Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 17 um hefur Hannes Hafsteinsson matvælafræðingur. Lífrænar aðferðir til varnar meindýrum Ein þeirra mörgu rannsókna sem í gangi eru hjá Rala eru rannsóknir á því hvernig hægt sé að verjast meindýrum með lífræn- um aðferðum og draga þannig úr notkun eiturefna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir vírussjúkdóma sem hafa reynst útbreiddir í kart- öflum og berast með útsæðinu. Með því að einangra vírusfrítt svæði á kartöfluplöntunni og rækta í tilraunaglasi má fá fram vírusfríar plöntur og er vonast til að árangri verði náð á yfirstand- andi ári, að sögn Sigurgeirs Ólafssonar sem hefur yfirumsjón með þessum tilraunum. Fóðurblanda úr úrgangsefnum I sambandi við aukna nýtingu innlendra hráefna standa nú yfir í Rala rannsóknir þar sem verið er að reyna að nýta ýmis úrgangsefni svo sem fisk-, lýsis og sláturúr- gang, dýrafitu ásamt fiski og grasmjöli. Reynt verður að finna fóðurblöndu þar sem nota má 70—80% íslenskt hráefni við fóðr- un svína, hænsna og kúa en nú er algengt að í blöndunum sé 100% innflutt efni. Tryggvi Eiríksson hefur umsjón með þessum fóðurrannsóknum. Við þær eru notuð glös sem líkja eftir meltingu dýranna en á þann hátt er hægt að rannsaka 200 sýni á viku sem er miklu fljótara en að gera tilraunirnar á skepnunum sjálfum og sagði Tryggvi það fullkomlega eins gott að fram- kvæma tilraunirnar á þennan hátt. Að lokum skal hér drepið á rannsóknir sem eru í gangi hjá Rala á aðferðum til að minnka skemmdir á ull og gærum í fjár- húsum-og hafa þar verið reyndar ýmsar leiðir til úrbóta. Stefán Aðalsteinsson hefur umsjón með þessum rannsóknum og sýndi hann blaðamönnum m.a. doppótta gæru sem er árangur 16—17 ára rannsókna og ræktunar og sagði hann árangurinn vera orðinn það góðan að það færi að nálgast að gærur þessar yrði notaðar í kápur. Ýmis önnur verkefni eru í gangi hjá Rala. Stofnunin fær hugmynd- irnar að rannsóknunum m.a. frá bændum, ráðunautum, sérfræð- ingum, búnaðarsamböndum og Al- þingi. Hugmyndir þessar eru síðan ræddar á haustfundum svokölluð- um en fundurinn gerir tillögur um verkefnaval. Tillögur þessar eru því næst ræddar í tilraunaráði og eru síðan samþykktar af stjórn Rala. Vorfundir skipuleggja síðan og samþykkja verkefnin og er samkvæmt þeim samþykktum gefin út verkefnaskrá. Fimmta hvert ár er gerð 5 ára áætlun um störf Rala og verður sú áætlun gerð nú í haust. Vorfundinum sem ákveður og skipuleggur verkefni ársins er nýlokið en hann sátu tilrauna- stjórar, deildarstjórar í rann- sóknastofnuninni og umsjónar- menn annarra verkefna. Tilraunastöðvar Rala eru á Korpu í landi Korpúlfsstaða, á Hesti í Borgarfirði, Reykhólum á Barðaströnd, Möðruvöllum í Hörg- árdal, Skriðuklaustri í Fljótsdal og á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Auk þess framkvæmir Rala eða sér um tilraunir og rannsóknir í samvinnu við bændaskólann á Hvanneyri og Hólum, Garðyrkjuskólann Reykj- um, Tilraunabúið að Laugardæl- um, Tilraunastöð háskólans, Keld- um og gerir tilraunir um land allt hjá bændum, á afréttum, söndum og óbyggðum oft í náinni sam- vinnu við Landgræðslu rikisins. Við Rala starfa 37 háskólamennt- aðir menn, 6 tilraunastjórar, 20 rannsóknamenn ásamt aðstoðar- fólki 25—30 manns, vinnufólki og sumaraðstoð. Forstjóri er dr. Björn Sigurbjörnsson, en í stjórn eru Bjarni Arason, formaður, Ás- geir Bjarnason og Jóhannes Sig- valdason. Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi Tíðarfar Apríl hefur verið stirður frá byrjun. í dag, 14. apríl, er blíðskaparveður, Iogn og sólskin, hiti 4—5 stig, mikil sólbráð, sann- kallað vorveður. í gær, föstudag- inn langa, var einnig gott veður, en á skírdag versta veður, norðaustanstormur og 4—5 stiga Heimili vantar fyrir erlenda skiptinema Um þessar mundir gefst íslenskum fjölskyldum tækifæri til að sækja um að fá erlendan ungling til dvalar á heimili sínu á vegum AFS-skiptinemasamtak- anna. Um er að ræða 9 vikna sumardvöl eða ársdvöl þ.e. frá seinni hluta águst til fyrri hluta júlí næsta ár. Nemarnir sem koma til ársdvalar og skólanáms hér eru ýmist frá Bandaríkjun- um, Evrópu eða Irtndtim utan þessar heimshluta. U.þ.b. 300 íslensk ungmenni hafa átt þess kost að dvelja við nám erlendis á vegum AFS sl. 21 ár, flest í Bandarfkjunum, einnig í Evrópu og nú nýlega fór ung fslensk stúlka til ársdvalar f Malasfu. Allir þessir unglingar hafa dvalið hjá þarlendum f jölskyldum. Til þess að samtökin geti gefið fleiri íslenskum unglingum tækifæri til að fara utan, þurfa íslenskar fjölskyldur að taka við nemum. Hið eina, sem fjölskyldan þarf að uppfylla, er að komið sé fram við nemann sem einn af fjölskyldunni. Hann þarf ekki nauðsynlega að hafa sér herbergi, en sitt eigið rúm. Þátttökugjald nemans og framlag AFS borga ferðir hingað til landsins og vasa- peninga greiðir hann sjálfur. Þeir, sem vilja fá nánari upplýs- ingar og eyðublöð, geta snúið sér til skrifstofu AFS, Hverfisgötu 39, Reykjavík. Gjöftil kirkjubygg- ingar á Laugarvatni Við guðsþjónustu á Laugarvatni á Pálmasunnudag 8. apríl s.l.,' afhenti sóknarpresturinn sr. Ingólfur Ástmarsson, Miðdals- söfnuði stórgjöf kr. 250 þúsund, er Gísli Sigurbjörnsson forstjóri hafði afhent honum frá Elliheimilinu Ási í Hveragerði. Skal gjöfin renna í sjóð til kirkjubyggingar á Laugarvatni. frost og hríðarveður í grennd. Hér hefur verið stormur í 10 daga frá 1. apríl og frost í 9 daga. Útgerð Trillur frá Hellnum og Stapa eru ekki farnar að ýta á flot ennþá, en Happasæll, báturinn sem ég gat um í síðasta fréttabréfi, er búinn að róa að ég held 11 róðra með net og hefur aflað vel. Það hefur verið miklum erfiðleikum bundið fyrir eigendur bátsins að róa, því þeir hafa orðið að ganga meira og minna af leiðinni heiman frá sér að Arnarstapa vegna snjóa. Senn heilsar sumarið Veturinn er nú að telja út, aðeins 4 dagar eftir af þessum Happasæll hefur aflað vel það sem af er vertíðinni. kalda vetri. í dag er vor í lofti og í lóunni heyrði ég fyrst í dag. Vonandi fer ísinn að kveðja Norðurland og kuldinn að víkja fyrir hækkandi sól. Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Já, far- fuglarnir koma og syngja fyrir okkur sinn fjölbreytilega fagra sumarsöng. Ég óska ðllum landsmönnum til sjávar og sveita gleðilegs sumars. — Finnbogi. r\ * \ -Éi x» Stækkunaraler cróþarft Þú þarft ekki oftar að bregöa stækkunargleri yfír litmyndirnar þínar tii að finna Fríðu frænku eða Sígga syndasei. Glögg mynd er þriðjungi stærri en myndir voru áður fyrr. Hvert atriði myndarinnar er því einnig þriðjungi stærra og skýrara, gleggra en fyrrum. Ný framköllunar- og kóperingaraðferð fyrir litmyndir. Q o o a Umboösmenn: Reykjawk: Myndverk, Hafnarstræti 17 og Bókabúðir Braga, Hlemmtorgi og Lækjargðtu Nana snyrtivöruverslun Fellagöröum v/ Norðurfell Árbaejarapótek, Hraunbæ 102 auk f jölda matvöruverslana Hafnarfjörður Skifan, Slrandgötu Akranes: Verslunin Óðinn Akureyri: Bókabúðln Huld, Hafnarstraeti97 Bildudalur: Kaupfélag Palreksfjarðar, Hafnarbraut 2 Breiðdalsvik: Kaupfélag Stöðfirðinga Búðardalur Kaupfélag Hvammsfanga Dalvik: Verslunin Sogn, Goðabraut 3 Djúpivogur Kaupfélag Berufjaröar Eyrarbakki: Verslun Guölaugs Pálssonar, Sjónarhóli Fáskrúðsfjörður. Verslunin Þór h.f., Búðarvegl 3 Gerðar Þorláksbúð, Gerðavegi 1 Hellisandur. Hafnarbúðin Rifi, Rifsvegl Hólmavík: Kaupfélag Steingrlmsfjarðai Húsavik: Skóbúð Húsavikur Hveragerði: Kaupfélag Árnesinga útlbú Holn: Versluntn Silfurberg, Heiðabraut 5 Suðurlandsbraut 20 Sími 82733 22580 Isafjöröur: Neistl h.f., Hafnarhúsinu Hafnarstræti9 Keflavík: Stapafell, Hafnargötu 29 Kópasker Kaupfélag Norður Þingeyinga Laugarvatn: Kaupfélag Árnesinga Neskaupstaður Verslun HöskuldarStefánssonar. Ölafsvík: Verslunin Kassinn, Ólafsbraut Patreksfjörður Kaupfélag Patreksf jaröar, Aðalstræti 60 Raufarhöfn: Hafnarbúðin h.f„ Álfaborg Reyðarfjörður Kaupfélag Héraðsbúa Sandgerði: Þorláksbúð.Tjarnargötu 1—3 Sauðárkrókur Bókaverslun Kr. Blðndal, Skagfirðingabraut 9 Selfoss: Kaupfélag Árnesinga, v/Austurveg Seyðisfjörður Bókaverslun A. Bogasonar og E. Sigurðssonar Siglutjörður Verslun Gests Fanndal, Suðurgötu 6 Stokkseyri: Allabúð Stykkishólmur Kaupfélag Stykklshólms, Hafnargötu 3 Tálknaljörður Kaupfélag Tálknafjarðar Vestmannaeyjar: Stafnes-Miðhús, Bárugötu 11 Þingeyri: Verslun Gunnars Sigurðssonar, Hafnarstræti 2 Þorlákshöln: Bóka og Gjafabúöin, Unubakka 4 El ekki er umboðsmadtir nálægur. þá má senda fllmur i póst til: Girómyndir Pósthólf 10 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.