Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 5 Útvarp mánudag kl. 21.10: Grease — Eitur- lyf — Tónabær Magnea J. Matthíasdóttir verður gestur þáttarins Á tíunda tímanum í útvarpi annað kvöld kl. Mun hún þar lesa úr bók sinni Hægara pælt en kýlt. Að- spurður sagði Guðmundur Árni, annar umsjónarmanna þáttarins, það vera, að Magnea tæki það viðfangsefni fyrir, hass og eitur- lyf, sem væri hve mestur ógnvald- ur æsku víða um heim. — I þættinum verður einnig fjallað um myndina Grease, en Guðmundur Árni og Hjálmar sáu myndina í vikunni og röbbuðu við bíógesti um það hvers vegna þeir færu á myndina og hvað þeim fyndist. Einnig verður rætt við Friðfinn Ólafsson forstjóra bíós- ins um áhættuna við að taka inn svo dýra mynd og reksturinn almennt. Loks verður Tónabæjarmálið tekið fyrir. Verður þar rætt um hvort reka eigi Tónabæ áfram í núverandi formi eða breyttu. Ný Model Útihurðir Nýung hér: Koparklæddar hurðir. Einnig teak ofl. Skoðið útstilit. Þ.S. HURÐIR Nýbýlaveg 4, Kópavogi Hugvekjan Að kvöldi dags. hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 22.25 og að þessu sinni er það Atli G. Jóns- son, 13 ára gamall piltur í Austurbæjarskóla, sem flytur hugleiðinguna, en þennan mánuð munu unglingar sjá um hug- vekjuna í tilefni barnaársins. „Eg tala um barnaárið yfirleitt, það, sem að undanförnu hefur verið rætt um í sambandi við það, og hvað kristin kirkja táknar fyrir okkur,“ sagði Atli. „Þá kem ég helzt inn á skírnina og hvers vegna við erum skírð og hvort boðskapur Krists táknar ekkert lengur, það er hvort það er hobbý eða hvort eitthvert markmið er í þessu. Við hér þurfum ekkert sérstak- lega á þessu barnaári að halda, þó sums staðar sé það nauðsynlegt. Það eru fleiri og stærri vandamál í heiminum.“ Útvarp í kvöld kl. 21.00: Öld óvissunnar Hugmyndasöguþáttur í umsjón Hannesar Gissurarsonar hefst í útvarpi í kvöld kl. 21.00. „I þættinum í kvöld verður rætt um bók John Kenneth Galbraiths, Öld óvissunnar,“ sagði Hannes aðspurður. „Síðan ræði ég við Geir Hilmar Haarde hagfræðing, sem þýddi bókina um kenningar Gal- braiths. Galbraith er mjög um- deildur hagfræðingur og héfur meðal annars talið, að hagkerfi austurs og vesturs hafi tilhneig- ingu til að líkjast meir vegna tækninnar. Hann hefur einnig byggt á kenningum frjálslyndra hagfræðinga um vald neytandans á vinnumarkaðinum en Galbraith er skipulagshyggjumaður (sósíal- isti),“ sagði Hannes að lokum. AL'GLÝSINGASÍMINN P.R: 22480 JHorpmiblnbib Þetta getið piö fengið á útsölunni: Föt m/ og án vestis úr terelyne, 100% ull og riffluöu flaueli. Verð frá kr. 25.900.- Staka blazer og tweedjakka .... Herra- og dömu flauels- og terelynebuxur.................. Herra- og dömu denimbuxur...... Axlabandabuxur fullorðinna .... Axlabandabuxur unglinga og barna Dömudragtir úr fínflaueli...... Dömu punkjakkar úr kakhi ...... Herra sjóliöajakkar ............ Kr. 14.900 Vatteraðar kakhi mitfisúlpur.... Kr. 9.900 Kr. 7.900 Kr. 6.900 Kr. 8.900 Kr. 5.900 Kr. 25.900 Kr. 10.900 TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Stórkostlegt úrval af: Herrapeysum * Dömupeysum * Skyrtum * Blússum * Bolum * Pilsum *Kjólum * Kápum * og ýmsum varnafatnaði og skóm. WKARNABÆR Nokkur sett af fermingarfötum riffluðu flaueli Verð kr. 19.900 Auslurslræli 22. simi fra skiptiborði 28155 Austurstræti 22 2 hæö ■mi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.