Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 16 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritsfjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innaniands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Ragnar í Smára 75 ára Það hefur verið sagt um Ragnar Jónsson í Smára, að hann sé klassískur maður að því leyti, að hann horfir yfir tízku og tildur og heldur við sitt á hverju sem gengur. Slík afstaða á rætur í ræktaðri klassískri menningu og virðingu fyrir verðmætum. Það er ástæða til að minna á þetta á 75 ára afmæli Ragnars í dag, því að rótleysi er að verða einkenni á íslenzku þjóðfélagi og raunar samtímalífi um heim allan. Þá er nauðsynlegra en nokkru sinni að hafa einhverja fasta viðmiðun í hafvillum þess fjölmiðlaróts, sem nú hrifsar allt og sogar í sig. Ragnar Jónsson hefur trúað á einstaklinginn og slegið skjaldborg um persónulega sköpunarþrá listamannsins. Hóphyggja hefur aldrei verið honum að skapi og þó hefur hann veitt ríkulega til almannasamtaka eins og Alþýðusam- bands íslands. Við þurfum á slíkum útvörðum að halda nú um stundir og ástæða er til að leiða hugann að einstaklingnum á merkisafmæli Ragnars, svo mjög sem hann hefur hlúð að þroska hvers og eins og lagt metnað sinn í að styðja við bakið á þeim listamönnum, sem áttu sér sjálfsvitund utan alfaraleiðar tízku og tildurs. Ragnar hefur vitað, að slíkt fólk hefur einnig þurft að lifa og enginn hefur eytt meira fé eða orku en hann til að svo mætti verða. Lífsstarf hans er mikið eins og sá vilji til sköpunar er mikill, sem eflzt hefur í skjóli hans. En einmitt af þeim sökum birtir Morgunblaðið í dag merka grein Halldórs Laxness um Ragnar og hugsjón hans: Hljóðpípa og kæfubelgur. Þar er komið að kjarna málsins, eins og Nóbelsskáldinu er lagið. Og þá er þess einnig að minnast, „að þess er einskis kostur að framleiða gullöld samkvæmt áætlun". Það mættu kerfismenn og kommissarar leggja á minnið, enda þótt svo augljóst mál eigi sjaldnast greiða leið að þeim, sem trúa fremur á andlegan nefskatt ríkishyggjunnar en innra þrek þess listamanns, sem er reiðubúinn að leggja allt í sölurnar fyrir þrá sína og einstaklingsþroska. Halldór Laxness kemst m.a. svo að orði í grein sinni um Ragnar í Smára, sem við birtum í tilefni dagsins: „Hlutverk penínga er það, einsog allir vita núorðið, nema kanski stjórnmálamenn, að brúa bilið milli þess manns sem leikur á hljóðpípu og hins sem sýður kæfu, þannig að þú spilar á hljóðpípu fyrir mig, ég læt þig hafa kæfubelg; og við mætumst í gjaldmiðlinum ... ... Sú líking er feingin að láni úr kappræðu, sem ég heyrði Ragnar Jónsson einhverntíma heya útaf fjárhagsaðstöðu lista; hann varði þann málstað að hlutverk penínga væri að auðvelda tilfærslu á verðmætum innan þjóðfélagsins, þeir væru aflgjafi til þess að nauðsynlegar tilfærslur gætu átt sér stað, en hefðu ekkert annað gildi: „ég sýð kæfu, þú spilar á hljóðpípu, peníngarnir eru brúin á milli okkar.“ Ef þjóðin heldur, einsog sumir stjórnmálamenn gera, að hún rísi ekki undir því að heyra spilað á hljóðpípu, þá er það af því menn eru búnir að gleyma í hvaða skyni peníngar eru búnir til.“ Morgunblaðið sendir Ragnari Jónssyni og fjölskyldu hans hugheilar afmæliskveðjur á þessum merku tímamótum í lífi hans og þakkar honum fjölmargar greinar, sem hann hefur ritað í blaðið, stuðning við stefnu þess og margvíslega vináttu á langri ævi. Kratar færa 1. febrúar Ifrægu leikhúsverki, Delerium búbonis, kemur upp sú undarlega staða, að samþykkt er að færa jólin til þess að kauptíðin gefi nógu mikið í aðra hönd. Kratar eiga nú í sams konar vandræðum með 1. febrúar. Formaður þeirra áréttaði úti í Stokkhólmi fyrir þrem vikum, að stjórnin félli, ef ekki yrði búið að negla niður stefnu í efnahagsmálum fyrir þann tíma. Ekkert slíkt hefur gerzt. 1. febrúar er liðinn og stjórnin situr. Flokksstjórn krata hittist á mánudag. Þá sýndi sig, að þeir eru engir eftirbátar höfuðpauranna í Delerium búbonis. 1. febrúar er kominn á fleygiferð í þeirra huga og færist til eftir þeirra pólitíska hálfmána, rétt eins og páskarnir eftir tunglinu. Efasemdir um Taiwan Ishkov hættur Moskvu. 6. febrúar. AP. FORSETAR Æðsta ráðsins hafa veitt Aiexander Ishkov, sjávarútvegsráðherra, lausn frá störfum þar sem hann er kominn á eftirlaun að því er fréttastofan Tass skýrði frá í dag. Ishkov hefur verið ráðherra síðan 1965. Hann hefur gert mikilvæga samninga við aðrar fiskveiðiþjóðir einkum Japani og auk þess Efnahagsbandalag- ið. Ishkov er 73 ára gamall. Tass gat þess ekki hver tæki við af honum. Veður víða um heim Akureyri -8 skýjaó Amsterdam -1 skýjað Apena 1« rígning Barcelona 18 skýjað Berlín -2 skýjað Brössel 3 skýjað Chicago -8 skýjað Frankfurt 3 skýjað Genf 9 skýjað Helsínki -7 heiðskírt Jerúsalem 14 heiðskírt Jóhannesarborg 29 láttskýjað Kaupmannahöfn 0 láttskýjað Lissabon 16 rigning London 4 láttskýjað Los Angeles 21 heiðskírt Madríd 14 skýjað Malaga 19 skýjað Mallorca 22 skýjað Miami 24 skýjað Moskva vantar New York -2 heiöskírt Ósló -8 heiðskirt París 5 skýjaö Reykjavik -7 skýjað Rio De Janeiro vantar Rómaborg 12 heiðskírt Stokkhólmur -4 láttskýjað Tel Aviv 19 mistur Tókýó 14 heiðskírt Vancouver 9 rigning Vínarborg 3 rigning Washingrton, 6. febrúar. AP. WARREN Christopher vara- utanríkisráðherra sagði í vitnaleiðslum í utanríkisnefnd öldungadeildarinnar að horfur væru á erfiðleikum í sambúð Bandaríkjanna við Taiwan þeg- ar bandaríska stjórnin viður- kenndi kínversku stjórnina formlega 1. marz og siiti stjórn- málasambandi við Taiwan. Fulltrúar í nefndinni hafa látið í ljós miklar efasemdir um fullvissanir stjórnarinnar um velfarnað Taiwans þegar hin nýja stefna gagnvart Kína kem- ur til framkvæmda. Nefndin ætlar að kalla fyrir nokkra öldungadeildarmenn, þar á með- al Alan Cranston frá Kaliforníu og Edward Kennedy sem hafa lagt fram ályktun þar sem reynt verður að ábyrgjast fullveldi Taiwans. Carter-stjórnin segir að hún sé treg til að fallast á ályktun- ina og forsetinn telur hana óþarfa. Formaður nefndarinnar, Frank Church frá Idaho, segir að hafizt verði handa um að semja frumvarp um öryggi Taiwans í dag. Christopher sagði í framburði sínum að Carter forseti mundi sennilega beita neitunarvaldi gegn hvers konar ályktun sem kvæði á um að Bandaríkin sæju um varnir Taiwans ef eynni yrði ógnað frá meginlandinu. Hann kvað með öllu ófært fyrir forset- ann að samþykkja lög sem gengju í berhögg við eðlileg samskipti við Pekingstjórnina. Þetta gerðist 1976 — Skipun Hua Kuo-feng í stöðu forsætisráðherra Kína kunngerð. 1976 — Þrjátíu daga geimferð tveggja sovézkra geimfara um jörðu lýkur. 1973 — Kissinger fer í tveggja vikna friðarferð til Hanoi og Peking. 1971 — Geimfararnir í Apollo 14 lenda á Kyrrahafi eftir tunglferð. 1948 — Eisenhower segir af sér sem herráðsforseti; Bradley tekur við. 1944 — Þjóðverjar ráðast á Bandamenn við Anzio, Ítalíu. 1941 — Bretar taka Benghazi. 1932 — Norðurlönd, Belgía og Holiand semja um ef nahagssam vinnu. 1920 — Sovézkir kommúnistar taka Koltchak aðmírál af lífi. 1878 - Leo páfi XIII kjörinn. 1849 — Stórhertoginn af Toscana flýr til Gaeta, Ítalíu. 1831 — Stjórnarskrá Belgíu birt. 1816 — Símon Bólívar falið að stjórna innrás í Venezúela frá Haiti. 1793 — Austurríkismenn og Prússar gera bandalag ‘gegn Frökkum. 1554 - Herlið Sir Thomas Wyatt sækir til London. 1550 — Júlíus páfi III kjörinn. Afmæli: Charles Dickens, brezkur Leiðtogi Thailands í vesturför Washington, 6. febrúar. AP. JIMMY Carter forseti bauð í dag forsætisráðherra Thailands, Kriangsak Chomanan, velkom- inn til Hvfta hússins og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við varðveizlu frelsis og sjáifstæðis Thaiiands. 7. febrúar rithöfundur (1812—1870) — Sir Thomas More, enskur stjórnmála- leiðtogi — rithöfundur (1478-1535) - Dimitri Mendel- eyev, rússneskur efnafræðingur (1834-1907) - Alban Berg, austurrískt tónskáld (1885—1935) — Sinclair Lewis, bandarískur rithöfundur (1885—1951) — „Babe“ Ruth, bandariskur beis- boltaleikari (1894—1948). Andlát: Gústaf IV Svíakonungur 1837 - Píus páfi IX 1878 - Elihu Root, stjórnmálaleiðtogi, 1937. Innlent: Fiskifélag íslands stofn- að 1917 — Alþingi samþykkir aðild að Evrópuráðinu 1950 — Fyrsti togarinn dæmdur eftir útfærsluna í 12 mílur 1959 — Ofviðrið á Nýfundnalandsmiðum 1959 — Concorde kemur 1974 — Amtmannshúsið á Möðruvöllum brennur 1826 — f. Gylfi Þ. Gísla- son 1917 — Erlingur Friðjónsson 1877 — Ingimundur Árnason 1895 — Oscar Clausen 1887 — Ragnar Jónsson í Smára 1904 — Sverrir Kristjánsson 1908 — Einar Sigurðsson útgm. 1906 — Auglýs- ing Stefáns Gunnlaugssonar um íslenzka tungu („íslenzk tunga í íslenzkum kaupstað, hvað allir athugi!) 1848. Orð dagsins: Gefðu aldrei ráð nema um það sé beðið — Þýzkur málsháttur. Þetta er fyrsta opinbera heim- sókn thailenzks leiðtoga í Banda- ríkjunum í 11 ár og Kriangsak kvaðst fagna „virku og jákvæðu" hlutverki Bandaríkjanna í Suð- austur-Asíu. Hann kvað land sitt í hættulégri aðstöðu vegna breyttra aðstæðna í þessum heimshluta. Carter kvað Bandaríkjunum umhugað um hagsmuni og^ryggi þjóða Suðaustur-Asíu og ítrekaði hernaðarlegan stuðning Banda- ríkjanna við Thailand. Hermenn Pol Potts í traustum stöðvum Bangkok, 6. febrúar. AP SKÆRULIÐAR Pol Pots fyrr- verandi forsætisráðherra sögðu í dag að þeir stæðu fyrir árás- um á liðsafla Víetnama á landi og sjó og samkvæmt leyniþjón- ustuheimiidum í Bangkok hafa Kambódíumenn komið sér fyrir í nokkrum sterkum stöðvum meðfram thailenzku landa- mærunum. Kambódíumenn eru sagðir berjast í fámennum flokkum, en samkvæmt heimildunum ráða þeir ennþá yfir stórskotavopn- um á nokkrum svæðum. Útvarp Pol Pots hélt því fram í dag að stórskotavopnum hefði verið beitt gegn víetnamskri stöð við Þjóðveg 4 sem liggur frá Phnom Penh. Thailenzkir og vestrænir heimildamenn benda á að skæruliðar hafi hreiðrað um sig á svæðum nálægt landamærum Thailands. Víetnamar hafa sniðgengið svæðin næst landa- mærunum, sennilega af pólitísk- um ástæðum. Útvarp Pol Pots hélt því fram að á tímabilinu 29. janúar til 3. febrúar hefði her gömlu stjórn- arinnar unnið sigra á sjö svæðum í Kambódíu meðal annars á eynni Koh Kong þar sem fréttir herma að skemmdir hafi orðið á víetnömsku skipi. Samkvæmt heimildunum er beitt miklum fjölda fallbyssu- báta undan suðvesturströnd Kambódíu, oft til þess að skjóta á skotmörk í landi. Stuðnings- menn Pol Pots eru enn taldir ráða yfir nokkrum fallbyssu- bátum. Hörð átök geisa á tveimur öðrum svæðum: í Takeo sunnan við Phnom Penh og umhverfis hafnarborgina Kompong Som, einkum meðfram Þjóðvegi 4 og suðurhluta Fílafjallgarðsins austan við hafnarborgina. Sérfræðinga í Bangkok grein- ir á um styrkleika Kambódíu- manna og getu þeirra til and- spyrnu í langan tíma. Mannafli þeirra er talinn einhvers staðar á bilinu 15.000 til 50.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.