Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979
11
Frá ráðstefnu sjálfstæðis-
manna um skólamál. Fyrir
borðsendanum situr Gunnar
Thoroddsen, sem setti ráð-
stefnuna. Til hægri sitja prír
frummælenda, Þeir Sigurjón
Fjeldsted, skólastjóri, Sig-
urður Guðmundsson, skóla-
stjóri á Leirá og Guöni Guö-
mundsson, rektor. Til vinstri
á myndinni er Ólafur Ás-
geirsson, skólastjóri á Akra-
nesi, sem var einn frummæl-
enda og dr. Halldór Guöjóns-
son, stjórnandi ráöstefnunn-
ar.
Sigurður Guðmundsson,
skólastjóri á Leirá, flutti erindi
á ráðstefnu Sjálfstæðisflokks-
ins um skólamál, en þar var
sjónum einkum beint að raun-
verulegum vandamálum í dag-
lgu skólastarfi. Fréttamaður
Mbl. ræddi á ráðstefnunni
stuttlega við Sigurð, og vék að
ummælum hans um
skólabyggingar.
Sagði Sigurður það sína
skoðun, að skólahús þyrftu ekki
að vera svona dýr. Að við byggð-
um þar um efni fram. — Ef
húsin sjálf væru einfaldari, þá
gæti ég sem skólastjóri fengið
meira af kennslutækjum og
og noti þær lengur og fyrir fleiri
en eitt barn. Því þurfi þær að
endast. En Sigurður sagði, að
kvóti skólanna til bókakaupa
hefði rýrnað verulega jafnvel
svo að dæmi væru til þess að
skólar skulduðu hundruð þús-
unda króna, sem enginn vissu
hver ætti að borga. Sjálfur
kvaðst hann rétt sleppa, með því
að kennarar tækju bækurnar
strax og settu þær í plast og
gengju frá þeim, áður en þær
væru teknar í notkun. Sagði
Sigurður, að hagkvæmara væri
ef skólarnir hefðu sjálfir meira
val um kaup á bókum og
kennslutækjum. Mætti ákveða
hvað þeir tækju upp í sinn
kvóta.
Þá útskýrði Sigurður að það
færi eftir fjárhagsgetu og við-
horfi sveitarstjóranna hversu
vel gengi að fá rekstrarfé og
viðhaldsfé til skólanna. Fer það
eftir því hvað sveitarfélögin
telja eðlilega þörf. Getur komið
Aukakennara þarf fyrir
bömin sem heima nema
— Vidtal vid Sigurd Gudmundsson á Leirá —
öðru sem tilheyrir kennslunni
sjálfri, sagði hann. Við höfum
til dæmis ekki að mínum dómi
efni á að sérteikna hvert
íþróttahús. í Kópavogi hefur
Gerpla tekið bílaverkstæði og
innréttað það fyrir íþróttahús
sem er ágætt fordæmi. Við
eigum að staðla slíkar bygg-
ingar. Við höfum ekki efni á að
láta menn vera að æfa sig á
500—600 millj. kr. byggingum.
Og hann tók dæmi af arkitekt,
sem búinn var að teikna 2—3
skóla og varð þá að orði: — Nú
get ég farið aÁ,teikna skólahús.
Nú veit ég hvernig þetta þarf að
vera! Síðan hefur hann ekki
teiknað þau fleiri.
I skólastarfinu sjálfu eru
ýmis vandkvæði, sem Sigurður
hafði drepið á í erindi sínu. Til
dæmis kvað hann of fáa þeirra,
sem eru við störf í menntamála-
ráðuneytinu hafa verið í tengsl-
um við sjálft skólastarfið áður,
þótt þar væri vissulega ágætt
fólk með slíka reynslu. Eins
vantaði meiri tengsli milli
námsstjóranna og skólanna.
Fæstir þeirra hefðu kennt við
litla skóla úti á landi og vissu
því ekki hvað þar væri að gerast.
Mikil bót væri að því að hafa
námsstjóra, en þeir þyrftu að
geta heimsótt skólana miklu
meira.
Þá sagði Sigurður að það væri
vandamál í sveitaskólum hve oft
skorti reynda kennara. Sums-
staðar þyrftu menn að sætta sig
við það að 17 ára krakkar, sem
hefðu aðeins skyldunám eða
gagnfræðanám, æfðu sig þar í
kennslu. Væri raunar mesta
furða hvað þeir kláruðu sig af
því. Skólarnir í sveitunum
þyrftu svo að bíða fram á haust
eftir því að skólar á Reykja-
víkursvæðinu gæfu kennurum
með réttindi svar við umsókn-
um, og fá það sem afgangs yrði.
Því yrði að breyta. Annar vandi
væri sá, að í sveitum eru
nemendur á víxl í skólanum og
krakkarnir því heima í hálfan
mánuð í senn. Væri í rauninni
nauðsynlegt að fá að hafa auka-
kennara, sem sinnti þessum
börnum eingöngu. Sagði
Sigurður, að verið væri að gera
tilraun með það í skólanum á
Varmalandi að hafa slíkan
aukakennara og væri stór bót að
því. Kennarinn hitti þá krakk-
ana sem heima nema í félags-
heimilum og á bæjunum, eftir
því sem þörf krefði. Og jafnhliða
styrkti það sambandið milli
foreldra eða heimila og skólans.
Sigurður sagði að ör kennara-
skipti yllu verulegum vanda í
skólum í sveitum. Og sérgreina-
kennsla væri vandamál í smærri
skólunum, því til þess að sér
kennsla væri í lagi, þyrfti svo
fjölhæfa kennslukrafta.
Þrátt fyrir þetta, sagði
Sigurður það sína skoðun, að
níunda bekk ætti að hafa sem
víðast í grunnskólunum í sveit-
um svo að unglingar gætu lokið
grunnskólaprófi heima. En á því
er mikil tregða vegna þess að
fjöldi nemenda á hverjum stað
nær ekki kvóta þeim, sem settur
er um fjölda nemenda. Sjálfur
kvaðst hann hafa fimm
nemendur í 9. bekk í vetur, og
hefði fyrir náð fengið samþykki
t.il þess að hafa þá með því að
hafa samkennslu með 7. og 8.
bekk. Sagði hann það vel geta
gengið. Valgreinar væru ekki
svo fjölþættar í stóru skólunum,
þegar að væri gáð. Og þótt ekki
væri kannski hægt að taka þar
alveg allt, þá væri fyrir hendi
kennsla í þeim greinum, sem
flestir sækjast eftir.
Svo sem aðrir frummælendur
ræddi Sigurður samskipti
foreldra og skóla og var ekki
fremur en aðrir ánægður með
þau. Tók hann svo djúpt í árinni
að segja að afskiptaleysi for-
eldra væri eitt mesta vandamál
skólanna. Sá hópur væri mjög
stór, sem engin afskipti vildi
hafa af börnum í skólum, mætti
ekki á fundum til að ræða málin
og tæki illa í það, ef hann væri
beðinn um að sinna börnunum á
einhvern hátt vegna námsins.
Þyrfti vissulega að vekja
foreldra til vitundar um
foreldraábyrgð sína á þessu
sviði.
Þá vikum við talinu að náms-
bókunum og sagði Sigurður að
nauðsynlegt væri, að þær væru
vandaðri að gerð svo að skólarn-
ir þyrftu ekki sjálfir að byrja á
því að ganga frá öllum nýjum
námsbókum með plöstun, svo
þær entust. Auk þess sem band-
ið væri lélegt. Nú er ætlast til
þess að skólinn haldi í bækurnar
fyrir, að hefur komið fyrir, í
sveitaskólum að ekki hefur verið
hægt að gera upp við bílstjóra
og starfsfólk eða kennara fyrir
aukakennslu, sem veldur auð-
vitað miklum vandræðum.
Einnig sagði Sigurður, að
fræðsluskrifstofurnar væru svo
févana fyrirtæki, að þar sæti
aðeins fræðslustjórinn, sem með
hálfri eða einni stúlku sinnti
pappírsvinnu og útreikningum.
Öðru gæti hann ekki annað, eins
og búið væri að starfseminni.
En þaðan ætti í rauninni að vera
farið í heimsóknir í skólana,
með fyrirlestra og nýjungar. Ef
ekki yrði betur búið að fræðslu-
skrifstofunum lognuðust þær
sjálfsagt út af, því enginn feng-
ist til að starfa við þær.
Að lokum var í samtalinu við
Sigurð drepið á fullorðins-
fræðslu í sveitum. Sigurður
sagði að slíkt væri hreint ekki
til umræðu þar. — Fyrir átta
árum voru við með námskeið
fyrir fullorðna, en þau féllu
niður vegna áhugaleysis og
lítillar þátttöku, sagði hann. En
ef við eigum ekki að vera með
fræðslu fyrir fullorðna í
skólunum i sveitunum, hver á þá
að gera það.
E.P.
Leiðrétting
í frétt Mbl. sl. sunnudag um
myndatöku á vegum Flugleiða var
það ranghermt að um væri að
ræða auglýsingakvikmyndir. Hið
rétta er að um var að ræða
kyrrmyndir, litmyndir og
svart-hvítar til notkunar í auglýs-
MENN
1000 w Halogen Ijós-
kastararnir frá Philips
nú aftur fyrirliggjandi.
heimilistæki sf
Sætúni 8 — 24000
Ottast ofveiði á rækju —
Símamál á fomaldarstigi
Snjóflóð teppti veg
Skinnastöðum 5. (ebr.
AFLI rækjubáta á Kópaskeri var
dágóður í haust þrátt fyrir seiða-
gengd. Allt að 98% aflans fór í
fyrsta flokk. Eftir áramót brá til
hins verra. Afli á togtfma stór-
minnkaði og aðeins 25% fóru í I.
flokk, að sögn Kristjáns Ármanns-
sonar framkvæmdastjóra Fisk-
vinnslunnar á staðnum. ógæftir
hömluðu veiðum í síðasta mánuði.
6 bátar stunda rækjuveiðar frá
Kópaskeri og annað fiskirí er ekki
á þessum árstíma. Bátarnir
sluppu heilir í höfn í mannskaða-
veðrinu 15. janúar en ókyrrð var
mikil í höfninni og varð að vakta
bátana. Talsverðar hafnarbætur
voru fyrirhugaðar á Kópaskeri í
ár, enda mikií þörf á þeim, en allt
fé til þeirra var skorið niður á
fjárlögum og verður ekkert gert í
ár.
Almenn óánægja er í héraðinu
með mörg almenn þjónustufyrir-
tæki, rafmagn, útvarp og sími
standa sig verst. Rafmagnstruflan-
ir af ýmsu tagi eru algengar. Á
útvarp er varla hlustandi vegna
truflana. Sjónvarpsstöðin á Gagn-
heiði er léleg sem fyrr en símamál-
in eru þó lökust, enda á fornaldar-
stigi.
Fremur er snjólétt í héraðinu
þrátt fyrir norðanáhlaupin og vegir
yfirleitt jeppafærir. Sæmilegt veð-
ur er i dag, en stórhríð var fyrir
helgina. — Sigurvin.
Húsavík 5. febr.
SNJÓFLÓÐ féll í gær í Auð-
bjargarstaðabrekku við Keldu-
hverfi og féll flóðið yfir veginn
og teppti um tíma bfla beggja
vegna við snjóflóðið, en síðan var
komið með ruðningstæki og var
þá unnt að opna veginn aftur.
Á þessum slóðum hafa snjóflóð
fallið áður og eru þar í brekkunni
sérstakar varnargirðingar sem
Vegagerðin hefur sett til varnar
snjóflóðum.
ÚTGERÐAR- g
MENN
SKIPSTJÓRNAR-
ingum og leiðréttist það hér með.