Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 3 28 skip með 9030 lestir 28 SKIP tilkynntu Loðnu- nefnd um afla í gær, sam- tals 9030 lestir. Loðnuskip- in héldu á miðin í fyrradag eftir brælu og gátu þau athafnað sig á miðunum til um klukkan 4 í fyrrinótt, en þá var komin bræla á ný og reyndar var aldrei veru- lega gott veiðiveður um nóttina. Skipin lönduðu flest afla sínum á Eskifirði, Neskaupstað og Seyðis- firði, en þau voru þessi: Hrafn 630, Harpa 450, Magnús 510, Gísli Árni 100, Stapavík 300, Kap II 460, Bergur II100, Náttfari 200, Víkurberg 150, Jón Finnsson 520, Sæbjörg 150, Gígja 330, ísleif- ur 250, Óskar Halldórsson 320, Pétur Jónsson 150, Helga II 250, Seley 420, Keflvíkingur 350,'Grind- víkingur 400, Siguröur 200, Jón Kjartansson 340, Hilmir 220, Bjarni Ólafsson 560, Skarðsvík 320, Loftur Baldvinsson 250, Al- bert 350, Örn 430. Minnkandi atvinna múrara: Skora á sveitarfélög að jafna lóðaúthlutunum Um 30 múrarar í Múrarafélagi Reykjavíkur hafa misst atvinnu sína vegna stórfellds samdrátt- ar í lóðaúthlutunum í Reykjavík og atvinnuleysis af þeim sökum og er þar um að ræða 12% félags- manna, segir í ályktun félagsfundar Múrarafélagsins. „Ástand sem þetta er óviðun- andi og er það krafa félagsins til að koma í veg fyrir hið ótrygga ástand að sérstök áherzla verði iögð á að úthlutun lóða verði sem jöfnust milli ára og þess jafnframt gætt að byggingarsvæði séu byggingarhæf strax að vori,“ segir í ályktuninni og jafnframt er skorað á borgar- og sveitarstjórnir að breyta nú þegar stefnu sinni í úthlutun lóða til samræmis við árlegar þarfir íbúa höfuðborgar- svæðisins. Þá skorar fundurinn á ríkisstjórn að gera ráðstafanir tii að tryggja Húsnæðismálastofnun ríkisins nægjanlegt fjármagn svo að fullgera megi þær byggingar sem nú eru í smíðum og staðið verði við fyrirheit um úthlutun frumlána. Einnig hvetur fundur- inn til að nýbyggingargjald verði fellt niður. Ráðning Þóru stadfest í borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur í gær var samþykkt með öllum atkvæðum nema 5 atkvæð- um borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins að ráða Þóru Kristjáns- dóttur, listfræðing, sem listráðu- naut Kjarvaisstaða. Fulltrúar Alþýðubandalagsins sátu allir hjá við afgreiðslu málsins. Alþingi í gær: Forseti leiðbein- ir um fundarsköp í UMRÆÐU í Sameinuðu þingi í gær. er Matthías Bjarnason, fv. sjávarútvegsráðherra, var að mæla með samþykkt gagn- kvæmra veiðiheimilda íslend- inga og Færeyinga, greip Ólaf- ur Ragnar Grímsson (Abl) nokkrum sinnum fram í fyrir honum. Matthías bað þá Ólaf að láta sig vita þegar hann hefði lokið sér af og gerði hlé á máli sínu. Forseti Sameinaðs þings, Friðjón Þórðarson, vakti þá athygli framítaka á því, að ef hann hefði eitthvað til mála að leggja í umræðunni, yrði hann að kveða sér hljóðs með form- legum hætti. Hélt síðan fyrrv. sjávarútvegsráðherra áfram máli sínu óáreittur. V erd ák veðid á f ry stri loðnu og loðnuhrognum Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær varð samkomulag um eftirfarandi lágmarksverð á loðnu og loðnuhrognum til frystingar á vetrarloðnuvertíð 1979. Fersk loðna til frystingar, hvert kg. kr. 70.00. Verð þetta tekur gildi þeg- ar hrognainnihald loðnunnar hefur náð 12% og fellur þá jafnframt úr gildi það lág- marksverð, sem tilkynnt var í tilkynningu ráðsins nr. 3/1979. Loðnuhrogn til frystingar, hvert kg. kr. 240. Fersk loðna til beitu og frystingar sem beitu og fersk loðna til skepnufóðurs, hvert kg. kr. 25.00. Afhendingarskilmálar eru óbreyttir. Reykjavík, 1. febrúar 1979. Verðlagsráð sjávarútvegsins. TORGSINS lönadarmannahúsinu Næstsíðasti dagur :v ,*■/*■" á' * 11 # * / 'i $ $ f % 111 Sportbuxur kr. 4.900.- Gallabuxur frá kr. 2.900- Ullarpeysur og jakkar. Opið til kl. 7 í kvöld Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.