Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 17 börn, þar sem annað hjónanna vinnur heimilisstörf. Jafnframt þessu eru heimilisstörf stimpluð sem ófín vinna. Þetta er ein hringavitleysa. Konurnar beittar misrétti Sú lítilsvirðing, sem heimilis- störfunum hefur verið sýnd, er í senn eitt hið argasta og óhugn- anlegasta misrétti gegn konum, og stuðlar auk þess beinlínis að því að viðhalda hinu forna stéttaþjóðfélagi. Það breytir engu af þessu, þótt hin ýmsu kvennasamtök fullyrði statt og stöðugt hið gagnstæða. Það kemur í ljós í öllum hagskýrslum, að þegar konurnar koma út á vinnumarkaðinn, þá er þeim fyrst og fremst falin þau störf, sem líkjast vinnu- framlagi þeirra á heimilinu. Þar sem engin laun hafa verið greidd fyrir þessa vinnu heima fyrir, er hún einnig sjálfkrafa lágt launuð utan heimilisins. Allt þar til karlmenn byrja að vinna þessi störf. Þá er þessi vinna hafin til virðingar og er betur launuð. Kona býr til mat, en karlmaður verður matsveinn. Konan ræstir en karlmaðurinn verður aðstoðarmaður við hrein- gerningar. Og hvaða konur eru það svo sem vinna innan veggja heimilisins? Það eru fyrst og fremst eiginkonur hinna efnaðri. Eiginkonur forstjóra, háskólamenntaðra manna, skip- stjóra og stýrimanna hafa efni á því að halda sig heima, og þær njóta það mikillar virðingar vegna starfa eiginmanna sinna, að þær standast það sálfræði- lega álag, sem kemur frá hinum æpandi þrýstihópum. Þess vegna hafa þessar heimavinnandi húsmæður bæði tíma og þrek til þess að veita einmitt sínum börnum þá um- hyggju, sem gefur þeim aftur forskot á þroskaferli þeirra, svo að þau eiga auðvelt með að spjara sig á sínum tíma í stéttabaráttunni við uppeldis- stofnana-börn hinna útivinn- andi foreldra." En á þá fólk ekki að fara út á vinnumarkaðinn til þess að láta hæfileika sína njóta sín eða til þess að staðna ekki? „Þetta er einmitt hið vanalega þvaður. Eða hví í ósköpunum ættu hæfileikar manns að koma betur í ljós við að skrúfa rær í volvóbíla á færibandi, fremur en við að rækja hinar margvíslegu og breytilegu greinar í starfinu við heimili og börn? Þegar hið opinbera tekur sér fyrir hendur að mennta uppeldisfræðinga til þess að gæta barna, þá eru gerðar endalausar hæfniskröfur til þessa fólks og fullyrt, að þessar kröfur séu alveg bráð- nauðsynlegar. Við og við er einnig talað um foreldra- menntun í einhverri mynd. Kröfurnar, sem gerðar eru til velmenntaðs uppalanda, eru meiri en gerðar voru til hálærðs fjölvitrings á eindurreisnar- tímanum." Eiga það endiriega að vera konurnar, sem eru heima? „Nei, alveg örugglega ekki, og jafnvel þótt mér finnist hin svokallaða kjarnafjölskylda hafa feiknalega þýðingu í þjóð- félagskerfi okkar, þá standast þau sjónarmið, sem ég hefi Hugo Hegeland prófess- or viö lýðháskólann í Gautaborg. Hefur meöal annars samiö bókina: „Börn, konur, heima- vinna.“ Er priggja barna faðir — og eiginkonan vinnur heima. kynnt, einnig gagnvart annars konar fjölskylduformum eða kollektívum. En ef við lítum hins vegar á tölurnar, þá eru það aðeins 12.000 karlmenn nú á dögum í gjörvallri Sviþjóð, sem starfa allan daginn á heimili sínu. Þetta á vitanlega einmitt rætur sínar að rekja til hinnar takmörkuðu virðingar, sem heimilisstörf njóta, og núll-launagreiðslnanna fyrir þessi störf. En þéssi háttur á Ííka rætur sínar að rekja til þeirrar Hffræðilegu staðreynd- ar, að konur fæða börnin, og þær eru á fyrstu þrem árum barnsins miklu betur til heima- vinnunnar fallnar. Einnig hafa rannsóknir hagstofunnar í Svi- þjóð leitt í ljós, að 83 af hundraði sænskra kvenna vilja vera heimavinnandi húsmæður á fyrstu þrem æviárum barn- anna, ef þær í raun og veru ættu þess kost. Það er einmitt hinn raunveru- legi vaikostur, sem ég er að berjast fyrir. Hann er ekki fyrir hendi nú á dögum, því það er ■ komið í veg fyrir áð þessi valkostur nái fram að ganga með sálfræðilegum aðferðum, virðingarröð og með röngum skoðunum á þjóðhagslegum hagnaði. Menn hafa aldrei velt því fyrir sér frá fjárhagslegu sjónarmiði, hvaða útgjöld væru samfara öðrum valkostum í þessum efnum. Hvað það kostar sem sagt, ef ekki væri hægt að verðleggja heimavinnuna með kr. 0,00 í reikningsdæminu, og hvað það kostaði, ef unnt væri að ná öllum út á vinnumark- aðinn. Menn eru þá teknir að skilja, hvað hið síðarnefnda myndi þýða, þegar fólk sér, hvað það kostar í beinhörðum pen- ingum að byggja og reka dag- vistunarstofnanir. A næstu árum munu menn einnig komast að raun um , að það er engan veginn unnt að mæta þörfinni á stofnunum fyrir aldraða í þjóð- félaginu. Það er nú þegar orðið nijög algengt, að fjöldinn allur af fjölskyldum hefur tekið að sér aldraðan ættingja, sem býr hjá þeim án þess að hann verði byrði á þjóðfélaginu. Breyting á hugsunarhætti Þurrar tölur sýna fram á, að þessi þróun í málefnum aldraðra mun stóraukast næsta áratuginn. Og í raun og veru er alls engin ástæða til þess að kvarta yfir þessari þróun mála, því að náið samband á milli kynslóðanna er orðið sjaldgæft í þessu þjóðfélagi, þar sem við mörkum hvert öðru vissan bás með aldurstakmörkunum." En er það þá alrangt að tala um húsmóðurina í úthverfinu, sem berst við þunglyndisköst og áfengisvandamál? „Nei, það er ekki rangt, en það er gert of mikið veður út af því, og þetta er aðeins staðfesting á sjúkdómseinkenni, en menn hafa aftur á móti gleymt orsökum sjúkdómsins. Hver myndi svo sem ekki fyllast vonleysi og uppgjafartilfinningu við að heyra stöðugt sí og æ eftir að hafa unnið langa, lýjandi og margháttaða vinnudaga heima, að maður hafi svo sem ekki gert neitt sérstaklega þýðingarmikið. Að maður hafi ekkert þroskast andlega, og eins, að tekjur hins, sem vinnur utan heimilisins, sé einasti raunverulegi mæli- kvarðinn á gildi vinnunnar. Það er mikil þörf á hugarfars- breytingu, og það væri unnt að koma skriði á hana með einfökb um pólitískum aðgerðum. I fyrsta lagi þyrftu skattaálögur að miðast við fjölskyldustærð- ina, en þó þannig að deilt yrði í heildartekjur heimilisins með tveim, og hvor hlutinn yrði svo skattlagður sér í lagi. I sænsk- um hjúskaparlögum stendur svart á hvítu að hvort hjónanna um sig eigi rétt á sömu lífsaf- komu. Þannig á konan vitanlega ekki að fá þá tilfinningu að hún sé undir manninn gefin og eigi að standa með hattinn í hend- inni og verá af hjarta þakklát fyrir heimilispeningana, ein- göngu af því að þjóðfélagið hefur „gleymt,, að meta til verðs — í tvöföldum skilningi — vinnuframlag þess, sem vinnur störf sín heima. Hin pólitíska aðgerðin, sem þörf er á, varðar húsbyggingar. Við erum alltaf að byggja íbúðarhúsnæði, þar sem lögð er áherzla á að einangra hvern frá öðrum; látið okkur fá fleiri sameiginleg herbergi fyrir starfsemi og virkni, og látum samverustundir þeirra, sem heima vinna, fá á sig yfirbragð félagsfunda. En ekki að lítils- virða slíkar samverustundir með athugasemdum eins og kaffikerlingaslúður eða þess háttar En einmitt hið stéttar- félagslega er vandamál út af fyrir sig. Það þjóðfélag, sem mig dreymir um, með mikilli hálfs- dagsvinnu og með raunverulegu verðmati og kaupi fyrir heimilisstörfin, þetta þjóðfélag greiðir fyrit því, að á komist valkostir og það mundi efla einstaklingshyggjuna. Það er ein af ástæðunum til þess, að Sænska alþýðusambandið og verkalýðsfélögin eru á móti þess háttar þjóðfélagi, Því það myndi ekki auka félagatölu þessara samtaka, og það er líka svo miklu auðveldara að stjórna heilum starfshópum. Auknar umræður um allan heim um stöðu hús- móðurinnar Þriðja pólitíska aðgerðin, sem koma ætti í kring strax á morgun, er að reikna þau ár, sem eytt er í heimilisstörf, vitanlega að fullu með tilliti til eftirlaunagreiðslna." Þér segið að umræður um efnahagslegt gildi heimilis- starfanna séu stöðugt að auk- ast á alþjóðavettvangi, en við í Danmörku höfum ekki orðið mikið varir við slíkar umræð- ur. Eg ætla að vísu ekki að verða óskammfeilinn gagnvart bræðraþjóð okkar Dönum, en ef maður tekur þátt í þessum umræðum þá verður maður líka að gera sér ljóst, að það er eins og að stinga höndinni í bý- flugnabú. Það eru ef til vill sérstaklega margar býflugur einmitt í Danmörku, og þær stinga sennilega af sérstöku kappi. Þetta er skoðun mín, eftir að hafa fylgst með málum í dönskum bókmenntum og um- ræðum Dana um þjóðfélagsmál. Það getur svo sem verið, að ég sé kallaður afturhaldsseggur. En sú nafngift breytir samt engu um staðreyndirnar. I bændasamfélagi fyrri tíma var konan oftast að minnsta kosti jafnmikils metin og karl- maðurinn. I hinu tæknivædda samfélagi vorra tíma hefur hún í reynd mætt lítilsvirðingu. Ég geri tilraun til að ná fram raunverulegu jafnræði með báðum kynjunum og raunveru- legum möguleikum á valkostum. Þetta verður að byrja með virðingu fyrir hinu hefðbundna starfi kvennanna innan heimilisins. Þessi virðing kemst ekki á, fyrr en starf konunnar á heimilinu verður metið í krónum. Ráðunauta- fundur hefst á mánudag Búnaðarfélag íslands og Rannsóknarstofnun land- búnaðarins hafa boðið til árlegs ráðunautafundar dagana 5.-9. febrúar n.k. að Hótel Sögu í Reykjavík. Landbúnaðarráðherra mun flytja framsöguerindi fyrsta daginn og þá er umræðuefn- ið landbúnaðarstefnan. Um 150 manns munu sitja fundinn en þeir eru héraðs- ráðunautar, flestir kennarar bændaskólanna, nemendur Búvísindadeildar að Hvann- eyri, ráðunautur Búnaðarfé- lagsins, tilraunastjórar, sér- fræðingar landbúnaðarins og starfsmenn stofnana er vinna í þágu landbúnaðarins. Annar fundardagur verður helgaður vistfræði og fisk- eldi, en síðan eru á dagskrá erindi um jarðrækt, búfjár- rækt og búfjársjúkdóma. Föstudaginn 9. febrúar, síð- asta fundardaginn, verður rætt um starfsemi búnaðar- sambandanna og leiðbeining- arþjónustuna. Leiðrétting í minningargrein um Runólf Runólfsson hér í blaðinu 27. janúar sl. misritaðist bæjarnafnið þar sem hann var fæddur. — Runólfur fæddist að Hörgslands- koti, á Síðu en ekki í Hörgsholti — sem reyndar er ekki til í þeirri sveit. Gerir þú þér grein fyrir því... Að SIEMENS reykskynjari gæti bjargað lífi þínu og fjölskyldu þinnar? SIEMENS -reykskynjarar til öryggis SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Simi 28300 Skafið rúðurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.