Morgunblaðið - 16.03.1979, Qupperneq 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979
Útgöngu-
bann í
Salisbury
Salishury, 14. marz. AP
ÚTGÖNGUBANN frá
sólsetri til döKunar hefur
verið fyrirskipað í
iðnhverfum Salisbury til
þess að koma í veg fyrir
hugsanlegar árásir
hryðjuverkamanna.
Tveir yfirmenn í hernum
hafa jafnframt varað við
blóðugum þingkosningum í
Rhódesíu vegna hótana
skæruliða um að spilla fyrir
þeim. Uppreisnarmenn hafa
ráðizt á orkuver og olíu-
geymslustöð í Salisbury á
síðustu þremur mánuðum.
lan Smith, leiðtogi hvítra
manna, og skæruliðaleiðtog-
inn Joshua Nkomo skiptust á
svívirðingum í brezka sjón-
varpinu í gærkvöldi og
kölluðu hvor annan „fasista"
og „hryðjuverkamann.“
Sjónvarpað var um gervi-
hnött. í lok klukkustundar
umræðna virtist hvorugur
hafa hvikað frá fyrri afstöðu.
Kosningarnar fara fram í
næsta mánuði.
Auglýsing um skoðun
bifreiða í lögsagnar-
umdæmi Kópavogs
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með,
aö aðalskoðun bifreiöa 1979 hefst mánudaginn
2. apríl og veröa svo sem hér segir: skoöaöar eftirtaldar bifreiðar
Mánudaginn 2. apríl Y- 1 Y- 200
Þriöjudaginn 3. apríl Y- 201 Y- 400
Miövikudaginn 4. apríl Y- 401 Y- 600
Fimmtudaginn 5. apríl Y- 601 Y- 800
Föstudaginn 6. apríl Y- 801 Y-1000
Mánudaginn 9. apríl Y-1001 Y-1200
Þriöjudaginn 10. apríl Y-1201 Y-1400
Miövikudaginn 11. apríl Y-1401 Y-1600
Þriðjudaginn 17. apríl Y-1601 Y-1800
Miövikudaginn 18. apríl Y-1801 Y-2000
Föstudaginn 20. apríl Y-2001 Y-2200
Mánudaginn 23. apríl Y-2201 Y-2400
Þriöjudaginn 24. apríl Y-2401 Y-2600
Miðvikudaginn 25. apríl Y-2601 Y-2800
Fimmtudaginn 26. apríl Y-2801 Y-3000
Föstudaginn 27. apríl Y-3001 Y-3200
Mánudaginn 30. apríl Y-3201 Y-3400
Miövikudaginn 2. maí Y-3401 Y-3600
Fimmtudaginn 3. maí Y-3601 Y-3800
Föstudaginn 4. maí Y-3801 Y-4000
Mánudaginn 7. maí Y-4001 Y-4250
Þriöjudaginn 8. maí Y-4251 Y-4500
Miövikudaginn 9. maí Y-4501 Y-4750
Fimmtudaginn 10. maí Y-4751 Y-5000
Föstudaginn 11. maí Y-5001 Y-5250
Mánudaginn 14. maí Y-5251 Y-5500
Þriöjudaginn 15. maí Y-5501 Y-5750
Miövikudaginn 16. maí Y-5751 Y-6000
Fimmtudaginn 17. maí Y-6001 Y-6250
Föstudaginn 18. maí Y-6251 Y-6500
Mánudaginn 21. maí Y-6501 Y-6700
Þriöjudaginn 22. maí Y-6701 Y-6900
Miövikudaginn 23. maí Y-6901 Y-7100
Föstudaginn 25. maí Y-7101 Y-7300
Mánudaginn 28. maí Y-7301 Y-7500
Þriöjudaginn 29. maí Y-7501 Y-7700
Miövikudaginn 30. maí Y-7701 Y-7900
Fimmtudaginn 31. maí Y-7901 Y-8100
Föstudaginn 1. júní Y-8101 og yfir.
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar að
Ahaldahúsi Kópavogs við Kársnesbraut og veröur
skoðun framkvæmd þar mánudaga — föstudaga kl.
8.15 til 12.00 og 13.00 til 16.00. Viö skoöun skulu
ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini.
Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiöagjöld fyrir árið
1979 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja
bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greid,
verður skoöun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð
þar til gjöldin eru greidd.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoöunar á
réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam-
kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og
bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli.
Umskráningar verða ekki framkvæmdar á skoöunar-
staö.
Bæjarfógetinn í Kópavogi,
12. marz 1979.
Sigurgeir Jónsson.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
I !.«.«« «ii«i • * » ii t a i.«.«.«.« « « ««i hiihiii««««««««««i«««
« «44*
Viðskipti og þjónusta:
ítarlegar upplýs-
ingar um tíu þús-
und aðila á íslandi
„UPPHAF þess að við hófum
vinnu við útgáfu þessarar bókar,
er kom út í fyrra, var það, að ég
hafði unnið við ýmis störf þar
sem ég fann tilfinnanlega fyrir
að það skorti viðamikið en þó
handhægt uppsláttarrit af þessu
tagi,“ sagði Jón Arnar Pálmason,
einn eigenda Árbliks h.f., sem á
sfðasta ári gaf út bókina
„Viðskipti og þjónusta“, er
Morgunblaðið ræddi við hann
fyrir skömmu.
Jón Arnar kvaðst meðal annars
hafa unnið við auglýsingasöfnun,
sölumennsku, margs konar
upplýsingaöflun fyrir fyrirtæki og
fleira. „Mér fannst vanta rit er
gæfi heildarupplýsingar um öll
þau mál er að gagni mega koma
við hin fjölbreytilegustu störf í
nútíma fyrirtækjum og á einka-
heimilum," sagði Jón ennfremur,
„en farið var að bera á því að fólk
var hætt að nota rit af þessu tagi
sem fyrir hendi eru, vegna þess
hve þau voru ófullkomin.
Nú þetta varð til þess, að ég
hófst handa ásamt félaga mínum
Björgólfi Thorsteinsson, en öllu
þessu hafði ég verið að velta fyrir
mér í um það bil tvö ár áður en
hafist var handa."
— Stofnuðuð þið Björgólfur þá
þegar fyrirtækið Árblik?
„Nei, upphaflega hét það Aug-
lýsingatækni h.f., en við breyttum
því í Árblik þar sem okkur fannst
fyrra nafnið gefa ranga mynd af
því sem við vorum að vinna að.
Bókarnafnið, „Viðskipti og þjón-
usta“, var hins vegar ákveðið
þegar frá upþhafi."
Aðilum boðið
að vera með
— Hvernig komu hinir ýmsu
aðilar á framfæri við ykkur hinum
fjölbreytilegustu upplýsíngum
sem í bókinni er að finna? Aug-
lýstuð þið eftir þessum upplýsing- '
um eða höfðuð þið samband við
viðkomandi aðila?
„Við ýmist fórum til þessara
aðila eða hringdum í þá, og feng-
um upplýsingar um viðkomandi
fyrirtæki, og buðum þeim að vera
með.
Sumir þessara aðila voru tregir
til, en þó fengum við yfirleitt
umbeðnar upplýsingar og þeir* 1 2 3 4 1
voru með án skuldbindinga. —
Sjónarmið þeirra flestra var það,
að þeir óttuðust að bókin yrði ekki
nægilega góð; þeir töldu reynsluna
ekki hafa verið með þeim hætti
undanfarin ár að eitthvað væri á
bókaútgáfu af þessu tagi að græða.
Þegar bókin kom svo út var hún
send öllum þessum aðilum til
skoðunar og væntanlegrar greiðslu
ef hún uppfyllti þær kröfur sem
þeir teldu að gera ætti til
upplýsingarits af þessu tagi.“
— Og hvernig urðu svo móttök-
ur þessara óákveðnu aðila er bókin
kom út?
„Ég held ég megi segja það, að
bókin hlaut mjög góðar viðtökur
og flestir hafa lofað hana, en
heldur hefur gengið seint að
innheimta skráningargjöldin og
vildi ég beina þeim tilmælum til
þeirra sem enn hafa ekki sent inn
greiðslu að gera það sem allra
fyrst og flýta þar með fyrir næstu
útgáfu."
— Hvað kostar það hvert fyrir-
tæki að vera með?
„Innskriftargjald í bókina er
27.000 krónur, og er þá bókin
innifalin. Þetta innskriftargjald
greiðist aðeins einu sinni, það er í
Rœtt við
Jón Arnar
Pálmason
framkvœmda-
stjóra
Árbliks hf.
upphafi, en eftir það heldur
viðkomandi aðili stöðu sinni í
bókinni og greiðir aðeins fyrir
bókina sjálfa er hún kemur út.“
— Hvað er innihald bókarinnar
„Viðskipti og þjónusta"?
„Hún skiptist í allmarga hluta
eða kafla, og eru þessir helstir:
1. Flokkaskrá, sem vísar til
starfsgreina skrárinnar, númer
eru við allar starfsgreinar, þannig
að unnt er að fletta upp hverri
starfsgrein.
2. Starfsgreinaskrá, en hún er
listi yfir öll fyrirtæki innan hverr-
ar greinar. I kaflanum um hús-
gögn er til dæmis að finna alla
húsgagnaframleiðendur og alla
söluaðila, innflutningsaðila og svo
framvegis.
Þá er þess einnig að gæta, að
margir aðilar geta verið á mörgum
stöðum í bókinni, húsgagnainn-
flytjandi gæti til dæmis bæði verið
undir kaflanum um húsgögn og
innflytjendur.
I bókinni er vísað á þessa aðila.
og þannig sagt frá staðsetningu
fyrirtækjanna að auðvelt á að vera
að finna þau jafnvel þó sá sem
leitar sé ekki kunnugur i
viðkomandi hverfi eða bæjar-
félagi.
3. Þá er í bókinni kort ai
Stór-Reykj avíkursvæðinu.
4. í bókinni er grein á ensku
með ýmsum upplýsingum um
ísland.
5. í bókinni eru upplýsingar um
alla þá aðila sem í henni koma
fyrir, eftir stafrófsröð.
Stór-Reykjavík fyrst, þá ýmsir
byggðakjarnar og loks sýslur
landsins.
6. Kort af öllum þéttbýliskjörn-
um landsins, og inn á þau kort er
staðsetning hinna ýmsu fyrir-
tækja merkt.
7. Upplýsingar um erlend
viðskipti Islendinga, sendiráð
íslands erlendis, ræðismenn og
margt fleira.
8. Umboðsskrá, en hún er mjög
veigamikill þáttur bókarinnar. Þar
er að finna heiti á vörutegundum
og síðan nafn innflytjanda.
9. í bókinni er einnig að finna
söluskattsnúmera- og nafn-
númeraskrá er inniheldur öll
fyrirtæki iandsins."
Kemur bókin
út aftur?
— Það hefur heyrst að
„Viðskipti og þjónusta" muni ekki
koma út aftur að þetta verði eina
útgáfan^Er'það rétt?
„Frá því þessi bók kom út hefur
stöðugt verið unnið að endurbótum
og ég vil segja fullkomnun á henni
fyrir næstu útgáfu. Er bæði verið
að afla nánari upplýsinga um þá
aðila sem eru í þessari bók, og svo
er einnig verið að ná í þá aðila
sem ekki náðist í er fyrsta bókin
kom út.
Einnig má nefna að við erum nú
að vinna sérstaklega að þvi að
endurbæta umboðaskrána. Það er
gífurlegt verk, þar sem engar
upplýsingar eru til í landinu á
einum stað um umboðsaðila, þó
fyrir liggi upplýsingar um þá sem
hafa heildsölu- eða innflutnings-
leyfi, þá getur verið erfiðara að
finna hvaða vöru hver selur eða
flytur inn.
En hvað spurningunni sjálfri
viðkemur, þá hafa hrakspár alltaf
fylgt þessari bók. Fyrst var sagt að
hún kæmi aldrei út, síðan átti
dreifingin að mistakast, við áttum
að fara á hausinn, og nú er sagt að
bókin komi ekki út aftur. Þessum
1978/1979
m '■%
fíusiness Direcwry of lceland
VIDSKIPTIOG
ÞJÓNUSTA
Uþpsláttarbókfyrir heimili. fynrtœki, stofnanir
I JJJIIIIIII
i i h i>i h<i ifii’i'ntin'i i*i.i • ■ iim « i M