Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
Fylgjendur Bhuttos sæta færi
Rawalpindi, Pakialan, 4. april. AP.
ZULFIKAR Ali Bhutto, maöur-
inn, sem setti sterkastan svip á
stjórnmál í Pakistan mestan
hluta líðandi áratugar, var
hengdur og grafinn aö morgni
miðvikudags undir leyndarhulu
og ströngum öryggisveröi. Frá-
sagnir af smáatriöum og aö-
draganda aftökunnar virðast á
reiki. Þó ber heimildum saman
um tvennt. Bhutto brenndi
handskrifaóa erföaskrá sína
nokkrum stundum áður en
hann kvaddi og sýndi vörðum
mótpróa, er Þeir sóttu hann í
klefann fyrir dagrenningu.
Bhutto var fimmtíu og eins árs
aö aldri. Lögfræöingar hans
lýstu honum sem harögeröum
bjartsýnismanni og höföu full-
vissað hann um aö honum yrði
þyrmt eða dómurinn á einhvern
hátt mildaöur. Kemur þetta fram
í dagblaöinu „Rödd tímans",
sem er sjálfstætt en hliðhollt
stjórnvöldum. En þegar Bhutto
spurði fyrirsjáanleg örlög sín
segir blaöið hann hafa brotnaö
niður og „hann grét í sífellu".
Forsætisráöherrann fyrrver-
andi reit erföaskrá sína að
kveldi þriöjudags en brenndi
hana síðan fjórum klukkustund-
um fyrir líflátiö segir í stjórnar-
blaðinu „Pakistan Times“.
Fimm mínútum fyrir tvö aö
staðartíma skipaöi yfirmaöur
Rawalpindi-fangelsisins Bhutto
aö koma út úr kiefa sínum.
Bhutto neitaöi segir „Rödd tím-
ans“. Vöröurinn greip undir
handlegg hans, en Bhutto færö-
ist undan. Þá var hann bundinn
á börur. Hann baröist ennþá í
böndunum.
Sama blað heldur áfram og
segir að Bhutto hafi síðan verið
fluttur á börunum til gálgans,
þar hafi hann veriö leystur og
hann studdur upp á pallinn. A
eftir fara lýsingar úr öörum
blöðum:
Fanganum var leyft aö vera í
sínum eigin fötum, heföbundn-
um pakistönskum búningi í staö
svartra fangaklæða, sem reglur
fangelsisins gera ráð fyrir. Hann
var í léttum inniskóm og hendur
hans bundnar fyrir aftan bak.
á leiö til réttarhaldanna sem leiddu til dauöadóms yfir
Bhutto (annar frá vinstri)
honum.
Á aftökupallinum beið hans
dómarinn, er staöfesti aö hér
væri um réttan sökudólg aö
ræöa, yfirvörðurinn las dauöa-
dóminn upphátt og síðan tók
bööullinn viö. Fætur voru
bundnir og hengingarólin féll um
hálsinn. Bhutto kvartaöi yfir
óþægindum og losað var ögn
um snöruna. Yfirvöröurinn gaf
merki, hlerinn datt úr gólfinu,
ólin strekktist og höfuö Bhuttos
slöngvaöist út á hliö. Hinn fallni
leiötogi Pakistana hékk í gálg-
anum í þrjátíu og fimm mínútur
unz dómari og læknir úrskurö-
uöu hann látinn. Aö sögn stjórn-
arinnar liðu fimm mínútur frá því
aö Bhutto var kallaöur út úr
klefa sínum þar til dóminum
haföi verið fullnægt.
í mismunandi frásögnum af
aftökunni er hvergi getið um aö
gríma hafi verið sett á höfuð
fórnarlambsins. í „Pakistan
Times“ segir aö Bhutto hafi
hvorki farið meö bæn né viðhaft
önnur orö áöur en yfirvörðurinn
gaf merki.
Síöustu kvöldstund lífs síns
segir að Bhutto hafi látiö sér
nægja bolla af kaffi. Hann var
órakaöur þar sem reglur fang-
elsisins banna dauöaföngum aö
hafa í fórum sínum raktól, ef
vera kynni aö þeir reyndu að
fremja sjálfsmorö.
Föggur Bhuttos og bækur
voru færöar konu hans og dótt-
ur, þar sem þær sitja í varðhaldi
í 20 km fjarlægð. Herma blöö að
þær hafi brostið í grát og reytt
hár sitt, er þær fréttu um heng-
inguna. Þaö kom einnig fram aö
„Hanrt barðist
ennþá í
böndunum”
Hermenn skotnir
á Norður-Irlandi
BelfaHt. 5. aprfl. AP.
TVEIR breskir hermenn voru
skotnir til bana í skotbardaga
fyrir utan eina herstöðina í
Belfast í dag að því er fréttir
þaðan herma.
Lögreglan segir að árásar-
mennirnir hafi komið sér fyrir í
rakarastofu um 25 metrum frá
Veður víða
um heim
Akureyri 0 úrkoma
Amsterdam 7 skýjaó
AÞena 21 heiöskírt
Barcelona 15 léttskýjaó
Berlín 8 rigning
Brussel 4 skýjað
Chicago 4 skýjaó
Frankfurt 10 rigning
Genf 8 snjókoma
Helsinki 2 skýjað
Jerúsalem 21 heióskírt
Jóhannesarb. 24 heiðskírt
Kaupmannah. 10 skýjaó
Lissabon 14 rigning
London 7 léttskýjaó
Los Angeles 27 heiðskírt
Madríd 12 léttskýjaó
Malaga 20 skýjaó
Mallorca 15 léttskýjað
Miami 26 skýjaó
Moskva 4 léttskýjað
New York 8 skýjaö
Ósló 4 skýjað
París 7 skýjaó
Rio Oe Janeiro 37 skýjaó
Rómaborg 15 skýjaó
Stokkhólmur 6 skýjaó
Tel Aviv 22 heióskírt
Tókýó 11 skýjað
Vancouver 11 heióskírt
Vínarborg 9 skýjað
innkeyrslunni í herstöðina og
hafið skothríð þegar herflutn-
ingabíll ók í hlað.
Eftir fall hermannanna
tveggja var haldið uppi skothríð
á rakarastofuna en tilræðis-
mennirnir komust undan.
Fjórir hermenn hafa því verið
felldir á Norður-írlandi frá ára-
mótum og 293 frá lokum ársins
1969.
Skæruliða
beðið griða
JóhannesarborK, New York, 5. aprfl. AP.
BEIÐNIR víðs vegar að úr heim-
inum bárust Pieter W. Botha
forsætisráðher.ra Suður-Afríku í
dag, þess efnis að hann þyrmdi
lifi Soiomons Mahlangu sem
dæmdur hefur verið til dauða
fyrir að myrða tvo hvíta borgara
og verður tekinn af Iífi á morgun.
Meðal þeirra sem fóru fram á að
lífi Mahlangus yrði þyrmt var
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti.
Botha sagði í svari sínu til Carters
að hann gæti með engu móti
breytt lögum landsins og að
Mahlangu hefði ótvírætt gerst
brotlegur við þau.
Vegna málsins hafa Afríkuríkin
hjá Sameinuðu þjóðunum farið
fram á skyndifund í öryggisráðinu.
Ekki er búist viö að væntanlegar
samþykktir öryggisráðsins hafi
neitt að segja og Mahlangu verði
hengdur á morgun. Kurt
Waldheim aðalframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna hefur þegar
sent Botha beiðni um að þyrma lífi
hins dæmda.
Brak flugvélarinnar sem fórst rétt utan við Quebec í síðustu viku og með henni 11
farþegar af 24.
Þetta gerdist 6. apríl
1975 — Bandarískir sendiráðs-
starfsmenn fluttir frá Phnom
Penh.
1973 — Koraturk kosinn for-
seti Tyrklands.
1972 — Egyptar slíta stjórn-
málasambandi við Jórdaníu.
1964 — Vopnahlé á Kýpur.
1955 — Sir Anthony Eden
verður forsætisráðherra Breta.
1945 — Stórsigur Bandaríkja-
manna á Japönum við Kyushu.
1941 — Þjóðverjar setja
Grikkjum og Júgóslövum úr-
slitako3ti.
1917 — Bandaríkjamenn segja
Þjóðverjum stríð á hendur.
1909 Robert E. Peary kemur á
Norðurpólinn.
1897 — Soldáninn á Zanzibar
leggur niður þrælahald.
1862 — Orrustan um Shiloh
hefst.
1823 — Frakkar sækja yfir
Bidossoafljót og stríð við Spán-
verja hefst.
1812 — Bretar taka Badajoz á
Spáni.
1793 — Almannaöryggisnefnd
stofnsett í Frakklandi undir
stjérn Dantons.
1777 — Franskir sjálfboðaliðar
Lafayettes koma til
Norður-Ameríku.
1712 — Þrælauppreisn í New
York.
Aímæli. Gustave Moreau,
franskur listmálari (1826—1898)
— Anthony Fokker, þýzkur
flugvélasmiður (1890—1939) —
Oscar Strauss, austurrískt tón-
skáld (1870-1954) - Harry
Houdini, ungverskættaður
töframaður (1874—1936) —
André Previn, bandarískur tón-
listarmaður (1929— ).
Andlát. Sókrates, heimspeking-
ur, 399 f. Kr. — Ríkharður
Ljónshjarta 1199 — Raphael,
listmálari 1520 — Albrecht
Dörer, listmálari, 1528 — Igor
Stravinsky, tónskáld, 1971.
Innlent. Vígður Klængur biskup
Þorsteinsson 1152 — Sættir
Hamborgara og konungs um
íslandsverzlun 1551 — Magnús
Stephensen hlýtur doktorsnafn-
bót 1819 — d. Sigurður Péturs-
son sýslumaður 1827 — Níu
bátar farast á Faxaflóa 1830.
Orð dagsins: Það þarf alls kon-
ar fólk til að gera heiminn að
því sem hann er — Douglas
Jerrold, enskur leikritahöfundur
(1803-1857).