Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 Jarðstöðinni seinkar um 2—3 mánuði: 400 milljónir kr. teknar af fram- kvæmdafé ársins FRAMKVÆMDUM að upp- hæð 400 milljónir króna, sem átti að vinna fyrir í ár Andstaða í Blaðprenti gegn nýja vikublaðinu? Á FUNDI í stjórn Blaóaprents í dag verður meðal annars rætt um málefni Alþýðublaðsins. Morgun- blaðið hefur fregnað að innan stjórnar fyrirtækisins sé and- staða gegn því að hið nýja viku- blað. sem væntanlega hefur út- (íáfu sína undir vorið í tenK-slum við Alþýðublaðið. verði prentað í Blaðaprenti. Þessi frétt var borin undir Kristin Finnbogason framkvæmda- stjóra Tímans ígær og sagði hann það rétt að málefni Alþýðublaðsins yrðu rædd á fundi í Blaðaprenti í dag. — Alþýðublaðið er yfirleitt ekki nema 4 síður að stærð og prentun þess og útgáfa er orðin Blaðaprenti óhagkvæm, sagði Kristinn. — Það mál verður m.a. rætt, en þetta nýja helgarblað er ekki á dagskrá, enda hefur ekki komið nein beiðni um, að það verði unnið í Blaðaprenti. Ég hef því ekki mynd- að mér skoðun á því hvort slíkt verður gert, en þess má geta, að gerðardómur kvað á um það á sínum tíma varðandi Dagblaðið, að önnur blöð en þau, sem voru stofn- aðilar að Blaðaprenti ætti ekki að prenta í Blaðaprenti á kostnaðar- verði, sagði Kristinn Finnbogason. Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Bjarna P. Magnússon hjá Alþýðublaðinu í gær og spurðist fyrir um þetta mál. Bjarni sagði að ræða ætti um málefni Alþýðublaðs- ins á fundi miðvikudag, en sagðist ekki vita til þess að samstarfsaðilar Alþýðublaðsins í Blaðaprenti ætlu- ðu að setja hinu nýja blaði stólinn fyrir dyrnar. við hina nýju jarðstöð, hef- ur verið frestað þar til í ársbyrjun 1980. Að sögn Jóns Skúlasonar póst- og símamálastjóra er þessi upphæð um fimmti hluti áætlaðst kostnaðar við byggingu jarðstöðvarinn- ar. Vegne þessara ráðstaf- ana má reikna með að það tefjist um 2—3 mánuði að stöðin taki til starfa. Ragnar Arnalds ráðherra síma- mála sagði í gær að ástæðan fyrir því að 400 milljónir hefðu verið teknar af framkvæmdafé við jarð- stöðina í ár væri sú að ríkisstjórn- in hefði talið brýnt að almennar fjárfestingar Póst og síma víðs vegar um land liðu ekki fyrir framkvæmdir vegna jarðstöðvar- innar. Með því að fresta fram- kvæmdum til 1980 hefði verið hægt að auka framkvæmdafé til annarra verkefna en jarðstöðvar- innár upp í 2380 milljónir á árinu. Ragnar sagði að seinkun á því að jarðstöðin tæki til starfa yrði í mesta lagi 2—3 mánuðir og töfin yrði jafnvel ekki svo mikil. Það sem í rauninni frestaðist væru greiðslur sem inna ætti af hendi síðari hluta ársins, en yrðu í staðinn greiddar í byrjun árs 1980. Iðnaðarmenn önnum kafnir við vinnu sína við hús jarðstöðvarinnar í gær. (Ljósm. Emilia). Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ: Á medan þetta fiskverð gildir, gildir olíuverðið Utvegurinn getur illa borið núverandi oliuverð UTVEGSMENN gerðu grein fyrir því við síðustu fiskverðsákvörðun að fisk- veiðiflotinn gæti ekki greitt hærra olíuverð en nú er í gildi og illa það. Við ákvörðun fiskverðsins var bókað af oddamanni, að Atvinnufyrirtæki á Suóurnesjum: / i ár Auknar álögur 5—600 milljónir kr. Innan við 150 milljónum varið til hagræðingar Árekstur á Andakílsárbrú HARÐUR árekstur varð á brúnni yfir Andakflsá um hádegisbilið í gær. Vöruflutningabifreið og fólks- bifreið rákust saman og slösuðust allir sem í fólksbflnum voru. Var fólkið flutt á sjúkrahúsið á Akrane- si og þaðan voru piltur og stúlka flutt með flugvél til Reykjavíkur. Þau voru lögð inn á Borgarsjúkra- húsið. Hin tvö, sem sátu í framsæti bflsins, fengu að fara af sjúkrahús- inu á Akranesi í gær. Ekki er nánar vitað um tildrög slyssins, en mikil hálka var. NÝIR skattar og auknar álög- ur á atvinnufyrirtæki á Suður- nesjum nema trúlega 5—600 milljónum króna í ár, en fé sem þegar hefur verið varið til hagræðingar hjá fiskvinnslu- fyrirtækjum á Suðurnesjum munu vera innan við 150 milljónir króna í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Þessar upplýsingar komu fram hjá Matthíasi A. Mathie- sen alþingismanni í sjónvarps- þætti um skattamál í gær- kvöldi. Einnig gat hann þess að auknar skatttekjur m.a. vegna nýrra skatta ríkisstjórnarinn- ar myndu nema 20—25 milljörðum króna á árinu. Að auki væru nýir skattar hjá vinstri meirihlutanum í Reykjavík tæplega 2 milljarð- ar. — Fyrir kosningar í sumar töluðu þeir, sem nú standa að ríkisstjórn, að hjálpa þyrfti fyrirtækjum á Suðurnesjum, sagði Matthías í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. — Lausn þessara manna er síðan gegndarlaus skattpíning, sagði hann. Bæjarstjórinn 1 Garða- bæ lætur af störfum eftir kosningarnar sl. vor og myndi hann e.t.v. láta af starfi hinn 1. júní. Hefði hann verið lengur í starfinu en hann ætlaði sér í fyrst- unni og nú eftir 7 ára starf hygðist hann breyta til. Ekki kvaðst hann hafa ákveðið hvað tæki við að bæjarstjórastarfinu loknu. BÆJARSTJÓRINN i Garðabæ, Garðar Sigur- geirsson, hyggst láta af starfi sínu á næstunni að því er hann tjáði Mbl. í gær. Garðar Sigurgeirsson sagðist ekki hafa ráðið sig nema til óákveðins tíma V ióskiptar áðherr a: Bann við nafnlausum bankabók- um og handhaf askuldabréf um — 7900 nafnlausar bankabækur með 2800 m.kr. innstæðum SVAVAR Gestsson viðskiptaráðherra upplýsti í svari við fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni (Abl) í sameinuðu þingi í gær, að hann stefndi að því, annað tveggja með löggjöf eða reglugerðarbreytingu, að koma á banni við nafnlaus- um bankabókum. Jafnframt hefði hann farið fram á það við Seðlahanka íslands að hann tilefndi fulltrúa í nefnd, er semdi drög að lögum um skuldabréf, er legði bann við nafnlausum handhafaskuldabréfum. milljónir króna. Heildarinnstæða í sparisjóðsbókum hjá bönkum og sparisjóðum væri 63.594 milljónir króna, pr. 30. nóv. sl., og í innláns- deildum samvinnufélaga 3.124 m.kr., pr. 30. sept. sl. Hlutfall I svari ráðherra kom ennfremur fram að lausleg könnun hefði leitt í ljós, að nú væru til staðar í innlánsstofnunum hér á landi 7917 nafnlausar bankabækur með inni- stæðum að fjárhæð samtals 2.799 ónafnskráðra innstæðna af þessari fjárhæð er 4,2%. Ef hins vegar er miðað við heildarinnstæður, velti- og spariinnlán, þ.m.t. vaxtaauk- innlán og innlendir gjaldeyris- reikningar, sem voru 130.715 milljónir króna, er hlutfall ónafn- skráðra innstæðna 2,1%. Það kom fram í máli Jóns G. Sólnes, að sparifjármyndun færi síminnkandi í hlutfalli af þjóðar- tekjum. Sparifjárinnlegg í banka- kerfið væri ódýrasta rekstrarfé í þjóðarbúskapnum og atvinnu- greinum hans. Þeir, sem léðu þjóðarbúskapnum þann veg spari- fé sitt, á lægstu vöxtum, í verð- bólgu eins og hér hefði ríkt og ríkti, hefðu í raun þegar greitt þjóðfélaginu það sem því bæri. Vafasamt væ'ri að grípa til ráð- stafana, sem enn spyrntu gegn innstreymi sparifjár í bankakerf- ið, eða stuðluðu að fjárflótta þaðan. Ráðherra taldi hins vegar að hann stefndi að aukinni örygg- isgæzlu varðandi eftirlit með raunverulegum innstæðum, og réttargæzlu, gagnvart skattkerf- inu. Nokkrar umræður urðu um málið. fiskverðsákvörðunin væri miðuð við núverandi olíu- verð, sagði Kristján Ragn- arsson, formaður Lands- sambands íslenzkra út- vegsmanna, í samtali við Mbl. í gær. „Þetta skildum við á þann veg, að á meðan þetta fiskverð gilti, þá gilti þetta olíuverð,“ sagði Kristján. Kristján sagði að sér væri ekki ljóst, á hvern hátt þessum vanda yrði mætt. Hins vegar kvaðst Kristján Ragnarsson ekki skilja hvernig kaupum á olíu fyrir Is- lendinga er háttað. Útvegsmenn gætu keypt olíu í smásölu fyrir 43 krónur lítrann á sama tíma og olíufélögin kaupa olíu af Rússum fyrir allt landið á 50 krónur lítrann. „Þetta finnst okkur vera einkennileg verzlun og einkenni- lega að málum staðið," sagði Kristján. Kristján sagði að hér fyrr á árum hefði við olíukaup verið farið eftir skráningu í Curacao í Vene- zuela. Síðan vegna bensínverðs hafi verið farið út í að miða við hálfa skráningu í Curacao og hálfa skráningu í Rotterdam og nú er eingöngu miðað við Rotterdam- skráningu, sem hann kvað hlaupa eftir veðurfari og markaðsaðstæð- um í Evrópu. ______ Ekki veiðiveð- ur i gærkvöldi EKKERT veiðiveður var á loðnumiðunum úti af Aust- fjörðum í gærkvöldi. Aðfararnótt þriðjudagsins var ágæt veiði framan af, en veðrið versnaði eftir því sem leið á nóttina. Síðan á mánudagskvöld hafa eftir- talin skip tilkynnt loðnu- nefnd um afla: Mánudagskvöld: Stapavík 30, Örfi 480, Seley 120, Jón Finnsson 500, Helga Guðmundsdóttir 650, Súlan 450, Harpa 250, Grind- víkingur 700, Skírnir 370, Fífill 40°. Þriðjudagur: Pétur Jónsson 400, Vonin 80, Kap II 60, Hrafn 350, Arnarnes 400, Sæberg 80, Gullberg 420, Loftur Baldvinsson 530, Hafrún 350, Hákon 500, Börkur 300, Þórður Jónasson 400, Eldborg 550, Bergur II 250, Árni Sigurður 150, Huginn 230, Rauðs- ey 250, Gjafar 50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.