Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 Þú Dag einn ert þú til. Enginn spurði þig hvort þú vildir lifa. Nú lifir þú. Stundum ertu ánægður stundum leiður. Það er margt, sem þú skilur ekki enn. Þú lifir. Hvers vegna? Þú vilt lifa. Þú vilt nota lif þitt. Það er svo margt, sem þú getur gert. En hver segir hvað sé rétt? Einn segir: Þú verður að gera svona! Annar segir: Nei, alls ekki svona, heldur hinsegin! Þú vilt lifa. En hvernig? Guð gaf þér lífið. Það er engin tilviljun. að þú ert til. Hann gaf þér hendur til að starfa með. Augu sem sjá. Skynsemi, sem ályktar, hjarta, sem finnur til. Allt þetta hefurðu ekki fengið ókeypis. Hann viil eiga þig. Með höndum þínum átt þú að hjálpa til að byggja upp heiminn. Með skynsemi þinni átt þú að reyna að greina milli ilis og góðs. Með hjarta þínu átt þú að eiska Guð og mennina, og hjálpa þeim eins og þér er framast unnt. Það er svo mikill ófriður í heiminum, svo mikil fátækt, svo margvíslegir sjúkdómar, svo mikið um deilur milli manna, sem ættu að elska hver annan. Svo mikið um fegurð, sem enginn sér. Svo margir, sem ekkert vita um Guð og gæsku hans. Það eru svo mörg verkeíni, sem bíða ÞÍN, þinna handa, þinna augna, skynsemi þinnar og hjarta þins. Þess vegna ert ÞÚ til. Uvxsjón: Séir/ Jóv Dalbií Hróbjartsson Séra Karl Sigvrbjörnsson Siguröur Pdisson AUDROTTINSDEGI I Guðs ríki er hulið 5. sunnu- dagur eftir þrettánda Fangamark Krists, samsett af grísku hókstöfunum X (chi = K) og P (hró = R) Kristur. Pistill Kól. 3,12-17: íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartagróinni meðaumkvun, góðvild, hógværð, langlyndi, umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum ... Guðspjall Matt. 13, 24—30: Líkt er himnaríki manni, er sáði góðu sæði í akur sinn, en meðan fólkið svaf kom óvinur hans og sáði líka illgresi meðai hveitisins LLw 11W W Sunnudagur 4. febrúar Matt. 20:1—16 WW 1 !§ ly l £# "" Mánudagur 5. febrúar Matt. 12:22—37 Þriðjudagur 6. febrúar Matt. 12:38—45 •m — Miðvikudagur 7. febrúar Matt. 13:24—43 W /10 m "W W Fimmtudagur 8. febrúar Matt. 13: 44—58 WyWJ WjWJW. W Föstudagur 9. febrúar Matt. 14:22—36 Laugardagur 10. febrúar Lúk. 7:36—50 vikuna 4. —10. febrúar. Hvað vita dönsk skóla- börn í kristnum fræðum? Hvað varð Jesús gamall? spurði kristinfræðikennarinn. — 1978 ára. Hann er hérna ennþá, svaraði sjö ára snáði. í tilefni af Alþjóðlegu ári barnsins 1979 var einni viku við Zahles-skóla í Kaupmannahöfn varið til þess að fjalla sérstak- lega um börn í öðrum löndum og þar með trúarbrögð þeirra. Danskur blaðamaður fékk að fylgjast með kennslunni í trúar- bragðatfma í 8 ára bekk. Hér fara á eftir nokkur af svörum barnanna sem vöktu sérstaka athygli gestsins. Sexhandleggjaður Veit nokkurt ykkar hvað hindúismi er? — Já, svarað: drenghnokki al- varlega. Ég gekk einu sinni fram hjá mönnum á götu og heyrði að þeir voru að tala um það, en ég man ekki almennilega hvað þeir sögðu. Einhver sagði eitthvað um að það væri með sex handleggi. Og kennarinn varð að viður- kenna að hindúar trúa á sexhand- leggjaðan guð. Búdda er kennari, sem kennir fóiki hvernig það á að lifa, sagði kennarinn. — — Nú-ú, ert þú þá Búdda?, varð einum á að spyrja. Annar nemandi gat endursagt alla söguna af prinsinum Búdda, sem yfirgaf konu og auðæfi og hafði þriðja augað, sem hann notaði til að sjá andlega hluti. Múhameð var spámaður. Hver veit hvað spámaður er? — Það er maður sem Guð send- ir. Maður sem veit allt, sagði lítil stúlka. — Já, og heima í Hvidovre er Moska, bætti önnur við, — já og þeir biðjast fyrir inni í fiskbúðinni bætti sá þriðji við. Tuttugu iðnar hendur veifuðu í sífellu. Eigendurnir vildu endilega fá að komast að og miðla öðrum af þekkingu sinni. Heilög þrenning. Að þessu loknu var farið niður í Þrenningarkirkju til þess að læra um Jesú-kristindóm eins og þau kölluðu það. Þegar staðið var umhverfis skírnarfontinn spurði kennarinn hvort þau vissu hvers vegna börn væru skírð. — Maður er þveginn hreinn, og verður Guðs barn, svaraði lítil dökkeyg telpa. — Og það er sett vatn á höfuðið á manni þrisvar: Fyrir föðurinn, soninn og heilagan anda — heilaga þrenningu, bætti hún við og rétti þrjá fingur upp í loftið. Hver fer upp að altarinu? — Bara æðstipresturinn. Hann les og segir amen, sagði lítill polli. Hvers vegna var Jesús kross- festur? — Vegna þfess að hinir trúðu ekki að hann væri sonur Guðs, og svo sagðist hann vera konungur Gyðinga og svo sagði Faraó að það ætti að krossfesta hann. Kjaftaði frá. Hvers vegna er gengið til altar- is? Og veit nokkur hvað synd er? — Já, já, það er þegar maður hefur gert eitthvað ljótt og þá fer maður til altaris til þess að fá fyrirgefningu, sagði lítil hnáta. — Það fá allir vín, og það er blóð Jesú og þeir borða líkama hans. Það sagði Jesús við þá kvöldið sem hann var tekinn fast- ur. í kirkjukórnum var einnig mynd af Jesú og ellefu lærisveinum. Kennarinn spurði hvers vegna þeir væru aðeins ellefu. — Vegna þess, sagði lítill drengur með fyrirlitningartón, — það var einn sem kjaftaði frá. Hvað gerðu lærisveinarnir? — Einn átti að passa mömmu hans Jesú og Pétur átti að vera eins og Jesú, og svo var hann líka krossfestur með höfuðið niður. Páfinn í Uóm. Og börnin höfðu svo sannar- lega einnig heyrt talað um Lúther. Honum fannst víst hinir vera allt of strangir og svo bjó hann til nýja kirkju, þar sem menn voru ekki eins strangir. Hvað vissu þau um kaþólikka? — Þeir hafa páfa í Rom og hann dó, þegar maðurinn í næsta húsi kom frá Róm, sagði einhver í hópnum. Það er voða dýrt þegar páfinn deyr og þarf að fá nýjan, sagði annar. — Já, og þá kemur hvítur reyk- ur úr strompnum, bætti sá þriðji við. Skiptir einhverju máli hvort kirkjur eru stórar og fallegar eða bara litlar og ekkert fallegar? — Nei, þær eru samt allar Guðs hús. Hið allra helgasta. Þegar blaðamaðurinn spurði börnin hvað þeim líkaði best í kristinfræðikennslunni, svaraði ein telpan að henni þætti skemmtilegast að heyra um börn í öðrum löndum. Einn drengjanna kunni best að meta löngu frímín- úturnar. En ein telpnanna kvað uppúr með það, að henni fyndist lang best að vera í kirkjunni þar sem Jesús væri — í hinu allra helgasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.