Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979
17
Jón G. Sólnes, alþm.:
Hugleiðingar
um
gjaldeyrismál
—í tilefni af nýrri stefnuyfirlýsingu
Sjálfstæðisflokksins um efnahagsmál
Hinn 20. febr. sl. var birt ný
stefnuyfirlýsing Sjálfstæðis-
flokksins í efnahagsmálum. Þessi
nýja stefnuskrá flokksins felur í
sér að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
sett sér að berjast fyrir stórauknu
frjálsræði í viðskipta- og athafna-
lífi þjóðarinnar. Er hér um að
ræða algert fráhvarf frá þeirri
stefnu sem gilt hefur um þessi mál
hjá okkur sl. áratugi.
I þessari stuttu blaðagrein lang-
ar mig til þess að fara nokkrum
orðum um 6. gr. fyrrgreindrar
stefnuyfirlýsingar, en þar er m.a.
komist svo að orði: „fyrirkomulag
gjaldeyrisviðskipta verði gert
frjálslegt, einfalt og fljótvirkt
o.s.frv." Ég efast ekki um að þessi
skýlausa yfirlýsing flokksins mun
gleðja marga áhangendur hans og
stuðningsfólk, því hér er um að
ræða algert fráhvarf frá þeirri
stefnu sem gilt hefur um þessi mál
hjá okkur sl. áratugi.
Það er skoðun mín, sem styðst
við álit mjög merkra og reyndra
sérfræðinga á sviði peninga- og
gjaldeyrismála, að þær gífurlegu
hömlur og höft sem gilt hafa hjá
okkur í sambandi við meðferð
gjaldeyrismála eigi ekki hvað síst
sinn mikla þátt í hinu lága gengi
íslensks gjaldmiðils og sívaxandi
vantrúar almennings á honum. En
allir eru sammála um að ein
sterkasta stoð undir traustu efna-
hagslífi hverrar þjóðar, sé að
gjaldmiðill hennar sé sterkur þ.e.
að hann njóti trausts bæði innávið
og útávið. En frumskilyrði fyrir
því að gjaldmiðill einnar þjóðar
hverju nafni sem hann nefnist og í
hvaða einingum sem hann kann að
vera, njóti slíks trausts, er að hann
sé það sem á erlendu máli er
kallað „convertible" sem á íslenzku
máli þýðir einfaldlega að gjald-
miðillinn sé yfirfæranlegur þ.e. að
hann standi fyrir sínu, hvar sem
er og hvenær sem er, á frjálsu
gengi sem hann kann að vera
skráður á, á hverjum tíma, og
umfram allt að vegferð gjald-
miðilsins sé sem minnstum tak-
mörkunum háð, hvort heldur er
innanlands eða utan.
Háttur okkar á meðferð gjald-
eyrismála hefur á undanförnum
Jón G. Sólnes.
áratugum, verið á þann veg, að við
stöndumst engan samanburð í
þeim efnum við aðrar frjálsar
lýðræðisþjóðir. Til þess að finna
sambærilegar reglur um meðferð
gjaldeyrismála verður að leita til
„járntjaldslandanna" eða
Sociallistaríkjanna í Aust-
ur-Evrópu og þó skilst mér af
upplýsingum sem ég hefi fengið að
í einu slíkra ríkja a.m.k.
Júgóslavíu ríki mun meira frjáls-
ræði í þessum efnum en hjá okkur.
Svo erum við að myndast við að
vera þátttakendur í öllum mögu-
legum samtökum og ráðstefnum
hinna frjálsu lýðræðisþjóða og
þykjumst jafnvel vera aflögufærir
um aðstoð til svokallaðra þróunar-
landa, en erum á sama tíma í hópi
vanþróuðustu ríkja heims a.m.k.
um meðferð peninga- og gjald-
eyrismála. Við höfum ekkert um-
fram þær þjóðir sem á lægsta stigi
standa í þeim efnum, annað en það
að við erum allir læsir og
skrifandi og þarafleiðandi er
skömm okkar því meiri, hversu
hrapallega okkur hefur tekist í
slíkum málum, sem er þó algert
undirstöðuatriði undir frjálsu og
heilbrigðu efnahagslífi.
Sannleikurinn er sá, að ef við
hefðum ekki á undanförnum ára-
tugum rígbundið okkur við hina
miklu miðstýringu peninga- og
verði að því að fá listamenn til
að koma sér saman um endan-
lega tilhögun þessara mála.
Ýmsa hef ég líka heyrt segja:
Listamannalaunafarganið á að
leggja niður, veita bara starfs-
styrki. Um þá hlið málanna ætla
ég ekki að ræða í þessari grein.
Leyfi mér bara að fullyrða, að
reynslan af veitingum úr þeim
sjóðum hefur verið ærið umdeil-
anleg. Ég mótmæli líka þeirri
kenningu, að listamannalaunin
séu bara neftóbakspeningar og
skipti engan mann nokkru máli.
En umræða um það verður að
bíða betri tíma.
Höfuðgalli þess skipulags sem
nú ríkir finnst mér vera rugling-
urinn á markmiði veitingarinn-
ar. Menn tala um allt í senn:
styrkveitingu, laun, uppörfun og
viðurkenningu, saman er hrúgað
byrjendum og gamalkunnum
listamönnum, sem fá á sig verð-
miða eða gæðastimpla, frá
mönnum sem enginn veit til að
séu öðrum hæfari til að kveða
upp dóma yfir iðkendum allra
listgreina. Ég tel, að þessi alls-
herjar fjárveiting til viður-
kenndra listamanna eigi að vera
föst greiðsla og að sá, er til
þeirrar launatöku velst, eigi að
fá nafn sitt skráð á opinberan
launalista samkvæmt ákveðinni
fjárlagagrein, en að úthlutunar-
skrá sé ekki birt árlega í fjöl-
miðlum, aðeins nöfn þeirra sem
við bætast. Upphæðir fyrir
hvern launaflokk breytist svo
eftir sömu reglum og hjá öðrum
opinberum launþegum.
Nýlega hefur ungur rithöf-
undur, Sigurður Þór Guðjónsson
frá Akranesi, ritað grein í Dag-
blaðið og fjallar þar um Morg-
unblaðsgrein mína. Hann virðist
þar treysta óvarlega á minni
sitt, hefur lesið grein mína
lauslega, þegar hún birtist. Nú
eignar hann mér skoðanir, sem
þar er ekki að finna og mótmæl-
ir þeim hressilega. Ekki get ég í
fljótu bragði séð hvaða hlut-
verki þeir útúrsnúningar eiga að
gegna. Grein hans er að nokkru
leyti tilefni þessarar ítrekunar
minnar. En ég á þó margt ósagt
um þessi mál.
gjaldeýrismála í okkar efnahags-
kerfi, þá hefðum við getað búið við
miklu lægra verðbólgustig, nægi-
legt og ódýrt fjármagn, sem okkur
er svo nauðsynlegt til hinna marg-
þáttui^u framkvæmda sem við
höfum þurft og verðum að koma á
í framtíðinni. Ef við hefðum t.d.
eins og svertingjarnir á Bahama-
eyjum opnað landið fyrir starf-
semi erlendra peningastofnana (að
sjálfsögðu undir algeru eftirliti og
stjórn Seðlabanka landsins) þá
gátum við fyrir löngu verið búnir
að skapa hér aðstæður fyrir
öflugri og traustri atvinnugrein
sem felst í alþjóðlegri fjármagns-
miðlun. Til þessa eru allar ytri
aðstæður hagstæðar hjá okkur.
Hér hefur myndast víðtækt og
traust bankakerfi og við höfum
gnægð af háþróuðu og fjölhæfu
starfsfólki á að skipa til þess að
starfa að slíkum málum. Ékki er
óeðlilegt að taka slík mál til
gagngerrar athugunar og endur-
skoðunar einmitt nú, þegar það
virðist vera efst á baugi í þjóð-
félaginu, að draga úr allri banka-
þjónustu og fækka starfsfólki sem
vinnur að slíkum störfum. Það
hlýst engin mengun eða skemmdir
á íslenskri náttúrufegurð eða líf-
ríki af því að leyfa erlendum
bankastofnunum að hafa hér á
landi bækistöðvar undir full-
komnu eftirliti Seðlabanka lands-
ins, fyrir almenn fjármagnsvið-
skipti, en af slíkri tilhögun gæti
skapast öflug atvinnugrein sem að
sínu leyti gæti orðið verulegur
þáttur í frekari og nýrri gjald-
eyrisöflun fyrir þjóðina, efnahags-
lífi okkar og þjóðinni allri til
ómetanlegs gagns.
I mínum huga ríkir mikil
ánægja yfir því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur nú tekið skarið af
í þessum málum og hefur ákveðið
að taka af fullum krafti upp
baráttuna fyrir „endurreisn í anda
frjálshyggju". Minnugur þess, hve
stefna frumherja flokksins eins og
t.d. Jóns heit. Þorlákssonar, þess
ágæta manns, var í peninga- og
gjaldeyrismálum, efast ég ekki um
að þessi ákvörðun forystumanna
Sjálfstæðisflokksins um ger-
breytta stefnu í þessum málum,
mun verða öllum þeim mörgu
kjósendum þessa lands, sem
raunverulega móta lífsskoðun sína
af því að fá að lifa og starfa sem
frjálsir og óháðir einstaklingar,
mikil og öflug hvatning til þess að
vinna ötullega að vexti og viðgangi
Sjálfstæðisflokksins í þeirri bar-
áttu sem framundan er í þjóðmál-
unum.
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
RADIAL
stimpildælur
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRRANTANIR-tOÓNUSTA
SKÍÐABOOAR
fvrir flestar œröir bifreicta
Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700
EGILL VILHJÁLMSSON HE
Nýtt frá
Hudson
4r
fyrir þreytta
fætur auka
vellíðan
grenna
leggi
og mjaðmir
Fallegar —
Endingargóðar
LYCRA-SOKKABUXUR
TEG. 260 — 40 DEN
Tískulitir
Lycra
hvíldar-
sokkabuxur