Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRIL 1979 hjá Ögurvik hf. að togarinn hefði haidið á veiðar að kvóldi 20. marz 8.1. og mætti búast við því að allur túrinn höfn í höfn tæki 20 daga, sem væri mjög glæsilegt. Uppistaðan í afla Ögra var karfi, 170 tonn, og blálanga, 120 tonn, en afgangur- inn var ýsa, þorskur og ufsi. Piskinn fékk togarinn út af Reykjanesi og er óvenjulegt að svo mikið veiðist af blálöngu eins og að þessu sinni. Eldra metið átti Ögri einnig er hann landaði í Þýzkalandi 1. febrúar s.l. rúmum 299 tonnum Metsala ögra — 92 milljónir fyrir rúm 300 torai TOGARINN Ögri írá Reykja- vík seldi rúmlega 301 tonn í Bremerhaven í Vestur-Þýzka- landi í gærmorgun og fékk fyrir aflann 527.443- mörk eða rétt tæpar 92 milljónir króna. Er þetta hæsta heildarverð, sem íslenzkur togari hefur fengið erlendis. Meðalverðið var um 305 krónur kílóið. Skipstjóri á Ögra er Brynjólfur Halldórsson en Einar Jónsson er 1. stýrimaður. Brynjólfur var skipstjóri i túrnum en Einar sigldi skipinu til Þýzka- lands. Mbl. fékk þær upplýsingar í gær hjá Gísla Hermannssyni og fékk fyrir rúm 484 þúsund mörk. Einar Jónsson var skip- stjóri í þeirri ferð. Metið þar áður átti Vigri og var það sett 29. nóvember 1978. Þá landaði togarinn 222,5 tonnum og fékk fyrir aflann tæplega 481 þúsund mörk. Skipstjóri í þeirri ferð var Steingrímur Þorvaldsson. Rannsókn flugslyssins á Sri Lanka: Niðurstöður í næstu viku? FJÓRIR íslendingar á vegum Flugmálastjórnar og Flugleiða hafa dvalist á Sri Lanka nær 4 s.l. vikur við rannsókn á flugslysinu er DC-8 þotan íslenzka fórst þar 15. nóv. s.l. Lýkur yfirheyrslum og samanburðarkönnun á málinu um helgina og eru íslendingarnir væntanlegir heim í næstu viku. í samtali við Jón Óttar Ólafsson deildarstjóra í Flugdeild Flugleiða í gær sagðist hann vonast til þess að ástæðurnar fyrir flugslysinu lægju Ijósar fyrir að lokinni þess- ari rannsókn, en hann kvað alla þátttakendur í rannsókninni bundna þagnareið þar til rann- sókninni væri lokið undir stjórn dómara frá Sri Lanka. Auk Jóns Óttars eru á Sri Lanka þeir Skúli Jón Sigurðarson deildarstjóri í Loftferðaeftirliti, Skúli Steinþórs- son flugstjóri hjá Loftleiðum og Jóhannes Jónsson flugvirki. L-L,____£_ m m JielQcirpos\ l*M!M B* Fyrsti Helgarpóst urinn kemur í dag NÝTT BLAÐ hefur göngu sína í dag og ber það nafnið Helgarpósturinn. Ritstjórar blaðsins eru þeir Bjiirn Vignir Sigurpálsson og Árni Þórarinssou sem báðir hafa verið blaðamenn við Morgunblaðið og Árni einnig um skeið blaðamaður við Vísi. Blaðið er ekki flokkspólitískt, en tengt útgáí'< Alþýðublaðsins. Fyrsta tölublaðið verður 24 síður að stærð og kennir ýmissa grasa í efnisvali. Blaðamenn Helgarpóstsins gera úttekt á fíkniefnaneyzlu hér á landi og í því sambandi verður rætt við neytendur, lækna og löggæzlu. Við- tal er við Lúðvík Jósepsson alþingis- mam og reynt að kynna manninn bak ^ið Ftj'Srnmálamanninn. Rætt verðuf \y:fi Magnús Eiríksson hljóm- listarmann um nýja hljómplötu og í þætti, sem ber nafnið „Yfirheyrsla" situr Björn Guðmundsson, formaður FÍ A, fyrir svörum. Fjallað verður um kvikmyndina Súpermann, sem Háskólabíó sýnir á næstunni. Berglind Ásgeirsdóttir fulltrúi í utanríkisráðuneytinu ger- ist blaðamaður í einn dag, borgar- pósturinn fjallar um það sem er að gerast í borginni, listapóstur um það sem gerist í menningarlífinu, erlend og innlend yfirsýn verður í blaðinu, Hákarl skellir skoltum og gerir sér mat úr þjóðmálunum í gamni og alvöru. Innlent og erlent slúður verður í blaðinu, auk ýmislegs ann- ars efnis. 37 punda lax ÞENNAN myndarlega lax fékk Steinunn SF í net við Hrollaugseyjar fyrir skómmu. Reyndist hann vera 37 pund að þyngd. A myndinni er einnig Heimir Þór Jensson fjög- urra ára strákur, stór eftir aldri. Myndina tók faðir Heimis, Jens Mika- elsson, fréttaritari Mbl. á Hornafirði. Islendingarnir misstu af verð- launasætum í Lone Pine Kennarar deila við fjármálaráðuneyti DEILA er risin upp milli kennara í tveimur fjölbrautaskólum og fjár- málaráðuneytisins um greiðslu fyr- ir gerð stundaskráa og vegna þessa hef ur kennsla f allið niður í tveimur skólum, Fjölbrautaskólanum á Akranesi og Fjölbrautaskólanum í Keflavík. í mótmælaskyni við van- greidda aukavinnureikninga felldu kennarar niður kennslu í tvo daga. Kennarar þessir eru félagar í Hinu íslenzka kennarafélagi, sem er félag innan Bandalags háskóla- manna. Formaður félagsins, Jón Hnefill Aðalsteinsson, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að deilan snerist um reikninga fyrir stundaskrárgerð í jólaleyfi. I fjöl- brautaskólunum er skipt um stundaskrár tvisvar á ári, milli svokallaðra anna. Hefur stundaskrá verið gerð í jólaleyfi og samkomulag jm að hún verði greidd í yfirvinnu. Vú kom upp ágreiningur, sem m.a. itafar af því að stundaskrárgerð Iróst og skólasetning dróst í nokkra laga vegna stundaskrárgerðarinn- ir. Kennarar halda því fram að )etta breyti engu, þar sem skólatím- nn lengist að sama skapi að vori — iðeins sé um hliðrun á öllu að ræða. Þetta fellst ráðuneytið ekki á og ikerðir reikningana allverulega, þar iem það telur að kennarar skili /innunni í vinnutíma. Kennsla lá niðri í tvo daga, en hófst aftur í fyrradag. Ýmis önnur mál tengjast þessu máli, sem ráðu- neytið hefur dregið og kennarar hafa orðið þreyttir á. Fengist hefur leiðrétting á sumum þeirra atriða, en enn sér ekki fyrir endann á aðaldeilumálinu. Ekki lá fyrir í gær, hvort kennsla fellur niður áfram í þessum tveimur skólum, en Jón Hnefill kvað það vera staðreynd, að ekki væri farið að taka á málinu af neinni alvöru, fyrr en allt væri komið í hnút. ÍSLENZKU skákmönnunum gekk heldur illa í 9. og siðustu umferð alþjóða skákmótsins í Lone Pine í Kalíforníu. Þeir Guðmundur Sigurjónsson og Margeir Pétursson töpuðu sínum skákum en Helgi Ólafsson gerði jafntefli. Enginn af þremenningunum náði í verðlaunasæti en Margeir fékk ein af fegurðarverðlaunum mótsins fyrir vinningsskák sína gegn stórmeistaranum Pachman. I 9. umferðinni tefldi Helgi við kanadíska stórmeistarann Biyasas. Helgi hafði hvítt og fékk fljótt hagstæðara tafl. Honum sást hins vegar yfir leik, sem hefði fært honum mjög góða stöðu og samdi jafntefli. Guðmundur hafði hvítt gegn ísraelsmanninum Grunfeld og fékk slæmt tafl út úr byrjuninni. Hann lék af sér síðar í skákinni og tapaði. Margeir hafði svart gegn enska stórmeistaranum Miies og átti Margeir allan tímann í vök að verjast og varð að gefa skákina í 30. leik. Efstu menn mótsins urðu þeir Liberzon. Hort, Gligóric og Georghiu með 6lA vinning af 9 mögulegum. Pékk hver þeirra í verðlaun 8.875 dollara eða sem næst 2,9 milljónir íslenzkra króna. Kortsnoj, sem margir spáðu sigri, hlaut 5'/2 vinning og Larsen, sem einnig var talinn líklegur sigur- vegari hlaut 6 vinninga. Guðmundur Sigurjónsson átti góða möguleika á verðlaunasæti en missti af því þegar hann tapaði síðustu skákinni. Þeir Guðmundur og Helgi hlutu 5 vinninga en Margeir 4 vinninga. Seyðisfjörður: Heildarloðnuaflinn yfir 71 þús. lestir Seyoisfirði, 4. apríl. HEILDARAFLI loðnu sem Rúta í vandræðum vegna snjóflóða... .:___/"'..4.__í,------I...I.1...A 4-n V...L., oínnm ÍíkWSÍ nií af öfQft fntrrnm SÍKlufirrti. 5. april. FLUGVÉL frá Vængjum, sem átti að lenda hér í Siglufirði í morgun, varð á snúa frá vegna skafbyls og lenda á Sauðárkróki. Klukkan 11 í morgun lagði rúta af stað þaðan áleiðis til Siglufjarðar með farþegana og voru mæður með kornabörn í þeim hópi. Nokkru eftir hádegi, þegar rútan var að komast að Skriðun- um stöðvaðist hún vegna snjóflóða, sem fallið höfðu á veginn. Gat rútan bakkað til baka að neyðarskýli og þaðan var komið boðum um aðstoð til Siglufjarðar. Snjóblásari lagði nú af stað til aðstoðar en þegar hann átti eftir skamma leið að rútunni kom hann að snjóskriðu, sem hann komst ekki í gegnum. Hvorki var talstöð í rútunni né blásaranum qg voru góð ráð dýr. Sæmundur Arelíusson forstjóri Þormóðs Ramma hf. sem var í samfloti með rútunni á jeppa sínum lagði nú af stað fótgang- andi til Siglufjarðar í hinu versta veðri. Kom hann skilaboðum um að ýtur þyrftu að fara til aðstoðar og skömmu síðar lögðu tvær ýtur af stað. Ruddu þær rútunni leið og öðrum bílum, sem í samfloti voru, og komu bílarnir í bæinn rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Samgöngumálin hjá okkur eru í mesta ólestri. Ófært sjóleiðina, illfært landleiðina og aðeins flug- fært með höppum og glöppum. m.j. barst til Seyðisfjarðar var 71.400 tonn. Hjá Síldarbræðslu ríkisins var landað 46.700 tonnum og hjá ís- birninum 24.700 tonnum. Síðast var landað hér loðnu hinn 21. marz síðastliðinn. Var það Súlan EA með 445 tonn af loðnu. Úr þeim afla fengust 33,5 tonn af hrognum. Þess má geta að samkvæmt upp- lýsingum verksmiðjustjóra SR á Seyðisfirði, Þórðar Jónssonar, voru 45 tonn af afla Súlunnar eldri veiði og nýttist því ekki til hrogna- vinnslu. Samkvæmt sömu heimildum var skiptaloðnuverðmæti 3.190.000 og hrognaverðmæti 7,8 milljónir. A Seyðisfirði voru fryst 245 tonn af loðnu og 140 tonn af hrognum. Einnig má geta þess að trúlega hefði orðið mun meiri loðnu- og hrognafrysting hér eystra ef veiði- bönnin hefðu ekki verið sett á suðaustanlands. Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.