Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 Sjálfstæóismenn í borgarstjórn: Veitingahús opin frá sex ad morgni til 3 á nóttu TILLAGA borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um rýmri opnunar- tíma veitingahúsa, þess efnis að reglugerðum verði breytt svo að í stað þess að bannað sé að hafa veitingahús opin nema með sér- stöku leyfi frá kl. 11.30 til sex að morgni, verði nú leyft að hafa opið frá sex að morgni til kl. 3 að nóttu og lengur með sérstöku leyfi, var samþykkt með öllum greiddum atkvaeðum í borgarstjórn Reykja- víkur og vísað reglum samkvæmt til annarrar umræðu og meðferðar borgarráðs milli umræðna. Birgir ísl. Gunnarsson borgarfulltrúi mælti fyrir tillögu sjálfstæðismanna, gerði grein fyrir henni og rakti breytingar þær sem yrðu frá núgildandi reglum. Þær gera aðeins ráð fyrir að opið sé til 23.30, en lögreglustjóri geti svo veitt leyfi til að hafa opið lengur. í reynd sé það þannig að veitingahúsið hafi opið til kl. 2 á föstudögum og láugardögum, en enginn fari inn eftir kl. 11.30. Sagði Birgir ísleifur, að umræður hefðu farið fram um að þessari skilyrðislausu lokun kl. 11.30 yrði breytt. Hefði Samband Veitinga- og gistihúsaeigenda m.a. farið fram á það. Væri nú gert ráð fyrir því að reglan um opnunartíma yrði rýmk- uð. í tillögunni er lagt til að opið verði til kl. 3. En Birgir kvaðst tilbúinn til að ræða um lengri opnunartíma milli umræðna. Rakti Birgir óhagræðið af sam- þjappaðri umferð við veitingahúsin og erfiðleikum á að fá bifreið, þegar Birgir ísl. Gunnarsson öll húsin loka á sama tíma. Aðeins brot af fólkinu fengi leigubíl og væri að ráfa um göturnar. Reglan, sem hér væri mælt fyrir, mundi stuðla að bættum bæjarbrag. Líka mundi verulega draga úr „partíum" í heimahúsum á nóttunni, ef veitinga- hús yrðu opin lengur og það skapaði meiri ró í hverfunum. Og loks munu öll almenn veitingahús geta komið til móts við þá, sem kvartaö hafa undan því að ekki sé hægt að fá mat afgreiddan á nóttunni. I tillögunni er lagt til að lögreglu- samþykkt Reykjavíkur verði breytt og orðist svo: „Veitingasölu, þar sem fram fer sala heitra máltíða, heitra sérrétta eða fjölbreyttra kaffiveit- inga, skal heimilt að hafa opna frá kl. 6.00 til kl. 3.00, enda sé slík sala meginhluti rekstrarins að dómi heil- brigðisnefndar. Allir gestir, sem eigi hafa þar náttstað, skulu hafa farið út eigi síðar en 'h stundu eftir að lokað er. Þó má selja ferðamönnum greiða á hvaða tíma sem er, ef þeir fá náttstað á veitingastaðnum eftir lokunartíma. Lögreglustjóri getur heimilað, að skemmtanir megi standa lengur en að framan greinir, ef sérstaklega stendur á. Ennfremur mega brúðkaup og önnur boð standa fram yfir hinn tiltekna tíma.“ Borgarstjórn beinir því til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um sölu og veitingu áfengis verði breytt með hliðsjón af ofangreindri breytingu á lögreglusamþykkt. Þar sem báðir liðir þessarar til- lögu þyrftu tvær umræður í borgar- stjórn, lagði Birgir til að þeim yrði vísað til annarrar umræðu. Fyrri liðnum einnig til borgarráðs milli umræðna, sem mundi leita umsagnar viðkomandi aðila. En að tímatakmarkanir yrðu settar á það, sem hægt yrði að breyta lögreglu- samþykktinni á þessum vetri. Guðmundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi tók undir rök Birgis með tillögunni. Hann kvaðst þó vilja benda á að þetta kæmi inn á samninga við stéttarfélög og þyrfti nægan tíma milli umræðna til að þau gæfu umsögn. Þótt það tæki lengri tíma, þyrftu þau nægan tíma til samningsgerðar. Kristján Benediktsson borgarfulltrúi kvaðst samþykkur málsmeðferð, sem Birgir lagði til. Hér væri veigamikil breyting og þyrfti að skoða tillöguna vel og athuga hvort hér væri hinn rétti meðalvegur. Á Alþingi sé frumvarp sem vilji hömlulausan opnunartíma. þungum setningum, var nú sett fram í stuttu og skýru máli „— og hvert hamarshöggið rak annað." Það var rétt hjá Marx að hafa áhyggjur af umbótum. Ef hann væri uppi nú á dögum og gæti litið í kringum sig, sæi hann, að margt af því, sem hann boðaði, hefur þróazt með eðlilegum hætti, án byltinga eða valdbeitingar, í þá átt, að þykir sjálfsagður hlutur í vestrænu lýðræðisþjóðfélagi. Bylt- ingarnar urðu ekki í iðnaðarþjóð- félögum Vesturlanda, eins og hann var sannfærður um, heldur frum- stæðum bændaþjóðfélögum, þar sem áhrif byltinga borgarstéttar- innar og þær gífurlegu umbætur, sem komu í kjölfar þeirra, fóru gjörsamlega fyrir ofan garð og neðan, en lénsskipulagið hélt velli eins og í Sovétríkjunum, Kambó- díu, Eþíópíu, svo að dærhi séu tekin. I þessum löndum höfðu byltingar borgarastéttarinnar og umbætur og þróun í lýðræðislega átt ekki minnstu áhrif, svo að sú skoðun Marx, að nauðsynlegt væri að ydda andstæðurnar í stað þess að draga úr þeim með umbótum var rétt frá sjónarmiði byltingar- mannsins, sem þurfti að beizla öfund og örbirgð í baráttu sinni að takmarkinu: alræði öreiganna. Og svo afstæð er veröldin, að á tímum Marx var jafnvel rétturinn til vinnu í raun og veru mjög róttæk hugmynd, en þykir nú sjálfsagður hlutur og frumskilyrði mannsæm- andi lífs í hverju almennilegu þjóðfélagi. Marx lýsir leidtogum kommúnista- rikja í uppreisn Parísarkommúnunn- ar 1871 létu leiðtogar uppreisnar- manna skjóta gísla, þ.á m. erki- biskupinn í París, en forseti franska lýðveldisins, Adolphe Thiers, lét drepa fanga á grimmd- arlegan hátt. Þegar uppreisnin hafði verið barin niður, voru margar hendur blóði ataðar, eins og gerist í slíkum hildarleik. Marx hafði afgreitt Thiers með þessum orðum: „Thiers er meistari í smá- smugulegu stjórnmálalegu níði, snillingur í meinsæri og svikum. Hann er útlærður í öllum hinum lágkúrulegu glímubrögðum, flá- ráðu prettum og andstyggilegu heitrofum hinnar þingræðislegu flokkastreitu. Hann er ævinlega reiðubúinn að æsa til byltingar þegar honum hefur verið vikið úr embætti, en kæfa hana í blóði um leið og hann heldur um stjórnvöl ríkisins." Hverjir skyldu nú geta tekið til sín þessa lýsingu Karls Marx á Thiers nema þeir böðlar, sem stjórnað hafa kommúnistaríkjun- um og nota byltingar til að halda sér og flokki sínum við völd. Karl gamli Marx yrði áreiðanlega ráð- villtuF, ef hann fengi að líta þá blóði drifnu slóð, sem kenningar hans hafa skilið eftir í þeim löndum, þar sem kommúnistar hafa náð tökum með svipuðum aðferðum og hann sjálfur lýsir að hafi einkennt Thiers hinn franska. í þessum löndum hefur heildar- hyggja Hegels og Marx þurrkað út frelsi, þingræði og lýðræði og enginn skiptir neinu máli nema sem örlítið tannhjól í þeirri vél, sem Charlie Chaplin lýsir hvað snilldarlegast í Nútímanum. í kommúnistaríkjunum berst ein- staklingurinn með eina rörtöng að vopni við þessi tannhjólaskrímsli alræðishyggjunnar — og guð má vita hvenær þeirri baráttu verður lokið. Verja þarf rétt ein- staklingsins miklu betur en nú er gert „Alger tilviljun felur í sér algert ófrelsi", segir Brynjólfur Bjarna- son i Lögmál og frelsi. En mundi ekki saga þessarar aldar hafa sýnt okkur, að algjört ófreísi sprettur ekki vegna tilviljunar, heldur er það afkvæmi alræðishyggju, sem er framkvæmd með skipulags- bundnari vinnubrögðum og fyrir- fram ákveðnari markmiðum en nokkurt annað kerfi, sem maður- inn hefur enn kynnzt. Lítum nokkru nánar á fyrri fullyrðingar um það, að ýmsar þær umbætur, sem Karl Marx nefndi, séu orðnar að sjálfsögðum hlut í vestrænum lýðræðisríkjum, en eiga þó ekkert skylt við marx- isma: járnbrautir og fjarskipta- kerfi í opinberri eign, meira Um opinbera aðild að iðnaði og ónýtt landssvæði tekin til ræktunar, jarðnæði betur nýtt, jöfn vinnu- skylda allra, landbúnaður samein- aður iðnaði og byggð efld sem víðast, menntun og uppeldi ókeyp- is, hætt að láta börn vinna og uppeldi samræmt framleiðslu- störfunum, svo dæmi séu nefnd. Allar þessar umbætur eru í anda réttlætis og jafnréttis, en svo mjög hefur verið gengið á eignarétt manna víða — og þá ekki sízt hér á landi — að sumir telja nú, að nauðsynlegt sé að andæfa gegn þeirri þróun, sem verið hefur, og verja rétt einstaklingsins og eignarétt miklu harðar og betur en gert hefur verið. Karl Marx boðaði m.a. stig- hækkandi tekjuskatt og nú er hann aukinn hér á landi á sama tíma og sigurvegarar síðustu kosn- inga, jafnaðarmenn, notuðu það sem eitt af helztu kosningaloforð- um sínum að afnema bæri þennan óréttláta skatt á launafólki. En á einni nóttu söðla þeir um og stórhækka skattinn til að vinstri stjórnin geti seilzt ofan í vasa skattgreiðandans með þeim hætti, að innan tíðar jaðrar skattheimta íslenzka ríkisins við þjóðnýtingu á einstaklingum. Þegar John Kenneth Galbraith minnist á þessi atriði í bók sinni, kemst hann svo að orði: „Á einn eða annan hátt hefur fjölmörgu af þessu verið hrundið í framkvæmd í markaðskerfi nútímans. Veiga- mestu undantekningarnar eru af- nám einkaeignar á landi, efling byggðar sem víðast og einokun hins opinbera á bankastarfsemi. Og þessar umbætur hafa sniðið verstu gallana af markaðskerfinu. Þannig hafa þær frestað því „að ríkjandi þjóðfélagsgerð verði koll- varpað með valdi“ eins og Marx hvatti til. Á þennan hátt unnu kenningar Marx gegn honum sjálf- um. Byltingarnar urðu í þeim löndum — Rússlandi, Kína, Kúbu — þar sem þær umbætur, sem Marx lagði til að gerðar yrðu, urðu aldrei að veruleika." Á þessum atriðum eru fleiri hliðar en Galbraith vill vera láta, en hann er alhæfingarsamur eins og ýmsir aðrir „spámenn". Sumt af þessu má þó til sanns vegar færa, en orð hans eiga ekki við um aðstæður hér á landi, a.m.k. ekki alfarið. En hvað sem líður þeirri gagn- rýni á Karl Marx, sem rétt er, getur enginn neitað því, að hann hefur haft meiri áhrif á stjórn- málaþróun þessarar aldar en nokkur einn maður annar. Að því leyti hefur hann verið brennidepill þessarar aldar. Það skiptir engu máli, þó að kenningar hans hafi ekki alltaf átt við rök að styðjast og grimmdaræði og ofbeldi sé sprottið úr kenningum hans og Hegels. Sem guðfaðir díalektískr- ar efnishyggju gegnir Hegel að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki í okkar eigin samtíð, enda þótt kenningar hans og Karl Marx hafi leitt miklar hörmungar yfir ein- staklinga og þjóðir. Marx var þýzkur Gyðingur. Hegel var einnig Þjóðverji. Marx var fæddur og uppalinn í Mosel- dalnum, en Hegel stundaði guð- fræðinám í Tubingen í Bad- en-Wurtemberg. I gegnum þá borg fellur áin Neckar. í- Marbach við Neckar fæddist Schiller, eitt'af stórskáldum heimsins. Þar er mik- ið og merkilegt Schillersafn og kemur þar við sögu annað stór- skáld frá Neckarsvæðinu, Uhland, sem hafði meiri áhrif á íslenzkar bókmenntir á síðustu öld en við höfum enn gert okkur grein fyrir. Hann er þjóðskáld þarna við Neck- ar. Hann skoðaði samtímann í ljósi fortiðar. Grímur Thomsen lærði margt af honum, ekki síður en Hegel, sem hafði mikil stíl- áhrif á doktorsritgerð hans um Byron. Þessir menn allir hafa komið mikið við sögu íslenzkrar menningar. Þeir eru raunar snar þáttur af henni. Neckarsvæðið er eitt hið feg- ursta í Evrópu. Það er ekki síður tilkomumikið nú en þegar fyrr- nefndir lífsspekingar lifðu þar og hugsuðu. Meðal nánustu vina Heg- els voru Ijóðskáldið Hölderlin, sem varð eitt af stórskáldum Þjóð- verja, og-Schelling, merkur heim- spekingur. Hölderlin hefur komið við sögu íslenzkrar ljóðlistar og af honum hafa margir lært. í Túbingen má sjá herbergið, þar sem þeir félagar bjuggu í stúdentagarðinum. Þar stendur einnig hús Hölderlins við Neckar- fljót og minnir á þá staðreynd, að lífið er gáta og við hluti af henni. En skyldi það ekki vera ofætlan, að þessi hluti gátunnar geti ráðið hana til fulls? Pólitískir bakkabrædir Sameignar- og félagshyggju- menn hafa það helzt á stefnuskrá sinni að brjóta niður þjóðfélög frjálshyggjunnar á Vesturlöndum og víðar og draga okkur með góðu eða illu inn í myrkvið marxismans. Þessir pólitísku bakkabræður hyggjast þannig koma okkur fyrir í myrku og gluggalausu húsi kommúnismans og bera síðan sól- ina inn í það í trogum. Þeir horfa upp á grimmd og Gúlag án þess að blikna og segja eins og bakkaflón- in, þegar karl faðir þeirra var dauður: „Faðir vor kallar kútinn." Það heur mörgum orðið illt í sjóvolki sósíalismans og kallað á kútinn án þess „spekingarnir“ sinntu kallinu. Banamein milljóna manna um heim allan hefur verið: marxismi og fylgikvillar hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.