Morgunblaðið - 08.03.1979, Page 41

Morgunblaðið - 08.03.1979, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 41 félk í fréttum + Þessi mynd er tekin í fangelsi því í Milanó, þar sem foringi Rauðu herdeildanna, Renanto Curico (lengst til vinstri), er hafður í haldi. Hann er hér á tali við verjanda sinn. — Fyrir nokkru var Renanto leyft að ræða við blaðamenn. Hann afplánar nú 15 ára fangelsisdóm. Hann neitaði að hann væri skæruliði. — Skæruliði er hver sá, sem berst án þess að eiga sér hugsjón og drepur að ástæðulausu, sagði Renanto. Hann svaraði spurningum blaðamanna allgreiðlega nema þeirri sem efst er á baugi hjá almenningi á Ítaiíu: Hver eða hverjir standa að baki Rauðu herdeildanna. — Þá varð Renanto svarafátt. + Þessi mynd er tekin í Arlingtonkirkjugarði við útíör bandaríska sendi- herrans Adolphs Dubs sem myrtur var í höfuð- borg Afganistans, Kapul. — Varaforseti Banda- ríkjanna Walter Mondale (til hægri) kveður ekkju sendiherrans, Mari Anne og dóttur hennar að lok- inni athöfninni í kirkju- garðinum. + Jóhannes Páll páfi hefur þegar sýnt það í verki, að hann fer ekki ætíð troðnar slóðir fyrirrennara sinna. — Það mun vera staðreynd, að um aldaraðir hafi það ekki skeð að páfi hafi tekið þátt í almennu hrúðkaupi. En um daginn komu nýgift hjón í cina af kapcllunum í Páfagarði. — Jóhannes Páll fór þá til fundar við hin hamingjusömu brúðhjón, spjallaði við þau, samgladdist þeim og blessaði hjónaband þeirra. — Var myndin tekin af páfanum ásamt brúðhjónunum í kapellunni, sem reyndar heitir Pálínu-kapella. Loðfóðraðir leðurkuldaskór Þægilega breiöir meö stömum slitsterkum sólum. Brúnir. Stæröir 39—45 (nema 43). . 7.800 Póstsendum samdægurs sími 18519. Bókamarkaðurínn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐ/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.