Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 Afmæliskveðja: Theódór Daníels- son frá Hvallátrum Theódór heitir hann og er Daníelsson, maðurinn sem hér verð- ur minnzt. Hann er Breiðfirðingur að ætt, fæddur í Hvallátrum á kyndiimessu 1909. Hann er því sjötugur í dag. Foreldrar hans voru Daníel Jónsson og María Guðmundsdóttir. Ekki naut hann þeirra lengi, móðir sína missti hann fjögurra ára, en faðir hans drukknaði ásamt einum sona sinna, þegar Theódór var 6 ára, en af börnum þeirra hjóna voru þá 5 á lífi. Þá bjó stórbúi í Hvallátrum Oiafur Bergsveinsson, faðir Berg- sveins augnlæknis, og Ólína Jóns- dóttir, en hún var föðursystir Theódórs og systkina hans. Þessi hjón létu sig ekki muna um það, að taka til fósturs fjögur af þessum munaðarlausu börnum, aðeins einn bróðir fór í annan stað. Þessi systkini eru enn öll á lífi. Þarna ólst Theódór upp á fjöl- mennu heimili, og lærði að vinna bæði til sjós og lands, og mér hefur skilizt, að þannig hafi verið að honum búið, að hann hafi ekki mikið fundið til þess, að hann átti ekki foreldra á lífi. Nær tvítugsaldri brá hann sér til Austfjarða, en þar staðnæmdist hann ekki lengi. Hann hafði mikla löngun til náms eins og margir ungir menn þess tíma, þegar möguleikar til lærdóms voru óvíða miklir, og orðið námsleiði nær því óþekkt. Theódór fór norður í Mývatnssveit, þar sem hann var í námi vétrarlangt hjá Þóri Steinþórssyni, er síðar varð skóla- stjóri Reykholtsskóla um árabil. Hugðist Theódór fara í Gagnfræða- skóla Akureyrar næsta vetur þar á eftir. Af því varð þó ekki og olli fjárskortur. Þá réðst hann til séra Hermanns Hjartarsonar á Skútu- stöðum og var þar þrjú missiri. Telur hann það gæfu sína að hafa dvalið á því menningarheimili og minnist jafnan séra Hermanns sem velgjörðamanns síns. Haustið 1930 settist Theódór í 2. bekk Kennaraskólans og lauk því námi þar á tveim vetrum og tók kennarapróf 1932. Að því loknu liggur leið hans aftur í átthagana. Hann gerist fyrst farkennari í Gufudalssveit, en síðan á ýmsum stöðum við Breiðafjörð, alls 15 ár. Líklega eru þeir ekki margir kenn- arar, jafnaldrar hans, sem svo lengi hafa verið kennarar í farskóla. Haustið 1947 kemur hann sem kennari norður í Eyjafjörð og var þá þrjú fyrstu árin við barnaskól- ann í Glerárþorpi. Þar sá ég mann- inn fyrst. Var þá þegar lagður grunnur að góðum kynnum og vináttu þeirri, sem enn varir. En síðar vorum við samstarfsmenn um 8 ár, fyrst í Barnaskóla Akureyrar en seinast eitt ár við Oddeyrarskól- ann. Þá skildu leiðir, er ég fluttist til Reykjavíkur, en hann átti þá eftir tvö ár á Akureyri. Aftur kalla Breiðfjarðarbyggðir hann til sín. Hann gerist skólastjóri í Ólafsvík. Þar er hann þó aðeins eitt ár en flyzt þá til Reykjavíkur og gerist kennari við Breiðagerðis- skólann. Ef til vill hefði hann verið að kenna þar enn þann dag í dag, ef heilsan hefði ekki bilað, en hann veiktist af kransæðastíflu í febrúar 1973. Eftir það hefur hann ekki haft þrek til að kenna, þó að heilsa hans hafi mikið batnað. Eg hef stiklað hér á steinum meðfram ævileið Theódórs, vinar míns, en sá, sem þetta les en veit ekkert annað um manninn, kann að spyrja: Hvers vegna var maðurinn svona á ferð og flugi í ævistarfi sínu? Eirði hann hvergi, eða var hann illa liðinn sem kennari? Báðum spurningunum svara ég neitandi. Að vísu veit ég ekki, hvað Styrkið og fegrið líkamann 0 Ný 4ra vikna námskeiö hefjast 5. febr. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráð. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböö — kafffi — nudd Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Höfumopnað verzlun með gólf-parkett (Sigma-parkett) vegg- og loftplötur panelþiljur í miklu úrvali. HÚSTRÉ S/F. Ármúla 38 Sími 81818 Sjálfstæðisfelögin Breiðholti Árshátíó Árshátíö Sjálfstæðisfélaganna í Breiöholti veröur haldin laugardaginn 3. febrúar n.k.- aö Seljabraut 54, í félagsheimilinu. Húsið opnaö kl. 18.30. Matur — Dans — Grín — Gleði Miöar afhentir að Seljabraut 54, Þann 31. jan. og 1. febr. n.k. kl. 20—21, sími 74311. Sjálfstædisfélögin Breidholti. olli flutningi hans úr einum stað í annan, er hann kenndi við Breiða- fjörð, en eftir að hann kom til Eyjafjarðar var allt með eðlilegum hætti. Er hann hætti við Barna- skóla Akureyrar var það vegna þess, að samkennari hans, sem tók við stjórn Oddeyrarskólans, bað hann að koma þangað með sér. Eins er hann fór þaðan til Ólafsvíkur, var það fyrir eindregna beiðni. Hins vegar hef ég um það dulinn grun að þá hafi æðri völd eða forlög tekið í tauma. Til Ólafsvíkur sótti Theódór nefnilega mestu gæfu lífs síns, hana Hallveigu, konuna sína. Hún var Jónsdóttir, en ætt hennar kann ég ekki að rekja. Eins og getur hér að framan, kynntist ég Theódóri fyrst, er hann fluttist til Eyjafjarðar. Þá er hann nær fertugu en ókvæntur. A Akureyri bjó hann einn, oftast í eigin húsnæði. Eg kom alloft til hans. Þrifalegt var umhverfis hann og vel um allt gengið, en eitthvað vantaði. Hvað það var gat ég gizkað á en fann það enn betur, þegar ég kom til þeirra hjóna, er þau voru setzt að hér í Reykjavík. Nú fann ég ekki aðeins hreinlæti og reglusemi, heldur einnig birtu, yl og jafnvel blómailm. Þau giftu sig sumarið 1961 og rösku ári síðar fæddist þeim dóttir. Hún heitir Lára María í höfuðið á ömmum sínum báðum. Hún var eina barnið og auðvitað sólargeisli heimilisins. Þannig liðu nokkur ár. Auðvitað dró ský fyrir sól, þegar Theódór veiktist og varð að hætta að vinna, en þó glaðnaði fljótlega til, því að hjónin voru samhent og brugðust við á réttan hátt. Hallveig tók ung börn til umsjár á heimilinu. Þannig vann hún þrennt í einu: Aflaði nokkurra tekna en einnig vina, því að það var gott aþ eiga börn í hennar umsjá, og með þessu móti gat hún verið í nánd við mann sinn, sem var sjúkiingur. En hann hresstist, svo að konan sá sér fært að vinna nokkuð utan heimilisins. Hún var Ijósmóðir að memt og fékk nú starf við fæðingardeild Landspítalans. „En snöggt kom hreggið harðra skapá“. Þau ákváðu að skipta um íbúð, fluttust þá á Njálsgötu 59. Þaðan var stutt á vinnustað Hallveigar. En hún þurfti ekki á því að halda. Þarna átti hún skamma dvöl, leiðin lá í sjúkrahús og þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Hún andaðist á Landakoti um miðjan október 1977. Þá varð ég dálítið hræddur um vin minn, hélt að hann mundi ekki þola þetta áfall. En þar skjátlaðist mér. Auðvitað var söknuðurinn sár og sorgin þung, en hann bugaðist ekki né fylltist beiskju. Það bjarg- aði. Og svo var það dóttirin. Hún var honum við hlið og er enn (nú 16 ára). Þau styðja nú hvort annað. Theódór er það sem kallað er laghentur og fæst við ýmsa hluti. Hann lærði bókband á yngri árum og hefur bundið margar bækur sínar og einnig fyrir aðra, en svo tók hann upp á því, er hann hafði náð sér nokkuð eftir veikindin, að gera líkön af torfbæjunum gömlu úr pappa og einnig kirkjur. Þessa gripi hefur hann selt vægu verði miðað við þann tíma, sem fer til þess að fullgera slíka smíð. Hann hefur ofurlitlar tekjur af þessu og kemur það sér vel, en meira máli skiptir, að við þessa iðju líður tíminn við sköpunarstarf og það er mikils virði fyrir mann, sem er einn langar stundir. Þessar smíðar hans hafa farið víða um land og meir að segja út úr landinu. Ekki vil ég láta hjá líða að minnast á einn þátt i andlegu lífi Theódórs. Hann er skáld gott. Ekki hefur hann auglýst það með því að gefa út ljóðabók eða bækur. Aðeins örfá kvæði mun unnt að finna á prenti í blöðum eða tímaritum, ef vel er leitað, en þau sýna, að maðurinn er liðtækur ljóðasmiður og vandvirknin sést þar sem annars staðar. Til að sýna, að ég er ekki að fleipra, set ég hér eitt erindi úr kvæði sem hann orti um aldraða konu, er hann þekkti frá æsku sinni. í gleði og sorg varstu gjöful af góðleik og fórnarþörf. Þú miðlaðir öllu, er þú áttir, öli voru helguð þfn störf því marki að miðla og gefa, að mýkja og græða sár. Þú varst sæl, ef bjarma af brosi sást bregða f gegnum tár. Marga hnyttna tækifærisvísu hefur hann gert og hitt þá í mark eftir því sem við átti hverju sinni. Hann er einnig vel ritfær á óbundið mál, þótt þess sjáist óvíða vottur., Maðurinn er vel greindur og skýr í hugsun, einnig kemur löng og fjölbreytt lífsreynsla honum að haldi, er hann brýtur mál til mergj- ar. Nokkuð virðist hann íhaldssam- ur í skoðunum, kemur það m.a. fram, ef rætt er um skólamál, og lái honum hver sem vill á þessum tímum stórbreytinga eða byltinga á flestu því, er viðkemur uppeldi og kennslu. Einhverjir sterkustu þættir í gerð Theódórs eru tryggð hans og traust- leiki. Ég held að hann gæti vel tekið sér orð Kolskeggs í munn: „Hvort skal ég á þessu níðast, og á engu öðru, því er mér er til trúað.“ Margt fleira gæti ég sagt um þennan vin minn en læt nú staðar numið með því að árna honum alls góðs og bjóða hann velkominn inn í hina virðulegu deild öldunganna. Eiríkur Stefánsson. Ríkisútvarpið efnir til samkeppni um barnaleikrit til flutnings í hljóövarpi og sjónvarpi í tilefni af ári barnsins 1979. Ætlast er til, aö leikritin gerist nú á dögum og lýsi ööru fremur lífi og aöstööu barna í íslenzku þjóöfélagi. Veitt veröa þrenn verðlaun fyrir hljóövarpsleikrit og önnur þrenn fyrir sjónvarpsleikrit, aö upphæö 300 þús. kr., 200 þús. kr. og 100 þús. kr. í hvorum flokki, auk venjulegra höfundarlauna fyrir þau leikritanna, sem flutt veröa í hljóövarpi eöa sjónvarpi. Leikritin skulu vera 25—30 mínútur aö lengd. Skilafrestur er til 1. ágúst 1979. Handrit, merkt dulnefndi, skulu send annars vegar Ríkisútvarpinu, Skúlagötu 4, Reykjavík, hins vegar Ríkisútvarpinu, Sjónvarpi, Laugavegi 176, Reykjavík. Nöfn höfunda skulu fylgja í lokuöum umslögum, sem merkt skulu á sama hátt og handritin. 18. janúar 1979, Ríkisútvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.