Morgunblaðið - 16.03.1979, Page 15

Morgunblaðið - 16.03.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 47 millj. kr. aukning í krónutölu er því 1615% — Magnaukning orku 4 föld en krónutala 16.15 föld. Fyrir Rarik í heild hefur krónu- töluaukning aðeins verið 14.33 föld. Það hefur sem sagt tekist að upphita 35% húsnæðis á 16000 kmz landsvæði fyrir um það bil 800 millj. kr. Því hlutdeild hitans er aðeins ákveðið hlutfall af heildar- fjárfestingu fyrir 12 þéttbýlin og sveitir. Allt frá árinu 1966 hefur verið rætt um fjarvarmaveitur á Austurlandi. Fyrsta frumáætlun var gerð 1965 fyrir Egilsstaða- hrepp, 1969 fyrir skóla og sjúkra- húshverfið í Neskaupstað, og á Egilsstöðum 1977 fyrir hluta sveit- arfélagsins. Stjórn S.S.A. ákvað að efna til verðlaunasamkeppni 1976 um hvernig hagkvæmast þætti að haga upphitun húsnæðis í þéttbýli þar sem ekki væri jarðhiti til staðar. í framhaldi af þessu hóf Egils- staðahreppur viðræður við raf- magnsveitustjóra um rekstur kyndistöðvar fyrir væntanlega fjarvarmaveitu. Að tilhlutan rafmagnsveitu- stjóra og fulltingis iðnaðarráðu- neytisins hefur nú farið fram áætlanagerð varðandi fjarvarma- veitur í öllum þéttbýlisstöðum á Austurlandi og eru niðurstöður væntanlegar á næstunni. Eins og sjá má hefur umræðan um orkumál verið á breiðum grunni á heimavettvangi Austfirð- inga. Samstarf sveitarfélag, S.S.A. og Orkumálanefndar við þjónustuað- ilann Rarik, hefur verið mjög til fyrirmyndar, en þar eiga bæði núverandi og fyrrverandi raf- magnsveitustjóri stærstan hlut. Eg hef nú í stórum dráttum reynt að draga fram meginatriði í hinni almennu orkumálaumræðu Austfirðinga ásamt því að benda á ýmislegt sem mótað hefur umræðuefnið. Hér hef ég sleppt umræðu um skipulagsmál, sem fór fram í nefnd sem iðnaðarráðherra skip- aði 1975 og á sérstakri ráðstefnu S.S.A. um þau mál 1976, enda ekki ástæða til að rekja þær á þessum vettvangi. 3. Megin fram- kvæmdaratriði Ef blaðað er í fundargerðum Orkumálanefndar fram til ársins 1977 má finna eftirfarandi óska- lista og fjármagnsþörf (miðað við verðlag í byrjun árs 1977). 1. Orkuöflun 1.1. Hefja þarf nú þegar virkjunarframkvæmdir, sem miði að því, að virkjanir á Austurlandi geti sinnt grunnaflsþörf á árinu 1981. 1.2. Stefnumörkun S.A.A. 1974 felur í sér, að virkjun í Fljótsdal sé forgangsverkefni. Hugsanleg virkjun þar er 3x50 Mw Fljótsdals- virkjun með 50 Mw fyrsta áfanga. 1.3. Grunnaflsþörf 1981 áætlast um 50 Mw, miðað við, að hitunar- markmiði sé náð. Dísilvinnslu- kostnaður árið 1978 áætlast rúm- lega 500 millj. króna. 1.4. Með tilkomu línu frá Norðurlandi sem grunnorkukosts, þarf varaafl á Austurlandi að vera minnst 80% af grunnaflsþörf á hverjum tíma og 30 Mw aukning fram til ársins 1981. Fjárfesting í varaafli um 2.15 milljarðar króna. 2. Orkuflutningskerfið 2.1. Vopnafjörð þarf að tengja við samveitusvæðið árið 1978. 2.2. Bakkafjörð þarf að tengja við Þórshöfn árið 1978. 2.3. Olíukostnaður á Vopna- og Bakkafirði verður um 52 millj. kr. árið 1978. • »«'- > ' '■«• 2.4. Hornafjarðarsvæðið þarf að tengjast við samveitusvæðið ekki seinna en á árinu 1979. 2.5. Endurbyggja þarf línukerf- ið Grímsá — Egilsstaðir — Eski- fjörður — Réyðarfjörður fyrir árið 1980. Fyrsti áfangi þeirrar línu- lagnar yrði Reyðarfjörður — Eski- fjörður. 2.6. Aætluð fjármagnsþörf í greindar framkvæmdir er 4.0 milljarðar króna með aðveitu- stöðvum. 2.7. Bæjarkerfin þurfa 600 milljónir fram til ársins 1981. 2.8. Sveitaveitur þurfa um 100 milljónir til ársins 1981. Eins og fram keraur hefur nefndin reynt að gera sér grein fyrir helstu framkvæmdaatriðum næstu framtíðar. Aðalatriði eru orkuvinnsla í fjórðungunum — nýir flutnings- leggir inná gamla aðalflutnings- kerfið, svo hringtengingar mynd- ist — í framhaldi af því endur- bætur á gamla aðalflutningskerf- inu — ásamt því að syðsti og nyrsti hluti kjördæmisins sé tengdur samveitusvæðinu. Tímasetningar eru almennt miðaðar við orkuspá, og væntan- legan olíu kostnað díselvinnslu. Að þessu sinni er ekki tækifæri til að útskýra frekar bakgrunn ofangreindra ályktana, sem allar hafa sem grundvallaratriði, fyrr nefnd markmið um gæði og öryggi orkuafhendingar, en þar sem hringtenging landsins er nú til umræðu, er rétt að benda á kosti „maska“ tengingar. Meginatriði í rekstri „maska- kerfis" er að hver ein lína í „maskanum" á að geta flutt nægi- legt afl fyrir þá álagspunkta, sem línan er tengd við og hið fullkomna „maskakerfi" er þannig að þótt ísing eða snjóflóð grandi einum legg að aðeins að verða stutt blikk á kerfinu. Þetta felur í sér, að þörf á varaafli vegna aðalflutnings- kerfisins er að heita má óþarft, því allir leggir kerfisins eru í raun til vara fyrir hina, en ég vil taka skýrt fram, að þar með er ekki sagt, að þörf á varaafli hverfi. Varaaflsþörf er skilgreind á mismunandi vegu, og einnig í mismunandi vægi fyrir hina ein- stöku kerfishluta. Ohætt mun að staðhæfa, að með uppbyggingu flutningskerfisins í maskakerfi, — byggingu orkuvers eða orkuvera, sem sæi um grunna- flsþörf og með tengingu landshlut- ans við Norðurland, á varaaflsþörf að vera hverfandi, ef þá nokkur. Ljóst er að sú seinkun sem sjáanlega er á tengingu Vopna- fjarðar við samveitusvæðið, mun valda Rarik miklu tjóni, ef litið er á orkuþörf næstu tveggja ára. Diselvélar á Vopnafirði fram- leiddu rúmlega 6Gwh 1978 og mín áætlun fyrir árið 1979 er 7.2 Gwh á 32.50 kr/Kwh sem er 234 Mkr fyrir árið miðað við olíuverðið 82.65 kr/1. Ég hef lagt mikla áherslu á þessa línulögn, undanfarin ár og þó sérstaklega með tilliti til bættr- ar nýtingar eigin orkuvera (Lagar- fljót og Grímsá) yfir stóran hluta ársins, en allt kemur fyrir ekki — með tilkomu snarvitlaus saman- burðar reiknings við endurnýjun Kópaskerslínu í framkvæmdar- áætlun Rarik fyrir árið 1979 er Vopnarfjarðarlínu seinkað. Rétt er að benda á að disel- vinnsla 1979 verður eitthvað lítilsháttar meiri á Hornafirði — er rétt að huga að þessu, þar sem Orkustofnun vill leggja 250 km línu frá Sigöldu þangað, til að lækka rekstrarkostnað á því svæði. Ég vil leggja áherslu á að iðnaðarráðherra nýti sér heimildir til aukningar framkvæmdamagns í orkuframkvæmdum með því að skaffa nægilegt fjármagn til að ljúka Vopnafjarðatengingu í ár. 4 Framtíðar þörf Ef litið er á þá þróun sem átt hefur sér stað í olíumálum og færustu sérfræðingar heimsins spá um í næstu framtíð er ljóst að orkuspá A er of lág miðað við þörf iðnaðarins fyrir orku. her á Austurlandi er ljóst að mjölvinnsla eykst mikið á næst- unni með hagnýtingu kolmuna og spærlings til viðbótar núverandi loðnuvinnslu. Eitt af því sem örugglega er framundan hjá bræðslunum er gufuþurkun á mjóli, og er ekki annað sjáanlegt en þær óski eftir rafmagni sem orkugjafa, ásamt mörgum öðrum iðnaðarfyrirtækj- um. Þá er framundan kyndistöðv- ar fyrir fjarvarmakerfi — sem eitthvað minnkar væntanlega þörf forgangsorku til hitunar, en engu að síður er hér um að ræða flýtingu á að mæta hitaþörf svæðisins. í stuttu máli lít ég svo á að annar áfangi Hrauneyjarfoss eigi lítið eftir 1986. Ljóst er að þegar 1982 eru uppi mikil vandamál vegna flutningstregðu „Byggða- línu til Austurlands, ef Krafla býr við lágmarks vinnslugetu. Haustið 1983 verður mjög alvar- legur skortur, ef ekki fæst orka frá Kröflu. Af Orkustofnun hefur verið bent á að réttara væri að tengja Austurland við Sigöldu um suð-Austurland og fá þá einnig tengingu við Austur-Skafta- fellssýslu og Suður línukerfi sam- veitusvæðis Austurlands á Djúpa- vogi. Við skulum líta nánar á þessa staðhæfingu: Kostur 1. Bessastaðará virkjuð 1983. Hrauneyjarfoss og Bessy 1. fullnýtt 1987 án Kröflu. Bessý seinkar uppsetningu 3. vélar í Hrauneýjarfossi. 1983 verður að vera ljóst hvar næsta virkjun á að rísa á Islandi, sem að öllum líkindum verður Blanda, Jökulsá í Fljótsdal eða Þjórsá — Tungná. Ákvörðun um þessar virkjun verður ráðandi um framhalds- uppbygg'ngu dreifikerfisins, og kann þá svo að fara að 132 KV lína Siganda — Höfn sé annað hvort of lítill eða óþörf. Þessi kostur felur sem sagt í sér að ákvörðun um frekari tengingu' Austurlands við landskerfið mótast af ákvörðun um næstu ' virkjun. Kostur 2. 132 kV Suðurlína Virkjun Bessý frestað þar til orka og afl Hrauneyjarfoss er fullnýtt. Ekki er ljóst án sérstakra hag- kvæmisreikninga hvort kostur 1 eða 2 hefur í för með sér meiri fjármagnskostnað — hér er fyrst og fremst um að ræða mismunandi framkvæmdaröð við sama heildar- kostnað. Stofnkostnaður Bessý og suður- línu virðist vera svipaður og raunar spurning hvort línan er ekki dýrari, þá sérstaklega ef aðeins Hólmalón yrði notað til að byrja með fyrir Bessý. Auk þessa verður að líta á rekstraröryggi og gæði orku- afhendingar. Kostur 3. Hætt við Bessý 1. og 2. Ef ekki verður af orkufram- leiðslu við Kröflu næstu árin í verulegum mæli er Hrauneyjar- foss fullnýttur 1986. Miðað við að þá komi til virkjun á stærð við Blöndu eða Fljótdals- virkjun þarf ákvörðun að liggja fyrir um þá framkvæmd pegar á þessu ári. Þessi möguleiki er úti- lokaður miðað við á hvaða undir- búnings og hönnunarstigi virkjan- ir þessar eru nú. Það hefur alltaf verið grund- vallaratriði Orkumálanefndar að Bessý 1 og 2 væru upphafsáfangar Fljótsdalsvirkjunar. Okkur hefur jafnframt verið ljóst að Fljótsdalsvirkjun í t.d. 5 áföngum væri eitthvað dýrari en virkjun í t.d. þrem, en sá munur væri hinsvegar ekki afgerandi. Um þetta atriði segja hönnunar- aðilar: „að munurinn sé aðeins 20% og dreifing fjármagnskostn- aðar vegna áfangaskiptingar gerir þennan mun óverulegan ef nokkurn". Sé mat okkar í þessu máli dregið saman er það svohljóðandi: 1. Virkjun í Fljótsdal fyrir orku- þarfir Austurlands er grund- vallaratriði, til að hægt sé að nálgast meginmarkmið um gæði og öryggi orkuafhendingar. 2. Virkjun í Fljótsdal er upphafs- áfangi að 300 Mw áfanga- virkjunar sem er nauðsynlegt að staðsett sé utan eldvirkra svæða fyrir þjóðarheildina. 3. Virkjun í Fljótsdal eykur á allan hátt nýtingu Byggðarlínu- kerfisins um miklu lengri tíma, en ný virkjun í Þjórsá. 4. Virkjun í Fljótsdal er ásamt Kröflu grundvallarorkugjafi fyrir Norður og Austurland á síðara hluta næsta áratugs. 5. Línan Hryggstekkur — Höfn þarf að flýta sem mest — framkvæmdir ættu að.hefjast á næsta ári, áfanginn Ilrygg- stekkur — Djúpivogur. 6. Stór aukning er væntanleg á orkuþörf landshlutans til iðn- aðar á næstu árum. Hitavæðing styttist í tíma vegna olíuverðs- hækkana. Eftir er 65% upphit- aðs húsnæðis á Austurlandi. 7. Gera þarf tæknilega og fjár- hagslega áætlun um leiðir að þeim markmiðum, að öll staðbundin orkuþörf sé sinnt af innlendum orkukostum, til minn<3t napVjtii tín óWö f 60 (5 5S u sz 13 M :! mH.!2 1 it. . . ( * // j — '> :32 £J ; f 1 : 6 i \ [ I ÍO ' r : ; O • j f / i ; l-H, -j ( í t&\ t I Hs;!darcrka DiS-e/crka. m F- = , - v, : ■ r| i ** á ~ ‘ ■ *■ : ■***? ■ ( i S i o G Wh. GWh il/PC2. ejfet I €5 [^^7 fggf 69 (™ fP m '0\7Z"\7?f7f \7é

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.