Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 Vinsældakosningar New Musical Express Nýbylgja og ræflarokk allsráðandi NÝLEGA voru úrslit í vinsæidakosniniíum New Musical Express kynnt lesendum. Viö ætlum að birta hluta hér til að sýna hvernig smekkur Bretanna er í daij. LP-plata ársins: 1. All Mod Cons (Jam). 2. Give ’Em Enough Rope (Clash). 3. Live & Dangerous (Thin Lizzy). 4. The Scream (Sixouxie & The Banshees). 5. This Year’s Model (Elvis Costello). Hljómsveit: 1. Clash. 2. Jam. 3. Boomtown Rats. 4. Genesis. 5. Buzzcocks. Söngvari: 1. David Bowie. 2. Johnny Lydon (Rotteil, (í Public Image Ltd). 3. Elvis Costello. 4. Bob Geldof, (Boomtown Rats). 5. Jon Anderson, (Yes). 2. Bruce Foxton (Jam). 3. Phil Lynott (Thin Lizzy). 4. Chris Squire (Yes). 5. Paui Simonon (Clash). Hljómborð: 1. Dave Greenfield (Stranglers). 2. Rick Wakeman (Yes). 3. Johnny Fingers (Boomtown Rats). 4. Tony Banks (Genesis). 5. Brian Eno. Trommur: 1. Keith Moon (Who) 2. John Maher (Buzzcocks). 3. Topper Headon (Clash). 4. Phil Collins (Genesis). 5. Rick Buckier (Jam). Sdngkona: 1. Debbie Harry. 2. Siouxie Sioux, (Siouxie & The Banshees). 3. Kate Bush. 4. Poly Styrene (X Ray Spex). 5. Pauline Penetration (Penetration). Gítarleikari: 1. Mick Jones (Clash). 2. Paul Weller (Jam). 3. Jimmy Page (Led Zeppelin). 4. Eric Clapton 5. Keith Richard (Rolling Stones). Bassaleikari: 1. Jean Jacques Burnel (Stranglers). Lítil plata: 1. White Man In Hammersmith Palais (Clash). 2. Public Image (Public Image Ldt). 3. Rat Trap (Boomtown Rats). 4. Down In The Tube Station At Midnight (Jam). 5. Hong Kong Garden (Sixouxie & The Banshees). Lagasmiður; 1. Elvis Costello. 2. Paul Weller (Jam). 3. David Bowie. 4. Joe Strummer/Mick Jones (Clash). 5. Pete Shelley (Buzzcocks). Kvikmynd ársins: 1. Close Encounters of The Third Kind. 2. Midnight Express. 3. Annie Hall. 4. Star Wars. 5. Grease. HIA. „Loksins hróflað við steinrunnum reglugerðum “ Eins og kunnugt er var í vikunni lagt fram frumvarp á Alpingi, sem m.a. kveöur á um breyttan opnun- artíma veitingahúsa og breyting- ar á áfengislöggjöfinni. Flutnings- menn pessa frumvarps eru peir Friörik Sophusson (S), Ellert B. Schram (S), Eiöur Guönason (A) og Vilmundur Gylfason (A). Borg- arstjórn fókk einnig hliöstæöar tillögur til umfjöllunar. Hér er mjög parft mál á feröinni, sem varöar marga og pá einkum ungt fólk. Reyndar er paö furðulegt, aö ekki skuli fyrr hafa veriö endur- skoðaöar allar pær reglur og lög er varöa skemmtanalífið í Ijósi breyttra pjóöfélagsaöstæöna. Augljóslega er par aö finna mörg úrelt ákvæöi, sem parfnast breyt- inga. Þessar reglur og lög hafa ekki aöeins haft mótandi áhrif á skemmtanamenningu okkar (sumir myndu nú segja „ómenningu") heldur í mörgum tilfellum haft neikvæö áhrif, svo ekki sé meira sagt. En lítum á nokkur atriöi skemmtanalífsins, sem frumvarpiö gerir ráð fyrir aö taki breytingum. Hálf-tólf-reglan Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, að nær allir skemmtistaöir loka kl. 11.30 — eftir það á enginn aö komast inn. Fæstir vita hvernig þessi regla er tilkomin og/ eöa af hverju tímasetningin er þessi. Af hverju ekki kl. 10 eöa 11 af eöa bara fimm mínútur yfir eöa fyrir kl. eitthvaö? Viöunandi svör fást ekki og fæstir nenna orðið aö hugleiða þaö eöa leita svara, vanans vegna. Þetta er bara svona og svona hefur þaö veriö. Mikil örtröö og spennu- ástand myndast jafnan fyrir utan skemmtistaöina síöasta hálftímann fyrir lokun, énda mikiö í húfi aö komast inn um gleðinnar dyr áöur en þær falla aö stöfum. Þetta þarf ekki aö vera svona en svona er þaö samt. Veitinga- og danshús hafa oft sætt viðurlögum ef gestum hefur verið hleypt inn eftir kl. 11.30, þrátt fyrir aö leyfilegum gestafjölda hafi ekki verið náö — húsin jafnvel hálftóm fyrir. Tilgangslausar reglur sem þessar ber aö afmá, og á því eru góöar horfur nái frumvarpið aö veröa að lögum, því þaö gerir ráö fyrir frjálsum opnunartíma veit- ingahúsa. 18—20 ára Sum veitingahúsin hafa aldurs- takmark 18 ár en hafa viðkomandi gestir ekki náö 20 ára aldri mega þeir ekki neyta áfengra drykkja, sem á boðstólum eru og er starfs- fólki veitingastaöanna gert skylt aö framfylgja því. En þaö er ófram- kvæmanlegt í mörg hundruö manna örtröö eins og jafnan er á skemmtistööunum um helgar. Þaö vita allir og sjá. Hér skortir á innra samræmi og gerir frumvarpiö ráö fyrir því aö „áfengisaldurinn” veröi færöur niöur í 18 ár. í greinagerð frumvarpsins segir svo: „Gert er ráö fyrir því aö fólk, sem orðið er fullra 18 ára hafi til þess fullan rétt aö sækja staöi þar sem áfengi er á boöstólum enda er þaö fólk jafnvel margra barna foreldrar". Eitt og tvö-reglan Kl. 1 á föstudagskvöldum og kl. 2 á laugardagskvöldum er öllum dansiböllum og skemmtunum lokiö og þá streyma gestir í þúsundatali út af skemmtistöðunum. Auk gest- anna sjálfra þekkja leigubílstjórar og lögreglan manna best það ófremdarástand, sem oft veröur til á þessum tíma nætur um helgar. Vonlaust er aö ná í leigubíla og þarf fólk oft aö hýrast langtímum saman fyrir utan skemmtistaöina og eöa ganga langar vegalengdir í misjöfnum veörum. Lögreglan þarf því miöur oft aö hafa afskipti af gestum danshúsanna og þyrfti á sama tíma oft aö vera á mörgum stööum í einu. Fulltrúar þessara þjónustuaöila hafa jafnan aðspurðir lýst sig fylgjandi breytilegum lokunartíma skemmtistaöanna til aö dreifa álaginu og er þaö eölileg afstaöa en lög og reglur hafa hingað til staöiö í vegi fyrir því. Leiöa má einnig rök aö því, aö þessar reglur hafi aukiö á samkvæmishald í heimahúsum aö næturlagi svo hvimleitt og truflandi, sem þaö getur nú veriö. Nátthrafnar og skemmtanaglatt fólk hefur ekki í önnur hús aö venda en meö frjálsum opnunar- tíma eins og frumvarpiö gerir ráö fyrir myndu eflaust mörg veitinga- hús hafa opið lengra fram eftir nóttu og taka þar með viö hlutverki heimapartíanna a.m.k. aö ein- hverju leyti. Fleira mætti telja til úr þessu athyglisverða frumvarpi en látum þaö bíöa betri tíma. Margir eiga eflaust eftir að kveöa sér hljóös og hefja umræöu varöandi frumvarp- iö, sérstaklega, þar sem þaö tekur til allnokkurra þátta áfengislöggjaf- arinnar í landinu. Þaö hefur ekki brugöist hingaö til þegar áfengis- mál eru annars vegar en hins vegar er þaö fagnaöarerindi aö flutnings- menn frumvarpsins, Alþingismenn- irnir framangreindu, skulu hér meö hafa hróflað viö steinrunnum reglu- geröum skemmtanalífsins — full þörf var á því. Allir eru sammála um þaö, aö margt megi betur fara í ísl. skemmtanalífi og til aö svo megi veröa þurfa lög og reglur aö stuðla aö bættri menningu en ekki virka sem hömlur eins og veriö hefur. Óhætt er aö fullyrða aö frumvarp þetta sem hér hefur veriö talaö um hefur meöbyr — einkum meöal ungs fólks og vonandi berst sá meöbyr inn í þingsali þannig aö frumvarpiö veröi aö lögum. T.H.A. sLagBRaöDciR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.