Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 HALLDÓR LAXNESS: Hljóðpípa og kœfubelgur Afmæliskveðja til Ragnars Jónssonar Hlutverk penínga er það, einsog allir vita núorðið, nema kanski stjórnmála- menn, að brúa bilið milli þess manns sem leikur á hljóðpípu og hins sem sýður kæfu, þannig að þú spilar á hljóðpípu fyrir mig, ég læt þig hafa kæfubelg; og við mætumst í gjaldmiðlinum. Frammá vora daga heyrðist því oft haldið fram af almenníngi hérlendum, sem nú heyrist ekki framar af munni annarra en stjórn- málamanna, að það sé „of dýrt“ að hafa menníngu, nú í þessari mynd, þá í hinni, okkar fátæka þjóð rísi ekki undir hljóð- pípu o.s.frv. Okkur var að vísu kent að við værum gáfuð þjóð, en samt var gáfnafari okkar leingi vel um megn að brúa hafið milli tveggja neytenda, sem hvorugur gat þó án annars lifað á íslandi, þess manns sem samdi bækur og þurfti að borða á meðan, og hins sem framleiddi lífsnauðsynjar en komst ekki í mannatölu nema þvíaðeins hann læsi bækur. Menn stóðu með peníngana i höndunum og dáðust að þessum gripum — sem gátu töfrað allt nema það að gera listamanni kleift að lifa á verkum sínum. Nei það var sveimér ekki auðhlaupið að því að koma bókum sínum á framfæri hér á landi fyrstu tíu fimtán árin af minni rithöfundartíð. Bóka- verslun í landinu var skipað eftir reglum sem frekar miðuðu að því að torvelda bóksölu en auðvelda. Það þótti mínkun að trana fram bókum sem söluvöru utan viðurkendra farvega mjög þraungra; mínkun bæði fyrir höfundinn og bókina; og það þurfti helst að hafa himnaríki á bakvið sig einsog aðventistar til að fara þar sínu fram, — en þessum ágæta flokki tókst að selja bækur sínar í hartnær tugþúsundi eintaka snemma á öldinni, af því þeir höfðu mann- dáð til að bjóða þær á hverju heimili í landinu. Bóksölur voru víðast hvar útum land hálfgerð leynifyrirtæki; ef manni tókst að hafa uppá bóksölunni þá var ekki víst að bóksalinn væri alténd viðlátinn; stundum voru bækurnar sjálfar ekki viðlátnar þó tækist að finna bóksalann. Það var eingin örugg leið að koma út bók, hvað sem hún var góð, og fá nokkuð fyrir snúð sinn, nema eiga innan geingt í fjárhirslu einhvers bókmennta- félags. Ef mönnum tókst að koma út bók eftir sig á ein- hverju forlagi, þá tjóaði höfundi sjaldnast að vænta umbunar; að minstakosti aldrei neins sem stæði í réttu hlutfalli við það verk sem hann hafði lagt í bókina. Sumir sáu sér ekki annað sýnna en hleypa sér í skuldir til að gefa út bækur sínar, ef þeim var kappsmál að koma þeim á framfæri. Úr þeim skuldum gat orðið erfitt að komast, bækur sem höfundar kostuðu sjálfir gátu helst ekki borið sig hvernig sem farið var að, ekki einusinni þó þær seldust upp, sakir þess hve há umboðs- launin voru er slíkir tækifæris- útgefendur urðu að greiða bók- sölum. Það kostaði mig meiri vinnu og leingri tíma að koma Vefaranum mikla á prent en það hafði kostað mig að semja hann. Loks kom ég honum út á forlag sjálfs mín. Mig minnir ég hafi verið eitthvað fimtán ár að komast úr skuldum af því fyrirtæki. Eingin furða þó túngan væri heldur fátæk þegar sögunni veik að útgáfustarf- semi. Sé flett upp dönsku sögninni „at forlægge" hjá Konráði, þá þýðir þetta orð hvorki meira né minna en „vera kostnaðarmaður að riti sem maður lætur prenta til að selja það síðan". Og þar sem mér hrýs hugur við að kalla slíkan mann bókaútgefanda (með gapanda einsog þegar útvarpið segir „á hafi úti“ um það sem alltaf hefur verið kallað „á höfum úti“), þá sé ég mér ekki annars úrkosti en dependera af þeim dönsku einsog fyrri daginn, og kalla slíkan mann sem hér um ræðir forleggjara; en danskan dependerar af þýskunni einsog ævinlega (nema þegar hún dependerar af íslenskunni): verlegen, Verleger. Sá sem hefur feingist við að semja bækur áratugum saman og „látið prenta þær til að selja þær síðan“ bæði heima og erlendis kemst auðvitað í tæri við kostnaðarmenn af ýmsu tagi, og komið getur að þeirri stund, einsog nú hjá mér, að hann sé farinn að bera þá saman í huganum. Fyrsti útlendi forleggjarinn sem ég kyntist við persónulega var dr. Kippenberg sem átti hið nafnkunna Inselforlag í Leipzig. Mig minnir að það hafi verið snemma vors 1932, fundum okkar bar saman fyrir tilverknað sam- eiginlegra kunníngja þar í borginni. Samvinnu okkar dr. Kippenbergs sleit reyndar áður en hún hófst, það gerðist með tilkomu Hitlers tæpu ári síðar, og sá samníngur sem við gerðum þá um vorið um þýska útgáfu Sölku Völku í þýðíngu dr. Magnúsar Teitssonar (Max Keil) var aldrei framkvæmdur. En eingu að síður héldum við dr. Kippenberg áfram að vera kunníngjar, og ég var jafnan gestur hans þegar ég átti leið um í Leipzig; einusinni ferðuðumst við saman til Danmerkur, þar áttum við sameiginlegan vin, úngfrú Ingeborg Andersen, sem síðvar varð forstjóri Gyldendals danska. Það var dr. Kippenberg sem sagði við mig, þegar ég fékk honum íslensku frumútgáfuna af Sjálfstæðu fólki að handfjalla: „ís- lendíngar eru sjálfsagt bestu menn — en bækur kunna þeir ekki að prenta." Reyndar var Kippenberg sjálfur talinn einn útsmognastur smekkmaður allra forleggjara sem þá voru uppi á Þýska- landi. Mér er jafnan minnisstætt þegar ég kom fyrst í þetta mikla menníngarforlag, það lá í kyrlátu stræti, og framhliðin var svo slétt og lét svo lítið á sér bera, og svo fjarri því að minna á verslunarhús, að maður hefði áreiðanlega geingið framhjá án þess að taka eftir því, hefði erindið ekki einmitt verið að leita að því; dyra- platan með nafni fyrirtækisins var varla meira en lófastór. Og þegar inn var komið tóku við undarlega þöglir forsalir með hlédrægum látlausum listaverkum á veggjum, og tíguleg listsmíðuð rið upp að gánga; uppi tóku við hátíðlegir gángar með dyrum sem önduðu þögn, lukust hljóðlaust. Hér mátti villast leingi um gánga og stiga kynni maður ekki hurða- lokin, því bæði voru hurðirnar svo hátíð- legar að maður dirfðist varla að drepa á dyr og spyrja til vegar, og svo hitt, að sæist einhver á gángi, þá munaði litlu að það værí huldumenn, þeir liðu hljóðlaust frammeð veggjum; manni fanst ofdirfska að ávarpa þá. Það var sannarlega ekki undur að heyra þau orð töluð þar í húsi, sem ég hef oft minst síðan (þau sagði reyndar ekki Kippenberg sjálfur, heldur næsti forstjóri fyrir neðan hann): „Bækur á aðeins að gefa út handa útvöldum." Já svona voru menn fínir á Þýskalandi undir nasismanum. í þeim forlögum flestum þar sem ég hef átt erindi utanlands hefur mér ævinlega sýnst vera stefnt að því að ná svipuðum brag og hjá Insel, nema auðvitað með ýmsum afbrugðníngum. Venjulega, ef maður hefur kom- ist svo lángt að hitta forleggjar- ann sjálfan, hefur hann reynst hávirðuleg húmanistisk persóna, dálítið í líkingu við ofurmenni, að minstakosti við fyrstu sýn, uppljómaður og föðurlegur herramaður. En oft reyndist sú tilhneigíng furðu sterk hjá karli, að vilja hafa ráð höfundarins í hendi sér einsog faðir sonar; ósjaldan virtist mér koma lunti í þessa herra ef þeir fundu inná að höfundurinn væri ekkert uppá þá kominn fjár- hagslega. Dr. Kippenberg sagði t.d. oftar en einu sinni þessi orð í mín eyru, sem ég skildi að vísu ekki leingi vel, en hafa verið að smáskýrast fyrir mér síðan: Ich verlege keina Búcher, ich verlege nur Menschen — ég ,er ekki kostnaðarmaður bóka, heldur aðeins manna. Einn forleggjarinn hafði látið gera sal virðulegan í forlagi sínu, þángað sem höfundar- garmurinn komst ekki fyren hann hafði látið gera boð á undan sér um margar undirtyll- ur og skrifara í hinum lægri sölum; og þegar hann loks er kominn innum þúngar og ábúðarmiklar eikardyr að þessu allrahelgasta, þá er einsog hann sé að gánga fyrir Mússólíni: fyrir enda salarins situr for- leggjarinn og neglir augu sín á gestinn meðan hann er að klaungrast innareftir glerhálu kubbagólfinu. Og ef höfundur- inn hefur verið þess hugar í vandræðum sínum áðuren hann lagði af stað að heiman, að reyna nú að herja út einsog hundrað krónur fyrir sig fram, útá væntanleg viðskifti, þá er hann áreiðanlega kominn oní fimtíu þegar hann er Lúinn að fara í gegnum alla undirfor- stjórana og kontóristana, og í tuttugu og fimm um það bil sem eikarhurðin opnast; og loks þeg- ar hann hefur vaðið eldinn alla leið innað altari hans hátignar plús heilagleika, þá er drepinn úr honum allur kjarkur að fara að impra á jafnlágkúrulegu umræðuefni og peníngum, svo hann grípur til þess óyndisúræðis að tala heldur um veðrið. Eg gleymi ekki þegar ég var í fyrsta sinn leiddur fyrir einn ágætan forleggj- ara, boðinn til forlagsárbíts sem svo hét, og hafði forleggjarinn feingið til vin sinn, borðalagðan herforíngja, að standa við hlið sér, þegar hann heilsaði mér. Eg hygg að þetta hafi verið gert til að láta mi£ vorkennast. I öðru forlagi heimsfrægu, án efa stærra og auðugra en flest önnur sem ég hef átt skifti við, ríkti að vísu hin skylduga kyrð, og hinn sami hávirðulegi húmanistiski bragur; en stíllinn var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.