Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 4 Innilegt þakklaeti vil ég faera vinum og vandamönnum, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á 95 ára afmæli mínu 23. janúar sl. Guð blessi ykkur öll. Siguröur Þorvaldsson, Sleitustöðum, Skagafirði. SÍKfí Hitamælar SBQytrtiaiMgjtUF <§t <ö@ Vesturgötu 16. simi 1 3280. Útvarp í dag kl. 11.00: Horft til höfuðátta Erindaflokkur sr. Helga Tryggvasonar heitir „Horft til höfuðátta" og hefst þriðja er- indi í útvarpi í dag kl. 11.00 — Þetta nafn bendir á, að hann er að seilast eftir því að varpa ljósi á aðalatriði, sem honum finnst oft vilja svífa í lausu lofti í hugum fólks, en tilheyri hvorki himni né jörð, eins og Helgi orðar það, — og þá finnst honum vöntunin vera til- finnanleg. Hvað eigum við að segja um 4ra ára strákinn í New Sr. Helgi Tryggvason. York nú alveg nýlega, sem vissi allt betur en kerlingin móðir hans, og fleygði sér ofan úr háhýsi, til þess að fljúga eins og Súperman? Sr. Helgi telur gálaust og fráleitt að halda því svo einhliða fram eins og oft er gert nú á dögum, að börnin skuli taka sem fæst trúanlegt fyrr en þau hafa rannsakað það sjálf. Það getur orðið dýrt spaug í umhverfi barnsins, sem fullt er af hættu- legum hlutum. Hann kveðst reyna að blása á óttann við bein fyrirmæli, boð og bönn og benda í því sambandi á daglegt líf, svo sem umferðarreglurnar, sem segja einarðlega og upphátt: Þú skalt... og þú skalt ekki... Hann vísar líka til boðorðanna tíu sem eru undirstöður sið- menningarinnar og umferðar- reglur daglegs lífs á flestum sviðum. Þau tryggja gagnkvæm- an rétt beggja aðila. „Börnin þurfa alltaf að finna ást og umhyggju, góðan félags- skap hinna fullorðnu, næman skilning, en hiklausa einurð, þegar það á við,“ sagði Helgi að lokum. Sjónvarp í kvöld kl. 21.50: Þróun fjölmiðlunar Franskur fræðslumyndaflokk- ur í þremur þáttum hefst í sjónvarpi 1 kvöld kl. 21.50 og nefnist Þróun fjölmiðlunar. í þessum fyrsta þætti verður sagt frá sjónvarpi, útvarpi, dag- blöðum og vikuritum, og hvernig starfsemi í þessum fjölmiðlum er háttað. Tekið er fyrir hvernig dagblað er unnið og einnig sagt frá frönsku fréttastofunni, AFP, og tölvuvinnslu, sem notuð er við starfið. Þá er lýst fréttaflutningi og vinnslu og hvers vegna blöðin eru að birta fréttir, sem ef til vill eru þegar komnar í útvarpi og sjón- varpi, og fjallað um kosti hvers miðils fyrir sig. Tim Curry í hlutverki William Shakespeares í myndaflokknum um skáldið, sem hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 21.00. í þessum fyrsta þætti af sex, segir frá Shakespeare í Lundúnum um 1590. Skrifar hann fjölskyldu sinni í Stratford, að hann sé mikils metinn leikari, en annað kemur á daginn. Hann kynnist í leikhúsinu, þar sem hann er sísnuðrandi, Christopher Marlow, alkunnu leikritaskáldi og fer að aðstoða hann við samningu leikrits, sem Marlow er að skrifa fyrir leikflokkinn. Ilermann Bauman, einn bezti hornleikari, sem nú er uppi. Hann leikur með Sinfóniu- hljómsveit íslands í Há- skólabíói annað kvöld, en í þættinum Úr tónlist- arlifinu, sem hefst í út- varpi f kvöld kl. 22.50 verður fjallað um þessa tónleika, og spiluð brot úr verkum þeim, sem þar eru á dagskrá með öðrum hljómsveitum. Auk þess verður fjallað um nýtt fslenzkt tón- verk, „Helgistef", eftir dr. Hallgrím Helgason sem frumflutt verður annað kvöld en hljóm- sveitarstjóri er Walter Gillesen. KULDA- JAKKAR Okkar vinsælu dönsku kuldajakkar komnir aftur. Útvarp Reykjavík yfilDMIKUDIkGUR 7. febrúar MORGUNNINN__________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenn: Páll Heiðar Jönsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Geirlaug Þorvaldsdóttir heldur áfram að lesa „Skápalinga44, sögu eftir Michael Bond (12). 9.20 Leikfimi. 9.30Tilkynningar.. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög frh. 11.00 Horft til höfuðátta. Séra Helgi Tryggvason flytur þriðja erindi sitt um upp- eldismál og þjóðmál frá sjón- armiði kristins siðar. 11.25 Kirkjutónlist: Aka- demíukórinn og Þjóðaróper- an í Vín flytja Messu nr. 5 í C-dúr (Klfi7) eftir Mozart; Ferdinand Grossman stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. SIÐDEGIÐ_________________ 13.20 Litli barnatíminn. Sig- ríður Eyþórsdóttir stjórnar. 13.40 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Húsið og hafið“ eftir Johan Bojer. Jóhannes Guðmundsson ís- lenzkaði. Gísli Ágúst Gunn- laugsson les (12). 15.00 Miðdegistónleikar: Stadium Concert sinfóníu- hljómsveitin í New York leikur Sinfóníu í C-dúr nr. 2 op. 61 eftir Robert Schu- mann; Leonard Bernstein stj. 15.40 íslenzkt mál. Endurt. þáttur Jón Aðalsteins Jóns- sonar frá 3. þ.m. lfi.OO Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Saga úr Sandhólabyggð- inni“ eftir H.C. Andersen. Steingrímur Thorsteinsson þýddi. Axel Thorsteinsson les (4). 17.40 Á hvítum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Píanóleikur í útvarpssal: Ragnar Björnsson leikur Sónötu í b-moll op. 35 eftir Frederic Chopin. 20.00 Úr skólalífinu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum, sem fjallar um nám og félagslíí í Stýri- mannaskólanum. 20.30 Útvarpssagan: „Eyr- byggja saga“. Þorvarður Júlíusson les (2). 21.00 Illjómskálamúsík. Guð- mundur Gilsson kynnir. 21.30 Ljóð eftir Rósberg G. Snædal. Höfundur les. 21.45 íþróttir. Ilermann Gunn- arsson segir frá. 22.10 Loft og láð. Pétur Einarsson ræðir við Skúla Jón Sigurðarson fulltrúa um bóklcga og verklega flug- kennslu. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Úr tónlistarlífinu. Knút- ur R. Magnússon sér um þáttinn. 23.05 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 7. febrúar. 18.00 Rauður og blár. ítalskir leirkarlar. 18.05 Börnin teikna. Bréf og teikningar frá börnum til Sjónvarpsins. Kynnir Sigríð- ur Ragna Sigurðardóttir. 18.15 Gullgrafararnir. Áttundi þáttur. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.40 Heimur dýranna. Fræðslumyndaflokkur um dýralíí víða um heim. Þýð- andi og þulur Gylfi Pálsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og vfsindi. Langtímaveðurspár. Bif- reiðanýjungar. Kvikmyndun dýralífs. Nýting jarðhita. Umsjónarmaður Sigurður II. Richter. 21.00 WillShakespeare.Bre.sk- ur myndaflokkur í sex þátt- um. byggður á viðburðum úr ævi Shakespeares (1564 — 1616). Handrit John Mortimer. Aðalhlutverk Tim Curry, Nicholas Clay, Meg Wynn Owen, Ian McShane, Keith Baxter og John McEnery. Sagan hefst árið 1590. Shakespeare freistar gæfunnar í Lundúnum. en kona hans og börn eru heima í Stratford. Hann skrifar þeim. að hann sé orðinn mikils metinn leik- ari, en vinur hans, Hamnet Sadler. kemst að raun um annað. þegar hann kemur til höfuðborgarinnar. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Athygli skal vakin á þvf. að mynda- flokkurinn Rætur. sem verið hefur á miðvikudögum. fær- ist á sunnudagskvöld. og sjötti þáttur verður sýndur sunnudaginn 11. febrúar. 21.50 Þróun fjölmiðlunar. Franskur fræðslumynda- flokkur í þremur þáttum. Fyrsti þáttur. Frá handriti til prentaðs máls. Lýst er upphafi ritlistar og bóka- gerð fyrir daga prentunar. Þýðandi og þulur Friðrik Páll Jónsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.