Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 Alþingi — þingrof — ngjar kosningar — Alþingi — þingrof — ngjar Matthías Bjarnason: Er Björgvin Guðmundsson ekki enn í Alþýðuflokknum eða er hann kominn í sérstaka verðbólgudeild flokksins? MATTIIÍAS Bjarnason varpaði fram þoirri spurningu í umræðum á AlþinKÍ í gær um þinKrofstillÖKU Sjálfstæðismanna, hvort Björjjvin Guðmundsson væri ekki enn í Alþýðuflokknum. Ilann benti á að samþykkt meirihluta horxarstjórn- ar Reykjavíkur um að lyfta þakinu af visitölunni væri undanfari úr- skurðar kjaradóms mundi koma verðbólKunni á nýjan sprett. Sagði Matthías það vera einkenni- legt í Ijósi þessarar staðreyndar, að órólega deildin í Alþýðuflokknum væri sífellt að tala um „verðbólgu- flokka" og Alþýðuflokkinn. Ekki hefði nú munurinn verið meiri á þeim og hinum stjórnarflokkunum við áramótin, en að þeir hefðu samþykkt allt sem fyrir þá var lagt. Það kvað Matthías hins vegar vera athyglisvert útaf fyrir sig, að nú minntust kratar ekkert á Fram- sóknarflokkinn sem verðbólguflokk, nú væri hann svo góður að ekki mætti þar á varpa nokkrum skugga! Þá vék hann einnig að dómi kjaradóms, sem nú hefði ákveðið að taka bæri „launaþakið" af, einkum vegna þess fordæmis sem gefið hefði verið af stjórnarvöldum í Reykjavík (meirihluta Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknar), að nú færi verðbólgan á nýjan sprett. Kvaðst Matthías vilja sþyrja Vilmund Gylfason að því hvort Björgvin Guðmundsson væri ekki enn borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, og hvort hann væri ekki enn í Alþýðuflokknum, eða hvort hann væri ef til vill í einhverri sérstakri verðbólgudeild innan Alþýðuflokks- ins. „Nú þýðir ekki að setja upp sak- leysislega Aragötubrosið," sagði Matthías og sneri sér að Vilmundi, „sakleysislega Aragötubrosið frá því þú varst ungur og saklaus drengur." Bragi Sigurjónsson: Samstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðubandalagsins? BRAGI Sigurjónsson (A) sagði á fundi samcinaðs Alþingis í gær, þar sem verið var að ræða tillögu sjálfstæðismanna um þingrof og nýjar kosningar, að hann væri sammála þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins um að ekki væru miklar líl^ir á að stjórnar- flokkarnir na“ðu neinu samkomu- lagi um heildstæða stefnu í cfna- hagsmálum. Það væri afar ólík- legt þar sem þeim hefði ekki tekist það á síðustu sex mánuð- um. Þó kvaðst Bragi ekki vilja styðja þingrofstiliöguna, þar sem nú stæði yfir lokatilrdun hjá stjórnarflokkunum um að ná sam- komulagi. Því kvaðst hann flytja breytingartillögu er gæfi þeim frest til að ná samkomulagi, til 17. mars. Tækist það ekki ætti að reyna stjórnarmyndun að nýju, en rjúfa þing takist það ekki fyrir 20. apríl. Bragi Sigurjónsson ræddi I Framsóknarflokks með stuðningi hugsanlega stjórnarmyndun og Alþýðubandalags og samstjórn nefndi í því sambandi tvo kosti, Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- minnihlutastjórn Alþýðuflokks og I bandalags. Svavar Gestsson: Kaupskerðingaráform Alþýðuflokksins vandamál í ríkisstjórn SVAVAR GESTSSON (Abl) viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í gær, að það væri ckki rétt, að Alþýðuhandalagið hefði brugðizt fyrirheitinu um samningana í gildi og tók fram um sjálfan sig, að gerðir ríkisstjórnarinnar væru í samræmi við orð sín fyrir kosningar. Á hinn bóginn væri nokkuð til í því, að Alþýðuflokkurinn hefði gleymt kjörorðinu um samningana í gildi, en höfundur þess væri Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins. Þessi afstaða Alþýðuflokksins væri „mikið vandamál" í ríkisstjórninni og í efnahagsfrumvarpi þeirra fyrir jól hefði verið gert ráð fyrir lögbund- inni kaupskerðinu. Tillaga Braga Sigurjónsonar bæri keim af þeirri „almanakssýki", sem kratar væru þungt haldnir af, en vonandi gengi yfir eins og hver önnur flensa. Hann neitaði því, að nokkur vísi- tölufölsun hefði átt sér stað, þótt matvörur væru greiddar niður, þar sem slíkt væri hagur hinna lægst launuðu. Þá lýsti hann sig andvígan því ákvæði kjarasamninga, að verðbætur kæmu hlutfallslega á laun í staðinn fyrir að vera í krónu- tölu, sem gengi jafnt upp launa- flokkana frá ákveðnu tekjumarki. Einar Agústsson: Ráðherrar moðast með málin í gamla tugthúsinu „Þrátt fyrir það sem ég kann að segja í þessari ræðu minni styð ég þessa ríkisstjórn**, sagði Einar Agústsson (F) í upphafi ræðu sinn- ar í samcinuðu Alþingi í gær. Kvaðst þingmaðurinn með þessum orðum vilja reyna að tilcinka sér þann stfl er Vilmundur Gylfason notaði svo gjarna við umræður á þingi! Einar kvaðst hafa verið fylgjandi þessari ríkisstjórn alla tíð, þó honum hafi vissulega ekki alltaf fallið vel við allar hennar gerðir. Ekki sagði hann langlundargeð sitt þó vera óþrjótandi, það kynni svo að fara sagði hann, líkt og Grímur Thomsen segir í einu kvæða sinna, „að enginn þoli drykkinn nema jötnar". Sagði Einar að hann vildi freista þess að gera allt sem í hans valdi stæði til að vinna á þeim vanda sem fyrir liggi en ekki væri þingmennskan honum þó svo kær að hann vildi fórna hverju sem væri fyrir hana. Síðan gerði þingmaðurinn að um- talsefni starfshætti Alþingis í vetur, og þau nýju „vinnubrögð" sem þar hefðu verið tekin upp. Sagði hann að sú hringleikahússsýning sem átt hefði sér stað í þinginu í vetur væri ekki til þess fallin að efla virðingu þingmanna, hvorki þeirrá sem þátt taka í sýningunni eða þeirra er á hana horfa. Sagði Einar Ágústsson það sína skoðun, að sterklega kæmi til greina að færa þessi atriði í Iðnó eða Þjóðleikhúsið, eða þá loka þeim stofnunum að öðrum kosti! Leikhús- in gætu varla keppt við Alþingi á þessu sviði eins og ástandið hefði verið í vetur. Sagði Einar að ekki yrði lengur við það unað að ríkisstjórnin sæti yfir efnahagsmálunum í gamla tugthús- inu, þau yrðu að koma fyrir þingið sem allra fyrst, ráðherrarnir ættu ekki að moðast iengur með málin utan sala Alþingis. Þangað yrðu málin að koma og þar tækju þing- menn afstöðu til þeirra og fyrr ekki. Enginn gæti sagt sér fyrir um það hvaða frumvarp eða stefnu hann fylgdi, það gerði hann sjálfur án þess að ráðherrar, utanrík.isráðherra eða aðrir, hefðu þar á nokkur áhrif. Gils Guðmundsson og Albert Guðmundsson ræðast við á Alþingi í gær. 1978-1971-1954 HÉR FER á eftir 94. gr. núgildandi skattalaga sem Ólatur Jóhannesson, forsætisráöherra, sagöi í fyrrakvöld aö jafngilti því aö lögregluríki væri á íslandi. Til samanburðar eru birt efnislega sömu ákvæöi í skattalögum frá 1971 og grein úr skattalögum frá 1954, en Matthías Á. Mathlesen sagöi á þingi í gær að rekja mætti þessi umdeildu ákvæöi til laganna frá 1954. 94. gr. 1978 Upplýsingaskipta og eftirlitsheimildir 94. gr. 1. mgr. Öllum aöilum, bæði framtalsskyldum og öörum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi sem óskaö er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiöast og unnt er að láta þeim í té. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varöa þann aöila sem beiöninni er beint til eöa aöra aöila sem hann getur veitt upplýsingar um. 2. mgr. Vegna skatteftirlits samkvæmt lögum þessum getur skattstjóri, skattrann- sóknarstjóri, ríkisskattstjóri og menn, sem þeir fela skatteftirlitsstörf, krafist þess aö framtalsskyldir aöilar leggi fram til könnunar bókhald sitt og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varöa reksturinn, þar meö talin bréf og samningar. Enn fremur hafa þessir aðilar aögang aö framangreindum gögnum og aögang aö starfsstöðvum framtalsskyldra aöila og birgöageymslum og heimild til aö taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má aö geti gefiö upplýsingar er máli skipta. Sömu heimildir hefur skattrannsóknarstjóri vegna rannsókna skv. 102 gr. 3. mgr. Ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri hafa enn fremur heimildir þær er um getur í 2. mgr. þessarar greinar gagnvart þeim aöilum sem ekki eru framtalsskyldur, svo sem öllum stofnunum, bönkum, sparisjóðum og öörum peningastofnunum. 4. mgr. Nú gegnir einhver ekki skyldu sinni samkvæmt þessari grein eöa skorast undan aö láta þar nefndar upplýsingar, skýrslur og gögn af hendi og getur þá ríkisskattstjóri eöa skattrannsóknarstjóri vísaö sökinni til sakadómara til meðferöar. Dómari skal taka slíkt mál án tafar til rannsóknar að hætti opinberra mála og er ríkisskattstjóra eöa skattrannsóknarstjóra rétt aö vera viðstaddur þá rannsókn eöa láta fulltrúa sinn vera þaö. Aö rannsókn lokinni sendir dómari rannsóknargerðir sínar til ríkissaksóknara og þess aðila sem um rannsókn baö. Ríkisskattstjóri eða skattrannsóknarstjóri hlutast síöan til um meöferö hins skattalega þáttar málsins aö lögum. Lagaákvæðin frá 1971 36. gr. 1. mgr. Allir framtalsskyldir aöilar, embættismenn og aörir, er einhver störf hafa á hendi í almenningsþarfir, stjórnendur banka og sparisjóða, hlutafélaga og annarra félaga og stofnana, eru skyldir að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskaö er, allar nauðsynlegar upplýsingar og skýrslur, er þau beiðast og unnt er aö láta þeim í té, svo sem skýrslur um starfslaun, skuldabréf, vaxtabréf, hlutabréf og arð, um vaxtabréf í bönkum, sparisjóðum og annað því um lík 4. mgr. Vegna rannsókna samkvæmt lögum þessum hefur ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri og þeir menn, sem þeir fela rannsóknarstörf, aögang aö bókum og bókhaldsgögnum, þar með talin verslunarbréf og samningar, framtalsskyldra aöila, svo og allra stofnana, félaga og annarra aðila, sem ekki eru framtalsskyldir, þar meö taldir bankar, sparisjóðir og aðrar peningastofn- anir. Enn fremur aögang aö starfsstöövum og birgöageymslum þessara aöila og svo heimild til aö taka skýrslur af hverjum þeim, sem ætla má geta gefiö upplýsingar, er máli skipta. 50. gr 1. mgr. Nú gegnir einhver ekki skyldu sinni skv. 36. gr. eöa skorast undan að láta þar nefndar upplýsingar, skýrslur og gögn af hendi, og skal þá ríkisskattstjóri skera úr um skilaskylduna og getur, ef þörf krefur, lagt viö dagsektir, uns skyldunni er fullnægt. 3. mgr Nú er svo ástatt sem 1. mgr. segir, og dagsektir teljast eigi einhlítar til aö knýja fram skýrslur eöa önnur gögn, er þar greinir, og getur ríkisskattstjóri eöa skattrannsóknarstjóri þá vísaö sökinni til dómara (sakadómara) til meóferðar. Dómari skal taka slíkt mál án tafar til rannsóknar aö hætti opinberra mála, og er ríkisskattstjóra eöa skattrannsóknarstjóra rétt aö vera staddir viö þá rannsókn eöa láta fulltrúa sína vera þaö. Að rannsókn lokinni sendir dómari rannsóknargeröir sínar til ríkisskattstjóra, er hlutast til um frekari meöferö máls aö lögum. Lagaákvæði frá 1954 34. gr. Allir embættismenn og aörir, er einhver störf hafa á hendi i almenningsþarf- ir, stjórnendur banka og sparisjóða, hlutafélaga og annarra félaga og stofnana, eru skyldir aö láta skattanefndum í té ókeypis og ( því formi, sem óskaö er, allar þær skýrslur, er þær beiðast og unnt er að láta þeim f té, svo sem skýrslur um starfslaun, skuldabréf, vaxtabréf, hlutabréf og arö, um vaxtafé í bönkum, sparisjóöum 14. apríl og annað því um líkt. Ríkisskatta- nefnd hefur og ætíö aógang að bókum banka og sparisjóöa og annarra peningastofnana fyrir sig og þá menn, er hún felur aö rannsaka skuldir, inneignir, verðbréfaeign og annaö, er lýtur aö efnahag gjaldþegns. Þeir, sem hafa menn í þjónustu sinni, er taka kaup fyrir starf sitt, eru og skyldir aö skýra frá því, hvaöa kaup þeir greiöa hverjum manni, þar með talin stjórnarlaun, ágóöaþóknun, gjafir o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.