Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1979 Hafnfirðing- ar vilja ekki dragnót í Flóann FRUMVARPI því, sem liggur fyrir Alþingi um opnun Faxaflóa fyrir dragnótaveið- um, var mótmælt á fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Allir bæjarfulltrúarnir 11 greiddu atkvæði með til- lögu bæjarráðs um áfram- haldandi bann við dragnót í Flóanum. Sýning frétta- ljósmyndara framlengd VEGNA óvenju mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja ljósmyndasýningu Samtaka fréttaljósmyndara í Norræna húsinu til n.k. sunnudagskvölds, 29. apríl. Sýningin mun eins og áður vera opin frá kl. 16—22 virka daga og 14—22 um helgina. Myndirnar eru allar til sölu. Aukafulltrúafundur Stéttarsambands bænda: Setur nýja reglugerð um framleiðsluráð AUKAFULLTRUAFUNDUR Stéttarsambands bænda hefst kl. 10 í dag í Bændahöllinni í Reykja- vfk. Sitja fundinn 46 kjörnir fulltrúar auk stjórnar Stéttar- sambandsins. Aðalmál fundarins er setning nýrrar reglugerðar í kjölfar nýrra laga um framleiðslráð. Að sögn starfsmanna Stéttar- sambands bænda er gert ráð fyrir að fundurinn standi í dag og á morgun, en þá verða nefndarstörf fyrir hádegi og fundinum fram- haldið eftir hádegi. Er leitast við að leggja fram tillögur að reglu- gerð á grundvelli laganna, en þau kveða m.a. á um breytingar á framleiðsluráði verðjöfnunargjald og að dregið verði úr framleiðslu. Stefnt er að því að tillögurnar hljóti samþykki á fundi þessum og að reglugerðin geti þá tekið gildi. Húsavík: „Fiðlarinn" slær öll fyrri aðsóknarmet Húsavík 24. aprfl LEIKFÉLAG Húsavíkur hefur nú sýnt sjónleikinn „Fiölarann á þakinu" 15 sinnum við sérlega góða aðsókn og undirtektir. Ákveðnar eru 6 sýningar í viðbót á þessu vori og er þegar uppselt á þær allar. Þar sem hér er um áhuga- leikara að ræða eru leikar- arnir bundnir við ýmis störf, vorannir, skólapróf og fleira svo ekki verður mögu- legt að hafa fleiri sýningar á þessu vori. En jafnframt hefur verið ákveðið að taka upp sýningar á leikritinu næsta haust, en það hefur ekki áður gerzt hér á Húsavík enda slær aðsóknin að þessari sýningu öll fyrri met. — Fréttaritari. Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík: Sungið í Vík og Kir kjubæ j arklaustri Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík. SÖNGFÉLAG Skaftfellinga í Reykjavík efnir til söngferðar austur í Vestur-Skaftafellssýsl- ur laugardaginn 28. apríl næst- komandi. Sungið verður í Leik- skálum í Vík kl. 14 og í Kirkju- hvoli á Kirkjubæjarklaustri kl. 21 sama dag. Söngstjóri kórsins er Þorvaldur Björnsson, undir- leikari Agnes Löve og raddþjálf- ari Einar Sturluson. Á efnis- skránni eru lög eftir erlenda og innlenda höfunda, þar á meðal fjóra Skaftfellinga. Þetta er fjórða söngför félagsins til heimahaga. Pyrst söng kórinn ásamt heimakórum á þjóðhátíð Vestur-Skaftfellinga á Kleifum 17. júní 1974, aftur á sama ári við brúarvígslu á Skeiðarár- sandi. í maí 1977 fór Söngfélagið til Hafnar í Hornafirði í boði karlakórsins Jökuls og söng í Sindrabæ. Á heimleiðinni söng kórinn í Leikskálum í Vik. Hvar er Bjössi? MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið um að birta eftirfarandi: „Hefur nokkur séð þennan ársgamla bröndótta kött, sem gegnir nafninu Bjössi? Hann hvarf úr fóstri frá Vallhólma í austurbæ Kópavogs í vikunni. Hann var merktur. Finnandi hringi vinsamlega í síma 41869 eða 42883. Há fundarlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.