Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 5 Sinfóníuhljómsveitin: Frumflytur verk eftir dr. Hallgrím Helgason Tónverk eítir dr. Hallgrím Helgason verður írumflutt á næstu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands n.k. fimmtudag. Nefnist verkið Helgistef og er tilbrigði og fúga um gamalt íslenzkt stef. Einnig verða flutt verk eftir Strauss, Haydn og Mozart. Hljómsveitarstjóri verður Walter Gillessen, en hann stund- aði tónlistarnám sitt við Tón- listarháskólann í Köln og vann árið 1965 fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni hljómsveitar- stjóra í Stresa. Hann var í tvö ár stjórnandi við Borgarleikhúsið í Bonn og hefur verið aðstoðar- hljómsveitarstjóri Herberts von Karajan í Berlín og Salzburg. Síðan 1976 hefur hann verið tónlistarstjóri í Kiel. Hermann Baumann hornleikari leikur einleik og hlaut hann tón- listarmenntun sína í Hamborg. Hann vann fyrstu verðlaun árið 1964 í keppni útvarpsstöðva í Þýzkalandi og er talinn eiga stóran þátt í að endurvekja hornið sem einleiks- hljóðfæri. Frá 1967 hefur hann verið prófessor við Folkwang-háskólann í Essen í Þýzkalandi. Helgistef, verk dr. Hallgríms Helgasonar, var samið árið 1976 að tilstuðlan Tónmenntasjóðs Ríkisút- varpsins og segir höfundur m.a. svo um verkið: í níu tilbrigðum er varpað frá ýmsum hliðum ljósi á þetta vinsæla lag er endurspeglar þá rósemi og festu ásamt óbrotinni en sterkri lagferð sem sameiginleg er mörgum íslenzkum söngvum miðalda. En með henni býr innileg, oft þó hálfdulin gleði sem lætur ekkert næmt eyra ósnortið. ipiig^nguj þessa verks er að opna innsýn í kjarna þessa tóntaks, sem er líftaug allra miðaldasöngva, þó án allrar fornmenntadýrkunar. Hér skiptast á þættir alvöru og gamansemi, íhygli og gáska. MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra og leitaði álits á þeim viðbrögðum, sem hafa komið fram vegna skýrslu hans um innflutningsverzlunina. Verðlagsstjóri sagði: „Ég var erlendis í síðustu viku og hef því aðeins lauslega getað kynnt mér þær viðtökur, sem skýrslan fékk hjá innflytjendum. Það kemur mér ekki á óvart þó að þeir hafi á ýmsan hátt reynt að gera skýrsluna tor- Verk eftir dr. Hallgrím Helgason verður frumflutt á næstu tónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar. tryggilega en hins vegar hafði ég vænzt þess að þeir myndu ræða hana meira málefnalega og yrðu tilbúnir til samstarfs um að finna lausn á þeim vanda, sem þeir þó viðurkenna að er fyrir hendi. Ég mun ekki elta ólar við útleggingar einstakra inn- flytjenda og fulltrúa þeirra á skýrslunni því að athugunin fór fram að beiðni viðskiptaráðherra og það er fyrst og fremst hans að meta niðurstöður hennar og taka ákvörðun um áframhaldandi meðferð málsins.“ aðalfundur V erðlagsst jóri: „Hefði vænzt mál- efnalegri umræðu” Flugmannaverkfallið: Flugmannafélögin eru tveir stríðandi aðilar — segir Örn Ó. Johnson — EIN AF ástæðum þess að við töldum miðlunartillögu sátta- nefndar óaðgengilega var sú, að hugmyndir hennar um launajöfn- un gengu lengra en við gátum samþykkt út frá rekstrar- og grundvallarsjónarmiðum, sagði Órn 0. Johnson forstjóri Flug- leiða um miðlunartillögu sátta- nefndar í verkfalli flugmanna F.Í.A. — Innaíilandsflugið er rekið undir erfiðum verðlagsákvörðunum og þar sem við höfum ekki fengið nauðsyn- legar hækkanir er halli mikill og ber ekki miklar launahækkanir, sagði Örn ennfremur. Hugmyndir um leiðaskiptingu milli flugmannafélag- anna gátum við heldur ekki sam- þykkt þar sem félagið yrði vart rekstrarhæft. Kröfur flugmanna F.Í.A. um leiðaskiptingu er útilokað fyrir okkur að samþykkja þar sem félagið yrði ekki rekstrarhæft og virðist sáttanefnd vera á sömu skoðun því hún kom með miðlunar- tillögu þar sem er gert ráð fyrir sameiningu starfsaldurslista flug- mannafélaganna. Eru þær tillögur í öllum atriðum hliðstæðar tillögum Flugleiða, en við gátum ekki sam- þykkt þær þar sem Félag Loftleiða- flugmanna hefur þegar samþykkt tillögur Flugleiða. Aðalvandamálið er að flugmanr.a- félögin eru tvö, tveir stríðandi hópar og því gagnslítið að ná samkomulagi við annan þeirra því reynslan sýnir að það eykur kröfugerð frá hinum. Ef friður á að nást verður að finna einhverja leið sem felur í sér sam- komulag við báða þessa hópa, sagði 1 Örn Ó. Johnson að lokum. Adalfundur Stjórnunar- félags íslands AÐALFUNDUR Stjórnunar- félags íslands verður haldinn að Hótel Sögu (Bláa salnum) á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar og hefst kl. 12.15. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum mun Tómas Árnason fjármálaráðherra flytja erindi um „Áhrif efnahagsráðstafana ríkis- stjórnar á stjórnun opinberra fyrir- tækja og einkafyrirtækja". Að loknu erindinu verða frjálsar umræður um efnið. ___ © INNLENT Ft Austurstræti 22 2. hæö ÖrviQ9'e9a stórKost\e 1 útsa\a sei | ha\d\o I vretor ver rygg ir á fær staðist TIZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Austurstræti 22. simi fra skiptibordi 28155 - taugaveg 66 Austurslræti 22 Glæsibæ Simi 28155 Laugaveg frá Simi skiptiboröi 28155 ÍS5 im l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.