Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 Þeir eru með ólíkindum fótvissir! Þetta er lögmálið — með aldr- inum verðum við að fara hæg- ar! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Tvær sálir en ein hugsun, mætti nefna spilið í dag. Enski spilar- inn og bridgehöfundurinn sálugi M. Ifarrison-Gray skrifaði um það á sínum tíma í einum af fjölmörgum bridgedálkum sín- um. Norður gaf, allir utan hættu. Norður S. K93 H. K76 T. 10432 L. 965 Vestur S. Á6 H. DG1095 T. K7 L. K1084 Austur S. 52 H. 843 T. Á8 L. ÁDG732 COSPER PIB COeiNMAGtN COSPER Suður S. DG10874 H. Á2 T. DG965 S. - Ef þú tekur svolítið betur á, náum við framúr þeim alveg örugglega! Bragðlaus grautur Velvakandi góður. Sunnudaginn 28. febrúar var ég stödd í afmæli, þar sem saman voru komin allmörg börn á ýmsu aldursskeiði. Þegar þau voru orð- inn södd af góðum veitingum og þreytt á leikjum, tylltu þau sér niður til að horfa á barnatímann, þessa einu klukkustund í viku, sem sjónvarpið miðar við þarfir þeirra til skemmtunar og fróðléiks. Eftir nokkrar mínútur fóru að heyrast mæðulegar stunur frá yngstu krökkunum, smám saman tóku þau eldri undir og eftir dálítinn tíma var farið að úa og púa á sjónvarpið eins og það væri sér- trúarmaður með fráleitan boðskap til handa landslýð. Við, hinir fullorðnu, fórum þá að athuga, hvað væri á seyði, og reyndist það þá vera starfsfræðsla um bóka- gerðarlist, setningu, prentun, bók- band og fleira. Matreiðslan á þessu næringarríka hráefni var slík,. að úr varð vita bragðlaus og tormelt- ur grautur, sem jafnvel bráðgreindir og fróðleiksfúsir krakkar, 10 ára og eldri, fúlsuðu við, eins og þeim hefði verið borinn bræðingur. Nú er ég alls ekki að lasta það, að sjónvarpið fræði börn um ýmsa þætti atvinnulífs og menningar. Slíkt verður bara að gera á þann veg, sem þau geta metið og skilið. Jafnvel fi'llorðið fólk, sem yfirleitt hefur glatað hinu dýrmæta hug- myndaflugi barnsins, á betra með að meðtaka hvers kyns fræðslu, ef hún er færð í léttan búning en sé hún þung, grámygluleg og leiði- gjörn. Gott sjónvarpsefni fyrir börn verður að sameina gagn og gaman, eins og strákurinn Palli gerði, en hann kom öllum til að veltast um af hlátri, og hann drap jafnframt á margs konar þjóð- þrifamál á þann hátt, sem börnum var eiginlegt að skilja. Væri óskandi, að umsjónar- maður Stundinnar okkar taki dálítið mið af þessum harðorðu aðfinnslum og myndu þá þættir hans sem greinilega eru unnir af alúð, falla í betri jarðveg. Guðrún Egilsson. • Eins og að eiga sinn hátíðarmat óetinn Fyrir hönd hins „þögla meiri- hluta“ leyfi ég mér að bera fram hér í dálkum Velvakanda, einlæg- ar þakkir til Nóbelskáldsins Halldórs Laxness fyrir hlut hans að auka okkur lífsgleðina í skammdeginu. — Þakkir fyrir að koma fram í eigin persónu í útvarpinu með lestur úr verkum sínum. Upplestur skáldsins setur öll hans verk í nýtt ljós. Jafn vel þó maður hafi fyrir löngu gert sér Sagnirnar gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur P 11.auf 1 Spaði 2 Hjðrtu 2 Spaðar 3 Lauf 4 Spaðar 5 Lauf p p 5 Spaðar Dobl p p P Auðvitað var réttast, að leyfa austri að spila sín fimm lauf. Það tapast jú alltaf sé spaða spilað út í upphafi eða skipt í spaða áður en austur hefur rekið út bæði hæstu hjörtun. Og lokasögn suðurs, fimm spaðar, virðist jafn dauðadæmd. Alltaf tveir slagir af í tígli og einn í spaða. Vestur spilaði út hjartadrottn- ingu, sem suður tók á hendinni og spilaði spaðadrottningu. Vestur tók strax á ásinn og einfalt var að skipta í tígulkóng, þar sem ásinn var örugglega á hendi austurs. Og ekki var útilokað að fá að trompa tígul síðar. Eftir þessar sagnir var erfitt að sjá tvíspil makkers eftir þessar sagnir. En þá fékk austur sömu hug- mynd og vestur. Hann reiknaði með, að kóngnum væri spilað frá KD og tæki hann ekki á ásinn myndaðist stífla í litnum. Magnað hugarflug allt þetta, þar sem vestur hafði sagt hjörtu og suður þegar sýnt eyðu í laufinu. En austur framkvæmdi í samræmi við hugsanir sínar. Hann tók kóng makkers með ás, spilaði aftur tígli og spilið þar með orðið upplagt! „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftír Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir Oýddi 51 — Já, það get ég ímyndað mér. Það hefur væntanlega ekki vcrið meiningin að upp kæmist um ykkur, en reyndar hefurðu ekkert að óttast. Ég hef hvorki hugsað mér að eitt né neitt við Bernild. Þér er kannski ekki orðið það ljóst ennþá en hér á Eikarmosaba* erum við tilhúin að ljúga býsna miklu hvcrt fyrir annað. Við reynum að sýna virðingarverða samheldni, þótt hún sé kannski ekki alltaf siðferðilega rétt í augum þess sem utanaðkom- andi er. Hún hló tryllingslega og hljóp út úr herberginu og Susanne heyrði dyrnar í her- bergi hennar falla að stöfum. — Eg held að Lydia þurfi á einhverju róandi að halda, sagði Susanne þegar hún kom niður aftur. — Er hún ekki sofnuð? Holm læknir leit spyrjandi á hana. — Hvers vegna segirðu það? Magna frænka hagræddi sér í stólnum. — Annars skil ég ekki hvað gengur að henni Lydiu núna. Nú er hún meira að segja búin að taka svefntöflur. Ilún ætti að reyna að borða hollan mat og hreyfa sig og hætta í þessum stiiðugu megrunarkúrum. Og að þeim orðum slepptum rétti Magna frarnka rólega fram höndina og opnaði stóran konfektkassa sem var á borði við hlið hennar. — Það cr áreiðanlega citt- hvað sem amar að henni, sagði Susanne. — Hún fullyrðir að fórnar- krukkan og kúlan á hausnum á mér hafi verið að gcra hana vitstola. — Ég skal fara upp. Hún þolir víst ekki meiri lyf í kvöld. en ég get kannski róað hana. Holm gamli reis á fætur og gekk hröðum skrefum út úr bókaherberginu. Susanne lét fallst niður í sófann við hliðina á Martin en þaó var engu líkara en hann veitti henni ekki athygli. Hann einblíndi á Bernild sem enn lét eins og heima hjá sér við skrifborðið og hafði nú lagt tólið á eftir langt samtal í símanum. — Góðar eða slæmar fréttir? spurði Martin og hellti kaffi í bollann sinn. — Ég hef alténd fcngið skýringu á ýmsu sem hefur vafizt töluvert fyrir mér, svar- aði Bernild alvörugefinn og kveikti sér í pípunni. — í mfnum augum hefur það allar stundir bögglast fyrir mér að skilja að bæði Einar og híll hans fundust við Árósa þegar það var augljóst, að hann hafði beðið bana hér á þessum slóðum. Ilvcr sem var gat auðvitað keyrt hann til Árósa en hvernig átti þá viðkomandi að komast hingað aftur fyrst þurfti að skilja bílinn eftir þar. Við höfum leitað eftir því hvort einhverjum bílum hafi vcrið stolið í grenndinni, en þar sem ekki hafði verið tilkynnt um bflstuld frá Árósum leit út fyrir að við værum frá upphafi á villigötum. Nú höfum við aftur á móti fundið mótorhjól sem var stolið í Árósum sl. nótt. Það var mjög vendilega íalið undir runna í eins kflómetra fjariægð héðan. Og það geta auðvitað allir stýrt mótorhjóli... Ilann þagnaði. — Já, en við vorum orðin sammála um að það væri flækingur sem hefði slegið hann niður, byrjaði Hcrman frændi. — Einhver flækingur sem hefði verið á leið til Árósa... — Ollu nær að segja að þér hafið orðið sammála um það. Bernild tottaði pípu sína og blés hugsi frá sér reykjar mekki. — Það hefði auðvitað verið auðveldast fyrir alla aðila, einnig fyrir mig, en það er alltoí margt sem bendir í áttina að Eikarmosahæ til þess að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.