Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 Yvonne (gervið minnir á Lísu) er tákn sakleysis í verkinu. Það er hún sem verður þess valdandi að óþægilegar minningar rifjast upp við hirðina, konungur og drottning ókyrrast og hirðfólkið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Vegna þess að Yvonne höfðar til mennsku þess, upp- runalegra tilfinninga, verður hún að deyja. Hún er leiksoppur, tákn framandleiks í því um- hverfi sem hún er leidd inn í. Menn geta kallað Yvonne fyndið verk eða skoplegt eftir því sem þeim sýnist. Grátbros- legur er þáð orð sem líklega á best við. Þótt hlæja megi að Yvonne er undirtónninn harm- rænn. Búrleskustíllinn hefur Menntaskólanemar hafa skilið skáldið sínum skilningi. Athygl- isvert er það sem Sveinn Yngvi Egilsson skrifar í leikskrá. „Má eygja skyldleika við Hamlet, og gæti maður vel ímyndað sér umgjörð verksins sem nokkurs konar framhald af leikriti Shakespeares. Andi Lísu í Undralandi svífur óg yfir vötn- unum; — ferð ungu stúlkunnar í heimi tilgangsleysis og hræsni, eftir JÓHANN HJÁLMARSSON þar sem fólk hræðist fátt meira en sjálft sig.“ Framhald Hamlets og andi Lísu í Undralandi Herranótt MR. Hótel Borg: YVONNE BÚRGUNDAR- PRINSESSA eftir Witold Gombrowicz. Þýðandi: Magnús Júnsson. Leikstjórn: Hrafn Gunnlaugs- son. Skraparotsprédikun: Þórhall- ur Eyþórsson. Leikmynd: Nemendur í bygg- ingariist, kennari: Stefán Benediktsson. Hrafn Gunnlaugsson leik- stjóri Herranætur segir um Yvonne: „Þetta gengur öðru vísi fyrir sig en við atvinnuleikhús. Við byrjuðum á að lesa leikritið í heild í einni atrennu milli jóla og nýárs og urðum sammála um heildarmyndina. Annars hefur mitt hlutverk verið að láta þær hugmyndir sem fram hafa kom- ■ið hjá leikhópnum njóta sín sem best og koma þeim til skila. Þetta er þeirra útfærsla sem þau hafa stöðugt verið að endur- skoða eftir því sem þau hafa komist í nánari tengsl við verk- ið, en verkið er leikið sem burlesqua." Yvonne Búrgúndarprinsessa býður upp á ýmsar leiðir til túlkunar. Hér er um að ræða eina af mörgum. Mestu skiptir að tekist hefur að gæða sýning- una lífi, skapa heild úr hinum absúrdu hugmyndum Gom- browicz sem eins og kunnugt er var brautryðjandi í leikritun. Lelkllst verið valinn, enda á hann yfir- leitt vel við ungt fólk sem vill endurmeta hlutina, stundum á nokkuð ýkjukenndan hátt. Lögð hefur verið áhersla á kynferðis- lega hlið verksins, líklega um of að sumra mati. Það er smekks- atriði. Leikendur eru í karatebúning- um (umdeilanlegt athæfi) og með grímur eða grímulausir eftir atvikum. Yvonne ein ber ekki grímu. I Skraparotsprédik- un Þórhalls Eyþórssonar er fjallað um ofbeldi og slægð og heimur verksins gerður að tákni þeirra tíma sem við lifum. Ragnheiður Ingibjörg Bjarna- dóttir leikur Yvonne og túlkar hana af þeirri barnslegu ein- lægni sem er grunntónn sýning- arinnar. Ólafur Rögnvaldsson er kóngurinn, Margrét L. Jónsdótt- ir drottningin, prinsinn Bjarni Guðmarsson. Hirðstjóri er Kristján Franklín Magnús, Cyr- il Jón Atli Árnason, Cyprian Skúli Gautason, Isabella Ragn- hildur Zoéga, Innocenty Egill Másson. Aðrir leikendur eru Sigríður Bachmann, Sigrún Stefánsdóttir, Svana H. Björns- dóttir, Ásdís Auðunsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Sveinn Yngi Egilsson, Steen M. Frið- riksson og Ásdís Auðunsdóttir. Leikur þeirra er mismunandi eftir getu og tækifærum sem hlutverkin bjóða, en allir standa sig með prýði sé þess gætt að um skólasýningu er að ræða og það er áhorfandinn að sjálfsögðu minntur á oftar en einu sinni. Hótel Borg reyndist hið ágæt- asta leikhús, leiksvið það sem Gyllti salurinn bauð upp á: tveir háir stólar, blómasúlur, borð og bekkur. Leikendur umkringdir af áhorfendum. Plötuspilarinn sem plöturnar kunna vel að meta — minnkað plötuslit — tónarmur sem allsstaöar hefur vakið athygli — listrænt útlit — gott verð og hagstæð greiðslukjör. Vegna mikillar eftirspurnar er rétt að geta pess að framleiðslu-upplagið er takmarkað. Útsölustaðir um landiö: Akranas: Lárus Ingibergsson, Skólabraut 8, sími: 2154. Akureyri: Vöruhús KEA — Hafnarstraati 91—95, síml: 21400. Eskifjöröur: RAFVIRKINN, Strandgötu 34, sími: 6165. ísafiöröur: Verslun Kjartans R. Guömundssonar, Hafnarstræti 1, sími: 3507. Keflavík: RADÍÓNAUST — Hafnargötu 25, síml: 3787. Vestmannaeyiar: Halldór Axelsson Rafeindav. Kirkjuvegi 67, sími: 1757. Útsölustaðir í Reykjavík: STERÍÓ —'verslun með hágæöa hljómvörur — gegnt skattstofunni við Tryggvagötu. Sími: 19630. Framleitt á íslandi meö leyfi Transcriptors Ireland Ltd. Framleitt: Rafrás hf. söluskrifstofa aö Ármúla 5, Reykjavík. Opin 1—5 e.h. Sími: 82980. Raftækjaverzlun Til sölu er raftækjaverzlun sem hefur sérhæft sig í sölu á alls konar lömpum og skermum. Verzlunin er í leiguhúsnæöi í verzlunarmiö- stöö í austurbænum. Stærö húsnæöisins ca 50 fm. Hagstætt verö. Uppl. á morgun og næstu daga í síma 32184. Verkfræðingar! Vegna vinnudeilu Stéttarfélags verkfræðinga við Reykjavíkurborg, en hún hefur staðið frá því í marz 1978, eru verkfræðingar, sem hyggjast ráða sig hjá Rvíkurborg, beönir aö hafa samband við Stéttarfélag verkfræðinga áður. Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga. Öldugata 4ra herb. rúmgóö íbúð á 1. hæð í steinhúsi viö Öldugötu. Tvöfalt gler á listum. Rýjateppi á stofum og gangi. Laus strax. Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl., Hafnarstræti 11, símar 12600 og 21750, utan skrifstofutíma 41028. Tillitssemi kostar ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.