Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 15 Til Ragnars Jónssonar 7. febrúar 1979 Margt breyttist, breytist enn. En ekki allt og „ekkert“, munt þú segja, sem flestu breyttir, því ekkert breytir öru hjarta þínu, því húsi er stendur opiö eins og fyrr af íhaldssemi góöri og næmleik þeim sem finnur hvernig lífið skelfur í næöing dag sem nótt; í okkar kalda ríki er umhverfi þitt garöur þín nærvist jarðarilmur upphaf sumars. Kristján Karlsson. Ragnar Jónsson öfugur við þau dæmi er ég nú nefndi, því hér var alt að drabbast niður og fult af sóti og ryki; einginn skyldi halda að hér væri nokkur peníngur til; og til að komast að forleggjaranum varð að klifra upp skuggalegan brakstiga sem lá í krókum, og síðan paufast gegnum myrkan gáng og niður annan stiga uns maður hálfdatt oní einkaskrifstofu hins fræga manns. Það kom fyrir mig aftur og aftur þegar ég hafði lokað á eftir mér hurðinni og gekk að heilsa honum, þá tók ég eftir því að ég hélt á hurðarhúninum í hendinni, að viðbættri skránni einsog hún lagði sig; þessi yfirlætislausi bókahöldur rak upp ofurlítinn skríkjuhlátur þegar hann sá þetta, bað afsökunar og bætti við: Það hefur einlægt staðið til að gera við þennan lás síðustu tuttugu þrjátíu árin. Skáldið, sem samkvæmt borgaralegri kenníngu lifir og hrærist í háleitum loftdraumum, nú er hann kanski kominn það lángt að hafa náð áheyrn hjá forleggjara; þá getur vel svo farið að manngreyið sé settur andspænis reynd- um trúnaðarmönnum forlagsins, fjár- málamönnum og lögfræðíngum, sem taka til að dispútera við hann af geysilegri mælsku, rökfestu og slægvisku um prósentur, altniður í einn fjórða hluta úr eyri. Þá er nú betra að lofa þeim að tala, en hætta sér ekki niðrá jörðina sjálfur. Ég hef kynst við forleggjara sem hafa haldið mér stórveislur og boðið til pótintátum ásamt með blaðstjórum og ljósmyndurum til að gera mann ódauð- legan þegar úr fyrsta kokkteil, um súpu, steik og ábæti, allar götur frammí dansinn; og kostað þaruppá þúsundum og aftur þúsundum; en þegar maður kom í forlagið daginn eftir til þess að herja sér út fyrir einsog einni skyrtu, þá var nú kanski komið annað hljóð í strokkinn; gott ef maður var ekki blátt áfram rukkaður; og þóttist heppinn að sleppa með þá dúsu að heita „skrautfjöður en ekki mjólkurkýr hér í forlaginu“. Þegar ég kom fyrst í Víkingsprent þar sem bæði samnefnt forlag og svo bók- mentaforlagið Helgafell töldust hafa aðsetur, þá fanst mér ég hefði aldrei stigið fótum í fyrirtæki sem væri jafn- fjarri því að hafa líkíngu forlags. Sumir segja að menníng lýsi sér í kyrð, og það var sú reynsla sem ég hafði haft af forlögum híngaðtil: tignarbragur, hljóð- leiki, útsmogin smekkvísi, svipur af kaldri ótilkvæmni. En því ætli það megi ekki eins vel segja að menningin lýsi sér í hávaða og þveitíngi og endasendíngi? Auðvitað er gnýrinn af vélgángi nútím- ans einn þáttur menníngarinnar, í sum- um löndum meira að segja eina menníng- in. Þessi hlið menníngar virtist í fljótu bragði hafa nálgast fullkomna opinberun sína þar í Víkíngsprenti. Þarna átti hið fræga bókmentaforlag heima innanum dunandi prentsmiðjuvélar og ískrandi bókbandstæki, maður varð að skjóta sér á skakk til að komast fram milli pappírs- hlaðanna í stigum og gaungum, æruverð- ar ritstjórnir blaða og tímarita forlagsins eða einhverra annnarra voru í orðsins fyista skilníngi á altaðþví handahlaupum fram og aftur um gánga, stiga og vélstof- ur, að leita sér að einhverju afdrepi eða krók, líkt og hrjáður fugl í vetrarhörkum, þar sem kostur væri að leiðrétta svosem einn kreppíng prentvillna; bóksala var rekin í hliðarherbergjum milli þéttra hlaða af upplögum, án þess sýnilegur væri kassi, búðarborð, kladdi — eða jafnvel afgreiðslumaður (ég held að hver sem vildi hefði getað farið inn og stolið hvaða bók sem var og meira að segja heilum upplögum ef hann hefði nent því); og úr einhverjum afviknum stöðum hússins heyrðust stundum hin furðuleg- ustu hljóð, einna líkust þeim óhljóðum sem í rúmlega hundrað ára gömlum enskum skáldsögum segir að heyra megi á nætur- þeli í virðulegum enskum landsetrum, og eru í einhverjum teingslum við fjöl- skyldubeinagrindina sem fyrirfinst í öllum slíkum húsum, og benda til ein- hverra hroðalegra en þó tiltölulega sak- lausra stórglæpa sem framdir eru í húsinu um óttubil á nætur. Og í miðri allri þessari nútímatrjáfíkju og mér liggur við að segja trjáfíkjustöppu, inn- anum vélar sem geingu nótt og dag, vöruhlaða, afgreiðslur og ritstjórnir, mæt.ti maður síðan fátæku barnafólki sem ók á undan sér reifabörnum eða var að burðast með mjólkurflöskur og soð- fisk, og reyndist eiga heimili sitt ein- hversstaðar í sjálfum þessum ósköpum. Aðeins einu hafði gleymst að koma fyrir í forlaginu, og það var forlagsskrifstofan með hinni flóknu og hnitmiðuðu verka- skiftíngu sem slíkum stofnunum heyrir, starfsliðinu og forleggjaranum. Samt bar þetta forlag höfuð og herðar yfir öll forlög landsins. Og þótt for- leggjarinn sjálfur ætti aungvan samastað i fyrirtæki sínu, og þó maður yrði að leita alstaðar annarsstaðar en í forlaginu sjálfu að starfsliði þess, forlagslektorum, útgáfustjórum, bókskreyturum, prófarka- lesurum, bókhöldurum og öðru skrifstofu- fólki, og hafði jafnvel þetta fólk grunað um að vera búið að ráða sig annarsstaðar, eða sitja á kaffihúsunum, eða vera að slángsa í bílum, eða jafnvel komið suðrí Fjörð, þá var hér risið hvorki meira né minna en eitt hinna stórvirkari útgáfu- fyrirtækja Norðurlanda, og deingdi af reginkrafti mergð bóka yfir landslýðinn, iðulega í stórum upplögum, stundum stærri en sömu bækur höfðu náð erlendis. Það fréttist að forleggjarinn væri á hlaupum út og suður með penínga í höndunum að leita að mönnum sem kynnu að skrifa bækur, — hann sat sumsé ekki bak við altari heima í skrifstofunni hjá sér að bíða eftir því að yfirbuguð skáldmenni skjögruðu innar- eftir kubbagólfinu til þess að tala svolítið við hann um veðrið. Þessi nýi forleggjari hafði fundið leiðir sem einginn íslendíng- ur þekti áður til að umbuna höfundum lífvænlega fyrir verk þeirra. Hann sagði að rithöfundar ættu skilið að lifa einsog menn. Hann hafði fundið upp órétttrúar- legar aðferðir til að selja bækur. Af þessum merkilega forleggjara, sem al- staðar var finnanlegur nema í forlagi sínu, fóru miklar sögur: hann leitaði uppi höfunda landsins, góða sem illa, og samdi við þá á hlaupunum um að gefa út bækur þeirra svo tilbúnar sem hálfgerðar eða ógerðar, já meira að segja var ekki altaf að pexa um brot úr prósentu við mann þó hann keypti af honum útgáfurétt að bók sem var í hæsta lagi aðeins lausleg ráðagerð. Það var altíeinu orðið ábata- vænlegra á Islandi að vera rithöfundur en kontóristi, og menn sem höfðu framið einhver pappírsspjöll sakir æskuveikleika fyrir mart laungu, uppgötvuðu altíeinu að þeir áttu gullnámu i skotöldum sínum. Menn sem höfðu klandað alt sem þeir tóku sér fyrir hendur í lífinu, uppgötvuðu nú að rithöfundar gátu þeir að minsta- kosti orðið þó alt um þryti. Sagt var að þessi nýi forjeggjari hefði á stuttum tíma komið sér upp mesta handritasafni í einkaeign á Islandi og þótt víðar væri leitað. Árangurinn af byltíngu þeirri sem Ragnar Jónsson gerði á bókamarkaðinum var meðal annars sénn í því að rithöfund- um hérlendum var altíeinu orðið kleift að helga sig bókmentastarfi einu saman, það kom í ljós að í þessu fámenna landi gat þrifist álitlegur hópur atvinnurithöfunda, en áður var segin saga að höfundar máttu helst ekki vera að því að skrifa bækur, urðu að rænast í að sinna þessu tíma- freka nákvæmnisstarfi einkum þeim stundum þegar þeir voru orðnir sljóir og uppgefnir af daglegu brauðstriti. Það er beinum eða óbeinum tilverknaði Ragnars Jónssonar að þakka að hér lifa nú fleiri menn sem talist geta rithöfundar að atvinnu en í sumum miljónalöndum; hitt er ekki honum að kenna, og reyndar ekki heldur hægt að finna höfundunum til foráttu, þó gáfa þeirra allra hafi ekki enst til að skapa þeim frambúðaratvinnu loks þegar búið var að leggja þeim hin ytri gögn í hendur. En þrátt fyrir hina gífurlegu útþenslu bóksölunnar sem við eigum Ragnari Jónssyni að þakka meir en nokkrum öðrum manni, þá get ég ekki orða bundist um það, að þessi stórvirki forleggjari og mikli bóksali sker sig úr öllum þeim forleggjurum sem ég hef kynst fyr og síðar í mikilsverðu atriði: ég hef aldrei orðið var við að hann gæfi út bækur til að hagnast á því, enda hefði hann þá varla rekið forlag sitt með þeim aðferðum að láta hag höfundanna sitja í fyrirrúmi; — ég leyfi mér líka að efast um að hann hafi nokkurntíma hagnast á nokkurri bók, nema ef vera skyldi Heimilisritinu. Það sem auðkendi starfsemi hans á þessum vettvángi, einsog öðrum sem vissu að listum, var virðíng sú sem honum er í blóð borin fyrir menníngarhlutverki Sjá nidurlag á bls. 21 Sagt hefur verið, að engin list fái dafnað og þróast án utanaðkomandi stuðnings, og að það sé eins víst, að ekkert verði til af sjálfu sér. Sagan segir okkur frá listamönnum, sem virtust fæddir á réttum tima, á réttum stað og við rétt skilyrði. Einnig segir sagan okkur frá öðrum, sem virtust fæddir á röngum stað og á röngum tíma og hlutu átakanleg örlög. Af slíku þekkjum við nóg af spjöldum íslenzkrar sögu. — En það má snúa þessu við, því að það er alveg víst, að ekki þurfa allir listamenn sömu skilyrði til að njóta sín, sumir sprotar eru líka harðgerðari en aðrir og þurfa sérstakan jarðveg til að blómstra. Svo eru jafnvel til þeir, sem virðast nærast á því að fæðast á röngum tíma, röngum stað og við röng skilyrði. Frjóangar listarinnar eru þannig margir og mismunandi og þurfa ólíkar aðstæður til að bera ávöxt — þannig eru einbúarnir í flóru hrjóstrugrar villi- merkurinnar ekki síður augnayndi en suðrænar skrautjurtir — „sólvermdar í hlýjum garði“. Dregið saman í hnotskurn má af þessu ráða, að það séu rétt skilyrði, sem öllu máli skipta um vöxt og viðgang alls þess, sem lifir og hrærist í mannheimi, og eru það engin ný sannindi, þótt þau verði aldrei svo gömul, að þau vefjist ekki fyrir einhverjum. Mönnum hafa lengi verið þau lögmál ljós, — að hinn harðgerði stofn getur úrkynjast, fái hann of mikla gróðurvirkt í kringum sig og veikbyggð jurt flosnar upp, hljóti hún ekki aðhlynn- ingu í frjórri gróðurmold. Þetta er kjarni málsins, og í beinu framhaldi vil ég minna á, að heyri franskur maður mikils manns getið, spyr hann strax um konu hans, — sé viðkom- andi einhleypur, spyr frakkinn um móður hans eða föður. Hann vill sem sagt ganga úr skugga um, úr hvaða jarðvegi mikil- mennið er sprottið. Þetta er hárrétt rökfræði, því að án stuðnings og eðlilegra vaxtarskilyrða visnar allt og deyr. Þessar heimspekilegu hugleiðingar eru til komnar i tilefni þess, að ég las á dögunum viðtal við hinn óumdeilanlega höfðingja íslenzkrar listar, Ragnar Jóns- son í Smára, sem verður 75 ára í dag. Mér varð þá litið til baka yfir sviðið, og hugleiddi um stund, hvernig umhorfs væri, ef Ragnars hefði ekki notið við. Þetta hlýtur að vera svipuð kennd og vaknar upp í fransmanninum, því að Ragnar Jónsson hefur verið vígður list- inni — tengdur henni andlegum blóð- böndum um áratugaskeið. Og líkt og menn hugsa einatt til þeirra, er vígðir eru umbrotamiklum persónuleikum, spurði ég sjálfan mig: „Hvernig skyldi því víkja við, að menn eins og Ragnar Jónsson hafi haft þrek, hugrekki og þolinmæði til að eltast við jafn duttlungafullar, mislyndar og eigingjarn- ar manneskjur og við íslenzkir listamenn erum óneitanlega?” Við bætist, að hann dregur einungis fram Ijosu hliöarnar á þessu fólki á málþingum „Listamenn eru bctra og meira fólk en aðrir“. Að lesa slík gullkorn framkallar svipaða tilfinn- ingu og fengi maður allt í einu yfir sig vatn úr kristalstærri fjallalind, þar sem maður er staddur á hóteli í einhverju iðnvæddu ríki nútímans og horfir döprum sjónum á líflaust illaþefjandi streymið úr vatnshönunum leika um hendurnar. Ragnar Jónsson hefur um áratugaskeið verið ódeigur við að fylla upp í eyður þær, er afskiptaleysi og vanmat hafa myndað í menningarlífi þjóðarinnar. Hann er brautryðjandi um fjölmargt og hefur margoft lagt sig í áhættu í samskiptum sínum við listamenn. Með vísun á útgáfu- starfsemi hans væri ekki nema rétt, að listamenn sneru dæminu við og gæfu út myndarlegt rit honum til heiðurs. Máski verður skapgerð þessa brim- brjóts athafna á listasviði best lýst með sögu, er íslenzkur námsmaður og góðvin- ur minn sagði mér í Múnchen fyrir meira en tveim áratugum. — Hann var á ferðalagi með Ragnari og höfðu þeir og fleira fólk ekið um vegleysur. Land- mannalaugar — Skaftártungur — P’jallabaksleið. Ragnar festi þá jeppa sinn illa og náðist hann ekki upp með góðu móti. Ragnar tekur þá upp tjakk einn mik- inn, langan og skakkan og keyrir undir hlið bílsins. Slíkur var þá hamagangurinn í Ragnari, að tjakkurinn fór utan í bílinn, dældaði hann og reif þar gat. Blöskraði sumum aðfarirnar, er á horfðu og þótti atgangurinn óþarflega mikill og gróf- gerður og létu það á sér skiljast. En Ragnar segir þá: „Haldið þið að ég vilji eiga bíl, sem ekki má sjást á!“ — Ég gleymi þvi ekki hve vinur minn hló hjartanlega, þegar hann sagði mér þessa sögu. Ég spurði hann þá hvort bíllinn hefði náðst upp. Já, eins og skot sagði strákur! Slíkur er Ragnar, — þótt allt spóli og sökkvi, þá skiptir öllu máli að drífa hlutina áfram og halda aflvélinni gang- andi og sýndu viðbrögðin að Ragnar er maður ekki einhamur. Ragnar Jónsson vill áreiðanlega ekki eiga vini, sem ekki rná sjá á. Því hefur hann vísast valið sér torfærujeppa og listamenn að förunaut- um í gegnum tíðina. Bragi Ásgeirsson. * Ragnar Jónsson verður að heiman í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.