Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 Fagna ákvörðuninni en betra hef ði verið að f á bæði skipin - segir Jón Sveinsson í Stálvík — ÉG FAGNA mjög þessari ákvörðun borgarstjórnar Reykja- víkur aö kaupa írá okkur eitt skip, en alheppilegast hefði þó verið ef við hefðum getað smfðað tvö skip hvert á eftir öðru, sagði Jón Sveinsson forstjóri Stálvíkur í samtali við Mbl. er hann var inntur álits á þeirri ákvörðun borgarstjórnarinnar um að ganga til samninga við Stálvík hf. um skipasmíði. — Við höfum lagt mikla vinnu og rannsóknir í hönnun skipanna, sagði Jón, og ég leyfi mér að taka undir skoðun Gísla heitins Jóns- sonar alþingismanns sem sagði er nýsköpunartogararnir voru keypt- ir eftir stríðið að heppilegast sé Þannig lítur Stálvíkurtogarinn nýi út. jafnan að hafa tvö skip af sömu gerð, því lítið má út af bera með eitt skip og ekki að marka fyllilega reynslu af einu skipi. En ég fagna þessu og vona þá að einhverjir aðrir verði til þess að kaupa hitt skipið. Jón sagði einnig að hjá Stálvík hefði ekki farið fram nein nýsmíði síðan í vor en aðallega hefði verið unnið að ýmsum viðgerðum og smærri verkefnum. Sagði Jón að með því væri raunar verið að fara inn á verksvið vélasmiðja og væri betur ef hægt væri að halda úti skipasmíðaiðnaði og ekki þyrfti að leita út fyrir landsteinana með skipakaup. Sem dæmi nefndi hann að tilboð Stálvíkur í viðgerð á Dagfara er brann sl. haust var 13—55% lægra en tilboð erlendra skipasmíðastöðva og kvað hann t.d. það dæmi sýna að innlendar skipasmíðastöðvar væru sam- keppnishæfari en stundum væri haldið fram. Taru Valjakka syng- ur í Norræna húsinu FINNSKA óperusöngkonan Taru Valjakka kemur til íslands um helgina og Atriði úr fræg- um dýramynd- um í Tónabíói TÓNABÍÓ sýnir um þessar mund- ir litmynd frá United Artists, þar sem rifjuð eru upp atriði úr kvikmyndum með dýrum og leik- urum, sem nafntoguð hafa orðið. Meðal dýranna, sem þarna koma við sögu má nefna Rin Tin Tin, Lassie, Trigger, Asta, Flipper og Frances og leikara á borð vð Chaplin, Roy Rogers, Bob Hope, Elizabeth Taylor, Gary Grant, Jimmy Durante, James Cagney, Bing Crosby og Gregory Peck, svo að einhverjir séu nefndir. Framleiðendur myndarinnar eru Fred Weintraub og Paul Hell- er, handrit er eftir Alan Myerson og tónlistina hefur Artur Butler gert. Hef ekkert ákveðið um félagaskipti — segir Agúst Hauksson „SÁ MÖGULEIKI að ég færi til Vestmannaeyja hefur kom- ið til tals, en ég hef ekkert ákveðið í málinu og í augna- hlikinu eru litlar líkur á því að ég fari til Eyja,“ sagði Agúst Hauksson knattspyrnumaður í Þrótti er Mbl. spurði hann í gær, hvort hann hygði á fé- lagaskipti eða ekki. Ágúst sagði að aðrir mögu- leikar varðandi félagaskipti væru ekki fyrir hendi. Morgunblaðið biður velvirð- ingar á ranghermi í frétt um þetta mál á íþróttafréttasíðu í fyrradag. syngur í Norræná húsinu á þriðjudagskvöld kl. 8.30. Taru Valjakka hefur áður komið til Islands og söng m.a. á Listahátíð í Reykja- vík 1972 við mjög góðar undirtektir. Á efnsisskránni í Norræna húsinu verða lög eftir Sibelius og einnig eftir Selim Palmgren, sem sjald- an heyrast hérlendis. Þá syngur hún og lög eftir Hugo Wolf, Granados og Rodrigo. Þórhallur Jónasson útibússtjóri Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins við störf á rannsóknastofunni f Neskaupstað. Loðnuverðið nú um 14 krónur fyrir kg SÚ LOÐNA, sem undanfarna daga hefur borizt á land, er um 10% feit og fituinnihaldið lækk- ar síðan um 1% á viku fram undir hrygningu. Þurrefnis- magnið er hins vcgar um 16% og fer hækkandi. Miðað við þann grundvöll, sem yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins setti við ákvörðun loðnuverðs fást nú um 14 krónur fyrir hvert kíló. í upphafi vertíðar- innar var loðnan 13% feit, en þurrefnisinnihaldið nálægt 15% og miðað við sama grund- völl fengust þá 16 krónur fyrir hvert kíló. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Þórhalli Jónassyni útibússtjóra Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins í Neskaupstað í gær. Hann sagði að í fyrra hefði fyrsta loðnan borizt til Austfjarða í byrjun febrúar, en í ár hefði hún verið hálfum mánuði fyrr á ferðinni. Fituinnihald loðnunnar í ár virtist vera mjög svipað nú í byrjun febrúar og var á sama tíma í fyrra. Reglulega er fylgst með hrognafyllingu loðnunnar og var hún 9,4% í gær að sögn Þórhalls. Hrognafrysting hefst þegar hrognafyllingin er orðin 20%, en samkvæmt samningum í ár má loðnufrysting hins vegar byrja þegar hrognafylling hefur náð 8% og er byrjað að frysta loðnu bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. í sambandi við fryst- inguna má átan í loðnunni ekki fara yfir ákveðið mark og er átan undir því marki nú. Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins er nú með útibú í Nes- kaupstað, Vestmannaeyjum og á Isafirði og á þessu ári verður væntanlega opnað útibú á Akur- eyri. Útibúið í Neskaupstað tók til starfa í ársbyrjun 1977 og Þórhallur Jónasson veitti því forstöðu frá upphafi, en hann er efnaverkfræðingur frá Lundi. Hann sagði í gær að starfsemi útibúsins væri mest við efna- greiningar og athuganir vegna fiskmjölsiðnaðarins, en auk vetrarloðnu barst mikið magn af sumarloðnu og kolmunna á Austfjarðarhafnir á síðasta ári. Útibúið fær sýni frá Eskifirði, Neskaupstað og . báðum verk- smiðjunum á Seyðisfirði, en frá Vopnafirði eru sýni send beint til Reykjavíkur til rannsóknar vegna greiðari samgangna og sömuleiðis frá Suðurfjörðunúm. Auk efnagreininga hefur útibúið reynt að aðstoða verksmiðjurn- ar við rotvörn og framleiðslu- eftirlit'. Rannsóknir eru í gangi á súr í hráefnisfitu og er þá fylgst með breytingum eftir því sem líður á vertíðina. í sambandi við hraðfrystiiðn- aðinn er fylgst með ferskleika fisks, sem fer til vinnslu í samvinnu við húsin og Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða. Þá er unnið að könnun á nýtingu þorsks, ýsu, ufsa og karfa í húsunum í samvinnu við verð- lagsráð sjávarútvegsins. Kolmimnaaflaim má auka í 1,5 millj. t. KOLMUNNI er ein þeirra fáu fisktegunda, sem engar veiðitak- markanir hafa verið settir um í skýrslu Ilafrannsóknastofnunar um ástand fiskstofna. í skýrsl- unni segir þó að áhugi fjölda fiskveiðiþjóða beinist nú að því að kanna og nýta kolmunnann. Sá afli. sem hingað til hafi verið tekinn úr stofninum sé lítill, en hann aukist ár frá ári og ætla má að hann hafi verið um eða yfir 400 þúsund tonn á síðasta ári. Varlegar áætlanir benda til að stofninn eigi að geta gefið um 1,5 miiljón tonn á ári. Á síðasta ári veiddu íslendingar 34.777 tonn af kolmunna, 27.240 tonn hér við land, en 7.537 tonn við Færeyjar. Af heildarveiðinni á kolmunna má ætla að 9.484 tonn af kolmunna hafi fengist með spærl- ingi við Suðurland, eða 30% af veiði spærlingsbátanna. Stórkostleg rýmingarsala á íslenzkum HLJOIVIPLÖTUIV Heldur áfram á morgun Rýmingarsalan stendur aöeins yfir í örfáa daga og er í Vörumarkaönum, Ármúla. SG-hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.