Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 LANDBUNAÐUR Flótti úr sveitum er alþjóð- legt fyrirbæri Inokkra áratugi hefur víða um lönd verið stöðugur straumur fólks úr sveitum á mölina og heldur aukizt með árunum. Verður ekki séð að draga muni úr honum í bráð, og reyndar telja spámenn úm búsetu og þvíumlíkt að þessi straumur á mölina muni haldast til aldamóta að minnsta kosti. í nýlegri skýrslu frá Alþjóða— vinnumálasambandinu er talið að mannafli til sveita í iðnríkjum hafi minnkað um hvorki meira né minna en 60 milljónir á árunum 1950—1970. Muni svo halda áfram og verkfærum mönnum til sveita enn fækka um 60 milljónir fram til aldamóta. Er þá reyndar talið frá 1970, fækkunin sem sé 2 milljónir á ári. Eflaust eru fjölmargar ástæður til þessarar mannfækkunar í sveitum. En sennilega veldur það miklu, að ungu fólki þykir flest sveitavinna illur starfi miðað við vinnuna sem býðst í bæjum og borgum, menn eru miklu bundnari við verk sín í sveitum en bæjum, mest að gera á sumrum, einmitt þegar borgarbúar eru í sumarfríi að skemmta sér o.s.frv. Tölurnar sem nefndar voru hér að framan kunna að virðast ískyggilegar. Það er þó til huggun- ar þeim sem sýnist að til land- auðnar horfi í sveitum, að þessi mannfækkun, þótt gífurleg sé, virðist engin áhrif hafa haft á matarframleiðslu í heiminum. Hún eykst. Mannfækkunin bætist sem sé upp og meira til, með aukinni landbúnaðarframleiðni sem stafar af bættu sáðkorni, framförum í áveitu og kannski þó helzt af stóraukinni vélvæðingu. Bændum hefur tekizt að auka framleiðsluna jafnt og þétt þrátt fyrir síminnkandi vinnuafl, og er þar sömu sögu að segja bæði úr þeim löndum þar sem markaðs- Vélin og kusa: Framleiðslan eykst sífellt þó að fólkinu fækki. búskapur í einhverri mynd er við lýði og hinum þar sem áætlanir ráða. - NORRIS WILLATT HEILBRIGÐISMÁL Dauðsföll um f ækkaði þegar lækn- ar fóru í verkfall! að bar til í fyrra, að læknar í Los Angeles og grennd fóru í verkfall. Þetta' verkfall stóð í mánuð og lengur þó. Greip um sig nokkur skelfing þegar ljóst varð að það kæmi til framkvæmda og var því þegar spáð, og þurfti varla spámann til, að dauðsföllum mundi stórfjölga meðan á því stæði. En það fór nú á annan veg. A þessum rúmum mánaðartíma sem læknar „héldu að sér höndum" — til að mótmæla hækkun iðgjalda af tryggingum við vanrækslu í starfi sem oft spretta mál af þar vestra — snarlækkaði dánartala í Los Angeles og nágrenni. Nú er of snemmt að draga þá ályktun af þessu að þjóðfélaginu kæmi bezt að allir læknar settust í helgan stein ellegar fengju sér vinnu þar sem þeir gætu ekkert af sér gert. Hins vegar væri ráð, að því er segir Milton nokkur Roemer, starfandi við Kaliforníu- háskóla og hefur athugað þetta mál, að nokkur hluti skurðlækna legði breddurnar á hilluna. Þannig er, að meðan stóð á læknaverkfall- inu fækkaði uppskurðum í Los Angeles um 60% (Það var að sjálfsöðu ekki hægt að leggja niður alla læknisþjónustu) — en þegar verkfallið tók enda og skurð- lækningar komust aftur í eðlilegt horf snarhækkaði dánartalan í borginni úr 19 í 26 af hverjum 100 þúsund ... Telst það varla djúpt tekið í árinni að Roemer lét svo ummælt á þingi samtaka um heilsugæzlu að ekki væri útilokað að meðalaldur í Bandaríkjunum kynni að hækka ef skurðlæknar minnkuðu ofurlítið við sig vinnu Það er löngu vitað að í Banda- ríkjunum er mikið skorið upp að óþörfu. Þingnefnd sem tók sér fyrir hendur að kanna það mál komst að þeirri niðurstöðu m.a. að óþarfir uppskurðir yrðu 10 þúsund Bandaríkjamönnum að bana á ári hverju og kostnaðurinn nálægt fjórum milljörðum dollara. Það fylgdi að þessar tölur virtust hafa staðið nokkurn veginn í stað síðustu fimm árin. Á undanförnum árum hafa reyndar farið fram margar kannanir sem bent hafa til þess, að bandarískir skurðlæknar væru duglegri að skera en góðu hófi gegndi og ber þessum könnunum yfirleitt saman að mestu, a.m.k. í höfuðatriðum. Oft eru bornar saman tölur frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Bretar verja aðeins 5.6% þjóðarframleiðslu til læknishjálpar, Bandaríkjamenn hins vegar 8.6%. I Bandaríkjunum fara að tiltölu fram tvöfalt fleiri uppskurðir en í Bretlandi. Samt sem áður er dánartala ungbarna og mæðra mun lægri í Bretlandi en Bandaríkjunum; en dánartala ungbarna og mæðra er viður- kenndur mælikvarði á heilsugæzlu ríkja. I Bandaríkjunum er skorið upp einu sinni á hverjum tveim þriðju pörtum ú sekúndu. Hafa skurð- læknar haldið svo vel á, að t.a.m. er fjórðungur Bandaríkjamanna laus við hálskirtlana. Því miður telja ýmsir sem athugað hafa málið að hér hafi verið farið heldur geyst í sakirnar og einungis 8% þessara aðgerða sannarlega nauðsynleg... Jafnvel skurðlæknaráðið banda- ríska viðurkennir það, að starfandi skurðlæknar muni vera þriðjungi fleiri en þörf sé á. Nú munu vera u.þ.b. 350 þúsund læknar í Banda- ríkjunum. Skurðlæknaráðinu telst svo til, að 90 þúsund þeirra skeri upp að staðaldri — en fjórðungur þessara 90 þúsunda hafi ekki sómasamlega æfingu í sérhæfðum skurðlækningum. Mönnum hefur komið ýmislegt í hug til skýringar þessu „skurðæði" sem svo má kalla og hér hefur verið frá sagt. Ein nærtækasta ástæðan er peningagræðgi. Á það er bent að uppskurðir gefi mest í aðra hönd allra læknisverka. En við það er því að bæta, að tveir þriðju allra skurðlækna í Banda- ríkjunum eru ólaunaðir, þ.e. hafa ekki fastakaup, en taka þóknun fyrir hvern uppskurð, misjafna að sjálfsögðu. Það kann þá að verða freistandi að skera sem allra mest... Hafa enda sumir brennt sig á því að vinna yfir sig. M.a. er nú fyrir rétti í Kaliforníu skurð- læknir sakaður um það að hafa skorið 50 manns upp að óþörfu, flesta í baki, og ekki að vita nema fleiri leggi inn kærur. Hann er þegar búinn að tapa þremur mál- um og má hann aldeilis halda á hnífunum ef hann ætlar að greiða miskabæturnar sem upp eru settar. Þær hæstu námu 3.7 miiljónum dollara. —WILLIAM SCOBIE. Petta gerðist líka .... Misjaínir dómar Hvaða ritdómara lestu? liggur stundum beinast við að spyrja pegar einn lofar skáldverkiö upp í hástert en annar finnur pví flest til foráttu. Sama lögmál sýnist gilda um mat kunnáttumanna á bifreiöum, ef marka má yfirlitið um kosti og lesti á fjölmörgum bílategundum í Lesbók á dögunum og svo svipaða könnun, sem skýrt var frá í Bretlandi fyrir skemmstu. Lesbókarkönnunin var bandarískrar ættar en fyrir hinni stóð tímaritið „Which?“, sem er málgagn bresku neytendasamtakanna; og er skemmst af að segja að sér- fræöingar bessara aðila eru alls ekki sammála um allt í niður- stöðum sínum. Breska könnunin spannaði eitt ár og var meðai annars fylgst með bilanatíöni yfir 20.000 bíla af ýmsum gerð- um á pessu tímabili. Þar póttu japanskir bílar eins og Datsun, Honda, Mazda og Toyota bera af og eins hinir evrópsku BMW, Saab, Volvo og VW-Audi, en einmitt sænsku bílarnir höfnuöu aftur á móti aftarlega á merinni í könnun Bandaríkjamanna. Citroen, Fiat og Peugeot náðu ekki miðlungseinkunn hvað bilanatíðni viðvíkur í fyrrgreindri könnun Bretans og Austin Morris fékk meöaleinkunn slétta, en Allegro 1100 og 1300, Marina og Princess dæmdust undir meöallagi. Loks fékk Chrysler busaverðlaunin, aö segir í stuttri Guardian-frétt af pessu „hæfnisprófi". Vitlaust gefið Allt fór í handaskolum en endalokin urðu samt stórum betri en útlit var fyrir, segir í AP-frétt af systrabrúökaupi sem fram fór í Jedda í Saudiarabíu fyrir skemmstu. Brúðirnar báru að sjálfsögðu blæju aö hætti góðra Arabakvenna, en svo illa tókst til fyrir bragðið að kallinn faðir peirra ruglaðist í ríminu og fékk vitlausum brúðguma vitlausa brúði ef svo mætti að oröi komast. Al Bilad, sem er dagblað parna suðurfrá, segir aö veslings pabbinn hafi par aö auki magnaö vitleysuna meö pví að ruglast líka á nöfnum hjónaleysanna pegar hann var að láta ganga frá pappírunum vegna vígslunnar. En sem fyrr segir fékk málið samt farsælan endi og ekki purfti að grípa til pess aö efna til tvöfalds hjónaskilnaöar. Al Bilad upplýsir nefnilega að hinar nýgiftu hafi tilkynnt föður sínum nokkrum dögum eftir aö slysiö varö að pær væru hinar ánægöustu meö röngu makanal „Neyðarúrræði“ Indiru í skýrslu sem Amnesty International birti í síðastliönum mánuði segir að á árunum 1975—77, pegar Indira Gandhi hafði sem næst tekið sér alræðisvald á Indlandi í skjóli yfirlýsingar um „neyðarástand“, hafi ekki einasta allt að 100.000 manns verið haldið í fangelsum af pólitískum ástæðum og án pess að fá aö verja sig fyrir dómstólum heldur hafi pynding- um veriö beitt viö sumt af pessu fólki í pokkabót. Amnesty rekur dæmi um pyndingarnar, sem voru margskonar og einatt hinar viðbjóðslegustu. Auk líkamlegra mis- pyrminga gripu böðlarnir til sálræns ofbeldis af ýmsu tagi, svosem eins og pess fantabragðs að búa fórnarlambið undir aftöku, sem síðan var aflýst á síðustu stundu. Þess voru og dæmi að bandingjar væru pyndaöir til bana, og sumum kvenföngum var nauðgað. — Þessar upplýsingar Amnesty eru að allra dómi áfall fyrir Indiru Gandhi, sem hefur einatt kallaö allar ásakanir landa sinna af pessu tagi lygar og óhróður. En skýrslur Amnesty eru einmitt jafn pungar á metunum og raun ber vitni vegna hins algjöra hlutleysis sem alpjóðasamtökin ástunda. Sitt lítið afhverju Breski lögfræðingurinn og rithöfundurinn Michael Eddowes hefur formlega óskað eftir pví að meintar líkamsleifar Lee Harvey Oswalds (myndin), banamanns Kennedys forseta, verði grafnar upp og rannsakaðar. Eddowes fullyrðir nefnilega aö paö sé alls ekki Oswald sem sé grafinn í Rose Hill kirkjugarði í Fort Worth heldur sovéskur njósnari sem hafi notað nafn hans og skilríki til pess aö fremja myrkraverk sín í Bandaríkjunuml... Samkvæmt skoðana- könnun sem fram hefur farið í Bretlandi á vegum samtaka, sem aðhyllast líknardráp, er nú meirihluti Breta pví meömæltur aö læknum verði heimilað aö hjálpa fólki til að stytta sér aldur, sem pjáist af ólæknandi sjúkdómum og er orðið satt lífdagu ... Svo segir í annarri frétt frá Bretlandi að karlakór lögreglunnar í Sussex sé kominn í pvílíkt meölimahrak að forráðamenn hans hafi gripiö til pess ráðs aö augiýsa eftir nýjum félögum — meöal kvenlögreglupjóna... Samkvæmt skýrslu stjórnardeildar peirra í Suður-Afríku sem fer með fangelsismál, voru 132 hengdir par í landi á síðastliðnu ári, p.e. 105 blökkumenn, 26 kynblendingar og einn hvítur. Allt voru petta karlmenn ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.