Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 7 „Rauðsokka- hreyfingin byrjaði sem breið sam- fylking...“ Sólrún Gísladóttir er einn af föstum dálkahöf- undum Þjóðviljans og hefur átt drjúgan Þátt í Því að misnota Rauö- sokkahreyfinguna og gera hana að pólitísku tæki kommúnista. Hún hittir Því naglann á höfuöiö, Þegar hún skrif- ar sl. laugardag í „Á dag- skrá“ Þjóðviljans: „Rauð- sokkahreyfingin byrjaði sem breiö samfylking kvenna, sem tók höndum saman um ákveðin bar- áttumál án tillits til skoð- ana á öðrum málefnum. Það kom hins vegar fljót- lega í Ijós að Þessar kon- ur áttu ekki nema tak- markaöa samleið í bar- áttunni og nú eru einung- is innan hreyfingarinnar konur sem vilja berjast kvennabaráttu með vopnum stéttabaráttunn- ar.“ Hún segir enn fremur: „Hins vegar eru byitingarsinnaðir „feministar" sem álíta aö kúgun kvenna verði aldrei afnumin nema ráð- izt sé gegn rótum henn- ar, Þjóðfélagsaógerðinni. Þær byggja á marxískri skilgreiningu á Þjóöfélag- inu og vilja taka Þátt í baráttu verkalýösins fyrir sköpun nýrra Þjóöfélags- hátta Þar sem allt arörán og kúgun er afnumið. Til Þessa hóps telja Rauð- sokkar sig.“ Ekki Þarf lengur vitn- anna við. Hugsjónin á bak við Rauðsokkahreyf- inguna er fyrir löngu gleymd og grafin. Eftir eru einungis Þess háttar konur, sem ganga með steinbörn í maganum í staðinn fyrir lifandi fóst- ur. „Fjölskyldan engin heilög belja“ í samræmi við Þaö bar- áttumál Rauðsokka að beina spjótum sínum að fjölskyldugerðinni, er sjúklegt hatur Þeirra á fjölskyldunni og heimil- inu. Sólrún Gísladóttir skrifar: „í mínum huga er fjölskyldan engin heilög belja né heldur óbreytan- leg félagsleg eining, sem standa mun um aldur og ævi. Fjölskyldan er af- sprengi stéttapjóðfélags- ins og i auðvaldsÞjóð- félagi gegnir hún m.a. Því hlutverki að bera algera ábyrgð á uppeldi nýrra ÞjóöfélagsÞegna og skila Þeim síöan út í samfélag- ið í formi góðs vinnuafls... Kapítalism- inn styðst viö ýmsar stofnanir sem endur- spegla og viðhalda hug- myndafræði ríkjandi stétta og fjölskyldan er ein Þeirra... í fjölskyld- unni (og skólunum) fer hugmyndafræöilegt upp- eldi barnanna fram... Siðfræði fjölskyldunnar sem stofnunar er byggö á siöfræði stéttaÞjóö- félagsins sem útleggst Þannig að menn verði að bera harm sinn í hljóði og Þreyja Þorrann og góuna. Fjölskylduformiö er mun betur til Þess falliö að framleiða óvirka einstakl- inga heldur en byltingar- sinnaða baráttumenn." Það er skammt öfg- anna á milli. í Hitlers-Þýzkalandi var komið upp búgöröum með Ijóshærðum og bláeygum stúlkum, sem úrvalssveitir SS-manna voru síðan látnar gagn- ast. Út úr Þessum kyn- bótum átti að fæöast nýr kynstofn, ofurmenni, laus viö borgaralegan Þanka- gang, háttu og siðu. Það má vel vera rétt hjá Sólrúnu Gísladóttur, að fjölskyldan standi ekki um aldur og ævi. En stundlegir menn, sem ekki dreymir um aö verða Messías eins og Kaligúla, gera sér engar áhyggjur út af eilífðinni. Á hinn bóginn taka „borgararn- ir“ undir Það með Sól- rúnu Gísladóttur, að fjöl- skyldan sé kjölfesta Þjóðfélagsins, — Þ.e. Þeirri gerð Þess, Þar sem menn fá að njóta friðhelgi heimilisíns og hugsa Það, sem viti gegnir. OQ < s < o '< Sætaáklæði Framleiöum sætaáklæöi á allar tegundir bíla. Lada Sp'ort — Skoda Amigo — Ford Cortina — Toyota Corolla — Toyota Crown — Citroen DS. Efliö íslenzkan iönaö. Sendum í póstkröfu. Valshamar h.f., Lækjargötu 20, Hafnarfiröi, Norskt prjónagarn Mjúkt babygarn Hlýtt peysugarn Sterkt sokkagarn Fjölbreytt litaúrval. Kambgarn á 490 kr. Hannyrðavörur, Heklugarn, Hnýtigarn, Kúlur. LADA ^^mwoo M mest seldi bíllinn k^lMFl á íslandi Tryggid ykkur LADA á lága verðinu. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Lada 1200 ......... ca. kr. 2.195.-þús. Lada 1500 Topas .... ca. kr. 2.650.-þús. Lada 1600 ......... ca. kr. 2.825.-þús. Lada sport ........ ca. kr. 3.685.-þús. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Saðurlaná&branl ti - Reykjavík - Sími 38600 HÚS byggjendur hugsið um stofnkostnað, rekstrarkostnað og vellíðan i rétt upphituðu húsi H 11 H X IrVitun býður allt þetta 3ja át>V r gð Mjög hagkvæmt verð Hárnákvæmt hitastilli. ADAX ofnarnir þurrka ekki loft Yfir 20 mismunandi gerðir ísl. leiðarvísir fylgir Samþykktir af raffangaprófun. Rafmagnsv. ríkisins. D Ir-7 l'—-— Q x i Nafn Heimilisfang ------------------------------ Til Einar Farestveit & Co hf. Bergstaðastræti 1 OA Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun Á NÝJA BÍLINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.