Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 Ék verö að kveikja á gamla tækinu, ég þoli ekki að sjá blóð. Það er ekki einleikið hvað maður getur orðið skjálfhentur eftir eina einustu helgi? Ég sagði skilmerkilega, að hundurinn ætti að læra að færa mér inniskóna og blöðin. — Annað ekki. Myndin sýnir hinn svokallaða „hesthaus" í Óríonsmerkinu þar sem dimmt efnisský með þessari lögun skyggir á ljómþoku sem liggur fjær. Fegurð himinsins BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Reykjavíkurmótið í sveita- keppni hófst á laugardaginn var. Að þessu sinni keppa 20 sveitir um titilinn en að auki veitir keppnin helmingi sveitanna rétt til Jiátttöku í íslandsmóti. I dag lítum við á spil úr einum leikja laugardagsins. Hugsanlegt var að segja og vinna hálfslemmu með aðeins helming háspilanna — en hvernig? Norður gaf, austur-vestur á hættu. Vestur S. 75 H. 1082 T. D76532 L. 64 Norður S. ÁD86 H. ÁKG964 T. - L- 852 Austur S. KG93 H. D3 T. ÁKG108 L. ÁG Suður S. 1042 H. 53 T. 94 L. KD10973 Eins og sjá má hnekkir aðeins spaði út frá vestri sex laufum en sex hjörtu, í norður, standa alltaf úr því austur á aðeins eitt smáspil með hjartadrottningunni. En á báðum borðum fékkst lítill friður til sagna. Austur og vestur náðu samningnum og norður og suður smátölu. Norður Austur Suður Vestur 1 Spaði 1 Grand 2 Lauf 2 Tfglar 3 Hjörtu 4 Tíglar allir pass! Sagnir norðurs lýstu góðri hendi með fleiri hjörtu en spaða. Hann gat ekki komið að stuðningi sínum við laufið á öruggu sagnstigi eftir þessar vel heppnuðu agnir austurs og vesturs og því fór sem fór. Vestur fékk níu slagi, tapaði að- eins einu hundraði og sjálfsagt hafa þeir félagar búist við hagnaði frá hinu borðinu. En þar var boð til veislu ekki þegið. Noröur Austur Suður Vestur 1 Hjarta Dobl 2 Lauf Pass 3 Lauf 3 Tíglar Pa88 5 Tíglar! Pass! Pa«8 Pass. Tíu slagir(I), spilið féll og allir voru hissa. Heldur voru þær daufar sagn- irnar úr norðrinu en ekki vantaði vestur frískleikann. Annars virðist mér erfitt að ná þó ekki sé nema fjórum hjörtum án gassagangs. Hvað finnst þér, lesandi góður? COSPER Pabbi. — Það er fiskur að taka hjá okkur! Mér varð gengið út í kvöld, sem oftar. Og ég horfði til himins. Allar voru þær þarna uppi, stjörn- urnar fögru, sem svo oft hafa glatt mig, á heiðskírum kvöldum. Ég renndi augum fyrir stjörnumerk- in, hvert af öðru. Orion (Veiðimaðurinn) var þarna í öllum sínum ljóma, með risastjörnunni Betelgeuse, sem blikaði rauðu ljósi og Rigel (Aur- vandils tá) sem sindraði svo fagur- lega með hinu bláhvíta ljósi sínu. Og í miðju veiðimannsmerkinu voru fjósakonurnar þrjár og fjósa- karlarnir niður undan þeim. Mér varð hugsað til Orions þokunnar fögru, sem reyndar sést varla eða ekki með berum augum, því þar fer fram furðuleg nýsköpun. Úr þessu þokuþykkni eru að myndast fjöldamargar sólstjörnur, sem síð- ar munu lýsa mannkynjum jarðar, sem enn eru þar í mótun. Því lífið mun koma fram alstaðar þar, sem skilyrði skapast til lífs. Mér varð litið til vinstri handar, en þar er bjartasta sólstjarna himins, Síríus (Lokabrenna), sem sýnist svo björt vegna nálægðar hennar. Þarna blikaði hún sínu hvíta Ijósi svo fagurlega. Hvaða hugmyndir mætti gera sér um mannlíf á einhverri reikistjörnu, við þessa miklu sól? Mundi þar vera um háþróað líf að ræða? Við jarðarbúar verðum þess áþreifan- lega varir, að lífsambönd okkar við lengra komin mannkyn annarra stjarna, eru enn alltof ófullkomin. Þar bíður okkar mikið verk að vinna til úrbóta. Mér verður litið hærra upp á himininn. Til hægri og ofan við Óríon er Nautsmerkið, en það er eitt athyglisverðasta stjörnumerki himins, fyrir ýmissa hluta sakir. Þar er stórsólin Aldebaren, sem sendir frá sér sitt ljósrauða ljós, og gleður augu þeirra jarðarbarna, sem á hana vilja horfk. í -Nauts- merki er Sjöstjarnan, sem flestir munu þekkja, enda er þar stjörnu- þyrping, sem mjög er áberandi og vel sýnileg berum augum. Þarna eru fjölmargar sólstjörnur í mót- un, og trúlega skapast þarna einn- ig margar jarðstjörnur sem verða heimkynni nýs lífs og nýrra mann- kynja, frumlífs mannkynja, þegar stundir líða fram. Skáld hafa ort fögur ljóð um Sjöstjörnuna, og um aðrar fagrar stjörnur himins, t.d. „Fjólur — min ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 49 — Ég veit þetta . er erfitt fyrir þig. elskan mín. hvislaði hann og þrýsti henni að sér — en við verðum að komast í gegnum þetta án þess að missa vald á okkur. — Og Martin frændi kann alltaf svör við öllu. kjökraði Susanne. — Viti maður ekki svarið verður maður að hafa nægilegt hugmyndaflug til þess að finna svar, sagði Martin eins og utan við sig. — Martin, svaraðu mér ær- lega. Mynd ... Susanne hikaði við ... myndi Ilermann frændi geta átt það til að svindla. — Ilerman írændi! Hvernig dettur þér það í hug? Martin hélt henni armslengd frá sér og horfði rannsakandi á hana. — Hvernig dettur þér þetta í hug? — Bara það, að ég sá að hann var með svo mikið af peningum. Seðlum, mcina ég, hyrjaði Susanne hikandi. — Jæja, svo að þú sást pcningana. Martin kipraði augun og hrukkaði ennið. — Jæja. svo að þú sást peningana. Við höfum nýlega rætt það ... ég á við Herman frænda grunaði að þú hefðir séð þá. — Martin, hvaða peningar voru þetta? Þetta var heil seðlasúpa. — Finnst þér ekki þeffa skrítin spurning? Martin sneri sér frá henni og hengdi upp þvottastykkið sem hann hafði verið með. — Eftir því sem ég bezt veit er það ekki Ilerman frændi sem þú ætlar að giftast. — Þú viit ganga langt til að vernda fjölskyldu þína. — Ilvers vegna ætti ég að vernda þau? — Þú veizt fullvel hvað ég á við og þú vilt ekkert segja mér, ansaði Susanne. — Kannski ckkcrt sé að segja. ' — Ilvað þá með Einar Einar- sen? Susanne horfði illskulcga fram íyrir sig. — Já. hvað með Einar Einar- sen, svaraði Martin jafnæstur. — Þú áttar þig kannski ekki á því að það er bara mér að þakka að þú hefur ckki verið handtekinn fyrir Jöngu fyrir manndráp aí gáleysi. — Manndráp af gáleysi og fjársvik. Heldurðu ekki það sé fjölskylda þtn sem ... Susanne heyrði sjálf að nú gekk hún of langt. — Þú getur kannski tekið að þér manndrápið af gáleysi og þá skal ég líka bera fulla áhyrgð á fjármálum fjölskyldu minnar, svaraði Martin hásum rómi og greip í hönd hcnnar. — Meðan ég gct þagað yfir því að þú keyrðir Einar Einarsen niður hlýtur þú að geta þagað í samhandi við peningamál sem þú veizt ekkert um og skilur þaðan af minna. — Martin. nei. Susanne reif sig laus aog starði skelfingu lostin á hann. — Martin þú ert að tala við mig. Susanne! — Fyrirgefðu ... ég held.... nei ég veit ekki hvað ég held. Martin tók upp sígarettur og kveikti í einni. — Fyrirgefðu Susanne mín, ég ég veit ekki lengur hvað ég á að halda. — Ég keyrði Einar Einarsen ekki niður. — Vonandi ekki. — Hvað með peningana? — Eigum við ekki að sættast á að þetta eru hvorki mínir né þínir pcningar? sagði Martin og horfði biðjandi á hana. — Sem sagt. kemur mér ekki við. — Einmitt. Martin beygði sig fram og tók hana aftur í fangið. Mjó- róma rödd einhve*- staðar inni í henni mótmælti en þegar hún horfði í hlý grá augu Martins og fann hann nálægt sér, þennan mann sem skipti hana mcstu máli allra, fann hún að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.