Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 11 Sumir jakarnir voru gríðarstórir og hafði heimskautavindurinn sorfið þá í fjölbreytt landslag. Dæmigerð sjón í ísflug- inu. Is og aftur ís eins langt og augað eygir. Ljósm. tók ljósm. Mbl. Kristjáii. heldur rabbaði við stjórnstöð í Reykjavík og sum varðskipanna með morse-tæki. Talstöðvar notar Landhelgisgæzlan þegar haft er samband við togara og báta, svo og stöðvar í landi, en öll fjarskipti milli stjórnstöðvar og skipa og flugvéla gæzlunnar fara fram á morsi. Okkur þótti það einkennilegt að sjá Reyni hamast á litlu handfangi þegar hann var að senda fréttir eða „tala við“ stjórnstöð, en slík var kunnátta hans að það tók hann aðeins augnablik að koma skila- boðunum frá sér hverju sinni. Þegar sent er með morse-tækjum hefur hver stafur ákveðið hljóð- tákn sem samsett er úr stuttum og löngum hljóðmerkjum. ískönnunarflugið að þessu sinni stóð yfir í rúmar átta klukku- stundir þ.e. þann tíma var vélin á lofti, en að auki fer nokkur tími í undirbúning ferðar og skýrslugerð að flugi loknu. Það var einkenn- andi fyrir þetta flug að liðsandinn var mjög góður og kátína um borð allan tímann. Áhöfnin hafði nóg fyrir stafni allan tímann og leið tíminn því fljótt. Morgunblaðs- menn notuðu tækifærið til að virða ísinn og ýmsa landshluta fyrir sér þegar færi gafst og gafst því enginn tími til leiðinda. Öllu skemur tekur t.d. að fljúga á milli Keflavíkur og New York en það væri allfjarri sanni að segja að það væri skemmtiflug. Tómas Helgason, flugmaður Reynir Björnsson, loftskeytamaður Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins: Mótmælir verzl- un með umsamdar áfangahækkanir Á félagsfundi höldnum í Starfs- mannafélagi Ríkisútvarpsins þann 3. apríl s.l. var rætt um samkomulag það sem B.S.R.B. gerði við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar fyrir nokkru. Á fundinum var sam- þykkt ályktun um þetta mál og ákveðið vað senda hana til stjórn- ar B.S.R.B. Vegna samþykktar stjórnar og samninganefndar B.S.R.B. á sam- komulagi við ríkisstjórnina um afsal þriggja prósentu grunn- kaupshækkunar 1. apríl gegn breyttum samningsrétti ítrekar Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins fyrri mótmæli sín frá 23ja janúar í vetur, þess efnis að félagið er algjörlega andvígt því, að banda- lagið versli með umsamdar grunn- kaupshækkanir. Félagið telur það eigi að vera meginmarkmið banda- lagsins að standa vörð um áunnin kjör og vera sívakandi um að bæta þau. Félagið átelur að nokkurn tíma skuli hafa verið léð máls á viðræðum um afsal á að bandalag- ið verði ávallt að halda sjálfstæði sínu gagnvart ríkisstjórnum og megi aldrei vera hallt undir eina ríkisstjórn frekar en aðra. Þá vekur félagið athygli á, að núver- andi ríkisstjórn, hefur gengið vasklegar fram en margar aðrar í því að skerða verðbætur á laun og með öllu sé ástæðulaust að um- buna henni með því að afsala grunnkaupshækkun. Með hliðsjón af framangreindu harmar Starfs- mannafélag Ríkisútvarpsins hvernig nú er komið þeirri þriggja prósenta grunnkaupshækkun, sem á sínum tíma kostaði félagsmenn vikuverkfall. Aukinn verði vegur heimilisfræðslu í skólum Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík samþykkti eftirfar- andi tillögur á aðalfundi sínum. sem haldinn var 25. og 26. febr. 1979: TILLÖGUR FRÁ UPPELDIS- OG SKÓLAMÁLANEFND 1. Aðalfundurinn skorar á yfir- völd fræðslumála að auka veg heimilisfræðslu á grunnskólastigi og njóti hún jafnréttis á við aðrar námsgreinar. Þær greinar sem einkum skal leggja áherslu á eru: Undirbúningur að stofnun heimilis, hlutverk og ábyrgð for- eldra, matreiðsla, vöruþekking, næringarfræði o.fl. 2. Aðalfundurinn skorar á fræðsluyfirvöld að sjá svo um, að hinn almenni grunnskóli geti sinnt því mannréttindarmáli að taka við sem flestum nemendum viðkom- andi skólakerfis, án tillits til þess, hvernig þeir eru í stakk búnir í upphafi skólagöngu, s.s. heyrnar- skertir, hreyfilamaðir o.s.frv. 3. Aðalfundurinn skorar á aðila vinnumarkaðarins að vinna að því, að launþegar geti átt kost á sveiganlegri vinnutíma og að léttara verði að fá hálfsdagsvinnu fyrir foreldra með það í huga, að þeir geti verið meira með börnum sínum. 4. Aðalfundurinn er ljós hin mikla hætta, sem þjóðinni stafar af því, að á verknám er ekki lögð sama áhersla og á bóknám innan skóla- kerfis landsins. Fundurinn skorar því á alla aðila, sem þessum málum stjórna, að hefja til virð- ingar allt verklegt nám innan menntakerfis þjóðarinnar. Samvinnubankinn tek- ur upp nýtt lánakerfi SAMVINNUBANKINN og útibú hans hófu nýlega nýja þjónustu, spariveltu, sem er nýtt jafn- greiðslulánakerfi, byggt á kerfis- bundnum sparnaði tengdum margvíslegum lánamöguleikum. Spariveltan skiptist í tvo flokka: spariveltu A og B sem síðan greinast í alls 111 sparnaðar- og lántökuleiðir, mis- langar allt frá 3 mánuðum til 5 ára. Sparivelta A býður upp á 25, 50 eða 75 þúsund króna mánaðar- legan sparnað í 3 —• 6 mánuði, með jafnháum lánsréttindum og sama endurgreiðslutíma. Ekki þarf að ákveða tímalengd sparnaðar um- fram 3 mánuði í upphafi. Spariveltan B býður upp á 15, 25 eða 35 þúsund króna mánaðarleg- an sparnað í 12 — 36 mánuði. Ekki þarf að ákveða tímalengd sparnað- ar umfram 12 mánuði við upphaf viðskipta. Hverjum og einum er heimilt að spara á fleiri en einum reikningi í þessum flokki. Allir þátttakendur í spariveltu Samvinnubankans geta með reglu- bundnum sparnaði gengið að ákveðnu láni með stuttum fyrir- vara. Jafngreiðslulónakerfi Pá er réttn tsekifæriö sym forsjálnf og kynna þér nýja þjónustu Samvinnuóankans, SPARIV6LTU, sem byggist á mís- löngum en mat kvissum sparnad* tengdum margvislegum iánamöguleikum. Meó þátttöku í Sparf- veitunni getur þú dreitt greiðsiubyrð tnnivegna ferðakostnaðár eóa annarra timabundinna útgjaida a 6—12 mánuði. Sparivelta Samvinnubankans auðveidar þér aó láta drauminn reetast. Vertu með i Sparivettunni f og þér stentíur lán til boóa Uppiýsingabaak itngar liggja tramm» hjá Ferðaskrrtstofunni Samvmnuferðif. Landsýn og bja kaupfélog- '**' unum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.