýtarlegri greinar- gerð um alla meginþætti málsins. Iðnaðarnefndir beggja deilda fengu í hendur alla aðra samninga, svo sem rafmagnssamning, tækni- samning, sölusamning. Öll spil voru lögð á borðið Frumvarpinu var útbýtt á Al- þingi um miðjan desember 1976 og afgreitt sem lög í maí 1977. Al- þingismenn og iðnaðarnefndir höfðu því meira en 4 mánuði til þess að kynna sér málið. Allar upplýsingar, sem um var beðið, voru látnar í té. Nefndirnar köll- uðu fjölda fróðra manna á sinn fund. Plnginn hafði tilhneigingu til að leyna einu eða öðru, öll spil voru lögð á borðið. Meðal annars lágu fyrir áætlan- ir um byggingarkostnað, sam- komulag um söluverð á raforku frá Landsvirkjun til verksmiðjunnar, hvert það skyldi vera í upphafi, hvernig það skyldi hækka og hvenær krefjast mætti endur- skoðunar á orkuverðinu. Ennfrem- ur tímaáætlanir um framkvæmd verksins, hvenær fyrri bræðslu- ofninn skyldi tekinn í notkun og hvenær hinn síðari, en 2 ofnar eru forsenda verksmiðjunnar. Þá lá einnig fyrir í meginatriðum, hvernig fjármagna skyldi stofn- kostnað verksmiðjunnar, meðal annars með láni frá hinum nýstofnaða fjárfestingarbanka Norðurlanda. Áætlanir standast vel Þegar lögin höfðu verið sam- þykkt var hafizt handa um undir- búning framkvæmda. Er þar skemmst frá að segja, að allar þessar stórfelldu framkvæmdir hafa gengið samkvæmt áætlun. Byggingarkostnaður er í heild jafnvel heldur lægri en áætlað var og tímaáætlun hefur staðizt vel. Hún gerði ráð fyrir, að fyrri ofn verksmiðjúnnar gæti farið í gang og hafið framleiðslu á fyrri hluta ársins 1979. Verksmiðjan mun hefja framleiðslu um mánaða- mótin marz—apríl. Undirbúningur er hafinn að smíði og uppsetningu seinni ofns- ins og að því er stefnt að hann verði tilbúinn haustið 1980, eins og framkvæmda- og tímaáætlun gerði ráð fyrir. Verð á kísil- járni hækkar Verðlag var óhagstætt á kísil- járni, þegar Alþingi afgreiddi lögin vorið 1977 og fram eftir ári 1978. En það hefur rætzt fyllilega, sem forráðamenn hins norska aðila spáðu, að verðið myndi fær- ast upp úr þessum öldudal og komast í eðlilegt horf um þær mundir sem verksmiðjan á Grundartanga tæki til starfa. Frestun á 2. ofni Nú gerðist það 20. des. 1978, að hæstvirtur iðnaðarráðherra ritar bréf til stjórnar Járnblendifélags- ins, en hún er skipuð fjórum fulltrúum íslands og þrem Norð- mönnum. Leggur iðnaðarráðherra, með heimild ríkisstjórnarinnar, fyrir stjórn Islenzka járnblendi- félagsins h.f., „að athuga að bygg- ingarhraða og gangsetningu 2. áfanga verksmiðjunnar verði breytt á þann veg, að sá áfangi komi í gagnið 6—9 mánuðum síðar en áður var áformað." Tvær ástæður lágu til þessa erindis. Önnur ástæðan er við- leitni til þess að draga úr þenslu vegna mikilla framkvæmda í land- inu, og því ekki óeðlilegt að fá kannað, hverju sé unnt að fresta af framkvæmdum í ár. Þetta sjónar- mið hefur vafalaust verið í huga ráðherra Framsóknarflokksins og Alþýðuflokks, sem verið hafa stuðningsmenn Járnblendiverk- smiöjunnar. Hin ástæðan kemur frá andstæðingum Járnblendi- verksmiðjunnar, sem vilja stöðva eða trufla byggingu hennar og starfsemi. raunsæju mati og spám forráða- manna Járnblendifélagsins varð- andi byggingarkostnað, fram- kvæmda- og tímaáætlun, þróun verðlags á kísiljárni og markaðs- horfur, tel ég fulla ástæðu til að gefa röksemdum þeirra og út- reikningum gaum. Að einróma mati félagsstjórnar og fram- kvæmdastjórnar mundi frestun í 9 mánuði á gangsetningu seinni ofns meðal annars hafa þessar afleið- ingar: 1) Framleiðsla seinni ofnsins á kísiljárni myndi á þessum 9 mánuðum skila greiðsluafgangi að upphæð frá 360 milljónum til 1050 milljóna íslenzkra króna, eftir því hvort miðað er við sölu- verð (skilaverð) 3200 eða 3800 norskar krónur fyrir hvert tonn af kísiljárni. Þetta fé mundi tapast við frestun. 2) Landvirkjun yrði fyrir miklu tekjutapi. Áætlanir um upphæð þessa velta mjög á þvi, hvort ofninn mundi nota hámark giga- wattsstunda samkvæmt raf- magnssamningi eða eitthvað minna. En Landsvirkjun telur að tekjutap hennar geti numið allt að 450 milljónum króna, sem sam- svarar um 10% hækkun gjaldskrar Gunnar Thoroddsen. atriði, sem samið er um og ekki hægt að breyta nema með sam- komulagi hluthafa, en meirihluti í félaginu getur ekki breytt einhliða að sinni vild síðar. í hlutafélögum er t.d. gerður stofnsamningur með ýmsum atriðum, sem ekki er unnt að breyta án samþykkis allra. Við stofnun Járnblendifélagsins voru undangengnar ýtarlegar samningaviðræður, þar sem báðir aðilar settu fram sín skilyrði, og forsendur fyrir samstarfinu. Þeg- ar tekizt hafði að sætta sjónarmið- in og niðurstaða hafði náðst, var málið lagt fyrir Alþingi. Atriði, sem ekki er hægt að breyta einhliða Meðal þeirra meginatriða, sem samið var um og sem annar aðil- inn getur ekki breytt einhliða, eru þessi: Eignarhlutfall, íslendingar 55%, Norðmenn 45%. Tilgangur og markmið félagsins. Staðarval fyrir verksmiðjuna. Stærð verksmiðjunnar og fram- leiðslugeta. Að Landsvirkjun léti í té raf- orku. Járnblendiverksmiðjan tekur til starfa í vor Byggingarkostnaður undir áætlun Seinni bræðsluofninn mundi skila hagnaöi á 9 mán. 360 til 1000 milljónum Sú ástæða hefur sýnilega verið efst í huga Alþýðubandalagsins. Stjórn járnblendi- félagsins mót- mælir frestun, íslenzku fulltrú- arnir ekki síður en þeir norsku 19. janúar 1979 svarar stjórn Járnblendifélagsins og segist ekki geta mælt með því að gangsetn- ingu verði frestað fram yfir 1. september 1980, sem áður hafði verið ákveðið í samræmi við samninga og þær forsendur og upplýsingar, sem lágu fyrir Al- þingi, er lögin voru til meðferðar. í skýrslu félagsins er kveðið þannig að orði: „Að áliti stjórnar Járnblendi- félagsins er ljóst, að frestunin yrði að teljast andstæð hagsmunum félagsins." „Telja stjórn og framkvæmda- stjórn félagsins sér engan veginn fært að mæla með frestun. Þvert á móti hefur sýnt sig, að flýting framleiðslu á ofni 2 væri mjög hagstæð.“ Hér eru það ekki fulltrúar norska aðilans sem tala, heldur öll stjórnin og framkvæmdastjórnin. Aðalefni í málaleitan hæstvirts iðanðarráðherra var þannig hafnað af félagsstjórninni ein- róma, ekki síður af íslenzku full- trúunum en þeim norsku. Hins vegar taldi félagsstjórnin unnt að flytja framkvæmdir fyrir 1 ‘/z milljarð frá árinu 1979 til 1980, án þess að það haggi gangsetningu seinni vélar, til þess að mæta óskum ríkisstjórnarinnar um sam- drátt í heildarfjárfestingu í land- inu, og hefur ríkisstjórnin sam- þykkt þessa breytingu. Stórfellt tjón af frestun Félagsstjórnin sendi ráðherra 17 síðna skýrslu með rækilegum rökstuðningi. Með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengin er af til alme.iningsveitna á ársgrund- velli frá núverandi verði. 3) Kostnaðarauki framkvæmda vegna verðlagsbreytinga á frestunartímabilinu er varlega áætlaður um 270 milljónir kr. Gjaldeyristap á annan milljarð 4) Tapaðar gjaldeyristekjur þjóðarinnar nettó eru metnar á 1260 til 1840 milljónir króna. 5) Tekjutap hafnarsjóðs, Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Skil- mannahrepps og fleiri aðila gæti orðið um 88 milljónir króna. 6) Kaup á kisiljárni. í samræmi við skuldbindingu Elkem-Spigerverket um sölu á afurðum Járnblendiverksmiðjunn- ar hefur norska fyrirtækið undir- búið markaðssetningu kísiljárns frá íslandi og hagað sinni eigin framleiðslu á þeim grundvelli, að ofn 2 verði tekinn í notkun á tilsettum tíma. Væri ofni 2 frest- að, yrði að tryggja samsvarandi magn kísiljárns frá öðrum fram- leiðendum, ef til vill með því að fá gangsetta ofna, sem nú eru ekki í notkun. Ýmis markaðsvandkvæði myndu af þessu leiða. Kostnaðar- auki af þessum ástæðum er met- inn allt að 590 millj. ísl. kr. Marga aðra þætti rekur félags- stjórn, þar sem verulegt tjón yrði af frestun. Þegar þessi skýrsla var komin, studd svo sterkum rökum, hefði málið átt að liggja ljóst fyrir og úrslitin ekki þurft að vefjast fyrir neinum. Sú varð líka niðurstaðan í hæstvirtri ríkisstjórn, að fengn- um þessum upplýsingum, að smíði annars ofns skyldi áfram haldið og stefnt að gangsetningu á hinum ákveðna og umsamda tíma, í sep- tember 1980, en jafnframt skyldi, samkvæmt tillögu félagsins flytja til næsta árs fjárfestingu sem næmi um IV2 milljarði. Reiði í Alþýðu- bandalaginu En fyrir Alþýðubandalagið var málið ekki svo einfalt, að unnt væri, að viðurkenna að forráða- menn Járnblendifélagsins hefðu rétt fyrir sér. I röðum Alþýðu- bandalagsins var reiði ríkjandi yfir þeim málalokum, að ráðherra þess skyldi ekki takast það, sem ætlast var til af honum, að tefja og trufla byggingu og rekstur verk- smiðjunnar. Og þeim mun meira er ergelsið í þeim herbúðum sem vaxandi horfur eru á því, að verksmiðjan muni bera sig og skila arði og hrakspárnar verði að engu, um að allt færi örugglega á haus- inn við fyrstu spor. Huggunarsúpa Það þurfti því að matreiða þessa dapurlegu niðurstöðu þannig, að úr yrði sæmilega lostæt huggunar- súpa handa reiðum bandalags- mönnum, og matargerðinni var hagað á þessa leið: Iðnaðarráðherra semur frétta- tilkynningu og skal henni fylgt eftir í Þjóðviljanum í aukinni og endurbættri útgáfu. Aðaláherzla skal lögð á, að frestunin á ofni 2 stafi fyrst og fremst af neitun norska aðilans og sá neitunarrétt- ur byggist á breytingu, sem fyrr- verandi iðnaðarráðherra hafi lætt inn í sérstakan viðauka við raf- magnssamninginn, leynt honum fyrir Alþingi, en notað þessa breytingu sem agn til að lokka Elkem inn í samstarfið. í Þjóðviljanum birtist líka dag- inn eftir heilsíðugrein undir nafni annars ritstjórans með mynd af honum og verksmiðjunni, en efnið hafa þeir sýnilega lagt til, hæst- virtur iðnaðarráðherra og sérlegur lögfræðilegur ráðunautur hans og Alþýðubandalagsins. I feitri fyrir- sögn segir: „Norski auðhringur- inn er einráður.“ Þessi er nú boðskapurinn frá bandalaginu. Skal ég nú skýra nokkuð þetta mál. Forsendur við stofnun félaga Þegar hlutafélag er stofnað til atvinnureksturs, eru alltaf ein- hverjar forsendur og grundvallar- Hvert verðið á rafmagninu skuli vera og hvernig það skuli breytast. Að bræðsluófnar skyldu vera tveir. Að þeir skyldu komnir í notkun fyrir ákveðin tímamörk. Að því er snertir hina tvo ofna verksmiðjunnar, þá hefur tvennt jafnan legið ljóst fyrir: Annað, að það er forsenda fyrir öllu fyrir- tækinu, að ofnar séu tveir, afköst þeirra samtals 50 þús. tonn á ári. Hitt að ofnarnir skuli komnir í gang fyrir tiltekin tímamörk. í greinargerð með stjórnarfrum- varpinu um Járnblendiverksmiðj- una segir svo: (Alþt. 1976—7, 129. mál, þingskjal 187, bls. 12). „Er nú miðað við (orðið nú er notað vegna þess, að tímasetningin er þarna að sjálfsögðu önnur en í fyrri samningnum við Union Car- bide) að fyrri bræðsluofninn geti tekið við rafmagni í árslok 1978 eða ársbyrjun 1979. Síðari ofninn verði síðan tilbúinn á tímabilinu júlí 1979 — sept. 1980, samkvæmt nánari ákvörðun síðar." Hér er því lokatímamark sept. 1980, og var innan þessa ramma ákveðið 1. sept. 1980. Áhrif meirihlutans En þótt eigandi meiri hluta hafi þannig í upphafi samið um tiltekn- ar forsendur, sem aðeins verður breytt með samþykki beggja að- ilja, er það misskilningur, að meirihlutaaðstaðan sé einskis virði, að ekki sé nú minnzt á þá fjarstæðu, að minni hlutinn ráði einn öllu. Sem dæmi þess, að meiri hlutinn í Járnblendifélaginu getur ráðið, ef ágreiningur verður má nefna: Ákvörðun um hvaða tilboðum skuli tekið þegar um útboð er að ræða. Ákvörðun um val og kaup á hráefnum. Ráðning starfsmanna. Samningar við verkalýðsfélög um kaup og kjör. Ákvarðanir um aðbúnað á vinnustað. Breytingin á 23. grein rafmagns- samnings ekki efnisbreyting En víkjum nú að 23. grein í rafmagnssamningnum sem gerð hefur verið að sérstöku árásarefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.