Morgunblaðið - 08.03.1979, Qupperneq 48
Tillitssemi
kostar
ekkert
FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979
Verzlið
í sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki.
Ic^ Skipholti 19
BUÐIN sími
v 29800
Snjóflóðið í Esju:
Piltamir fund-
ust báðir látnir
TVEIR piltar úr Reykjavík
fórust í snjóskriðu í Esju í
fyrrakvöld er þeir voru á
niðurleið eftir göngu á
fjallið. Þriðji pilturinn,
sem með þeim var, slapp
naumlega þar sem hann
var nokkuð á eftir. Piltarn-
ir sem fórust hétu: Stefán
Baldursson, Tómasarhaga
22, og Sveinbjörn Beck,
Brávallagötu 18, báðir
nemendur í Menntaskólan-
um í Reykjavík.
Árni Geirsson, sá sem slapp við
snjóskriðuna, lét vita á bænum
Leirvogstungu og fóru fyrst af
stað félagar úr björgunarsveitinni
Kyndli í Mosfellssveit og strax á
eftir kallaðar út björgunar-
sveitin Ingólfur, Hjálparsveit
skáta og Flugbjörgunarsveitin,
alls rúmlega 200 manns, og varalið
var tilbúið. Piltarnir fundust kl. 1
Iðgjöfd ábyrgðar-
trygginga:
Félögin
vilja 79%
hækkun
Tryggingarfélögin hafa sótt
um hsekkun iðgjalda áhyrgðar-
trygginga bíla á yfirstandandi
ári um 79%, að sögn Páls Sig-
urðssonar ráðuneytisstjóra í
tryggingaráðuneyti. Gerði hann
ráð fyrir að Tryggingaeftirliti
yrði send hækkunarbeiðnin til
umfjöllunar í dag og tæki nokk-
urn tíma að fá umsögn þess.
Samkvæmt upplýsingum Jó-
hanns Björnssonar forstjóra
Ábyrgðar er aimennt iðgjald 5
manna fólksbíla á Reykjavíkur-
svæðinu nú kr. 80.500 eða 96.600
með söluskatti, en sé miðað við
50% bónus er gjaldið 48.300 með
söluskatti. Komist á 79% hækkun
verða tölurnar 172.800, fullt gjald,
en 86.400 sé miðað við 50% bónus.
Jóhann kvað hafa tekið hátt í tvo
mánuði að afgreiða hækkunar-
beiðni félaganna sl. ár og hefði
það mikil óþægindi og kostnaðar-
auka í för með sér fyrir trygging-
arfélögin að þurfa að innheimta
iðgjöld um þessar mundir með
fyrirvara um hækkun, og kvað
hann nauðsynlegt að slíta sam-
bandið milli greiðslu iðgjalda og
bifreiðaskoðunar eins og nú er.
Að sögn Runólfs Þorgeirssonar
hjá Sjóvá hefur enn ekki verið
fjallað um iðgjöld húftrygginga,
en hann bjóst við að iðgjöld þar
myndu þurfa að hækka svipað ef
ekki meira vegna lakari af-
komu. Runólfur kvað útreikning
tryggingarfélaganna á hækkunar-
beiðninni vera byggðan á aukn-
ingu tilkostnaðar að undanförnu,
en þar spiluðu einnig inn í þættir
svo sem fjöldi tjóna á hverju ári
o.fl. Sjálfsábyrgðin hefur verið
kr. 24.000 og kvað Runólfur það
ekki í valdi tryggingarfélaganna
heldur stjórnvalda að
ákveða hækkun hennar né vá-
tryggingarupphæðarinnar sem er
nú 24 milljónir. Hann kvað
tillögur vera uppi um að vátrygg-
ingarfjárhæðin færi í 240 milljón-
ir króna.
og kl 3:45 aðfaranótt miðvikudags
og var snjóskriðan 400—500 m á
lengd og 10—15 m á breidd og
misdjúp. Leitað var með snjóflóða-
leitarstöngum og gerði það leitar-
mönnum erfitt fyrir hversu snjór-
inn var þéttur.
Sjá: Liðlega 200 manns tóku
þátt í' leitinni, bls. 24.
Sveinbjörn Beck
Stefán Baldursson
Miklar um-
ræður um
þingrofs-
tillöguna
MIKLAR umræður stóðu á
Alþingi í gærdag og í gærkvöldi
um þingrofstillögu sjálfstæðis-
manna. Var þeim umræðum ekki
lokið þegar Morgunblaðið fór í
prentun. Gert var ráð fyrir að
íjúka umræðum í gærkvöldi eða
í nótt, en þingrofstillaga sjálf-
stæðismanna mun koma til
atkvæðagreiðslu í sameinuðu
þingi kl. 14 í dag.
Snjóskriðan féll ofan í gil og talið er að hún hafi farið af stað um leið og piltarnir lögðu út á fönnina þar.
I.jösm. Kristján.
Fíkniefnamálið í Kaupmannahöfn:
Teljum peningana vera
hagnað af sölu fíkniefna
— segir yfirmaður fíkniefnadeildar Kaupmannahafnarlögreglunnar
DANSKA lögreglan telur að þeir miklu fjármunir, sem
fundust í fórum íslendinganna, sem handteknir voru í
Kaupmannahöfn síðastliðinn laugardag, séu hagnaður
af sölu fíkniefna, aðallega kókaíns. Þrátt fyrir þetta
sagði réttargæzlumaður íslendinganna í sámtali við
Morgunblaðið í gær, að þetta fíkniefnamál, sem íslend-
ingarnir tengjast, væri að hans mati ekki eins umfangs-
mikið og lögreglan vildi vera láta. Því teldi hann að
íslendingarnir fengju ekki eins stranga dóma fyrir
bragðið.
í gær var jafnvel blíizt við því
að ein þeirra íslenzku kvenna,
sem sitja inni í Danmörku vegna
málsins, yrði látip laus áður en
gæzluvarðhaldsúrskurður henn-
ar rennur út á föstudagsmorgun,
en þessi kona var við yfirheyrsl-
ur í gær. I dag mun séra Jóhann
Hlíðar eiga fund með konu, sem
situr í Vester-fangelsinu, og fara
fram á við hana að hún gefi leyfi
til þess að börn hennar tvö, 5
mánaða gamalt stúlkubarn og 9
ára drengur, fái að fara heim til
ættingja á íslandi. Stúlkubarnið
dvelst með móður sinni í fang-
elsinu.
Eitt dönsku blaðanna leiðir að
því líkum, að íslenzk hjón, sem
sitja inni vegna málsins, hafi um
jólaleytið farið til Mexikó til
þess að ná í kókaínið, sem fannst
í fórum íslendinganna á hótelinu
„5 Svanir“, en í Mexíkó er sagt
mikið framboð af kókaíni og
tiltölulega auðvelt að komast
yfir það þar. Danska lögreglan
vildi ekki staðfesta þetta í gær.
Samkvæmt upplýsingum
dönsku lögreglunnar fundust í
fórum íslendinganna byssa og 7
hnífar. Byssan var hlaðin og
fundust 6 skot, þar af fjögur, þar
sem sorfið hafði verið í kúlurnar,
en það mun valda því að verði
kúlan fyrir mótstöðu splundrast
hún ojg getur myndað lófastórt
sár. Islendingarnir hafa ekki
kannazt við byssuna og hnífana.
Sjá nánar frásagnir Sig-
tryggs Sigtryggssonar,
blaðamanns Mbl. sem nú er í
Kaupmannahöfn á bls 22 og
23.