Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar m Sjálfstæðisfélag Grindavíkur Fundur veröur n.k. sunnudagskvöld kl. 21 í Festi. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund. Önnur mál. Félagar fjölmenniö. Stjórnln. Sjálfstæðisfélagið Ingólfur Hveragerði heldur almennan félagsfund í Hótel Hveragerði fimmtudaginn 26 apríl kl. 20:30. Fundarefni: Kjðr fulltrúa á landsfund Sjálf«t<»ði«flokk>mi. 0.. , Önnur mál. i>*JOrnín. Þjóöræknisfélag íslendinga Aðalfundur Aöalfundur Þjóöræknisfélagsins veröur haldinn í safnaöarheimili Bústaöakirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 7.30 s.d. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og umræður um félagsmál almennt. stjórntn. Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur heldur félagsfund í SJálfstæöishúsinu Njarövík, fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30. Fundarefni: Kosning landsfundarfulltrúa. Stjórnin. Borgarnes Mýrarsýsla Fulltrúaráö Sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu efnir til fundar fyrir allt sjálfstæöisfólk föstudaginn 27. aprfl nk. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Borgarneshrepps fyrir ár'lð 1979. Málefni landsfundar. Önnur mál. Stjórnln. Sjálfstæðisfélagið Huginn Árnessýslu Aöalfundur félagsins verður i' Aratungu, þriöjudaginn 24. apríl kl. 21. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund. Önnur mál. Steinþór Gestsson og Eggert Haukdal mæta á fundinn. Stjórnin. ísfirðingar Aðalfundur SJálfstæöisfélags tsfiröinga veröur haldinn í Sjálfstæðls- húsinu isafirði fimmtudagskvöldiö 26. apríl kl. 8.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Kosnir fulltrúar á landsfund. Matthías Bjarnason alþingismaður mætir á fundlnn og segir frá stjórnarástandinu. Félagar fjðlmenniö. St)órnin. Verzlunarmannafélag Reykjavikur; Frjáls álagning forsenda frjáls afgreiðslutima Vegna samþykktar borgar- stjórnar um endurskoðun reglu- gerðar um afgreiðslutíma verzl- ana í Reykjavík, var gerð eftír- farandi samþykkt á aðalfundi Verzlunarmannafélags Rvk.: Reglugerðin er byggð á lögum frá Alþingi, sém gera ráð fyrir, að einstök sveitarfélög geti sett regl- ur um afgreiðsluhætti verzlana. Afgreiðsluhættir hafa mikil áhrif á borgarlífið og snerta fjölmarga félagslega þætti, sem borgarstjórn ber að hafa afskipti af. Afgreiðslu- tími verzlana er ráðandi um vinnutíma afgreiðslufólks og hefur mjög mikil áhrif á dreifingar- kostnað vörunnar, sem neytendur greiða í vöruverðinu. í því sam- bandi vill félagið vekja sérstaka athygli á samþykkt Verzlunar- ráðsins frá 14. þ.m., þar sem mælt er með frjálsum afgreiðslutíma verzlana en tekið fram, að for- senda þess sé, að álagning verði gefin frjáls, til þess að hægt sé að leggja á vöruna fyrir þeim viðbót- arkostnaði, sem leiðir af lengri afgreiðslutíma. Vinnutíminn Áður en núverandi reglugerð tók gildi 1971, var mikil óánægja með þá stjórnlausu afgreiðsluhætti, sem þá höfðu verið við lýði um alllangt skeið, sem m.a. leiddi til miklu lengri vinnutíma afgreiðslu- fólks en annarra stétta og fjöl- margra félagslegra vandamála. Núverandi reglugerð var sam- þykkt á grundvelli langra og víð- tækra umræðna fulltrúa allra þeirra aðila, sem hagsmuna eiga að gæta. Reglugerðin heimilar 62 stunda afgreiðslutíma á viku, en þó miklu lengri tíma í desember- mánuði. Er það 22—24 tímar umfram almenna vinnuviku og u.þ.b. helmingi lengri þjónustu- tími en fjölmargra opinberra stofnana. Reglugerðin hefur í stór- um dráttum reynst vel og þeirrar aimennu óánægju, sem áður ríkti, hefur ekki orðið vart eftir gildis- töku hennar. Vinnutími af- greiðslufólks hefur verið skapleg- ur og ekki hefur heyrst almenn óánægja frá neytendum, sem gera sér yfirleitt grein fyrir því, að þessari þjónustu eru takmörk sett, m.a. vegna vinnutíma afgreiðslu- fólks og kostnaðar, eins og annarri þjónustu. Þjónustan V.R. leggur áherzlu á, að sem bezt þjónusta sé veitt á hverjum tíma, m.a. með því að sníða þjón- ustutímann sem bezt að þörfum neytenda. Rétt er þó að benda á, að þegar rætt er um þjónustu við neytendur, kemur fleira til en lengd afgreiðslutímans. Það ræður t.d. miklu um þjónustu við neyt- endur, að verzluninni séu á hverj- um tíma sköpuð skilyrði til að vera samkeppnisfær við aðrar starfs- greinar á vinnumarkaðinum varð- andi vinnutíma og önnur kjör starfsfólksins, svo að henni haldist á góðu starfsfólki. Hagsmunir neytenda eru einnig fólgnir í að kostnaði við dreifingu vörunnar sé haldið í lágmarki hverju sinni, sem lengd afgreiðslutímans ræður miklu um. V.R. vill benda á, að sá þjón- ustutími, sem reglugerðin heimil- ar, er ekki nýttur til fulls af verzlunum, sem m.a. munu stafa af því að neytendur hafa ekki talið þörf á að nýta hann og verzlanir því dregið úr þjónustutímanum t.d. á föstudagskvöldum og laugar- dögum. Félagið telur að athuga eigi hvort ekki sé mögulegt að auka þjónustu við neytendur innan þess ramma, sem reglugreðin heimilar t.d. með því að hafa opið frá kl. 12:30 til 14:00 en margar verzlanir hafa nú lokað á þeim tíma. Þá er þýðingarmikið að neytendur búi við öruggan og vissan þjónustutíma, sem þeir geta treyst. Mótmæli .V.R. mótmælir eindregið þeirri hugmynd tveggja borgarfulitrúa, að nema reglugerðina úr gildi og vísar í því sambandi til þess ófremdarástands, sem ríkti í þess- um málum áður, og bendir jafn- framt á umsagnir lögreglustjór- ans, borgarlæknis og Húsmæðra- félags Reykjavíkur þegar tillaga var flutt í borgarstjórn um að afnema reglugerðina, en allir þess- ir aðilar vöruðu eindregið við því. Hins vegar telur félagið eðlilegt, að enda þótt núgildandi reglugerð hafi reynst vel, þá verði hún endurskoðuð, enda rúm 7 ár liðin frá gildistöku hennar. í því sam- bandi bendir félagið á eftirfarandi atriði, sem skoða ætti sérstaklega: 1. Heimila verzlunum að hafa opið til kl. 22:00 á fimmtudög- um í stað föstudaga. Benda má á í því sambandi, að ekki er sjónvarp á fimmtudögum, en gera má ráð fyrir að sjónvarp á föstudagskvöldum dragi úr, að þau séu notuð til innkaupa. Einnig hefur aukizt, eftir að flestar vinnustéttir ljúka vinnu um kl. 16:00 og sumar kl. 12:00 á föstudögum, að fólk sæki skemmtistaði á föstu- dagskvöldum. 2. Fjölgar verði vörutegundum, sem heimilt er að selja í sölu- turnum. 3. Kannað verði til reynslu hvort mögulegt er að hafa 2 til 3 matvöruverzlanir opnar á kvöldin og e.t.v. um helgar, þegar aðrar verzlanir eru lok- aðar. Jafnframt því, sem V.R. lýsir vilja sínum til endurskoðunar á reglugerðinni, sem leitt gæti til aukinnar þjónustu við neytendur, leggur félagið þunga áherzlu á, að við slíka endurskoðun verði þess vandlega gætt, að hugsanlegar breytingar leiði ekki til óhóflegs vinnutíma afgreiðslufólks og veru- legs kostnaðárauka frá því sem nú er og neytendur verða að greiða. Ef farið er út yfir slík mörk, gæti það knúið fram aðgerðir, sem leiddu til skemmri þjónustutíma Samband grunnskólakennara: Tilmæli stjórnvalda i „hrópandi ósamræmi við markmið skólastarfsins" Leiðbeiningar um bætta heyverkun Búnaðarfélag íslands hefur skipað fjóra ráðunauta sína í starfshóp til að kanna hey- verkun hjá bændum og skipuleggja leiðbeiningar um bætta heyverkun í samráði við héraðsráðunauta og sér- fræðinga Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins. I starfshópnum eru: Óttar Geirsson, Sigfús Ölafsson, Haraldur Árnason og Magn- ús Sigsteinsson. Munu þeir í þessum mánuði halda fundi með stjórnum og starfs- mönnum flestra búnaðar- sambanda í landinu þar sem rætt verður hvað hefur verið gert sameiginlega til að bæta úr heyverkun. Blaðinu hefur borist eftirfar- andi ályktun frá stjórn og skóla- málanefnd Sambands grunn- skólakennara vegna hugmynda stjórnvalda um sparnað í rekstri grunnskóla: Svo sem öllum er kunnugt hefur íslenskt þjóðfélag gjörbreyst á síðustu áratugum. Margir foreldr- ar vinna báðir utan heimilis. í kjölfar þjóðfélagsbreytinga vaknar krafa um gjörbreytt og aukið hlutverk skólanna. Kennsluhættir breytast, nýtt námsefni leysir gamalt af hólmi og nýjar námsgreinar ryðja sér til rúms. Samhliða þessu hefur kraf- an um uppeldishlutverk skólanna orðið æ áleitnari, svo sem kemur skýrt frá í 2. grein grunnskólalag- „Lög um grunnskóla (63/1974). 2.gr. Hlutverk grunnskólans er, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á mannlegum kjörum og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkenn- um og skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir •nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers1 og eins. Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð, sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja grund- völl að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra". Tillögur og tilmæli stjórnvalda um að draga úr kostnaði við skólahald eru í hrópandi ósam- ræmi við markmið skólastarfsins. Skólar eru flestir reknir með lágmarkstilkostnaði og lágmarks- útbúnaði bæði hvað varðar skóla- húsnæði, kennslutæki, námsgögn og starfaðstöðu. Skólarnir eru flestir tvísetnir og víða eru bekkjardeildir óhæfilega fjöl- mennar. Slíkir skólar eru ófærir um að gegna vandasömu fræðslu- og uppeldishlutverki. Til að svo megi verða þurfa að koma til kostnaðarsamar umbætur: Skulu hér tilgreindar tvær þeirra. a. Skólinn sé einsetinn þannig að dvöl nemenda þar sé samfelld. Æskilegt er að nemendur geti lokið sinni daglegu vinnu í skólan- um við góð skilyrði enda dregur það úr vinnuálagi og jafnar um leið aðstöðu þeirra til náms. í einsetnum skóla geta nemendur fengist við þroskandi viðfangsefni á eðlilegum starfstíma skólans, m.a. ýmis félags- og tómstunda- störf. b. Hver kennari hafi aldrei fleiri nemendur í sinni umsjá en svo að hann geti sinnt þörfum hvers og eins. Ljóst er að kennurum í fullu starfi er þetta ókleift þar sem þeir hafa umsjón með 50—60 nemendum. Sé það einlægur vilji stjórnvalda að þau markmið sem skólum hafa verið sett verði annað og meira en fögur fyrirheit, er nauðsynlegt að hefjast þegar handa um að hrinda þeim í framkvæmd. Óskandi er að á yfirstandandi ári, sem tileinkað er börnum verði stigið spor fram á við í þessum efnum en ekki hörfað til baka. Kennarar þurfa að vera vel á verði í þessum efnum. Þeim hefur verið falið að gæta hagsmuna nemenda sinna og hlotið í því skyni tiltekna starfsmenntun. Þeir munu standa fast gegn því að aðstaða nemenda i grunnskólum landsins verði skert. > AUGLYSINGASÍMINN ER: 2^22480 __/ JWorfJimbln&iö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.