Morgunblaðið - 02.02.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.02.1979, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 17 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakiú. Ekki að marka orð hjá krötum Alþýðuflokkurinn lagði á það áherzlu fyrir síð- ustu kosningar að bjóða fram fjölmiðlafólk af ýmsu tagi. Þetta hefur sett svip sinn á orð og gerðir Alþýðu- flokksins síðan. Allt miðast við að láta hlutina líta vel út á prenti, þannig að hægt sé að slá þeim upp. Hinu er minni gaumur gefinn, hvort hægt sé að standa við hin stóru orðin. Menn minnast þess, hversu mikið gekk á í her- búðum Alþýðuflokksins fyr- ir afgreiðslu fjárlaga. Flokksstjórnin var kölluð saman tvisvar sinnum. í síðara skiptið til að taka það aftur, sem samþykkt hafði verið hið fyrra sinnið. Níu þingmenn Alþýðu- flokksins fluttu breytingar- tillögur við fjárlög, sem þeir kölluðu grundvallaratriði stefnu sinnar, einungis til þess að taka þær aftur áður en til atkvæðagreiðslu kom. Þannig mætti lengi telja. Þá var það m.a. gert að úrslita- atriði, að skipuð yrði ráð- herranefnd, sem legði fram langtímastefnu í efnahags- málum fyrir 1. febrúar. Það þótti Alþýðuflokksmönnum mikill sigur á þeim tíma og gumuðu af. Formaður Alþýðuflokks- ins, Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra, var staddur úti í Stokkhólmi um miðjan janúar. Þá lýsti hann því yfir á fundi með frétta- mönnum, að ríkisstjórnin myndi falla, ef hún hefði ekki náð samkomulagi um langtíma áætlun í efna- hagsmálum fyrir 1. febrúar. Þetta þóttu stór orð, ef við þau yrði staðið. Nú er 1. febrúar liðinn. Af því tilefni segir Benedikt Gröndal, að ráðherranefnd- in hafi gengið frá lagafrum- varpi um ráðstafanir í efna- hagsmálum. Hann bætir því meira að segja við, að þetta frumvarp muni „negla niður harða stefnu gegn verðbólg- unni og herða hagstjórn að öllu leyti“. Þó liggur fyrir, að um allmörg atriði hefur ekki náðst samkomulag, — „en ráðherranefndin mun þá skila þeim atriðum frá sér þannig," segir formaður Alþýðuflokksins. Nú er komið annað hljóð í strokk- inn og undanslátturinn endurspeglast í hverju orði. Sannleikurinn er líka sá, að af hálfu Framsóknar- flokksins og Alþýðubanda- lagsins var aldrei gert mik- ið með dagsetninguna 1. febrúar, að þá yrði búið að ganga endanlega frá efna- hagstillögunum. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra hendir gaman að Al- þýðuflokknum, þegar hann segir, að „menn geta ekki alveg farið eftir skeið- klukku í þessu efni“ og tekur fram, að hann viti ekki enn, „hvort einhvers staðar er óbrúanlegt bil“. Og forsætisráðherra gjörir ekki meira með niðurstöður ráðherranefndarinnar en svo, að hann lætur hafa eftir sér: „Ég tek þeirra skýrslu og tillögur til athugunar og reyni trúlega að sjóða eitthvað upp úr þeim.“ Benedikt Gröndal sagði út í Stokkhólmi, að ríkis- stjórnin væri fallin, ef ekki næðist samkomulag fyrir 1. febrúar. Nú liggur fyrir, að ekkert samkomulag er fyrir hendi, en ríkisstjórnin sit- ur. Það sýnir betur en flest annað, að ekki er orð að marka hjá krötum. Kosningaloforð- ið er ekki ef nt Alþýðublaðið gerir í gær stóra fyrirsögn úr því, að loksins sé „kosningalof- orð efnt“ þar sem staðið hafi verið við fyrirheitið um, að Alþýðuflokkurinn „mundi beita sér fyrir efl- ingu atvinnulífsins“. A þessu ári hefur Alþýðu- flokkurinn staðið að nýjum álögum á atvinnureksturinn sem nemur 1,4 milljörðum í borgarstjórn og 5,6 millj- örðum á Alþingi. Svo víðs fjarri er hann að standa við kosningaloforðið um „efl- ingu atvinnulífsins", enda er samdráttar farið að gæta í ýmsum greinum þess og fer vaxandi. - AÐKOMAN á slysstaðnum í gær. Myndirnar voru teknar nokkru eftir atburðinn en þá hafði fjarað út. Á miðmyndinni sést hvar bíllinn hefur farið útaf veginum, í gegnum girðinguna og hafnað úti i sjónum milli brúnna. Á myndinni til vinstri sést bíllinn á hvolfi á stokknum og á myndinni til hægri sýnir brotalín- an yfirborð sjávar þegar slysið varð. Aðeins afturhluti bílsins var upp úr sjó. Jóhann braut afturrúð- una eins og sjá má og Kaiaði síðan meðfram bíltoppnum. Hann gat losað barnastólinn í annarri tilraun og náð barninu út á þann hátt. Fór hann siðan með barnið út sömu leið og kom því upp á bílinn, þar sem aðrir hjálparmenn biðu. Þar tók Árni Brynjólfsson við barninu, lagði þá á afturöxulinn og blés í það lífi. Ljósm. Mbl. Kristján og gg. Stúlkan hafði verið nokkrar mínútur á kafí í ísköldum sjónum ÞAÐ ÞYKIR ganga kraftaverki næst að ekki varð alvarlegt slys um klukkan 11.30 í gærmorgun þegar Range Rover-bifreið fór útaf vestari akgrein Hafnar- fjarðarvegar og hafnaði á hvolfi f sjónum milli brúnna yfir Kópa- voginn. Aðfall var þegar þetta gerðist og stóð aðeins aftari hluti bílsins upp úr sjónum. í bílnum var Hrafnhildur Eysteinsdóttir 29 ára gomul, Holtsbúð 36, Garða- bæ, með dætur sínar tvær, Hrönn tæpra fjögurra ára og Katrínu rúmlega eins og hálfs árs. Menn dreif strax að til hjálpar og tókst að bjarga þeim mæðgum úr ís- köldum sjónum litið slösuðum. Hrönn hafði sopið sjó og jafnaði sig íljótt en erfiðlegar gekk að ná Katrfnu litlu, sem var föst í barnastól í aftursætinu. Tókst loks að ná henni í þriðju tilraun og var hún þá búin að vera nokkrar mínútur í ísköldum sjón- um. Hún var þá meðvitundarlaus og hætt að anda en hjálparmönn- unum tókst að blása í hana lífi. Þær systur voru fluttar á slysa- deiid Borgarspitalans og síðan á gjörgæziudeild. Voru þær furðu fljótar að ná sér, sérstaklega Katrín, sem lengur var í sjónum og bæði var orðin meðvitundar- laus og mjög köld, lfkamshitinn kominn niður í um 30 gráður. Þær systur áttu að dvelja á gjörgæzludeiidinni í nótt en áttu að fá að fara af henni í dag. Að sögn Valdimars Jónssonar varðstjóra við lögregluna í Kópa- Valdimar Jónsson varðstjóri. vogi er talið að Hrafnhildur hafi misst stjórn á bílnum í hálku, en hann var á leið suður. Fór hann í gegnum grindverk og síðan nokk- urn spöl og loks fram af töluverð- um halla og endastakkst út i sjó milli brúnna. Tveir leigubílstjórar á Bæjarleiðum voru fyrstir til hjálpar en rétt á eftir þeim komu til hjálpar tveir menn sem voru á leið til Hafnarfjarðar og rétt á eftir komu þeir að, Valdimar og félagi hans Jóhann S. Marteins- son, en þeir voru á eftirlitsferð á Fífuhvammsvegi og flýttu sér á slysstaðinn þegar þeir veittu því athygli að eitthvað óvenjulegt var að gerast. Þessir menn allir áttu stærstan þátt í velheppnaðri björgun. Þegar þeir Valdimar og Jóhann komu á staðinn hafði tekizt að ná Hrönn út úr bílnum en Katrín var enn í bílnum reyrð niður í barnastól. Jóhann stakk sér þegar útí og í þriðju tilraun tókst honum að losa barnastólinn með öxi og komu Katrínu upp úr helköldum sjónum. Sagði Valdi- mar að Jóhann hefði þarna unnið ótvírætt afreksverk. Maður að nafni Arni Brynjólfsson tók við barninu og tókst að blása í það lífi, en það var orðið blátt í framan og alveg hætt að anda. Árni hafði lært blástursaðferðina fyrir nokkrum árum og kom sú kunn- átta sér nú aldeilis í góðar þarfir. Það var álit Valdimars og allra þeirra sem Mbl. ræddi við í gær, að björgunin mætti teljast krafta- verk og ótrúlegt að telpurnar tvær, og þá sérstaklega Katrín, skyldu ná sér svona fljótt eftir að hafa verið í sjónum í margar mínútur, en 10—12 stiga frost var úti þegar atburðurinn gerðist. Sögðu björg- unarmennirnir við Mbl. að þeir hefðu verið allþrekaðir eftir dvöl- ina í ísköldum sjónum. Mjög hált var á veginum yfir brýrnar í gær. Að vanda flykktust að forvitnir áhorfendur og var aðgangurinn svo harður að ekið var á lögreglubíl, sem stóð á brúnni með blikkandi ljós. „Engin orö geta Igst þakklœti okkar „VIÐ hjónin eigum ekki nógu sterk orð til að lýsa yfir þakklæti okkar til þeirra sem stóðu að þessari undursamlegu björgun,“ sagði Jónas Ragnarsson, faðir stúlknanna Hrannar og Katrinar, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Jónas var við vinnu þegar at- burðurinn gerðist en brá auðvitað skjótt við þegar hann frétti af honum. „Það var ólýsanleg til- finning að sjá telpurnar heilar á húfi á spítalanum og heyra þá litlu segja „pabbi" um leið og hún sá mig. Það er kraftaverk að svona vel skyldi fara og það er að þakka þeim hugrökku mönnum, sem hikuðu ekki við að stökkva út í ískaldan sjóinn til þess að bjarga dætrum okkar." Hjónin Hrafnhildur Eysteinsdótt- ir og Jónas Ragnarsson. Þau eiga þrjú börn, dæturnar tvær, Hrönn og Katrínu, og soninn Ragnar Þórð, 7 ára. „Aldrei lifað glaðari stund en þegar ég fann Ufsmark með baminu ” Jóhann S. Marteinsson heima í stofu hjá sér í gær. Eins og sjá má skarst hann á hendi við björgunina. Ljósm. Mbl. Kristján. „ Telþessa björgun kraftaverk” „ÉG TEL þessa björgun hreint kraftaverk. Það mátti alls ekki tæpara standa með að ná börnunum,“ sagði Jóhann S. Marteinsson lögregluþjónn, sem vann það frækilega afrek að kafa eftir yngri systurinni Katrínu og ná henni út úr bílnum, en hún var föst í barnastól I aftursæti jeppans. Jóhanni tókst ekki að losa barnið i' fyrstu tilraun en í annarri tilraun náði hann að höggva á böndin sem héldu stólnum og ná barninu. Barnið var hætt að anda og var byrjað að blána en Árna Brynjólfssyni járnsmið í Hafnarfirði tókst að blása li'fi í það með aðstoð Jóhanns, sem nuddaði litlu stúlkuna á meðan Árni blés f hana h'fi. „Við vorum að aka eftir Fífu- hvammsveginum ég og Valdimar þegar við veittum því athygli að eitthvað var um að vera við brýrn- ar yfir Kópavoginn. Við settum á fullt og vorum komnir á staðinn eftir örskotsstund. Þá voru konan og eldri stúlkan komnar út úr bílnum. Þegar við komum var okkur sagt að annað barn væri ennþá inni í bílnum og fór ég þá strax úr jakkanum og stakk mér í sjóinn. Fyrst reyndi ég að fara inn um framgluggann, þar sem koúan og barnið höfðu komizt út en þegar ég var kominn hálfur inn rakst ég í framsætið og komst ekki lengra. Ég sneri því við, fékk öxi sem einhver hafði komið með, braut stóra rúðu að aftan og fór þar inn. Ég þreifaði fyrir mér i sjónum og fann fljótlega barnið, þar sem það var í barnastól í aftursætinu en ég gat ekki með nokkru móti losað það úr stólnum. Ég var alveg búinn með loft og því fór ég aftur út um gluggann og sótti öxina. Ég kafaði strax aftur og einhvern „BARNIÐ var orðið blátt í framan þegar ég fékk það í fangið og hóf á því björgunartil- raunir og ég var því heldur svartsýnn á, að mér tækist að bjarga lífi þess. En þegar ég hafði blásið um stund. líklega milli 20 og 30 sinnum, varð ég var við að það byrjaði að anda og rétt á eftir fór það að gráta í höndunum á mér. Ég hef aldrei lifað glaðari stund,“ sagði Árni Brynjólfsson járnsmiður í Hafnarfirði, sem blés lífi í yngri systurina, Katrínu, eftir að henni hafði verið bjargað úr bílnum. „Ég og félagi minn Pétur Einarsson komum þarna að rétt eftir að atburðurinn hafði gerst. Konan var þá komin út úr bílnum og stóð í sjónum og kallaði hástöf- um á hjálp og sagði að börnin sín væru föst í bílnum. Við Pétur stukkum strax út í og óðum að bílnum og tók sjórinn okkur rúm- lega í mittishæð. Sjórinn var helkaldur og við brugðum á það ráð að fara upp á bílinn og reyna að opna hann ofan frá. Leigubíl- stjórinn var þá kominn upp á Árni Brynjólfsson. bílinn. En hurðunum varð ekki hnikað. Á meðan við vorum að baksa við að opna bílinn náðist eldri stúlkan út um aðra fram- rúðuna. Ég tók barnið upp á bílinn. Nú voru komnir tveir lög- reglumenn úr Kópavogi og Pétur og annar lögreglumaðurinn hlúðu að barninu. Það kom strax gusa upp úr því enda hafði það greini- lega sopið sjó en það náði sér fljótt og var það fljótlega borið í land. Hinn lögreglumaðurinn, Jóhann Marteinsson, reyndi að komast inn í bílinn og honum tókst það loksins þegar hann hafði brotið aftur- rúðuna. Hann kom síðan með yngra barnið út um afturrúðuna og rétti mér það upp á bílinn. Mér leist satt að segja ekki á blikuna því barnið var orðið svo blátt og hætt að anda. Ég hafði lært hjálp í viðlögum þegar ég var í slysa- varnasveitinni Fiskakletti í Hafnarfirði og þá var okkur sagt að afar lítil lífsvon væri þegar hörundslitur væri orðinn svona blár. Á námskeiðinu hafði ég einnig lært blástursaðferðina og ég hóf strax lífgunartilraunir á barninu. Ég lagði barnið á aftur- hásinguna og blés svo í vit þess. Því verður ekki með orðum líst hve glaður ég varð þegar ég fann lífsmark með barninu og heyrði það gráta í fanginu á mér.“ veginn tókst mér að höggva böndin á stólnum í sundur með öxinni og ná honum með barninu í. Ég rétti barnið upp á bílinn og þar tók Árni Brynjólfsson við því og hóf strax lífgunartilraunir með blást- ursaðferðinni og þegar hann hafði blásið nokkrum sinnum fór barnið að taka við sér.“ Jóhann slasaðist allnokkuð á hægri hendi þegar hann braut afturrúðuna. Skarst hann á tveimur fingrum, aðallega á löngu- töng. Gert var að sárum hans á slysadeildinni í gær og bjóst Jóhann við því að verða frá vinnu í einhvern tíma. „Sjórinn var alveg óskaplega kaldur en það komst ekkert annað að í huga manns en bjarga börn- unum og konunni. Ég tel björgun- ina hreint kraftaverk og læknarnir á slysadeild sögðu mér að ekki hefði mátt tæpara standa með yngra barnið, sem ég náði út. Ég á enga ósk heitari en blessuð börnin nái fullri heilsu aftur eftir þennan atburð." „Konan missti stjórn á bílnum í hálkunni TVEIR leigubflstjórar á Bæjarleiðum, Vilhjálmur Guðbjörnsson og Vilmundur Guðmundsson. voru fyrstir á slysstaðinn og veittu mikil- væga hjálp við björgunina, einkum þó Vilhjálmur, sem fyrstur óð út að bílnum konunni til hjálpar. „Ég sá þegar óhappið varð,“ sagði Vilmundur í spjalli við Mbl. í gær. „Range Roverinn var á suðurleið og ætlaði að fara framúr ann- arri bifreið þegar konan Vilhjálmur Guðbjörnsson. missti stjórn á bílnum i hálkunni og hann fór að snúast á veginum. Ég fylgdist með því hverng bíllinn fór útaf veginum, í gegnum grindverkið og stakkst síðan í sjóinn þar sem hann fór á hvolf.“ Þeir Vilmundur og Vil- hjálmur, sem var þarna skammt frá, fórum strax á slysstaðinn. Vilhjálmur stökk strax út í og veitti umtals- verða hjálp við björgunina en Vilmundur jar til taks á bakkanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.