Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 Vilhjálmur Hjálmarsson: „Eftir söngleik” Tveir nemendur í Tónlistarskóla íslands luku á laugardaginn ein- leikaraprófum á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni í Háskóla- bíói. Þar var hvert sæti skipað og meira til. Áheyrendur tjáðu hrifn- ingu og þökk að atriðum loknum. Við greindum að saman fór gáfa, vilji og einbeiting. Og við sam- glöddumst ungum mönnum í áfangastað. Eftir á kemur mér ýmislegt í hug. Sinfóníuhljómsveit Islands varð til fyrir ástríðufulla baráttu lista- manna og listunnenda. Margir töldu að hún væri „getin í synd“. Fjárveitingar hafa ekki legið á lausu. Ferillinn minnir á siglingu milli skerja. Viðureignin um Sinfóníuhljóm- sveitina sýnir ytri baráttu lista- manna í hnotskurn: að þróa list- skyn og byggja upp aðstöðu til starfa. 26600 BLESUGROF Lítið múrhúðað timburhús á tveim hæöum 2x35 fm. Verð: 6.0 millj. Útb.: 3.6 millj. BLIKAHÓLAR 2ja herb. 65 fm. í 3ja hæða blokk. Nýleg góð íbúð. Verð: 12.5 millj. Útb.: 9.5—10.0 millj. ESKIHLÍÐ 2ja—3ja herb. ca. 80 fm. ris- íbúð í blokk. Þvottah. á hæð- inni. Verð: 11.5 millj. Útb.: 7.5—8.0 millj. FRAMNESVEGUR 2ja herb. ca. 40 fm. íbúð á jarðhæð í tvíbýli, steinhús. Sér hiti. Sér inngangur. Eignarlóð. Hugsanlegur byggingarréttur ofaná húsiö. Verð: 8.5 millj. Útb.: 6.5 millj. FURUGRUND 3ja herb. á efri hæð í blokk. íbúðarherb. í kj. fylgir. Nýleg, fullgerð íbúð. Verð: 18.0 millj. Útb.: 14.0 millj. HAFNARFJÖRÐUR 6—7 herb. ca. 150 fm. íbúö sem er efri hæð og þakhæö í tvíbýli, steinn. 40 fm. bílskúr. Frág. lóð. Tvöfalt gler. Skemmtileg eign. Verð: 28—30 millj. Útb.: ca. 18.0 millj. KAPLASKJÓLS- VEGUR 4ra herb. 105 fm. íbúð á 4. hæð + ris í blokk. Verð: 18.5—19.0 millj. Útb.: 13.5—14.0 millj. KLEPPSVEGUR 4ra herb. ca. 105 fm. kjallara- íbúö í blokk. íbúöarherb. í risi fylgir. Nýstandsett bað og eld- hús. Verð: 17.0 millj. Útb.: 10.5 millj. KRUMMAHÓLAR 3ja herb. ca. 90 fm. íbúð á 5. hæö í háhýsi. Bílskýli fylgir. Verð: 15.5 millj. Ú 11.0 millj. MARÍUBAKKI 3ja herb. ca. 75 fm. íbúð á 1. hæð í blokk. Þvottaherb. í íbúðinni. Verð: 15.0 millj. Útb.: 10.0 millj. MÓABARÐ 4—5 herb. ca. 94 fm. fbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Bíl- skúrsréttur. Verð: 17.0 millj. Útb.: 12.0 millj. SKULAGATA 2ja—3ja herb. ca. 80 fm. íbúö á 4. hæð í blokk. Verð: 13.0 millj. VESTURBERG 3ja herb. ca. 80 fm. íbúð á 5. hæð í háhýsi. Verð: 15.0 millj. Útb.: 10.0 millj. Ragnar Tómasson hdl. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, s. 26600. Hljómsveitin er senn þrítug. „Hún hefir á þessum tíma orðið undirstaða og meginstoð sígildrar tónlistar á Islandi í mörgum greinum," segir Andrés Björnsson. Þúsund áheyrendur fengu þessi ummæli staðfest í Háskólabíói á laugardaginn var. Á hverju máli eru tvær hliðar eða fleiri. — Listamenn og „lands- feður" takast á urh fjölda hljóm- sveitarmanna. Fyrsta tilraun að fá Sinfóníuhljómsveit íslands stoð í lögum fór út um þúfur, m.a. vegna þess. Þrálátur áróður, sem ég óttast að sé snobb í neðsta en gæti verið sprottinn af gáleysi, segir: æðri 'tónlist er aðeins fyrir „fína fólkið". Nýlega hefur verið sannað með könnun, að fáir hlusta á sinfóníu- tónleika í útvarpinu. Islendingar hafa nú meðtekið 11. boðorðið: þú skalt ekki verja fjár- FASTEIGN ER FRAMTÍD 2-88-88 Til sölu m.a.: Við Skipasund 5 herb. íbúö. Við Laugaveg 3ja herb. íbúö. Við Skipholt skrifstofu- og iðnaðarhúsnaaSi. Viö Barónsstig verslun. í Kópavogi: 100 ferm. verslunarhúsnæöi. 170 ferm. iðnaðarhúsnæöi. Á Selfossi: Einbýlishús. ^ Á Hellu: Einbýlishús. Erum með fasteignir víða um land á söluskrá. ADALFASTEIGNASALAN Vesturgötu 17, 3. hæð, Birgir Ásgeirsson. lögm Haraldur Gíslason, heimas. 51119 Vilhjálmur Hjálmarsson. munum þínum í almannaþágu heldur sóa þeim sjálfur. Þessar hugrenningar þröngva mér til að biðja gott fólk líta með mér yfir þennan tossalista: — íslendingar eru fámennir og hljóta að sníða sér stakkinn eftir vextinum. — Það er ekki þar með sagt, að þeir séu blankir. — Aftur á móti er komið á daginn, að leiðrétta ber alvarlegar segulskekkjur í efnahagslífinu. — Meira að segja kemur til greina að taka upp ráðdeild yfir alla línuna. — Þar fyrir er þarflaust að kyrkja nytjagróður á vori. I tónlistarmálum eru útlínur glöggar: Verja hvern fenginn vinning. („þessa klukku má ekki brjóta“.) Efla tónmennt og þróa listskyn með alþýðu. Búa tón- listarfólkinu aðstöðu til að nema og starfa og stefna hátt. Vilhjálmur Hjálmarsson. Skafid rúðurnar 43466 Asparfell — 2 herb. — 60 fm Suðursvalir. Verö 12—12,5 m. Furugerði — 2—3 herb. — 80 fm Sérlega vönduö íbúð. Verð 14,5—15 m. Engjasel — 3 herb. — 90 fm Verulega góö íbúö. Sérhannaöar innréttingar. Mikiö útsýni. 17 fm vinnuherb. í kjallara. Laus 5. marz. Útb. 11,5—12 m. Hraunbær — 3 herb. — 97 fm Verulegagóð íbúö. Mjög góö teppi og inn- réttingar. Útb. 11V2—12 millj. Engjasel — 4 herb. — 105 fm Sérstaklega fallleg ný íbúö. Sérhannaöar innrétt- ingar. Stofa g hol ca. 40 fm. Frágengið bílskýli. íbúöin veröur laus 1. marz ’79. Verö 19 m. Útb. 14—15 m. Hafnarfjöröur — 3 og 4 herb. íbúöir meö og án bílskúrs. 30. millj. útb. Höfum kaupanda aö góðu einbýli er má Þarfnast standsetningarí Reykjavík. Verð aiit aö 50 millj. Útb. um ca. 30—35 millj. Fasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Símar 43466 & 43805 Sðlustj. Hjörtur Gunnarss. Sölum. Viíhj. Einsrss. tögfr. Pétur Einarsson. Fræðslunámskeið um þroskaheft böm Um þesar mundir er að hefjast fræðslunámskeið um þroskaheft börn á vegum Landssamtakanna broskahjálpar og Námsflokka Reykjavíkur. Námskeiðið er í fyrirlestraformi og einnig er gert ráð fyrir fyrirspurnum og um- ræðum af hálfu þátttakenda. Námskeiðið fer fram í Mið- bæjarskólanum einu sinni í viku á mánudagskvöldum frá febrúar—apríl. Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um málefni þroskaheftra barna. Landssamtökin Þroskahjálp hafa beitt sér fyrir þessu nám- skeiði í tilefni barnaaísins ásamt Námsflokkum Reykjavíkur og jafnframt er fyrirhugað að gefa fyrirlestra námskeiðsins út í bók á þessu ári og munu Landssamtökin Þroskahjálp hafa samvinnu við bókaútgáfuna Iðunni um útgáfu bókarinnar. í tilefni barnaarsins vinnur starfshópur að undirbúningi á kynningu á málefnum þroska- heftra barna, og er ætlunin að leita samstarfs við fjölmiðla í því skyni síðar á árinu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa nýlega gefið út fyrsta tímarit sitt. Nefnist tímaritið Þroska- hjálp, og er efni ritsins að miklu leyti helgað þroskaheftum börn- um. Opið bréf til úthlutunarnefnd- ar listamannalauna Ég sá nafn mitt nýlega í blöðum, þar sem tilkynnt var, að mér hefði verið í fyrsta sinn úthlutað listamannalaunum. Heiðurinn þakka ég kærlega, en verð því miður að tilkynna úthlutunarnefndinni, að mér er ómögulegt að taka við þeim. í fyrsta lagi er ég ákaflega mótfallinn þessari skipan mála, að verðleggja listamenn í tvo hópa, og síðan hrúga svo mörg- um í hópana, að lítið kemur í hvers hlut, I öðru lagi finnst mér viðurkenningin koma nokk- uð seint til mín, en ég hefi nú verið nær 30 ár að bjástra við tónlist á Islandi, og mér vitandi eru nokkrir búnir að starfa enn lengur við tónlist án þess að hafa nokkurn tímann heyrt frá úthlutunarnefndinni. Mér finnst þessum peningum betur varið til góðgerðarstarf- semi. Löggjafinn ætti að taka á sig rögg og afnema þetta fyrir- komulag. Nær væri þó að styðja unga og efnilega listamenn með myndarlegum fjárframlögum, en láta okkur, sem lengra erum Páll P. Pálsson komnir á lífsbrautinni, njóta verulegra starfslauna. Ég þakka úthlutunarnefnd- inni enn fyrir hugulsemina og vænti þess'að hún þurfi ekki að standa oftar í þessari skömmtunarstarfsemi. Reykjavík, 6. febrúar 1979. Páll Pampichler Pálsson. Fríhafnarmálid til saksóknara Utanríkisráðherra fól hinn 1. nóvember s.l. lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli að láta fara fram lögreglurannsókn vegna ítrekaðra ummæla í fjölmiðlum á þá lund/að rýrnun á vörubirgðum í Fríhöfninni á Kcflavíkurflugvelli hafi að einhverju leyti verið faiin með hærra útsöluverði á einstökum vörutegundum. en verðskrá kvað á um. Rannsókn þessari er nú lokið og hefur utanríkisráðherra sent niður- stöður hennar til ríkissaksóknara til athugunar og ákvörðunar, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Leiðrétting — Niðurlag fréttaskýringar féll niður í fréttaskýringu um íran sem birtist í blaðinu í gær, féll niðurlag greinarinnar niður og birtist það hér á eftir: Þegar fór aö ólga undir í íran reyndi keisarinn enn á ný aö áreita Khomeini og bað íraka aö láta Khomeini víkja. Þaö geröu þeir og hann hélt til Kuwait. En stjórnin þar rak hann úr landi og hæli fékk hann svo loks í Frakklandi eins og alkunna er. Hann breytti í engu lífsvenjum sínum, hann varöi mestum hluta dags í aö semja ræður og gagnrýnisskjöl sem hann lét fylgismenn sína koma áleiðis til írans og þess á milli baðst hann fyrir. Hann hefur dag hvern haldið fjölmennar bæna- samkomur í stóru tjaldi sem uþþ var komiö á lóöinni. Þótt hann sé meinlætamaður í lífs- venjum sínum og prédiki aftur- hvarf til fyrri tíöar og telji bölvun aö nánast öllu sem honum finnst bera nútímakeim, er hann pó eins og fleiri guös- menn í Iran ríkur maður og á miklar eignir í fran. Það er athyglisvert aö enda þótt sérfræöingar um írönsk mál- efni hafi lengi haldið uppi árásum á keisara og stjórn hans, treystir varla nokkur sér til þess aö spá vel fyrir þeirri framtíö írans sem væri falin í forsjá Khomeinis. h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.