Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 43 Fjalakötturinn/ Herzog Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanna hefur líkt og undanfarna vetur verið með blómlega sýningarstarfsemi í Tjarnarbíói og sýnt nýja mynd í hverri viku, á fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Um þessa helgi verður sýnd fyrsta mynd Werner Herzogs, Lífsmark, (Lebenzeichen), frá árinu 1967. Um næstu helgi dagana, 8., 10. og 11. febr. stóð til að sýna Satyricon eftir Fellini, en breyting verður þar á og verður La Dolce Vita eftir Fellini sýnd í staðinn. Vegna lengd myndarinnar verður að breyta sýningartímum á sunnudaginn, 11. febr. þannig, að myndin verður sýnd kl. 16:00, kl. 19:00 og kl. 22:00. Þess má geta hér í leiðinni, að Werner Herzog er væntanlegur hingað til lands fyrstu dagana í mars, og mun hann þá sýna hér myndina, Aguirre, the Wrath of God, sem hann gerði árið 1971. SSP. Að glata sjálfsvirðingunni Seven Beauties (Pasqualino Settebellezze), ítölsk, 1975. Leikstjóri/handrit: Lina Wertmíiller. Kvikmyndataka: Tonino Delli Colli. Klipping: Franco Fraticelli. Tónlist: Enzo Jannacci. Helstu leikarar: Giancarlo Giannini, Fernando Rey, Shirley Stoler, Elena Fiore. Upphaflegur sýningartími: 115 mín. Sýningartími hér um 105 mín. Líkt og öðrum myndum Wertmullers, sem hér hafa verið sýndar, (The Seduction of Mimi, Swept Away) er einhver aðlaðandi ferskleiki yfir Seven Beauties, sem erfitt er að standast. Fersk- leikinn er þó aðeins á yfir- borðinu og í efnistökunum, því innst inni er efnið sjálft einkar dapurlegt. Megininni- haldið í myndum Wertmull- ers er glötun hugsjóna — oft pólitískra, vegna innri ástríðna, ástar, eða ytri að- stæðna, peninga. í The Seduction of Mimi lætur Giannini pólitískar skoðanir sínar af hendi í skiptum fyrir peninga vinnuveitenda sinna og glæpamanna. í Swept Away missir hann enn sjónir af þessari sömu hugsjón þeg- ar hann verður ástfanginn af þeirri konu, sem hann á að hata samkvæmt stöðu henn: ar í stétt arðræningja. í Seven Beauties gengur Wert- múller feti lengra en fyrr, því hér er það sjálf lífshugsjónin, sjálft manngildið, sem Pasqualino glatar. Sem fyrr er það Giancarlo Giannini, sem leikur hér aðalhlutverkið (hann hefur ávallt leikið aðalhlutverkið fyrir Wert- múller, og hann opnaði henni upphaflega leið til að gera kvikmyndir, þar sem hann var þá orðinn vinsæll leikari) og í upphafi myndarinnar er honum svo annt um heiður fjölskyldunnar í Napólí, að hann er tilbúinn til að fremja morð til að verja heiður systu’r sinnar, Concetta. Hann er handsamaður eftir morðið og játar það á sig. Þegar lögfræðingur hans ger- ir honum ljóst, að játningin felur í sér dauðadóm verður Pasqualino ofsahræddur og grípur feginshendi í það hálmstrá, að þykjast vera geðveikur. Hann lætur sig ekkert muna um að leika sig geðveikan í réttarsalnum og aúðmýkja sig þannig fyrir framan alla sína nánustu. A geðsjúkrahúsinu þolir hann illa við og grípur þá næsta tækifæri sem gefst til að losna — með því að ganga í herinn sem sjálfboðaliði, þeg- ar seinni heimsstyrjöldin er hafin. Þar gerist hann fljót- lega liðhlaupi en er tekinn fastur af Þjóðverjum og sett- ur í útrýmingarbúðir. Yfir- maður búðanna er allstór- Leikstjórinn, Lina Wertmiiller. skorin, eldri kvenmaður og Pasqualino, sem er staðráð- inn í að komast lífs af, telur að sér verði best borgið með því að reyna að stíga í væng- inn við þessa konu, Hilde. Hún sér hins vegar strax, hvað fyrir honum vakir, hef- ur megnustu andúð á skrið- dýrshætti hans og auðmýkir hann sem mest hún má, m.a. raeð því að gera hann að „yfirmanni" yfir ákveðnum fangahópi en jafnframt að böðli innan hópsins. Auð- mýking Pasqualinos nær há- marki, þegar Hilde neyðir hann, að viðstöddum öllum öðrum föngum, til að skjóta besta vin sinn. Þegar Pasqualino snýr aftur til Napolí eru Bandaríkjamenn komnir á staðinn og systur hans, móðir og unnusta allar orðnar hórur. Hann ákveður þó að giftast unnustunni, staðráðinn í því að eignast með henni fullt af börnum, til að geta haldið baráttunni fyrir lífinu áfram. Giancarlo Giannini í Seven Beauties. Ur einu atriðanna, sem klippt hefur verið úr myndinni. Spurningin, sem Wert- múller kastar fram í mynd- inni er sú, hvort það sé réttlætanlegt að fórna allri sjálfsvirðingu til þess eins að lifa. Hvað er þá eftir til að lifa fyrir? Þessi spurning virðist vera ofarlega í hugum ýmissa annarra ítalskra kvikmyndahöfunda, s.s. Bertolucci, eins og II Confor- mista (Taglhnýtingurinn) ber ljóst vitni um. Það er hins vegar mikill skaði að því, að eintak það, sem hér er sýnt af Seven Beauties virðist vera komið frá einhverju ensku púrítana-svæði, því að ljóst er að klippt hafa verið úr myndinni nokkur atriði og eftir því sem ég kemst næst eru þetta áhrifamikil atriði til frekari skilnings á per- sónu Pasqualino, jafnframt því að gefa myndinni sterkari heildarsvip en hún hefur í núverandi útgáfu. A undan- förnum árum hefur þeirri gagnrýni öðru hvoru verið beint til forráðamanna kvik- myndahúsanna, að þeir reyndu að sýna myndir með upprunalegu tali, hvort sem það er ítalska, franska, þýska eða annað í stað ensk-dubb- aðra mynda.'þar sem íslensk- ur texti er settur á myndirn- ar hvort sem er. Þessi gagn- rýni virðist eiga fullan rétt á sér enn, þó að mjög hafi brugðið til hins betra í þessu sambandi. En einmitt með því að fá myndirnar með upprunalegu tali er jafn- framt minni hætta á því að fá eintök eins og þetta af Seven Beauties, sem hefur verið hakkað í sundur af staðbundnum siðferðisskoð- unum í einhverju milliliða- landi. SSP. Væntanlegar myndir í Stjörnubíói Stjörnubíó hefur nýveríð gengið frá samningum um sýningarrétt á allmörgum myndum og verður nokkurra þeirra getið hér, en þeim sem nú verða útundan verður getið síðar. Meðal þeirra mynda, sem fljótlega verða sýndar er endurútgáfa af hinni vinsælu mynd Cat Baliou, sem var gerð 1965, með Lee Marvin í aðalhlut- verki undir leikstjórn Elliot Silverstein. The Grcatest (am./bresk, 1977) er sjálfsævisaga eða ævisögubrot Cassiusar Clay, alias Muhammad Ali. Tom Gries leikstýrir, en myndin hefst 1960 þegar Cassius Clay kemur heim af Olympíuleik- unum sem sigurvegari í létta- vigt. Myndin lýsir síðan lífs- ferli hans, hvernig hann gerðist Múhameðstrúar, málaferlum hans, þegar hann neitaði að gegna herskyldu og endar á því að hann end- urheimtir heimsmeistaratitil sinn 1975 gegn George Fore- man. Muhammad Ali er að sjálfsögðu leikinn af Cassiusi Clay. Thank God it’s Friday er tæpast þörf á að kynna fyrir diskó-unnendum, en hér hef- ur sami háttur verið hafður á og með aðrar diskómyndir, að plötualbúm er komið á mark- aðinn á undan myndinni. Donna Summers er sérstakur gestur í myndinni auk hljóm- sveitarinnar The Commod- ores. Hlutverk í myndinni eru smá, en meðal leikara er Jeff Goldblum (ekki ósvipað- ur Travolta), sem nýlega hef- ur getið sér mjög gott orð fyrir leik í mynd Joan Micklin Silvers, Between the Lines. Thank God it’s Friday (am. 1978) er leikstýrt af Robert Klane og gerist á einu föstudagskvöldi í Diskótek- inu The Zoo. Margt af því sem þarna fer fram minnir óneitanlega á íslenskt sveita- ball og í heildina má telja myndina bera af flestum for- verum sínum. Fun with Dick and Jane (am. 1976, leikstjóri Ted Kotcheff) segir frá sæmdar- hjónunum Dick (George Segal) og Jane (Jane Fonda), sem halda sig ríkmannlega án þess að hafa efni á því. Þegar Dick missir vinnuna syrtir heldur í álinn með allar afborganir og allir fínu hlutirnir fara smám saman að hverfa. Dick og Jane sjá hins vegar að við svo búið má ekki standa og grípa því til þess ráðs, að hefja skipuleg rán til að borga reikningana. Casey’s Shadow (am. 1978, leikstjóri Martin Ritt) er nafn á hesti, sem tamninga- Walter Matthau með Casey’s Shadow. Jefí Goldblum með IT’S FRIDAY. „lyftuverðinum” í THANK GOD maðurinn Bourdelle (Walter Matthau) elur upp ásamt þremur sonum sínum. Hest- urinn reynist hinn mesti gæðingur og Bourdelle stefn- ir að því að hann vinni lands- mót og milljón dollara verð- laun. Ýmsir reyna þó að leggja stein í götu Bourdelle og óafvitandi verður yngsti sonur hans vaidur að því að hesturinn fótbrotnar. Bour- delle er samt staðráðinn í að halda áformi sínu til þrautar. Crime Bustcrs (ítölsk, 1976) er enn ein mynd með þeim félögum Bud Spencer og Terence Hill. Leikstjóri er E.B. Clucher, en efni myndar- innar er svipað og fyrri mynda með þeim félögum. Confessions from a Holi- day Camp (bresk-, 1977, leikstj. Norman Cohen) er enn ein „játningamyndin“ í þessum myndaflokki með sama aðalleikara, Robin Askwith, og hér gildir það sama og um Crime Busters að efnið er keimlíkt og áður. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.