Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 15 Leszek Kolakowski. hverfa þegar viðeigandi endur- baetur hafa verið gerðar á þess- um stofnunum — sé ekki aðeins aldeilis óalandi og óferjandi heldur gagnstóð allri reynslu og stórhættuleg. Hvernig í ósköp- unum urðu þessar stofnanir til, ef þær eru aldeilis andstæðar hinu sanna eðli manna? Sú von að hægt sé að festa bræðralag, ást óeigingirni, í stofnunum er hið sama og að setja upp harð- stjórnarkerfi. Frjálslyndur maður trúir þessu: 1. Að hin forna hugmynd að markmið Ríkisins sé öryggi er enn í gildi. Hún er í gildi jafnvel þótt hugtakið „öryggi" sé víkkað út og nái yfir vernd persóna og eigna að lögum og einnig yfir ýmsar tryggingar: að engan skuli hungra þótt hann hafi ekki vinnu, að hinir fátæku skuli ekki dæmdir til að deyja vegna skorts á læknisþjónustu, að börn skuli njóta ókeypis skóla- göngu. Allt þetta tilheyrir öryggi. En öryggi má ekki blanda saman við frelsi. Ríkið tryggir ekki frelsi með aðgerð- um eða með því að taka að sér stjórn á ýmsum sviðum lífsins, heldur með því að gera ekkert. En öryggi er aukið á kostnað frelsis. Samt er það ekki í verkahring Ríkisins að gera fólk hamingjusamt. 2. Að ekki aðeins stöðnun heldur og afturför ógni mann- legum samfélögum í hvert sinn og þau eru skipulögð þannig að þau veita ekki einstaklings- frumkvæði og uppfinningasemi hæfilegt svigrúm. Sjálfsmorð alls mannkyns er hugsanlegt, en varanleg mauraþúfa manna er óhugsandi af því að við erum ekki maurar. 3. Að það er stórlega ólíkt, að þjóðfélag sem útilokar alla sam- keppni geti haldið áfram að veita nauðsynlega uppörvun til skapandi starfs og framfara. Meira jafnrétti er ekki markmið í sjálfu sér, aðeins tæki. Með öðrum orðum: Það er ekki til neins að berjast fyrir meira jafnrétti ef það leiðir aðeins til þess að lífskjör hinna betur stæðu versna en hinna láglaun- uðu batna ekki. Fullkomið jafn- rétti er þverstæða sem eyðir sjálfri sér. Sósíalisti trúir þessu: 1. Að þjóðfélög sem láta gróðafíknina eina stjórna fram- leiðslukerfinu eiga yfir höfði sér alvarlega eða stórum alvarlegri stórárekstra en þjóðfélög sem hafa afnumið gróðafíknina sem stjórnunarafl í framleiðslunni. Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að takmarka athafna- frelsi í þágu öryggis og fyrir því að láta ekki peninga geta af sér sjálfkrafa meiri ' peninga. En þessi takmörkun frelsisins ætti að heita nákvæmlega því nafni, en ekki æðri tegund frelsis. 2. Að það er fráleitt og hræsnin tóm að álykta, að sér- hvert form ójafnréttis, sem til er, sé óumflýjanlegt og sérhver gróðaviðleitni réttlætanleg, ein- göngu vegna þess að fullkomið, árekstralaust þjóðfélag er óhugsandi. Sú tegund af íhalds- bölsýni um mannleg málefni, sem leiddi til þeirrar undarlegu skoðunar að stighækkandi tekjuskattur sé ómannlegt af- j skræmi, er alveg jafn grunsam- 1 leg og sú tegund sögulegrar ] bjartsýni sem gat af sér Gulag-eyjaklasann. 3. Að ýta eigi undir alla við- ieitni til að koma á félagslegri stjórnun á atvinnulífinu, jafnvel þótt fyrir það verði að greiða með aukinni skriffinnsku. Slík ! stjórn verður þó að vera innan fulltrúalýðræðis. Þessvegna er. það áríðandi að skipuleggja stofnanir sem virka gegn þeirri , ógnun við frelsið, sem leiðir af þessari sömu stjórnun. Eg get ekki séð neinar and- stæður milli þessara þriggja skoðana. Þessvegna er hægt að vera frjálslyndur íhalds-sósíal- isti. Ég á við það, að, að þessar þrjár hugsjónir útiloka ekki hver aðra. Hvað varðar hið mikla og volduga Alþjóðasamband, sem ég gat um í upphafi, — þá verður aldrei af því, vegna þess að það getur ekki lofað að gera menn hamingjusama. óskar Jóhannsson. Engum dettur í hug að vörurnar þurfi að vera dýrari á kvöldin, en hafi hann starfsfólk, þyrfti hann auðvitað að greiða því nætur- vinnukaup. Hann sér að það getur ekki blessast, svo hann fer að ráðum borgarráðsmannsins í sjónvarpinu á föstudaginn, sem sagði að ef launakostnaðurinn yrði of mikill geti kaupmaðurinn og fjölskylda hans unnið á kvöldin. (Það fólk þarf víst hvorki frí né laun). Smátt og smátt fara viðskiptin að minnka á daginn, og færast meira yfir á kvöldin. Þá fara viðskiptavinir hinna kaupmann- anna að slæðast inn, því þeir vita sem er að ekkert liggur á að verzla, því alltaf er hægt að skreppt út „á milli þátta“ eða eftir sjónvarp, ef eitthvað vantar. Hinir kaupmennirnir finna fljótt að viðskiptin minnka og þeir halda sig hafa misst mikil við- skipti til „duglega" kaupmannsins. Þeir eru ávítaðir fyrir að veita ekki eins mikla þjónustu og hann, fyrst ekki er lengur hægt að lifa af 60—70 tíma vinnuviku, er aðeins um tvennt að velja: Gera sjálfan sig og fjölskyldu sína að algjörum þrælum, eða að loka verzluninni og hætta. Setjum svo, að þeir velji sinn kostinn hvor. Við íbúum hverfisins blasir þá sú staðreynd að þjónustan hefur þrátt fyrir allt minnkað, því verzl- ununum hefur fækkað um eina. „Nei, það er víst enginn að biðja þá að hafa opið, sem ekki vilja." Er nú ekki kominn tími til að velta fyrir sér spurningunni: Hverjir þurfa á kvöldþjónustunni að halda? Það eru í lang flestum tilfellum „trassarnir" sem ekki hafa rænu á að hugsa til næsta dags. Þeir sem koma 5 mín. eftir lokun, hvort sem lokað er kl. 12 á hádegi eða 12 á miðnætti. í Reykjavík munu vera um 100 söluturnar, sem eru opnir til kl. 11 '/2 öll kvöld, og auk þess fjöldi veitingastaða. Ef þessu fólki nægir ekki sú þjónusta, sem fyrrnefndir staðir bjóða upp á, ætti það að hafa samband við einhvern sveitabæ á landinu og spyrja hvernig í ósköpunum sveitafólkið fari að því að lifa, því ekki hefur heyrst um neinn hungurdauða í strjálbýlinu, þótt ekki sé þar hægt að skreppa út í búð fram að miðnætti. „Neytandi" segir að lokum: „Sannleikurinn er sá að ég tel kaupmannastéttlna ekkl starfi sínu vaxna. Hjá henni ríkir viss einokunartilhneiging. Þeir vilja takmarka frelsi neytandans til aö versla og þeir vilja meö öllum ráöum draga úr þeirri þjónustu sem sjálfsagt og skylt er aö veita. Á þessu eru þó til heiðarlegar undantekningar en víða veröur maður fyrir þessum hugsunar- hætti kaupmanna aö þeir séu aö gera kúnnanum greiöa meö því aö selja honum vöruna.“ Engin stétt í landinu er eins opin og verzlunarstéttin. „Neytandi" fengi ekki að vinna verkamannavinnu, án þess að ganga í Dagsbrún fyrst. Hins vegar getur hann byrjað að verzla án þess að Kaupmannasam- tökin hafi nein afskipti af því. Fyrst honum er svo umhugað um að veita þjónustu ætti hann að hressa upp á kaupmannastéttina og leysa einhvern þeirra kaup- manna af hólmi, sem vilja losna úr þessu starfi, því þeir eru margir, og hann gæti valið úr miklu fleiri verzlunum, ef draumur hans um aukna nætur- og helgidagavinnu, rættist. Vonandi verður hann ekki einn af þessum „Halastjörnum" sem geysast inn í kaupmannastéttina árlega: Stjörnur eru þeir kallaðir, því þeir slá mikið um sig og vita betur en aðrir hvernig á að verzla; og halanafnið fá þeir vegna skuldahalans, sem þeir hafa stofn- að til hjá heildsölum, þegar þeir hverfa skyndilega úr kaupmanna- stéttinni. En við viljum ekki kalla slíka menn kaupmenn. Að lokum vil ég benda „Neyt- anda“ á, að ef hann ætlar ekki að verða „halastjarna“ í kaupmanna- stétt, þarf hann að venja sig af að sýna nokkrum manni þá frekju og lítilsvirðingu, sem hann sýndi reykvískum matvörukaupmönnum með bréfi sínu. Kaupmenn og annað verzlunar- fólk er þjónustu-stétt, sem reynir af fremsta megni að uppfylla sanngjarnar óskir viðskiptavina sinna. Þeir eru ekki þrýstihópur, sem steytir hnefa og beitir ofbeldi gegn löglegum yfirvöldum. Þess vegna eru þeir ekki meira metnir en bréf „Neytanda“ ber með sér. Þeir þyrftu e.t.v. að taka sér frí og loka svo sem vikutíma, til að hækka svolítið í áliti hjá stjórn- völdum og „neytendum". óskar Jóhannsson kaupmaður. BANKASTRÆTI 7 SIMI 29122 AÐALSTRÆTI 4. SiMI 15005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.