Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 1 X
Samsýning í
FÍM salnum
Um grafíska gjöf
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Nú stendur yfir skemmtileg
sýning í FÍM Salnum við Laugar-
nesveg 112. Þar eru verk þeirra
Gunnars Arnars Gunnarssonar
og Sigurgeirs Sigurjónssonar til
sýnis. Sá fyrrnefndi er eins og
allir vita einn af okkar efni-
legustu yngri málurum, en sá
síðastnefndi einn af fremstu
ljósmyndurum hér á landi. Það
er því nokkuð óvenjuleg sýning
þarna á ferð, sem samræmist
ágætlega og gefur sérlega
skemmtilegan heildarblæ. En því
má ekki glopra niður, að sýning-
unni er sérlega vel fyrir komið og
samsvarar sér eftir því.
Það munu eflaust einhverjir
spyrja, hvort málverk, teikning-
ar og ljósmyndir geti farið svo
vel saman að úr verði ein sterk
heild? Þeir, sem þannig spyrja,
ættu að líta inn á sýningu þeirra
félaga og geta þá sjálfir um
dæmt. Það hefur farið í vöxt
undanfarin ár að líta á ljósmynd-
un sem listrænt starf. Oft á
tíðum hér áður fyrr var ljós-
myndin eingöngu álitin heimild,
en nú eru menn farnir að líta á
gamlar ljósmyndir til dæmis frá
öðru sjónarhorni en áður var, og
ég held, að ég megi fullyrða að
ljósmyndagerð er nú talin ein af
listgreinum myndlistar. Sigur-
geir Sigurjónsson er einn þeirra
manna, sem sanna þetta mál.
Hann sér fyrirmyndir sínar á
persónulegan hátt og nær oft á
tíðum sérkennilegum áhrifum,
sem hafa ekki síður myndrænt
gildi en frásögulegt. Um tækni
hans við ljósmyndagerð verð ég
fáorður, því að þar vantar mig
bæði þekkingu og kunnáttu.
Sigurgeir á 40 ljósmyndir á
þessari sýningu og hefur flokkað
þær niður eftir efni eða réttara
sagt innihaldi. Fyrsti flokkurinn
er frá París árið 1975 og er
sérlega skemmtilegur. Þar sjáum
við kaffihúsalífið og það er gerist
á götunni; Manngerðir,'er ein-
göngu er að finna í þeirri ágætu
borg, og á einum stað kemur
Erro okkar í ljós með eitt af
verkum sínum að baki sér. Annar
flokkurinn heitir Grænland, og
eru allar þær myndir teknar í
bænum Kulusuk. Þar getur að
líta Tóbías og Milke eftir
trommudans, pilta að fá sér
Carlsberg, hlekkjaða hunda,
kornunga blómarós að selja
perlufestar. Allt eru þetta
úrvalsmyndir sem bera höfundi
sínum vel söguna. Þriðji þáttur-
inn eru portrett og er þar margt
stórmenna, Hafsteinn miðill,
Sigurjón Ólafsson, Halldór Lax-
ness, Sonja og Haraldur Kröjer,
Thor Vilhjálmsson og ekki má
gleyma Asmundi Sveinssyni.
Þessi flokkur er ef til vill sá besti
af þeim þrem, sem Sigurgeir
sýnir.
Gunnar Örn hefu að undan-
förnu höggvið stórum, og það fer
ekki á milli mála, að þessi ungi
málari er í sókn. Hann hefur til
dæmis gert mikið átak í teikn-
ingu og kemur það bæði fram í
þeim teikningum, er hann sýnir
og eins og olíumálverkunum, eins
og í No 2 Hvítir sokkar. Það
hefur einnig orðið breyting í
litameðfeð Gunnars, og hann
leggur mikla áherslu á sjálfan
myndflötinn, sem hann oft skipt-
ir í heildir, er skapa rúm á dálítið
sérstæðan hátt. Þarna eru bæði
stór og minni málverk, og stund-
um finnst mér, að Gunnari takist
best upp, er hann á við minni
stærðir, og vinnur hann þá yfir-
leitt betur úr litnum en þegar
hann ræðst í stórar myndir. En
nú skal ég slá varnagla. Það er
erfitt um þetta að dæma. Það er
nú einu sinni svo, að málverkið
er það persónulegt, að eitt hæfir
þeim, er gerir sjálft verkið og
annað þeim, er skoða. Ég vil
aðeins benda á sérlega vel heppn-
uð málverk eins og No 17 og No
19. Enda þótt þessar myndir falli
mér einna best í geð hjá Gunnari
Erni, er ekki þar með sagt, að
málverk eins og No. 2 og 6 hafi
ekki myndræn gæði. En þau eru
af öðrum toga en maður finnur í
þeim verkum, er ég nefndi hér
áðan. Ekki ætla ég að fara hér í
miklar upptalningar, en Gunnar
Örn á 20 verk á þessari sýningu,
og ég held, að það sé ekki ofsagt,
að hann hafi ekki verið sterkari
áður. í öllum þeim myndum, er
hann sýnir að sinni, er án
nokkurs efa framför, sem fyrst
og fremst byggist á meiri reynslu
og þekkingu, sem til hefur orðið
með mikilli vinnu og sérlegri
ástundun.
Þessi sýning þeirra félaga
Gunnars Arnar og Sigurgeirs, er
þeim báðum til mikils sóma og
það var sannarlega vel til fundið,
að þeir efndu til þessa samsetn-
ings. Hér hefur þeim tekist að
blanda vel og úr hefur orðið
áfengur drykkur, sem hverjum
manni er hollt að smakka á.
Valtýr Pétursson.
Það er ekki að ástæðulausu,
að ég rita éftirfarandi línur.
Þannig er má með vexti, að það
virðast sumir hér á landi heldur
lítt trúaðir á gildi þeirrar miklu
gjafar, sem hinn aldni listamað-
ur Bram van Velde. hefur
ánafnað Listasafni Islands, en
það er hvorki meira né minna en
eitt eintak af allri þeirri grafík,
sem þessi 84 ára öldungur hefur
unnið um ævina.
Einn góðvinur minn dvaidi
nokkra daga í París á síðast-
liðnu sumri og kom heim með
þær fregnir, að ekki færi nú
mikið fyrir Van Velde þar í
borg. I öllu falli væri hann
auðsjáanlega ekki þess virði, að
Pompidousafnið hefði verk
hans til sýnis. Ekki gat ég þá
mótmælt þessu, en þrátt fyrir
það, var ég það kunnugur þar í
sveit, að mér þótti þetta ótrúleg
tíðindi. Svo gerðist það fyrir
nokkru, að leið mín lá í þetta
fræga _safn, og eitt fyrsta, er ég
rak þar augun í, var gríðarlega
stórt olíumálverk eftir Bram
van Velde. Ég verð að játa að
mér hlýnaði innanbrjósts, og
tók ég þetta sem örlitla sönnun
fyrir því, að ég hefði haft rétt
fyrir mér, er ég sagði þessum
vini mínum, að ég ætti mjög
erfitt með að trúa þvi, að van
Velde væri ekki í því úrvali, sem
innan veggja hjá Pompidou er
að finna.
Nú nýlega barst mér í hendur
eintak af danska blaðinu
Berlingske Tidende frá 3. apríl
síðastliðnum. Þar er grein eftir
Eigil Nikolajsen, gagnrýnanda
blaðsins, um sýningu á grafísk-
um verkum van Velde. Hann á
ekki orð til að lýsa hrifningu
sinni á verkum þessa mikla
málara og lofar hann á alla
vegu. Hann heldur því einnig
fram, að Gallerí Birch í Admir-
algade 25 hafi heldur en ekki
veitt vel, er það fékk slíkan
meistara í net sitt, eins og hann
kemst að orði. Auðsjáanlega er
þeim í Kaupmannahöfn ekki
kunnugt um hina miklu gjöf, er
gamli maðurinn hefur fært Is-
lendingum, og ég er viss um að
öfundin hefði ekki látið á sér
standa, ef þarlend nef hefðu náð
svo langt að komast að rausn
Bram van Velde í okkar garð.
Einnig í sama blaði rak ég
augun í auglýsingu frá Gallerí
Birch og læt ég hana fylgja
þessum línum, svo að menn geti
sjálfir séð, hvaða mat er lagt á
verk þessa vinar okkar frá Hol-
landi og París.
Ég skrifaði hér í blaðið á
sínum tíma smávegis um þessa
gjöf og finn enga hvöt hjá mér
að endurtaka það, en mér er
ekki sama, þegar góðir og gegnir
menn, fara til Parísar og koma
þaðan aftur með skoðanir, sem
byggðar eru á misskilningi og
vanþekkingu. Það, sem við ætt-
um að gera sem allra fyrst, hér
heima, er að heiðra þennan 84
ára öldung og öðling sem allra
fyrst. Það er svo margt, sem
gleður hjarta þess aldurs, og ég
gerist svo djarfur að benda
ráðamönnum á sjálfsagða kurt-
eisi, sem liggur í augum uppi.
Valtýr Pétursson.
VERDENS
SMUKKESTE
LITOGRAFI
udstillet
tirsdag-onsdag
torsdag-fredag
kl. 10-17
Admiralgade 25
GALERIE
BIRCH
Héraðsvaka
Rangæinga
HÉRAÐSVAKA Rangæinga verð-
ur haldin laugardaginn 28. apríl
n.k. í Félagsheimilinu Hvoli á
llvolsvelli og hefst kl. 21.
Á vökunni koma m.a. fram þrír
kórar, þ.e. Samkór Rangæinga,
stjórnandi Friðrik Guðni Þór-
leifsson, Kór Rangæingafélagsins í
Reykjavík, stjórnandi Njáll Sig-
urðsson og Barnakór Tónlistar-
skóla Rangæinga, stjórnandi Sig-
ríður Sigurðardóttir skólastjóri.
Þá mun heiðursgesturinn Jónas
Ingimundarson leika á píanó, þrír
skáldmæltir Rangæingar fara með
frumsamin ljóð, Árni Böðvarsson
flytur ávarp og Þórður Tómasson
les upp og ræðir um þjóðsögur.
Einnig verður gamanvísnasöngur
og nokkrir nemendur Tónlistar-
skólans leika á hljóðfæri. Að
lokum leikur svo hljómsveitin
Glitbrá fyrir dansi.
Héraðsvakan hefur unnið sér
fastan sess í félags- og menningar-
lífi Rangæinga. Er hún raunar
eins konar fjölskylduhátíð Rangæ-
inga heima og heiman, og má segja
að hún sé árlegt stefnumót Rang-
æinga, sem heima búa, og hinna
sem á fjarlægari slóðum dveljast.
AUOI.YSINGASIMINN ER:
22480
JR«r0un!>Iiibih
FRANSKIR BILAR
d heimsmælikvarða!
FRONSK
VIKA
á la Frangaise
Nýr Citroen, nýr Renault, nýjustu árgerðirnar af Peugeot
og Simca, — alls sextán splúnkunýir bílar beint frá
Frakklandi á Frönsku sýningunni í Sýningahöllinni, Ár-
túnshöfða.
Sýningin er opin kl. 16—21, virka daga, og kl.
14—22 laugardag og sunnudag og á sumar-
daginn fyrsta.
ÓKEYPIS AÐGANGUR FYRIR ALLA
Kvikmyndasýningar fyrir börn. Barnagæsla. Gott kaffi og
meðlæti. Sérsýningar. Heildarsýningar. Vörukynningar.