Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 21 Afmæliskvedja bókmenta og sá vinarhugur sem hann ber af náttúrunni til þeirra manna er finna sig kallaða til að stunda skáldskap og list. Hugsjón hans var sú að skapa þessum mönnum efnalegan grundvöll með því að brjóta bókinni braut heim að húsdyrum sérhvers manns. Þarsem áður hafði verið algild skoðun að bækur væru of lítilfjör- leg vara til þess að trana henni fram við almenníng nema í hófi, þá var það skoðun Ragnars Jónssonar að einginn maður væri of lítilfjörlegur til að kaupa bók. Og þegar hann greiddi höfundum ritlaun, þá var það ekki eftir neinu reikníngskerfi, heldur hef ég vitað hann þá hamíngju- samastan þegár hann hafði ofborgað og meir en það útgáfurétt að einhverri bók sem hann var sannfærður um að ræki menníngarerindi, þó fyrirsjáanlegt væri að hún mundi aldrei gera í blóð sitt. Aldrei reyndi Ragnar Jónsson að setja sig í stellíngar sem fulltrúi einhverrar ofurmennastéttar gagnvart þeim mönn- um sem voru að burðast við að skrifa bækur, reyndar kanski sumir meira af vilja en mætti, nei það var nú ekki verið að hreykja sér, einsog rómverskur keisari yfir hálfgildíngs þurfamenn, þegar for- leggjarinn hitti höfunda sína. Ég er feginn að fá tækifæri til að minnast þess áður en ævin er liðin, að sjaldan hef ég vitað mann jafnreiðubúinn að brjóta sig í mola til að sinna þörfum annarra einsog Ragnar þeirra skálda og listamanna sem hann hafði tekið á forlag sitt, eða réttara sagt framfæri. Hann virtist ævinlega reiðubúinn að fórna persónulegu öryggi sjálfs sín fyrir þeirra hag; ég vissi hann koma upp húsum og heimilum yfir þessa skjólstæðínga sína, taka á sig þúngar ábyrgðir þeirra vegna, sívakandi fyrir því að þeir hefðu alt sem þeir þurftu hend- inni til að rétta þó sjálfur lifði hann með fjölskyldu sinni í þraungum húsakynnum og veitti sér ekki munað umfram það sem hver umkomulítill þjóðfélagsþegn hefði getað. Ég hef stundum verið að hugsa hvort hin laungu og nánu kynni hans af Erlendi Guðmundssyni í Unuhúsi muni ekki hafa átt sinn þátt í þessari afstöðu hans gagnvart lífi og listum. Aðrir, betur þartilhæfir en ég, munu til verða að lýsa hinu dýrmæta starfi sem Ragnar Jónsson hefur int af hendi til að skipa kjörum tónlistar í íandinu. En í þeim sundurlausu þaunkum sem ég hef hripað hér niður varð mér fyrst að minnast sambandsins milli hljóðpípu og kæfubelgs. Sú líkíng er feingin að láni úr kappræðu sem ég heyrði Ragnar Jónsson einhverntíma heya útaf fjárhagsaðstöðu lista; hann varði þann málstað að hlut- verk penínga væri að auðvelda tilfærslu á verðmætum innan þjóðfélagsins, þeir væru aflgjafi til þess að nauðsynlegar tilfærslur gætu átt sér stað, en hefðu ekkert annað gildi: „ég sýð kæfu, þú spilar á hljóðpípu, peníngarnir er” brúin á milli okkar.“ Ef þjóðin heldur, einsog sumir stjórnmálamenn gera, að hún rísi ekki undir því að heyra spilað á hljóðpípu, þá er það af því menn eru búnir að gleyma í hvaða skyni peníngar eru búnir til. (Úr bókinni Afmæliskveðja til Ragnars Jónssonar 7. febr. 1954). smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Munið sérverzlunina meö ódýran fatnað. Verölistinn, Laugarnesvegi 82. S. 31330. Ungur námsmaður óskar eftir íbúö til leigu. Fyrir- framgreiösla ef óskaö er. Upp- lýsingar í síma 21800. □ Glitnir 5979277 — 1 Atk. Frl. □ Helgafell 597902077 IV/ V-2. RMR-7-2-20-VS-FH-EH IOOF7H160278H=F.1. IOOF9S 160278Vr = F.1. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, miövikudag kl. 8. Tilkynningar frá félag- inu Anglia laugardaginn 10. febrúar veröur haldin diskótekdansleikur ásamt „Buffet Supper" i félags- heimilinu Síöumúla 11. Húsiö opnaö kl. 8.30. Lokað kl. 9.30. Dansaö tll kl. 1. Aögöngumiöaverö kr. 2.500,- og eru seldir í verzluninni Veiöi- maöurinn, Hafnarstræti 5 miö- vikudaginn 7. febrúar frá kl. 9—6. Anglia félagar og gestir fjöl- menniö á þennan síöasta diskó- tekdansleik vetrarins. Stjórn Anglia. Frá Sálarrannsóknar- félaginu í Hafnarfirði Fundur veröur fimmtudaginn 8. febrúar í lönaöarmannahúsinu og hefst kl. 20:30. Dagskrá: Ræða, séra Kristján Róbertsson. Barnakór Öldu- túnsskólans kemur í heimsókn. Erindi: Ingibjörg Þorgeirsdóttir rithöfundur. Stjórnin. Kristniboðssambandið Samkoma veröur haldin í Kristniboðshúsinu, Betanía, Laufásvegi 13, í kvöld kl. 20.30. Séra Guömundur Óskar Ólafs- son talar. Allir eru velkomnir. Fórnarsam- koma. Svölur Muniö skemmtifundinn í Átt- hagasal Hótel Sögu, fimmtu- daginn 8. febrúar kl. 19. Stjórnin. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld miövikudag 7. febrúar. Veriö öll velkomin. Fjölmenniö. Farfuglar á 40 ára 1939—1979 í tilefni 40 ára atmælis félagsins verður haldiö afmælishóf í Glæsibæ. (Caffiteríunni 2. hæð) sem hefst með borðhaldi kl. 19.00 laugardaginn 10. febrúar. Aögöngumiöar fást á skrifstof- unni, Laufásvegi 41, sími 24950. Farfuglar. £ Al'GLÝSINGASLMINN ER: 22480 kjíJ JHarpimbletiib * Al (iLYSlNiiA jm Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á ísafirði Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna heldur fund um bæjarmál og málefni Sjálfstæöisflokksins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins sitja fyrir svörum. Fundurinn er öllu stuöningsfólki Sjálfstæöisflokksins opinn og verður í SjálfstaBöishúsinu fimmtudaginn 8. febr. kl. 20.30. Stjórn Fulltrúaráösins Verkalýðsskóli Sjálfstæðisflokksins Verkalýösráö Sjálfstæöisflokksins hefur ákveöiö aö Verkalýösskóli Sjálfstæöisflokksins veröi haldinn 24. febrúar — 3. marz 1979. Megintilgangur skólans er aö veita þátttakendum fræöslu um verkalýöshreyfinguna, uppbyggingu hennar, störf og stefnu. Ennfremur þjálfa nemendur í aö koma fyrir sig oröi, taka þátt í almennum umræöum og ná valdi á hinum fjölbreyttu störfum í félagsmálum. Meginþættir námsskrár veröa sem hér segir: 1. Saga og hlutverk verkalýöshreyfingarinnar Leiöbeinandi: Gunnar Helgason, forstööumaöur 2. Kjarasamningar, fjármál og sjóöir verkalýðsfélaga Leiöbeinandi: Björn Þórhallsson, form. L.Í.V. 3. Fræðslustarfsemi á vegum verkalýöshreyfingarinnar Leiöbeinendur: Hersir Oddsson, varaform. B.S.R.B. og Magnús L. Sveinsson, varaform. VR. 4. Stjórnun og uppbygging verkalýösfélaga Leiöbeinandi: Sverrir Garöarsson, form. F.Í.M. 5. Trúnaöarmenn á vinnustööum og Þráinn Eggertsson, hagfræöingur Leiöbeinandi: Hilmar Jónasson, form. Rangæings, Hellu 6. Efnahagsmál — vísitölur Leiöbeinendur: Brynjólfur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur og Þróainn Eggertsson, hagfræöingur 7. Fjölmiölunartækni Leiöbeinendur: Magnús Finnsson, blaöamaöur og Markús Örn Antonsson, ritstjóri 8. Framkoma í sjónvarpi Leiöbeinandi: Hinrik Bjarnason, framkv.stj. 9. Þjálfun í ræöumennsku, fundarstjórn og fundarreglum Leiðbeinendur: Kristján Ottósson, form. Félags blikksmiöa og Skúli Möller, kennari 10. Félagsmál — kjaramál Leiöbeinendur: Ágúst Geirsson, form. Félags ísl. símamanna, Guömundur H. Garöarsson, form. V.R. og Pétur Sigurösson, fyrrv. alþingismaöur Skólinn veröur helgar- og kvöldskóli frá kl. 09:00—19:00 laugardag og sunnudag meö matar- og kaffihléum, og frá kl. 20:00—23:00 mánudag, þriöjudag og fimmtudag. Kennslan fer fram í fyrirlestrum, umræöum með leiöbeinendum og hringborös- og panelumræöum. Skólinn er opinn Sjálfstæöisfólki á öllum aldrl, hvort sem þaö er flokksbundiö eöa ekki. Þaö er von skólanefndar, aö þaö sjálfstæöisfólk, sem áhuga hefur á þátttöku í skólahaldinu, láti skrá sig sem fyrst í síma 82900 eöa 82398, eöa sendi skriflega tilkynningu um þátttöku til skólanefndar, Háaleitisbraut 1, Reykjavík. Leshringur um Sjálfstæðisflokkinn Samband ungra sjálfstæöismanna efnir til leshrings um Sjálfstæðis- flokkinn dagana 12. febrúar til 1. marz n.k. í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 20.00—22.00. Hannee Gunnar Ólafur Þorvaldur Jönaa Gair Friðrik Jón Geir Dagskrá: ^ 1. Mánudagur 12. febrúar. Flokkaskiptingin á íslandi. Hannes H. Gissurarson. 2. Mánudagur 19. febrúar Stofnun Sjálfstæöisflokksins. Aðdragandi og fyrstu árin 1929—1942. Gunnar Thoroddsen. 3. Þriöjudagur 20. febrúar Umbrotaárin. 1942—1959. Ólafur Björnsson. 4. Miövikudagur 21. febrúar Jafnvægisárin 1959—1971. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. 5. Fimmtudagur 22. febrúar Vandamál velferöarríkisins. 1971 — 1979. Jónas H. Haralz. 6. Mánudagur 26. febrúar Samræmi stefnu og sögu. Geir Hallgrímsson. 7. Þriöjudagur 27. febrúar Skipulag Sjálfstæöisflokksins. Friörik Sophusson. 8. Miövikudagur 28. febrúar Framtíöarviðhorf í íslenskum stjórnmálum. Jón Magnússon. 9. Fimmtudagur 1. mars Viöhorf og verkefni SjálfstaBöisflokksins í efnahagsmálum. Geir Haarde. Stjórnendur veröa: Hannes H. Gissurarson og Jón Magnússon. Samband ungra sjálfstæöismanna. Vestmannaeyjar Aöalfundur Sjálfstæöiskvennaféiagsins Eygló veröur haldinn í samkomuhúsinu Vestmannaeyjum fimmtudaginn 8. febrúar og hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Bæjar- og landsmálin rædd. 3. Kaffi. 4. Bingó. Stjórnin. Lögtök Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskuröi, uppkveönum 1. þ.m. veröa lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum sköttum skv. IV kafla 1. nr. 96/1978 þ.e. eignarskattsauka, sérstökum tekjuskatti og skatti v/atvinnureksturs, sem féllu í gjald- daga 1. nóv. og 1. des. 1978 og 1. jan. og 1. feb. 1979. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaöi, veröa hafin aö 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, veröi tilskyldar greiöslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Reykjavík, 1. feb. 1979. Borgarfógetaembættið. furtdir — mannfagnaöir JC BORG KVÖLDVERÐARFUNDUR veröur haldinn í kvöld 7/2 kl. 20.15 aö Matstofu Austurbæjar. Gestur fundarins Ómar Ragnarsson, frétta- maöur. Allir JC-félagar velkomnir. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.