Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 32
Sátta- fundurog frekari verkföll SÁTTANEFNDIN í flug- mannadeilunni hélt í gær samningafund með full- trúum Félags ísl. atvinnu- flugmanna og fulltrúum Flugleiða út af deilu þeirri sem stendur milli þessara aðila og hefur leitt til verk- fallsaðgerða flugmanna sem flugu hjá Flugfélagi íslands áður en samein- ingin var algjör. „Björgunin kraftaverk” „ÞESSI björgun er kraíta- verk,“ var algeitgasta svarið í gær eftir að tveimur systrum, Hrönn og Katrínu Jónsdætr- um, fjögurra og eins og hálfs árs, hafði verið bjargað úr Range Rover-bifreið foreldra þeirra eftir að bifreiðin hafði hafnað í sjónum milli brúnna í Kópavoginum. Hrönn var í ísköldum sjónum í nokkurn tíma en Katrín, sú minni, var föst í barnastól og var hún í kafi í nokkrar mínút- ur. Lífi hennar var bjargað með blástursaðferðinni. Syst- urnar voru taldar úr lífshættu 1 gærkvöldi og telja kunnugir það kraftaverk miðað við að- stæður Sjá nánar á bls. 16 og 17. Benedikt Gröndal í norska sjónvarpinu: Norðmenn eiga rétt á 200 mílum við Jan Mayen Mismunandi skilningur á ummælum um miðlinu Þessum samningafundi lauk um kl. 6 í gaer, og sagði Hallgrímur Dalberg, ráðuneytis- stjóri og einn sáttanefndar- manna, er í samtali við Morgun- blaðið í gær, að sáttanefndin hefði talað við deiluaðila hvorn í sínu lagi og hreyft þar ýmsum hugmyndum en engin niðurstaða hefði þó orðið. Nýr sáttafundur hefur verið boðaður á laugardag. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða barst stjórn Flugleiða í gær bréf frá FIA þar sem boðaðar eru frekari verkfallsaðgerðir í næstu viku, þannig að ekki verður flogið til Vestfjarða og Hornafjarðar 7. febrúar og ekki til Norðfjarðar, Egilsstaða og Vestmannaeyja daginn eftir. Þá er einnig fellt niður allt flug á Boeing 727-vél- um félagsins fimmtudag og föstudag í næstu viku. f NORSKA sjónvarpinu í fyrra- kvöld sagði Benedikt Gröndal að hann væri þeirrar skoðunar, að Norðmenn ættu rétt á því að færa efnahagslögsögu við Jan Mayen út í 200 mílur. Rökstuddi ráð- herrann þessa skoðun sína með því að uppkast að nýjum hafrétt- arsáttmála, sem hafréttarráð- stefna Sameinuðu þjóðanna fjall- aði um um þessar mundir, fæli f sér ákvæði sem hafréttarsérfræð- ingar útlegðu þannig að slfk lögsaga við Jan Mayen ætti rétt á sér. Fréttaritari Morgunblaðsins í Ósló telur að Benedikt Gröndal hafi svarað játandi spurningu um það hvort miðlína mundi j*ilda milli Islands og Jan Mayen. I viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Benedikt Gröndal hins vegar, að hann hefði alveg neitað að tala ákveðið um það hvernig skiptingin yrði. Morgunblaðið hefur undir höndum orðaskipti spyrjenda og ráðherra. Spyrjandi sagði: „Fáum við mið- línu?“ Ráðherrann svaraði: „Já, texti Sameinuðu þjóðanna eins og hann er í dag kveður á um að það skuli vera miðlína eða að taka skuli tillit til aðstæðna. Við teljum að þetta verðum við að íhuga á þessu svæði og við þessar aðstæður. Við höfum þegar fært út okkar mörk í 200 rnílur." Spyrjandi: „En framfylgið bara að miðlínu?" Benedikt Gröndal: „Við framfylgjum bara að miðlínu vegna óvissu um framtíðina." Vegna þessara ummæla sneri Morgunblaðið sér til utanríkisráð- herra í gærkvöldi og spurði hvort það væri skoðun hans að Norðmenn hefðu rétt til að færa út í 200 mílur við Jan Mayen. „Svarið er þetta," sagði Benedikt Gröndal, „að standi sá texti sem nú liggur fyrir hafréttarráðstefnunni óbreyttur, þótt hann geti auðvitað hugsanlega breytzt, þá er það þeirra skoðun að Jan Mayen muni eiga rétt á efnahagslögsögu." Benedikt Gröndal kvaðst ekki vilja svara á þessu stigi hver afstaða íslenzka utanríkisráðherrans til málsins væri með öðru en því að vísa til skoðana sérfræðinga. „Ég held þessu auðvitað opnu fyrir íslands hönd eins lengi og hægt er, en svara því sem ég veit sannast og réttast núna, að samkvæmt síðasta texta þá er það álit þeirra lögfræð- inga, sem ég hef haft samband við um þessi mál, að Jan Mayen muni eiga þennan rétt,“ sagði utanríkis- ráðherra. Þá var hann spurður hvort málið hefði verið rætt innan íslenzku ríkisstjórnarinnar og svaraði hann því neitandi. Um hugmyndir, sem uppi hafa verið í Noregi um að Norðmenn og íslendingar hefðu sameiginlega efnahagslögsögu við Jan Mayen, sagði Benedikt Gröndal, að eins og fram hefði komið hefði verið stöðugt diplómatískt samband. „Ég hef auð- vitað lagt á það ríka áherzlu við Norðmenn að þeir geri þarna ekkert án þess að hafa talað vel við okkur áður. Það hefur verið mitt megin- sjónarmið." Skot hljóp í ungan pilt ÞAÐ SLYS varð á Blönduósi í fyrradag þegar tvítugur piltur þar í þorpinu var að hreinsa riffil að skot hljóp úr byssunni og í piltinn. Kúlan fór þó ekki inn í brjóstbolið heldur í brjóstvöðva og upp í öxl piltsins, svo að meiðsli hans eru ekki talin lífshættuleg. Hann var þó fluttur í sjúkrahús í Reykjavík, Niðurstaða fjölmiðlakönnunar: Morgunblaðið keypt á 92% heimila á höfuðborearsvæði 70% yfir landið í heild Fleiri lesa Morgunblaðið en horfa á sjónvarp MORGUNBLAÐIÐ er keypt á 92% heimila á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur í fjölmiðlakönnun, sem Ilagvangur hf. hefur framkva‘mt fyrir Samband íslenzkra auglýsingastofa. Á 78% heimila á þessu svæði er Morgunblaðið keypt í áskrift og á 14% heimila er það keypt í lausasölu. í könnun þessari kemur ennframur fram, að á virkum dögum er Morgunblaðið lesið af 85% þeirra, sem spurðir voru en á sunnudögum af 88%. Á höfuðborgarsvæðinu eru fleiri sem lesa Morgunblaðið en horfa á sjónvarp en þá er miðað við sjónvarpið yfir landið í heild. Þegar könnunin fór fram horfðu 68—72% á fréttir sjónvarps en 78% horfðu á þáttinn Gæfa eða gjörvileiki. Á þessu svaKÍi lesa einnig fleiri Morgunblaðið en hlusta á hljóðvarp og er þá einnig miðað við hlustun á hljóðvarp yfir landið í heild. Samkvæmt könnuninni hlustuðu 62% á hljóðvarp milli kl. 19 og 20. Samkvæmt könnuninni er Morgunblaðið keypt á 70% heimila á Iandinu öllu, 59% í áskrift og 11% í lausasölu. Dagblaðið gengur næst Morg- unblaðinu að útbreiðslu skv. fjölmiðlakönnun Hagvangs. Dagblaðið er keypt í áskrift á 29% heimila á þessu svæði og í lausasölu á 29% heimila eða samtals á 58% heimila á höfuð- borgarsvæðinu. Dagblaðið er lesið virka daga af 64% þeirra, sem spurðir voru á höfuðborgar- svæðinu. Vísir er keyptur á 42% beim- ila á þessu svæði skv. könnun- inni þar af í áskrift á 19% heimila en í lausasölu á 23%. Virka daga er Vísir lesinn af 54% þeirra, sem spurðir voru. Dagblaðið er keypt á 53% heimila á landinu skv. könnun þessari, þar af á 30% í áskrift og 23% í lausasölu. Vísir er keypt- ur á 38% heimila á landinu öllu og skiptist það jafnt milli áskriftar og lausasölu. Á höfuðborgarsvæðinu er Þjóðviljinn keyptur á 18% heimila, 16% í áskrift og 2% í lausasölu. Hins vegar er Þjóð- viljinn skv. þessari könnun les- inn af 29% á höfuðborgarsvæð- inu virka daga og 32% á sunnu- dögum. Á landinu í heild er Þjóðviljinn keyptur á 16% heimila, 14% í áskrift og 2% í lausasölu. Tíminn er keyptur á 16% heimila á höfuðborgarsvæðinu, 12% í áskrift og 4% í lausasölu. Virka daga er Tíminn hins vegar lesinn af 31% á þessu svæði og sunnudaga af 38%. Miðað við landið í heild er Tíminn keyptur á 26% heimila, 22% í áskrift og 4% í lausasölu. Alþýðublaðið er keypt á 4% heimila á höfuðborgarsvæðinu, 3% í áskrift og 1% í lausasölu. Á þessu svæði er Alþýðublaðið hins vegar lesið af 10% þeirra, sem spurðir eru á virkum dög- um. Á landinu í heild er Alþýðu- blaðið einnig keypt á 4% heim- ila, 3% í áskrift og 1% í lausasölu. Sjá frekar um niðurstöðu fjölmiðlakönnunar á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.