Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
39
Valskonur
í vígamóð
• Stefán Gunnarsson átti í gærkvöldi einn sinn besta leik á vetrinum og á meðfylgjandi mynd Kristjáns
ljósmyndara hefur Stefán rifið sig í gegn um vörn Fram og skorar eitt af 3 mörkum sínum.
Valsmenn ætla sér
að halda titlinum
ÞEGAR uppi var staðið, voru
Framarar ekki hindrun á vegi
Valsmanna í úrslitaleik við
Víkinga. Framarar voru sterkir í
fyrri hálfleik og mættu til leiks
ákveðnir í því að klekkja á Val,
enda skammt síðan að Valur sló
Fram út úr bikarkeppninni með
eins marka mun. Þar fyrir utan
er orðið langt síðan Fram vann
leik og var því kominn tími til að
gera eitthvað af viti. En dýrðin
stóð aðeins rétt fram í siðari
hálfleik, er staðan var 11 — 11 og
þá sigu Valsmenn rólega (í orðs-
ins fyllstu merkingu) fram úr og
unnu öruggan sigur. Þrátt fyrir 5
marka sigur, 23—18, hafði maður
þó yfirleitt á tilfinningunni, að
Valsmenn hefðu ekki annað fram
yfir Framara en líkamsburðina.
Staðan í hálfleik var 11 — 10 fyrir
Val.
Jafnræði var framan af, þannig
hafði Fram yfir 4—3 þegar fyrri
hálfleikur var hálfnaður og
nokkru síðar náði Fram tveggja
marka forystu, 6—4 og 8—6. Vals-
menn náðu þá góðum spetti og
komust yfir 11—9, en Framarar
skoruðu síðasta markið í hálf-
leiknum. Það er síðan skemmst frá
því að segja, að Valsmenn sigu
örugglega fram úr í síðari hálfleik
og var sigur þeirra þá aldrei í
hættu.
Ef litið er á liðin, var mark-
UBK—Þór
í kvöld
EINN leikur fer fram í 1. deild
kvenna i kvöld og er Það viöureign
Breiöabliks og Þórs, sem fram fer í
ípróttahúsinu í Ásgarði klukkan
22.00. Leikur Þessi sker úr um paö
hvort Þessara liöa eöa bnöi bjarga
sér fró falli, en fallbaráttan er enn
ekki útkljáö eins og sagt var í
blaðinu á Þriöjudaginn. Víkingur á
enn eftir aö leika gegn Breiðabliki
og tapi UBK Þeim leik og Þórsleikn-
um, fellur UBK, en annaöhvort
Víkingur eöa Þór leikur síðan auka-
leik gegn næstefsta liöi 2. deildar.
varslan í sérflokki, Óli Ben. hjá val
varði allan leikinn mjög vel, alls 15
skot í leiknum, en enn meiri
athygli vakti þó Sigurður
Þórarinsson hjá Fram, sem varði
14 skot fram í miðjan síðari
hálfleik, en fór þá út af. Gissur
kom þá í hans stað og stóð sig vel.
Auk markvarðanna var Björn
Eiríksson sprækastur hjá Fram,
sérlega háll á línunni, fiskaði víti
grimmt og skoraði mikið. Theodór
reif sig upp í síðari hálfleik og
skoraði þá falleg mörk. Valsliðið
var jafnt, þó með Ólaf Ben. sem
bestan mann. Það er einn aðal-
styrkleiki þessa liðs hve jafnir
leikmenn liðsins eru. Flestir leik-
manna liðsins létu nokkuð til sín
taka í leiknum og enginn bar af.
Jón Hermannsson og Árni
Tómasson sáu um dómgæsluna og
voru þeir rétt þokkalegir, ekki
meira.
í STUTTU MÁLI:
islandsmótiö 1. deild Valur-Fram
23—18 (11—10)
Mörk Vals: Jón Pétur 6, Jón Karls-
son 4 (2 víti), Þorbjörn G., Þorbjörn
J„ Steindór og Stefán 3 hver, Gísli
Gunnarsson 1 mark,
Mörk Fram: Atli, Björn og Theodór 4
hver, Gústaf 3, Viöar 2 og Pétur 1
mark.
Víti í vaskinn: Oli Ben. varói frá
Gústaf, Gissur verói frá Jóni K. og
Björn Eiríksson vippaói yfir bæði
Ólaf Ben. og Þverslána í senn.
Brottrekstrar: Björn Björnsson
Val, Jón Pétur Val og Birgir
Jóhannesson Fram í 2 mínútur hver.
-gg.
SEM heild lék kvennalið Fram
frekar eins og falllið en meistari,
er liðið mætti Val í 1. deild
kvenna í gærkvöldi. Með því að
sigra Fram mátti takast hjá Val
að tryggja sér annað sætið í
mótinu og þar sem Framarar
höfðu, að Guðríði Guðjónsdóttur
undanskilinni, engan áhuga á
leiknum, tókst það örugglega,
Leikdagar
ákveönir
— Víkingar
óhressir
MÓTANEFND HSÍ setti í fyrra-
kvöld á leikdaga undanúrslita-
leikjanna í handknattleik og setti
Þá leik Vals og Víkings á 25. apríl
næstkomandi, leik FH og ÍR á 27.
apríl og sjálfan úrslitaleikinn á
29. apríl. Víkingar vildu ekki una
pví að Þurfa aó bíöa með leik
sinn allar götur til 25. Þessa
mánaöar og báru fram mótmæli.
Voru rök Víkinga meðal annars í
Því fólgin aó Þeim Þótti slæmt
aö slíta mótió í sundur á Þennan
hátt. Vildu Víkingar fá aö leika
leik Þennan á sunnudaginn. HSÍ
fjallaði um kröfu Víkinga í gær-
kvöldi og ákvaó Þá aó breyta
ekki ákvöróun mótanefndar um
leikdaga.
— 99-
Valur vann 14—10 eftir að hafa
haft yfir 7—4 í hálfleik.
En leikurinn var slakur af
beggja hálfu, mikið um mistök á
báða bóga, ótímabær skot og
sendingar út í bláinn. En Valsarar
voru þó greinilega ákveðnari og
ætluðu sér að ná ákveðnu marki.
Fram hefur þegar náð sínu. Eini
leikmaðurinn sem nokkuð kvað að
hjá Fram, var Guðríður Guðjóns-
dóttir, sem skoraði 7 af 10 mörkum
liðsins. Hjá Val var markvörður-
inn, Jóhanna, langbest, en Björg,
Erna og Sigrún gerðu allar góða
hluti.
MÖRK VALS: Erna 4, Harpa 3,
Björg 3, Sigrún 2, Elín og Ágústa 1
hvor.
MÖRK FRAM: Guðríður 7, Oddný
2 og Helga 1 mark.
— gg.
Fram
vann
FRAM vann Fylki 2—1 í Reykja-
víkurmótinu í knattspyrnu á Mela-
vellinum í gærkvöldi. Staðan í
hálfleik var 1—0 fyrir Fram og var
það ólánsamur varnarmaður Fylk-
is sem þá sendi knöttinn í eigið
net. í síðari hálfleik tókst Baldri
Óskarssyni að jafna fyrir Fylki, en
sigurmark Fram var skorað á
síðustu mínútum leiksins.
Einkunnagjöfin
VALUR: Ólafur Benediktsson 3, Brynjar Kvaran 1, Þorbjörn G. 2,
Þorbjörn J. 2, Jón K. 2, Jón Pétur 3, Steindór 3, Stefán Gunnarsson 3,
Gísli Gunnarsson 2, Karl Jónsson 1, Bjarni Guómundsson 2, Björn
Björnsson 1.
FRAM: Sigurður Þórarinsson 3, Gissur Ágústsson 2, Pétur Jóh. 2, Atli
Hilmarsson 2, Gústaf Björnsson 2, Björn Eiríksson 3, Vióar Birgisson 2,
Theodór Guöfinnsson 2, Hjörtur Þorgilsson 2, Jóhann Kristinsson 1.
Unglingamót HjáTBR
FIMMTUDAGINN 19. apríl verður haldið opið unglingamót í
badminton, Sumardagsmót T.B.R., og verður eingöngu keppt í
einliðaleik. Þátttökugjöld verða í tveimur yngstu flokkunum kr.
1000, en í flokkum drengja og telpna kr. 1500, og í flokkum pilta og
stúlkna kr. 2000.
Hnokkar-tátur (f. 1967 og síðar)
Sveinar-meyjar (f. 1965 og 1966)
Drengir-telpur (f. 1963 og 1964)
Piltar-stúlkur (f. 1961 og 1962)
Mótið hefst stundvíslega kl. 13.30 e.h. Þátttökutilkynningum skal
skilað Unglingaráði T.B.R. fyrir mánudaginn 16. apríl.
Unglingaráð T.B.R.
íslandsmótið
í borðtennis
ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í borðtennis fer fram dagana 12. og
14. apríl næstkomandi og fer það fram í Laugardalshöilinni.
Keppni hefst klukkan 10.00 báða dagana.
Fyrri keppnisdaginn verður keppt í tvíliðaleik, unglingaflokk-
um og í flokki öldunga, en síðari keppnisdaginn verður keppt í
opnu flokkunum. Þátttöku ber að tilkynna í síma 39656 íyrir 7.
aprfl.