Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 40
 f AL'GI-ÝSINOASIMrNTv' ER: ^»22480 1 3H»rjjitnMa&ií> yitocQmiibUtoiib • AUGLYSLNGASÍMINN ER: sSto» 22480 __/ JH«rj)vitil>InÖií> MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 Steingrímur Hermannsson um verkfall farmanna: „Nær engri átt að stjórnin sitji hjá þegar samstaðan um launamálin er rofin" MBL. SNERI sér í gærkvöldi til Steingríms Hermannssonar landbúnaðarráðherra og for- manns Framsóknarflokksins og spurði hann um hver áhrif verkfall yfirmanna á far- skipunum myndi hafa á flutninga fóðurbætis og ann- arra aðfanga til bænda. Land- búnaðarráðherra sagði, að verkfallið skapaði mikla erfið- leika hjá bændum víða um land, og sagði það jafnframt sfna skoðun, að það næði ekki nokkurri átt, að þeir sem hæst hefðu launin ryfu þá samstöðu, sem náðst hefði um launamál og ríkisstjórnin sæti aðgerða- laus hjá þegar það gerðist. Steingrímur Hermannsson sagöi að veitt hefði verið heimild fyrir skip Ríkis- útgerðarinnar til að losa þá farma, sem skipin væru nú með, en frekari undanþágur hefðu ekki verið veittar. Sitt næsta skref yrði það að fara fram á undanþágur til fóðurbætis- flutninga, en hins vegar yrði ríkisstjórnin öll að taka ákvörðun um hvort gripið yrði inn í deiluna. Sín afstaða væri sú, að það næði ekki nokkurri átt, að þeir sem þó hefðu hæstu launin ryfu þá samstöðu sem náðst hefði um launamál og ríkisstjórnin gæti ekki setið aðgerðaiaus hjá þegar það gerðist. Hitt væri annað mál, að vafalaust yrði að lyfta launa- þakinu af þessum mönnum eins og öðrum. I fjötrum hafíssins á Þistilfirði Þórshafnarbátarnir tveir eru enn lokaðir inni f hafísnum f Þistil- firði og meðan vindátt breytist ekki eru litlar líkur á að bátarnir komist úr þessari prísund. Bátarn- ir eru ekki í hættu meðan veður breytist ekki og skipverjar drepa tfmann með því að spila, tefla og horfa á sjónvarp. Vistir fá þeir úr landi, en einnig hafa þeir skotið sér fugl í' soðið.l forgrunni þessar- ar myndar Más óskarssonar sést rekaviður Krossavfkurbænda, sfðan kemur mjó læna með strönd- inni, þá fsinn yfir allan Þistil- f jörðinn. Sjá blaðsíðu 20: Hafísinn notaður til að ísa aflann. Esjan og Hekla fengu undanþágu STRANDFERÐASKIPUNUM Esju og Heklu hefur verið gefin undanþága frá verkfalli far- manna og fá skipin að ljúka strandferðum sfnum til Reykja- víkur. Þá hefur Litlafellið einnig fengið undanþágu til að halda áfram olíuflutningum þeim, sem skipið er nú í. Hins vegar hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni um undanþágu vegna ferða Akra- borgar og Herjólfs og fleiri skipa. Verður það væntanlega gert í dag. &*r.- .*&**£* Starfsmenn Gæzlunnar fái sama rétt og aðr- ir launþegar F'ARMANNA- og fiskimanna- samband íslands hefur farið fram á, að lögu.um um Land- helgisgæzlu íslands verði breytt. í þeim er kveðið á um, að starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnar sé bannað að taka þátt í verkfalli eða að standa að verkfallsboðun. Vill FFSÍ tryggja starfsmönnum Gæsl- unnar sömu réttindi og öðrum launþegum eru tryggð. Sam- bandinu var lofað að þessi beiðni yrði tekin til vinsam- legrar athugunar, en í samtali við Mbl. sögðu talsmenn FFSÍ að það hefði verið áður en til verkfallsboðunarinnar kom. Vióskiptaráóherra um olíuhækkunina: „Rætt um að tekjuauki ríkisins fari í olíustyrk" „ÞAÐ HEFUR verið rætt um það, að sá tekjuauki, sem ríkissjóður fengi að óbreyttu vegna benzín- hækkunar, falli niður og gangi að verulegu leyti til að hækka olíustyrk til þeirra sem hita hús sín með olíu," sagði Svavar Gests- son viðskiptaráðherra í samtali við Mbl. í gær. Ríkisstjórnin frestaði í gær um- ræðu um olíuvandann og verður málið tekið upp í ríkisstjórninni á morgun, fimmtudag. Af þessum sökum hefur fundi verðlagsnefnd- ar, sem vera átti í dag, verið frestað um nokkra daga. Eins og fram hefur komið er talið að tekjuauki ríkissjóðs vegna benzínhækkunarinnar verði einn milljarður og er það svipuð upp- Landsvirkjun óskar 45% hækkunar, Póstur og sími 25% oghitaveitur 10—30% GJALDSKRÁRNEFND hefur nú til umsagnar allmargar hækk- unarbeiðnir opinberra aðila en samkvæmt reglum eiga hækkanir á opinberri þjónustu að taka gildi 10 siðustu dagana fyrir útreikn- ing vísitölu. Ný vísitala verður reiknuð í maíbyrjun og tekur hún gildi 1. júní og þurfa hækkanirn- ar þvf að hljóta samþykki á allra næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Ágústssonar formanns gjaldskrárnefndar liggja eftirtald- ar hækkunarbeiðnir fyrir: Lands- virkjun 45% hækkun strax og önnur hækkun síðar á árinu. Ýmsar rafmagnsveitur 10—20% hækkun, til viðbótar hækkun á rafmagni í heildsölu, sem hugsanlega verður heimiluð Landsvirkjun. Póstur og sími 25%. Ýmsar hitaveitur 10—30%. Strætisvagnagjöld, umtalsverð hækkun. Guðmundur sagði að gjaldskrár- nefnd mæti hækkunarþörf ein- stakra stofnana og gerði síðan tillögur til ríkisstjórnar og viðkomandi ráðuneyta. hæð og þarf til að hækka olíu- styrk. Er þá óleystur vandi útgerð- arinnar, en kostnaðarauki hans vegna olíuhækkunarinnar er 6 milljarðar á ársgrundvelli. „Við erum að athuga þennan vanda sérstaklega," sagði Svavar. Aðspurður sagði hann að vand- fundnar væru aðrar leiðir en hækkun fiskverðs en í könnun væri hvort einhver millileiö feng- ist. „Það kann að vera að hún sé til en hún er ekki í sjónmáli." Loks var Svavar að því spurður hvort ríkisstjórnin teldi fiskverðs- hækkun æskilega leið vegna geng- isfalls, sem fylgja þyrfti í kjölfar- ið. „Það er nú ekki víst að jafnað- armerki þurfi að vera-þar á milli. Verð á útflutningsafurðum okkar hefur verið bærilegt að undan- förnu og það er eftir að sjá hver þörfin verður á gengisbreytingu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.