Morgunblaðið - 04.02.1979, Page 45

Morgunblaðið - 04.02.1979, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 45 ákveðna hugmynd um þá Hrísbrú- inga og Gunnu, þá hreinlega þurrkast hún út á samri stundu við að hlýða á lestur skáldsins. — Eftir stendur aðeins sú mynd sem stórskáldið gerði sjálft. Það er fróm ósk „hins þögla meirihluta" að útvarpsráð á öllum tímum hlutist til um það að útvarpshlustendum gefist kostur á því í hverri vetrardagskrá, að fá að njóta upplestrar Halldórs Lax- ness. v Fullvissan um það er slíkur glaðningur að jafna má við að eiga hátíðarmat sinn óétinn. Sv. • Vígi fjöl- skyldunnar Eitt kvöld fyrir skömmu sat ég uppi í herbergi mínu við gluggann og horfði út. Barst þá athygli mín skyndilega að flöktandi kertaljósi sem varpaði birtu sinni út um gluggann í næsta húsi. Um leið lýsti þessi litla glæta upp minningarnar um sögurnar ur sveitinni þegar fólk sat saman komið kringum lifandi kertaljósið og las og sagði sögur á kvöld- vökunum. Heimilið er fyrsta og síðasta vígi fjölskyldunnar og þarfnast nú allra ráða til að endurlífga það líf sem blómstraði af samveru með- limanna. Væri ekki gaman að endurlífga þá sálarró sem fylgdi kvöldvökunum, samveru fjölskyld- unnar, eftir annasaman dag? Mér þykir líklegt að þetta tal sér kannski of fjarlægt uppvaxandi kynslóð og verði aldrei neitt annað en hugsjón sem er of lítil til að klífa vígi það er nútímamaðurinn hefur hlaðið með vél- og tækni- væðingu nútímans. En maðurinn er lifandi vera sem hugsar og finnur til. Væri því ekki gaman að stuðla að því að fjölskyldan safnaðist saman eitt og eitt kvöld í skamm- deginu kringum lítið kertaljós. Víst er að margir gætu farið verr með tímann. E.I.M. • Meira um barna- fargjöld Sú villa slæddist inn í dálka Velvakanda s.l. fimmtudag að sagt var að börn fengju 30% afslátt af fargjöldum. Rétt er hins vegar að börn fá 30 þúsund króna afslátt af fargjöldum ferðaskrifstofa. Kona nokkur hafði samband við Velvakanda og vildi taka undir það sem mæðurnar sögðu um barna- fargjöldin á fimmtudaginn. Sagði hún að ef fólk ætlar að taka börn sín með sér í sumarleyfisferðir þá sé það ekki sama hvert farið væri. Sumar ferðir eru ódýrari fyrir börn en aðrar. Sagði hún einnig að ekki væri nógu mikið samræmi milli ferðaskrifstofa í sambandi við fargjöld fyrir börn. Hún vildi loks taka það fram að það væri nokkuð dýrt ef fólk ætlar að taka börnin sín með sér í ferðalög og hefði þau hjá sér í íbúðunum og börnin fengju samt ekki nema 30 þúsund króna afslátt af fullu fargjaldi. Þessir hringdu • Tími veður- fregnanna í Velvakanda hringdi maður sem mótmælti harðlega því að lestur veðurfregna skyldi hafa verið færður frá kl. 12.25 til 12.50. „Það hlustar enginn á veðurfregnirnar eftir að öll aug- lýsingabunan hefur verið lesin. Flestir hlusta aðeins á fréttirnar og slökkva síðan á tækjunum. Það væri eins vel hægt að hafa veður- fregnir kl. 12.25 og síðan aftur kl. 12.50.“ • Bílastæði fyrir fatlaða Fötluð kona hringdi: „Ég þarf að fara á eitt af sjúkrahúsum höfuðborgarinnar tvisvar í viku. Þar sem ég á erfitt SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á Evrópumeistaramóti unglinga í Groningen um síðustu áramót kom þessi staða upp í skák þeirra Svoboda, Austurríki, sem hafði hvítt og átti leik, og Gaziks, Tékkóslóvakíu. með gang hef ég reynt að fá bílastæði sem næst sjúkrahúsinu en aldrei fengið neitt. Mér sýnist alltaf sömu bílarnir vera fyrir utan húsið þannig að þetta hljóta að vera bifreiðar starfsfólksins. Ég sé heldur engin bílastæði merkt fötluðu fólki eins og komin eru fyrir utan ýmsar verslanir og önnur þjónustufyrirtæki. Fatlaðir þurfa mikið að sækja sjúkrahús og því ætti að vera sjálfsagt að hafa þar fyrir utan bílastæði merkt fötluðum." Utsýnarkvöld Þorrablót Hótel Sö<ju Súlnasal sunnudagskvpld U- febrúar * Kl. 19:00 Húsið opnaö — Svaladrykkir og lystaukar á barnum. Afhending ókeypis happ- drættismiöa. * Kl. 19:30 Þorrablót hefst. Ómældur Ijúffengur porramatur á hlaöborði. Verð aöeins kr. 3.500.- ★ Kvöldvökustemmning Valdimar Örnólfsson stjórnar söng eins og honum einum er lagið. ★ Tízkusýning Modelsamtökin sýna vetrar- tízkuna frá Álafossi ★ Fegurðar samkeppni: Ljósmyndafyrirsætur Útsýnar. Stúlkur 17—22 ára valdar úr hópl gesta. 10 Útsýnarferðir í vinning. Forkeppni. ★ Myndasýning Forstjóri Útsýnar sýnir nýjar litmyndir frá sólarlöndum. ★ Danssýning Heiðar Ástvaldsson og kennarar í dansskóla hans sýna og kenna dansa úr j ★ Bingó Vinningar 3 Útsýnarferðir. Feröadagatal og bráðabirgöaáætlun lögö fram meö ótrúlega fjölbreyttum og hagkvæmum Útsýnarferðum 1979. ★ Dans til kl. 01:00 Hljómsveit Ftagnars Bjarnasonar og söngkonan Þuríöur Sigurðardóttir * Allar dömur fá gjafasýnishorn af frönskum ilmvötnum frá „Nina Ricci“ og „Nitchewo" og fyrir herra Gainsborough. * Missið ekki af glæsilegri skemmtun og möguleikum á ókeypis Útsýnarferð. Borðapantanir hjá yfirpjóni í síma 20221 frá kl. 3 e.h. Allir velkomnir — Góöa skemmtun Ath. Allir gestir sem koma fyrir kl. 20:00 fá ókeypis happdrættismiöa. Vinningur: Ítalíuferð með Útsýn. 33. e5! (Skyndilega eru öll vopn slegin úr höndum svarts: Hvítur hótar bæði 34. Dh6+ — Kh8, 35. Rf6 og 34. exd6) Rd7, 34. Dh6+ - Kh8, 35. IIc8+ - RÍ8, 36. Rf6 - IIxa2+, 37. Kh3 - Dd8, 38. Hxd8 — Hxd8 og svartur gafst upp um leið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.