Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
3
70—80% íslenzkra
kvenna í barneign
nota getnaðarvamir
A Norðurlöndum er þetta
hlutfall aðeins um 50%
„FÓSTUREYÐING er og verður
ætíð neyðarúrræði, en til þessa
úrræðis er nú gripið í mun færri
tilvikum hér en í nágrannalönd-
unum,“ sagði Ólafur Ólafsson
iandiæknir í samtali við Morgun-
hlaðið. „Á árinu 1978 var tíðni
fóstureyðinga meðal kvenna á
aldrinum 15 til 49 ára á bilinu 8,3
til 8,6 prómille. Áður hafa verið
nefndar bráðabirgðatölur, sem
reyndust of háar við nánari athug-
un. Ef fóstureyðingar vegna
rauðra hunda eru ekki með taldar
var tíðnin tæpiega 8 prómille.“
Ólafur kvað ekki rétt að gera
mikið úr sveiflum milli einstakra
ára. Ljóst væri að fóstureyðingum
hefði fjölgað verulega frá 1970 en
Ólafur taldi líklegt að ekki yrði
mikil aukning úr þessu með hlið-
sjón af þróun á Norðurlöndunum,
þar sem varð fækkun. Á Norður-
löndum jókst tíðni fóstureyðinga
verulega er lagaákvæðin voru gerð
frjálsari, en á síðustu tveimur til
þremur árum hefur orðið almenn
lækkun. „Þessa lækkun ber m.a. að
þakka aukinrii þekkingu og notkun
getnaðarvarna og trúlega bættum
félagslegum aðbúnaði," sagði land-
læknir.
Fræðsla og ráðgjöf
varðandi kynlíf
og barneignir
Markmið fræðslu og ráðgjafar er
að auka notkun getnaðarvarna, svo
að komizt verði í veg fyrir óæski-
legar barneignir. Árangur okkar á
því sviði, sagði Ólafur er allveru-
legur þótt sumir haldi að svo sé
ekki. Samkvæmt upplýsingum frá
Krabbameinsfélagi Islands og dr.
Gunnlaugi Snædal yfirlækni nota
milli 70 og 80% kvenna í barneign
getnaðarvarnir, en á Norðurlönd-
um um 50%.
Þennan árangur, sagði Ólafur
Ólafsson, ber vitaskuld að þakka
góðri almennri þekkingu íslenzkra
kvenna, ráðgjöf heilbrigðisstétta,
og ef til vill að einhverju leyti því
að við höfum sent út um 50 þúsund
fræðslubæklinga um þessi mál til
heilsugæzlustöðva, sjúkrahúsa,
mæðra- og kvensjúkdómadeilda og
skóla. Vissulega má vinna betur að
þessum málum, en allt það fé, sem
Alþingi hefur veitt til þessara mála
hefur verið fullnýtt.
Vitaskuld er stefnan að fækka
fóstureyðingum. Nú í ár og á næsta
ári, verður farið um allt landið og
konur á aldrinum 15 til 45 ára, sem
ekki hafa öðlazt ónæmi gegn rauð-
um hundum, verða bólusettar gegn
þeim sjúkdómi. Þetta er gert til
þess að koma í veg fyrir fóstur-
skemmdir vegna rauðra hunda. Ef
við hefðum haft möguleika á að
framkvæma þetta verk fyrir t.d.
tveimur árum, hefðu 36 konur á
árinu 1978 og milli 50 til 60, sem af
er þessu ári, sloppið við fóstureyð-
ingu.
Um félagslegar
ástæður fóstureyðinga
Skil á milli heilbrigðis og sjúk-
dóms eru oft mjög óljós. Það sem
einum er óbærilegt og veldur kvíða,
kvölum og jafnvel sjúkdómsein-
kennum er öðrum þolanlegt, —
sagði landlæknir. Öll mannanna
verk orka tvímælis, en ég tel að
framkvæmd laganna hafi gengið
nokkuð hnökralaust. Vitaskuld tek-
ur nokkurn tíma að sníða starfs-
reglur, en þær sjá brátt dagsins
ljós. Sumt hefur tekizt mjög vel og
má minna á, að yfir 97% allra
fóstureyðinga fara fram fyrir lok
12. viku. Meðal nágrannaþjóðanna
eru um 75 til 85% fóstureyðing-
anna gerðar fyrir þann tíma.
Samkvæmt lögunum eru fóstureyð-
ingar ekki frjálsar hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum prófess-
ors Sigurðar S. Magnússonar
hættu á þessu ári margir tugir
kvenna við fóstureyðingu eftir
viðtal við lækna og félagsráðgjafa.
Ef takast á að draga úr fóstureyð-
ingum, ber að auka fræðslu, sér í
lagi í skólum og bæta félagslegan
aðbúnað.
Hvað um frumvarn Þorvalds
Garðars Kristjánssonar?
Frumvarp Þorvalds Garðars er
ágætt tilefni til að skapa umræðu-
grundvöll um þessi mál, en mér
sýnist það ganga heldur of langt,
þar sem hann gerir ráð fyrir að
félagslegar ástæður séu að mestu
felldar niður sem ástæða fóstur-
eyðinga.
Hvað nánar um ráðstafanir
vegna rauðra hunda?
Faraldur rauðra hunda hefur
gengið hérlendis á 8 til 10 ára fresti
og er alls vitað um 53 börn, sem
fæðst hafa með heila-, mænu-,
hjarta-, sjón- og heyrnargalla
vegna þessa sjúkdóms. I Heyrn-
leysingjaskólanum dveljast nú um
60 börn, þar af eru 30 mjög alvar-
lega heyrnarskert vegna rauðra
hunda og hafa sum þeirra einnig
skerta sjón. í lögum er heimild til
fóstureyðingar ef kona sýkist á
fyrstu fjórum mánuðum þungunar,
enda fjölgar mjög aðgerðum, þegar
faraldur gengur yfir. Fóstureyðing
kemur þó ekki alltaf að gagni, því
að 25 til 30% kvenna fær ekki
útbrot. Frá árinu 1975 hafa 12 til
13 ára stúlkubörn verið bólusett við
rauðum hundum og jafnframt þær
konur, sem fæða og reynast hafa
næmi við veikinni.
Fyrirbyggjandi aðgerðir af þessu
tagi kosta mjög lítið fé samanborið
við þann mikla kostnað, sem þjóð-
félagið hefur af einum einstaklingi,
sem verður fyrir skemmdum í
móðurkviði af þessum sjúkdómi.
Samkvæmt útreikningum Trygg-
ingastofnunar ríkisins er kostn-
aður við hvern einstakling á verð-
lagi ársins 1978 43 milljónir króna,
það er framfærsla fram til 67 ára
aldurs. Vitaskuld er ýmis auka-
kostnaður ótalinn og þar við bætist
þjáning og sorg. Búast má við að
kostnaður vegna ofannefndra ein-
staklinga sé um 2 milljarðar króna
á ári.
Mondale vara-
forseti kemur
á miðvikudag
WALTER Mondalc varaforscti
Bandaríkjanna kemur í opinbcra
hcimsókn til fslands næstkom-
andi miðvikudag. Áætlað er að
flugvél varaforsetans lcndi á
Keflavikurflugvelli klukkan
20.20 um kvöldið og auk vara-
forsetahjónanna verður ailstór
hópur með f förinni hingað, bæði
embættismenn og blaðamenn.
Ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra ræðir við Mondale í
Ráðherrabústaðnum klukkan 9 á
skírdagsmorgun, en klukkan 11
verður blaðamönnum gefinn kost-
ur á að ræða við varaforsetann.
Hádegisverðarboð verður í boði
forseta íslands á fimmtudag, en þá
um kvöldið verður veizla forsætis-
ráðherra á Hótel Sögu. Mondale
heldur af landi brott klukkan 9 á
föstudagsmorgun.
Tíðni fóstureyðinga miðað við 1000 konur á aldrinum 15 til 49 ára
Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð ísland
70 8,1 12,7 10,7 8,7 2,1
75 23,7 17,9 19.6 17,7 6.0
77 78 21,6 14,7 14,4 16,9 8.4 8,3-8,5 (áætlað)
Elínborg Hilmarsdótt-
ir flutningabílstjóri: ^ ^
Auðvitað
hjálpumst við að, ef
skipt a þarf um dekk”
Á s.l. árum hafa konur
ótrauðar haldið innreið sína
inn á starfssvið, er áður
þóttu aðeins við hæfi karla.
Á vöruflutningamiðstöðinni
Landflutningum við Héðins-
götu gat í fyrramorgun að
líta unga konu, önnum
kafna við að hlaða vörum í
vöruflutningabifreið. Það,
sem gerði þessa ungu konu
forvitnilega að okkar mati,
var að hún var að „leggja í
’ann“ til Siglufjarðar sem
ökumaður þessarar stóru
bifreiðar.
Hún heitir Elínborg
Hilmarsdóttir og er frá
Siglufirði. Hún sagði, að
þetta væri ekki föst atvinna
sín, heldur gripi hún í
aksturinn í forföllum föður
síns, en hann er eigandi
fyrirtækisins, er sér um að-
drætti til Siglufjarðar. Frá
sínu sjónarhorni væri þetta
eins og hvert annað starf,
enda hefði hún alizt upp
innan um vöruflutninga og
bifreiðar. Að aka vöruflutn-
ingabifreið væri ekki erfið-
ara en hvað annað.
Elínborg sagðist hafa tekið
meiraprófið vorið 1977 og
hefði hún oft ekið bifreið
föður síns stuttar vegalengd-
ir, en þetta væri fyrsta ferð
sín alla leiðina milli Siglu-
fjarðar og Reykjavíkur.
„Rennifæri var í fyrradag, er
við komum til Reykjavíkur,
en ég var að frétta af því, að
nú væri einhver snjókoma.
En það er bara að taka því og
vona hið bezta,“ sagði Elín-
borg, er blaðamaður spurði
hvort hún væri ekki bangin
við færðina.
Með henni í förum er
Magnús Pétursson og spurn-
ingunni um, hvort þeirra
skipti um dekk, ef á þyrfti að
halda, svaraði Elínborg:
„Auðvitað hjálpumst við að
og eins ef eitthvað bilar. En
ef á þyrfti að halda bjargaði
ég því að sjálfsögðu sjálf."