Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1979 23 Þórarinn Lárusson ráðunautur: „Heygæði eru hámarksafurðir ’ ’ Framlegð á árskú á búreikn- ingábúum verður að líkindum, samkvæmt verðlagsþróun a.m.k. tvöföld árið 1979 á við það sem hún var árið 1977, eða yfir kr. 300.000 á kú að meðaltali. Þar með verður verulegur hluti bænda með fram- legð um og yfir 400.000 kr. á kú árið 1979. Lætur nærri að til þess að hafa boðlegar tekjur árið 1979, sem t.d. kr. 6—8 milljónir ættu að vera, þarf bóndi í efri hópunum ekki að þurfa að halda nema 15—20 kýr á móti 30—40 kúm þeirra sem neðri endanum fylgja, þ.e. með 200.000 kr. framlegð á kú og þar undir. Áður en lengra er haldið skal fram tekið að tekjur samkvæmt framlegðarreikningi búpenings er óvarlegt að nota í raun þar eð vöntun á útborgun grundvallar verðs o.fl. kemur inn í dæmiðl Ekkert er því hins vegar til fyrir- stöðu að hafa þennan hátt á til innbyrðis samanburðar á tekjum milli búreiknibúa og ber að líta á þessar tölur í því ljósi. Yfirleitt er mjög góð fylgni með nythæð og framlegð á árskú.'Samkvæmt út- reikningi fyrir árið 1977 verður yfir helmingur (52%) af ástæðum fyrir lækkun framlegðar á árskú skýrður vegna lækkunar á meðal- nyt kúa (fylgnistuðull, r=0.72 er marktækur í yfir 99.9% tilfella, en fjöldi kúabúa á búreikningunum var 152 það ár). Líklegt verður að teljast að búreikningabændur heyri frekar til betri bænda en hinna. Því er óhjákvæmilegt að spyrja: Þótt settur verði ' kjarnfóðurskattur, eru þá líkur til að bændur með mestu framlegðina og þar af leið- andi halda kúm sínum í hæstu nyt, hverfi frá hámarksafurða stefnu sinni, samkvæmt spá Vigfúsar? Hinir eru ekki til umræðu, því að þeir hafa ekki frá neinu slíku að hverfa. Fljótt á litið, er það því aðeins tvennt sem til greina getur komið, fyrir hina síðarnefndu, með til- komu-kjarnfóðurskatts samkvæmt frumvarpinu, eins og það liggur fyrir nú. Annað er að þeir reyni að færa sig upp í efri hópinn með því að hverfa að hámarksafurðastefn- unni, eða þá að þeir lognast út af eða ramba á barminum. Annars skulum við líta á hvað raunverulega er fólgið í hámarks- afurðastefnunni. Hún hefur verið skilgreind sem sú stefna að nýta eðlisgetu hvers einstaklings í hjörðinni til þess að skila há- marksafurðum með óskertri heilsu. Til þess að svo geti orðið þarf fyrst og fremst að fullnægja einu grundvallarskilyrði. Um það atriði-virðist mikill hluti bænda, sem og annarra, er betur ættu að vita, ekki hafa hugmynd um. Þetta grundvallarskilyrði er að hafa ætíð nægilcgt magn af snemm- slegnu og vel verkuðu heyi, þurru eða votu, og næga og góða beit. Án þess er algjörlega tómt mál að minnast á hámarksafurðir, hvað þá að halda fram þeirri fjarstæðu að bændur almennt haldi þeirri stefnu í alvöru. Hvaða vit er til dæmis í því að það skuli vera fjöldi bænda í þessu landi, ef marka má búreikninga, sem nota erlend kjarnfóður af svo mikilli áfergju að þeim sést ekki fyrir í heyverk- unar- og beitarmálum, — ræktun guðsgjfanna við fætur sína — að þeir gera varla meira en að halda kúm sínum í viðhaldi af heima- fengnu fóðri. Því verri er útkoman í þessu tilliti sem meðalnyt kúnna er lægri miðað við sömu kjarn- fóðurgjöf á kú. Vilji menn kynna sér rökin fyrir þessu betur, munu þau koma fram í erindi, sem undirritaður kemur til með að flytja á Ráðunautaráðstefnu B.í. og Rala í byrjun febrúar n.k. Staðreyndin er sú að því betur, sem bændur nýta heimafengið fóður, því nær færast þeir há- Djúpavogur 5. feb. HÉR VAR landað í dag fyrstu loðnunni á þessum vetri, Albert GK 31 kom með 400 tonn. Þrír bátar hafa róið héðan á Iínu í janúar og fiskað sæmilega. Hér eru komin á land um 260 tonn af linufiski í janúar og er Óttó Wathne aflahæstur með 134 tonn í 16 sjóferðum. 33 tonn af rækju eru komin hér á land, þrír bátar héðan hafa stundað rækjuveiðar í Beru- firði. í síðustu viku tók Hvassa- fellið hér 2100 tunnur af saltsíld á Rússlandsmarkað. Stefán Aðalsteinsson hefur lagt hákarlalínu hér úti í Berufirðinum og fengið þrjá hákarla. Hér hefur verið kalt í janúar og stöðug norðanátt. Töluvert snjóaði um miðjan janúar og svo bleytti í þann sjó og nú er hjarn yfir allt og allir vegir svellaðir. Svolítið hefur borið á því að fólk hér hefur dottið og fengið slæma byltu. í dag kom marksafurðastefnunni, og því betri verður afkoman að öðru jöfnu. Hinu er svo ekki að leyna, að ófáir nota ekki nægilegt kjarn- fóður til þess að ná hámarksafurð- um. Leiðbeinendum í landbúnaði er legið mjög á hálsi fyrir að „hafa gengið fremstir í flokki" við að hvetja bændur til þess að stækka bú sín og komið framleiðslustefn- unni í ógöngur og gera bændur að „vinnudýrum" (sbr. grein Vigfús- ar). Vilji menn kynna sér sann- leiksgildi þessara ásakana þá segir mér svo hugur um, að það heyri fremur til undantekninga en hitt að leiðbeinendur hafi gengið á undan bændum sjálfum í þessu efni. Má raunar segja að þessai undantekningar séu furðu fáar i ljósi þess að „framhugsuð jafn- vægisstefna í íslenskum landbún- aðarmálum hefur aldrei verið til“ eins og Vigfús réttilega tekur fram. Það kann sem sé aldrei góðri lukku að stýra þegar leiðbeinend- ur, sem aðrir, reyna að framfylgja stefnu, sem ekki er til. — Margir af leiðbeinendum hafa, bæði á ritvelli og í ræðu einmitt varað við óhóflegri stækkun búa, ekki aðeins á síðutu og verstu tímum, heldur í langa tíð. Beinar tilvitnanir læt ég þá um að finna sjálfa, sem hafa vilja það er sannara reynist. — það eru hins vegar til öfl í þjóðfé- laginu, sem hafa miklu meira fjármagn til sinnar útbreiðslu- starfsemi en leiðbeiningaþjónust- an og hafa auk þess beinan hag af stækkunarkapphlaupinu, enda hér flugvél og sótti unga konu sem datt í hálku og fótbrotnaði. Vegir hafa oftast verið sæmilega greið- færir og við finnum mikinn mun á því að geta farið út fyrir Hvalnes í staðinn fyrir að þurfa að fara Lónsheiði eins og áður var og við teljum að þegar hafi verulegir fjármunir sparast í minni snjó- mokstri og bættum samgöngum. Hér hafa vöruflutningabílar farið um öðru hvoru alla leið austur á firði. Þá hafa bændur hér í dölunum verið að finna fé, óaðkomið 22. jan. komu 7 kindur á innsta bæ í Hamarsdal og í fyrradag komu tvö lömb niður að Þvottá í Álftafirði. Þetta fé lítur sæmilega vel út. Bændur óttast nokkuð kal í tún- um ef þessi klaki liggur lengi, því það er gömul reynsla þeirra að þegar mikil svellalög eru þá fylgir hætta á kali. — Ingimar. Vigfús B. Jónsson: rn MuAfjftrtMmdn mj HÍP: Ég vil ekki að bændur hverfi frá hámarksafurðastefnunni j ^gi^n^Jend^jindi^^áðstjórnj Nokkur orð í tengslum við grein Vig- fúsar B. Jónssonar í Mbl. 17. janúar Munið að gefa smáfuglunum Hált undir fæti hjá heimamönnum ekki legið á því liði sínu. Allir vita að hér er átt við þá sem véla bændur í þessa átt í víðustu merkingu orðsins, þar sem inn- flytjendur og höndlarar með vélar og verkfæri alls konar eiga í hlut. Erfitt er að láta hjá líða að skjóta hér inn þeirri stórkostlegu niðurstöðu nokkurra tölvuspekú- lanta nú nýverið, og greint var frá í fjölmiðlum að það borgaði sig betur fyrir okkur Islendinga að kaupa frekar erlent kjarnfóður en að miðla heyi milli landshluta í hallærisárferði. Af þessu tilefni velta menn t.d. fyrir sér þeirri spurningu hvers vegna norskir og færeyskir bændur keyptu hey af okkur fyrir góðan pening, eða fyrir 35—65 kr. pr. kg nú nýverið. Gaman væri að bera saman for- sendur í hverju tilfelli. En aftur þar sem frá var horfið með áðurnefnd innflutningsfyrir- tæki og útbreiðslustarfsemi þeirra. Til þess að nota þau sér, í skjóli aðstöðu og fjármagns, að kaupa upp sparisíður þess blaða- kosts sem líkur eru til að bændur lesi, og þá ekki síst þeirra fáu leiðbeiningarita, sem bændur fá, svo sem Freys og Handbókarinnar í bak og fyrir. Leiðbeinendum í landbúnaði verður aftur á móti varla af sanngirni gefið að sök að hafa ekki, fyrir alltof mörgum daufum eyrum, því miður, stefnt að betri heyverkun meðal bænda, sem og öðru því er lýtur að hámarks- afurðastefnunni. Það er rugl að tengja útþenslu í framleiðslumál- um landbúnaðarins og offram- leiðslu hámarksafurðastefnunni, því að með henni er fyrst og fremst átt við gæði en ekki magn í víðari skilningi. Vigfús segir í grein sinni í Morgunblaðinu: „ . . . ríkisbúin mættu að miklu leyti missa sig, enda ekki sérlegur glans yfir rekstri þeirra." Ekki er hægt að skilja annað en tilraunabúin og «kólabúin séu þarna með talin. Þessi afstaða margra bænda og þar á meðal fulltrúa á Stéttarsam- Þórarinn Lárusson bandsþingi, sem Vigfús má gjariia kallast samnefnari fyrir gagnvart rannsóknarstarfseminni úti á landsbyggðinni, er skiljanleg — já mjög að vonum eins og í pottinn er búið, en hún er einnig óumræði- lega sorgleg af ástæðum, sem ég hef ekki tíma né skap til að ræða hér að sinni. Aftur á móti vil ég segja þetta: Á sama hátt og sagan hefur margsannað að „heyskapur er búskapur", hygg ég að sagan hafi engu síður sannað, þótt mönnum sé það e.t.v. ekki jafnljóst, að „heygæði eru hámarksafurðir**. því þetta má tengja saman og segja: nægur og góður heyskapur er góður búskapur. Án öflugrar leiðbeiningarþjónustu, með sterka tilraunastarfsemi úti á lands- byggðinni og markvissa stefnu sameinaðrar bændafylkingar og forystu að bakhjarli, er hætt við að þessar sögulegu staðreyndir týnist úr „vöggu“ menningarinnar í landi söguþjóðarinnar. Finnst ykkur það ekkert sorg- legt? Akureyri 20/1 1979 Þórarinn Lárusson ráðunautur Mótmæla að Mæðra- hcimilið skuli lagt niður FJÖGUR félagasamtök í Reykjavík hafa sent formanni félagsmálaráðs Reykjavíkur bréf þar sem andmælt er því að lagt skuli niður Mæðra- hcimilið við Sólvaliagötu í Reykja- vík. Var formaðuriim beðinn að kynna efni bréfsins á borgarstjórn- arfundi 1. febr. en í frétt frá félagasamtökunum segir að honum hafi verið meinað það. Segir jafnframt í frétt þeirra að hér sé um að ræða brennandi málefni kvennasamtakanna í Reykjavík, en samtökin er skrifa bréfið eru: Mæðrafélagið, Ljós- mæðrafélag fslands, Félag ein- stæðra foreldra og Bandalag kvenna í Reykjavík. Bréf þeirra fer hér á eftir: Til formanns félagsmálaráðs Keykjavfkurborgar, Gerðar Steinþórsdóttur: Stofnun Mæðraheimilis var eitt af baráttumálum Bandalags kvenna í Reykjavík um margra ára skeið, — eða uns heimili var sett á stofn af bæjarstjórn Reykjavíkur að Sól- vallagötu 10. Þessu framtaki var mjög fagnað sem menningarspori í höfuðborginni. Reykjavíkurborg er að okkar mati vart stætt á því að ætla þeim aðilum, er þarna eiga hlut að máli, ekkert athvarf. Auk þess mæla lög svo fyrir sbr. lög nr. 25, 22. maí 1975. Því skorum við á háttvirta borgar- stjórn Reykjavíkur að víkja frá sér öllum röddum varðandi það að leggja skuli niður Mæðraheimilið við Sólvallagötu. Slíkt spor afturábak, stigið á barnaári, er nokkuð sem treyst verður að ekki gerist. Heimili sem hér er um ræðir er nauðsynlegt í borginni. En ef það ekki nýtist sem skyldi, álítum við hyggilegt að sníða þjónustunni rýmri stakk en verið hefur og ætla heimilum að leysa vanda barna og mæðra í ýmsum erfiðum aðstæðum, eða á þann veg, sem forsvarsmenn félagsmála Reykjavíkurborgar hafa lagt til. Rekstrarörðugleikar eru mál, sem við skiljum. Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal. Vilji borgaryfirvalda til sparnaðar er mikils metinn. En forðumst þá hagfræði, að hefja sparnaðinn við mæður og börn. Ekki rétt að halda áfram rekstri mæðraheimilisins — segir Sigur jón Pétursson — BORGARRÁÐ reyndist andvígt því áliti félagsmálaráðs að haldið yrði áfram rekstri mæðrahcimilis- ins við Sólvallagötu í breyttri mynd, en ákveðið hafði verið í fjárhagsætlun Reykjavíkur að hætta þessum rekstri, sagði Sigur- jón Pétursson forseti borgar- stjórnar í samtali við Mbl. — Við töldum ekki rétt miðað við fjárhagsstöðu borgarinnar að halda rekstrinum áfram og að fjármunir yrðu betur nýttir í öðrum verkefnum félagsmála. Umræður voru uppi um að breyta heimilinu í unglinga- heimili, m.a. vegna þess að aðókn að þessu mæðraheimili eins og það var rekið hafði minnkað og með þessum rökum höfum við ákveðið í borgar- ráði og það verið staðfest í borgar- stjórn að hætta rekstri mæðra- heimilisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.