Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979
BRIDGE
Umsjón: Pgll Bergsson
Úrspilaæfins vikunnar er af
léttara taginu. I>ó ekki svo, að
þeir. sem telja sík tilheyra hópi
reyndari spilara þurfi að skamm-
ast sín fyrir að spreyta sír á slíku
verkefni.
Vestur gjafari, allir utan haettu.
Norður
S. KG5
H. D743
T. G64
L. Á98
Suður
S. ÁDIO
H. KG1098
T. 52
L. KG6
Sagnir hafa gengið þannig:
COSPER
Við veröum örugglega vör við það ef Lilli dettur út
úr vöggunni!
Athyglisverð
kvikmynd
Kæri Velvakandi.
Um þessar mundir er verið að
sýna mjög athyglisverða kvik-
mynd „Allice býr hér ekki lengur"
í Austurbæjarbíói.
Ég vil hvetja sem flesta til þess
að sjá þessa mynd. Hún lýsir á
manneskjulegan og trúverðugan
hátt lífi og baráttu konu sem
verður skyndilega ekkja og þarf að
standa á eigin fótum og sjá fyrir
sér og ungum syni. Við slíkar
aðstæður standa konur e.t.v.
frammi fyrir raunverulegri stöðu
sinni skynja sjálfa sig betur en
áður og hvernig þjóðfélagið lítur á
þær.
Þetta er saga margra, en vegna
hins einhliða, strangt afmarkaða
„hlutverks" kvenna, þ.e. sem móð-
ur og eiginkonu (aðeins í þessu
samhengi NB) verða vandamálin
þeim mun erfiðari þegar þær detta
út úr því hlutverki.
Þessi mynd minnir á það á
hressilegan hátt, að nútímakonur
hafa engan veginn í huga að
bregðast börnum sínum og fjöl-
skyldum, — þær ætla einungis að
hafa eigin markmið með inni í
myndinni, hvort sem þær róa
einar á báti ellegar þegar þær
ásamt fjölskyldum sínum setja sér
sameiginleg markmið.
Þakklátur bíógestur.
• Hlutverk
leikhúsa
Það var í leikhúsþætti hér á
dögunum að spurt var um hvernig
staðið væri að því að velja leikrit.
Þessu var lýst vel af hálfu Þjóð-
leikhússins og eins Iðnó. Forstöðu-
kona Alþýðuleikhússins sagði bara
að þau sýndu ekkert nema áróður
á vestrænt lýðræði því það skyldi
feigt. Hér var gengið hreint til
verks.
Allur áróður er tvíeggja og
sérstaklega ef hann er sósíalískur.
Hvað mörg heljarst.ökk hafa ekki
sósíalistarnir orðið að taka sbr.
menningarbyltinguna í Kína og
Lysenkow sem nærri var búinn að
eyðileggja landbúnaðinn í Rúss-
landi. Smjörfjallið okkar væri ekki
hálft ef kýrnar mjólkuðu ekki
nema 700—1000 lítra á ári eins og
þær gerðu eftir uppskriftabók
Lysenkows.
Mál og menning tók hann
auðvitað upp á sína arma. Það er
líka fróðlegt að blaða í þeirri
Vestur
1 Tígull
pass
allir pass.
NorAur
pass
3 Hjörtu
Austur
pass
pass
Suður
1 Hjarta
4 Hjörtu
Suður er þannig sagnhafi í
fjórum hjörtum og vestur spilar
tíglunum. Tekur á ás, kóng og
spilar drottningunni, sem þú
trompar og spilar trompgosa.
Vestur lætur sexið, þristur, ás og
austur spilar aftur trompi. Vestur
lætur þá tígul og þá er komið að
þér. Hvernig hagar þú framhald-
inu?
Auðvitað byrjar þú á að taka
síðasta trompið af austri. En síðan
þarf að staðsetja laufdrottning-
una. Getur verið, að hún sé á hendi
austurs? Nei, mjög ósennilegt.
Hann sagði pass við opnun félaga
síns og að auki verður að gera ráð
fyrir fleiri háspilum en þrem
hæstu tíglunum á hendi vesturs.
Vestur Austur
S. 9742 S. 863
H. 6 H. Á52
T. ÁKD98 T. 1073
L. D74 L. 10532
Þá er þetta ljóst. Laufunum þarf
að spila frá hendinni og við gætum
þess, að spila fyrst gosanum með í
huga að láta hann fara hringinn.
En vestur leggur drottninguna
eflaust á og þá má svína fyrir
tíuna.
[„Fjólur — mín ljúfa“
Framhaldssaga eftir Else Fischer
Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi
78
tautaði Martin. — Það er engin
forsenda ... Það er engin ...
Hann þagnaði.
— Kannski við nálgumst
lausnina þegar við komumst
yfir fórnarkrúsina, sagði
Bernild og beygði inn t heim-
reiðina að kránni.
17. kafli
Ef Susanne hafði vonað að
æðislegur flótti hennar myndi
bera hana nær þjóðveginum,
varð hún nú fyrir vonbrigðum,
þegar hún kom að rjóðri og sá
blasa við sjónum Eikarmosabæ.
Hún starði örvæntingarfull í
áttina að húsinu, sem var dökkt
og drungalegt að sjá þrátt
fyrir upplýsta glugga. Að baki
henni einhvers staðar í myrkr-
inu var Martin og skammt
undan var fjölskylda Martins
— en þau gátu ekki öll verið
vitorðsmenn og hvernig sem á
málin var litið varð hún alténd
að ná í Bernild hið skjótasta og
Bernild var á Eikarmosabæ.
Henni var þungt fyrir hrjósti
cr hún gekk í áttina að húsinu
og þó var hún þakklát fyrir að
björgun skyldi vera svo innan
seilingar. Hún vissi að hún
hafði farið svo hratt yfir að
Martin hafði varla getað fylgt
henni. en samt sem áður leit
hún sýknt og heilagt um öxl og
hjartað barðist ákaft í brjósti
hennar.
Við hræðsluna bættist nú
einnig sú hugsun að það var
hún sem hlaut að dæma hann.
Það gat enginn efi verið leng-
ur: það hlaut að hafa verið
Martin sem hafði slegið hana
niður í skóginum og ef svo
hafði verið þá lá einnig ljóst
fyrir að sá hinn sami Martin
hafði einnig myrt Einar
Einarsen... og hvað með pen-
ingana? Alla pcninga Einars
Einarsens? Martin hlaut að
hafa tekið þá og komið þeim
svo áleiðis til Hermans frænda.
Martin hlaut að vera miður sín
af heift og tryllingi vegna þess
að Einar hafði ætlað að svipta
hann h'fsafkomu hans og fjöl-
skylda Martins hlaut að vera
jafn æst í að fá Mosahax).
Hún sá Mögnu frænku fyrir
sér, þriflega og glaðlega, og
Herman fra-nda. Þau gátu ekki
hafa vitað neitt. Það var
ómögulegt að þau væru öll
fla*kt í málið, en líklega höfðu
þau einhvern grun um að eitt-
hvað væri að, eftir að Martin
hafði látið þau fá alla þessa
peninga. Hægum skrefum gekk
Susannc upp tröppurnar.
Gamla klukkan i horninu sýndi
að hún hafði verið f burtu f
hálfa aðra klukkustund en
sjálfri fannst henni það hafa
verið heil eilífð.
Stundin var nú komin, hún
varð að ganga á fund Bernilds
og segja honum að maðurinn
sem hún hafði elskað væri
viðurstyggilegur morðingi en
þegar hún var nú komin inn í
öryggið fór hún að reyna að
íinna skýringar og afsakanir.
Ilann hlaut að hafa keyrt
Einar Einarsen niður fyrir
slysni. Martin gat ckki hafa
drcpið mann með köldu blóði.
Þegar hann sá svo hvað hann
hafði gert og hvcr maðurinn
var scm hann hafði ekið niður
og orðið að bana hafði hann
fyllzt örvæntingu og hann
hafði ílutt líkið á brott. Hún
hafði heyrt um að fólk væri
gripið slíkri skelfingu og bezta
fólk gat lent í því og brugðist
við eins og það væri viti firrt.
Hvað viðkom peningunum þá
gat Martin ekki hafa tekið þá í
auðgunarskyni. Liklega hafði
hann tekið þá til þess að reyna
að láta þetta líta út eins og...
eins og hvað? Susanne nam
staðar í þankagang sfnum. Ef
þetta átti að líta út sem auðg-
unarbrot, þá var engin ástæða
til þess að setja þetta á svið svo
að menn héldu það væri bflslys
og þá var heldur engin ástæða
til þess að hafa peningana á
brott mcð sér.
Hún sá aftur Martin fyrir sér
eins og hann hafði staðið að