Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 48
Tillitssemi kostar ekkert SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 Verzliö sérverzlun meö litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 BUÐIN sími Magnús NK steytti á skeri við Seley: Gat kom á skip- ið — gæti kost- að alla vertíðina Unnt að ganga tugi km á ís á Breióafirói Ein íshella nyrst — siglingaleiðir tepptar LOÐNUSKIPIÐ Magnús NK 72 skommdist talsvert er báturinn steytti á skeri við Seley í mynni Reyðaríjarðar á föstudagskvöldið um kiukkan 18.30. Báturinn var á leið til Eskifjarðar með um 100 tonn af loðnu. Magnús losnaði strax af klettinum. sem hann virðist hafa farið utan í, og hélt til Neskaupstaðar. Við fyrstu athugun kafara á skemmdum á skipinu virðist hafa komið gat á botn bátsins framan til. Það opnaðist upp í stafnhylki og vatnstank fremst í skipinu og Magnús M.K. FÖSTUDAGURINN var bezti sól- arhringurinn á loðnuvertíðinni í ár og reyndar næstbezti sólarhringur- inn á loðnuveiðum frá upphafi samkvæmt þeim upplýsingum. sem Mbl. fékk í gær. Samtals tilkynntu þennan dag 44 skip um afla til loðnunefndar, samtals 21.130 tonn. Er leið á föstudagskvöldið brældi á miðunum og aðeins 2 skip fengu afla aðfararnótt laugardags. Skipin lönduðu afla sínum á Austfjarða- höfnum, frá Seyðisfirði til Breið- dalsvíkur og er nú ekkert þróarrými á stöðunum, en væntanlega losnar eitthvert pláss í dag. Aflinn á sömuleiðis í tank framan við lestarþil, en sjór komst ekki í skipið að öðru leyti. Jón Ölversson skipstjóri og einn aðaleigandi bátsins sagði í samtali við Mbl. í gærmorgun að taka ætti skipið upp í slipp Dráttarbrautar- innar í Neskaupstað síðdegis laugardag. Þá kæmi væntanlega í ljós hvort hægt væri að gera við skipið til bráðabirgða eða hvort endanleg viðgerð þyrfti strax að fara fram. — Ef það nægir að gera bráðabirgðaviðgerð á skipinu tek- ur hún vonandi ekki nema vikuna, sagði Jón. — Ef viðgerðinni verður að ljúka áður en við getum farið á veiðar aftur, missum við trúlega alla vertíðina vegna þessa óhapps, sagði Jón Ölversson. Aðspurður um ástæður strands- ins sagði Jón að líklegast væri um mannleg mistök að ræða. Skipið hefði einfaldlega verið nær skerjunum en ætlað hefði verið. Magnús NK 72 ber um 500 tonn af loðnu, og er því meðal minni loðnuskipanna. Eigi að síður er skipið komið með um 4400 tonn af loðnu og er meðal þeirra skipa, sem mest hafa fengið. vertíðinni er nú kominn yfir 140 þúsund tonn og mestan afla hafa Bjarni Ólafsson, Hrafn og Börkur fengið, en þau eru öll komin með yfir 5 þúsund lestir. Eftirtalin skip tilkynntu um afla á föstudagskvöld og aðfararnótt laugardags: ísleifur 250, Seley 230, Jón Finns- son 420, Örn 500, Þórður Jónasson 250, Eldborg 1000, Gísli Árni 300, Sæberg 400, Breki 350, Sigurður 750, Keflvikingur 270, Ársæll 360, Arn- arnes 300, Bjarni Ólafsson 300, Óskar Halldórsson 170. Aðfararnótt laugardags tilkynntu síðan tvö skip um afla; Freyja 100, Kap II 170. „ÞAÐ ER óvenju mikill ís á Breiðafirðinum núna og hefur ekki verið svona mik- ill á þessum áratug. Þetta er að verða ein íshella nyrst frá Hesteyri eða Odd- leifsey og að Brjánslæk á Barðaströnd en það er um 8 km leið og hægt er að ganga á ís um 20 km leið milli Skáleyja og Svefn- eyja,“ sagði Jón Dalbú skipstjóri á Baldri í sam- tali við Morgunblaðið í gær en Baldur fór í fyrradag með farþega og vörur frá Stykkishólmi til Flateyjar, Svefneyja og að Brjánslæk, en komst ekki til Skáleyja vegna íss. „Það var mjög erfitt að sigla að Brjánslæk," sagði Jón, „og við vorum 2‘Á tíma að brjótast þessa 4 mílna leið, en á bakaleiðinni gekk þetta betur, því að þá gátum við siglt í sömu rifuna. Það er mikill straumur á þessari leið og maður gat ekki látið sér detta í hug að þetta gæti orðið svona, en það hafa verið stillur og mikið frost. Nú er komin norðan- „í GÆR var kyrrt um sunnan- ög vestanvert landið, en á Norður- Norðaustur- og Austurlandi er víða slæmt veður og skafrenningur,“ sagði Arnkell Einarsson vegaeftir- litsmaður hjá Vegagerð ríkisins í gær er Morgunblaðið spurðist fyrir um veður og færð á landinu. Arnkell sagði að greiðfært væri um vegi á Árnes- og Rangárvalla- sýslum og um Reykjanes, en á stöku stað væri þó skafrenningur í upp- sveitum. Þá væri greiðfært um gjóla og mikil ísspöng er nú á reki í áttina að Stykkishólmi. Það er að vísu ekki á það bætandi því höfnin er orðin full af ís og aðeins hægt að sigla út og inn á meðan hæg- viðri er undir svona kringumstæð- um.“ Borgarfjörð, Snæfellsnes og vestur í Dali um Heydal allt vestur í Reykhólasveit. Út frá Patreksfirði sagði Arnkell vera greiðfært suður á Barðaströnd og til Bíldudals. Frá ísafirði hafði hann ekki nýjar fréttir um ástand vega í gær. Þá var í gær fært norður um Holtavörðuheiði og allt norður til Hólmavíkur, en snjókoma var töluverð í Húnavatnssýslum, en þar var logn í gær og hafði ekki skafið. í gær var hins vegar skafrenningur í Skagafirði, en það haföi þó ekki spillt færð nema hvað ófært var til Siglufjarðar. í gær var svo skaf- renningur víðast hvar í Eyjafirði og var orðið ófært fyrir Ólafsfjarðar- múla um hádegisbilið í gær, og einnig var ófært til Húsavíkur frá Akureyri og leiðindaveður þar um slóðir, en ekki höfðu borist nánar upplýsingar um vegi á Norðaustur- landi. Á Austfjörðum var stórhríð í gær og lá öll umferð á vegum úti niðri, allt suður undir Berufjörð. Þaðan var hins vegar fært fyrir stóra bíla til Hafnar í Hornafirði, en sums staðar var þó skafrenningur og til dæmis þungfært í Suðursveit Þaðan var hins vegar sæmilega greiðfært meðfram suðurströndinni allt til Reykjavíkur, en þó var skaf- renningur skammt frá Kirkjubæjar- klaustri, bæði á Síðu og í Eldhrauni, en færð var enn ágæt um miðjan dag í gær. Vegir í gær voru hins vegar alls staðar hálir að sögn Arnkels, en mikið frost dró þó nokkuð úr hálku. Dragi úr frosti um helgina sagði hann mega búast við mjög mikilli hálku um allt land. Assan á Brjánslœk: ,yAtmlgan fuglinn úrklónum 99 Sett í útihús um helgina „HÚN ER að verða sjálfri sér lík, assan, búin að ná meiri hörku eftir að hún fór að éta sjálf úr klónum og síðustu daga hefur hún snarlað nokkrar rjúpur,“ sagði Ragnar bóndi á Brjánslæk á Barðaströnd í samtali við Mbl. í gær þegar hann var inntur frétta af ernunni sem heimamenn björguðu slasaðri í síðustu viku. „Ég gaf henni sjálfur fyrstu eins og hæna. Ég átti nokkrar dagana,“ sagði Ragnar, „en síðan skaut ég handa henni fugl og gaf henni hann glóðvolgan og þá tók sú gamla við sér. Hún hefur borðað nokkuð reglulega annan hvern dag 1—2 rjúpur en hinn daginn situr hún oft hreyf- ingarlaus. Þar til hún fór að éta nýmetið drakk hún hjá mér vatn, en síðan hefur hún ekki litið við því. Vatnið drakk hún rjúpur í frystinum og hún er að verða búin með þær, svo maður verður líklega að skjóta í matinn handa henni eftir að við setjum hana út í hlöðu í dag, en hún hefur verið hér í forstof- unni fram til þessa. Sárið hefst vel við og þetta virðist allt ætla að ganga vel. Það var ánægju- legt að sjá að assa varð fljótlega vör um sig, það er henni líkt, en okkur semur Iistavel.“ Annar bezti sólar- hringurinn frá upp- hafi loðnuveiðanna Greiðfært er í ná- grenni Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.